Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 27 I Sviðsljós s Islenskir kvikmyndalistarunnendur ættu aö þekkja þessa konu, spænsku leikkonuna Penelope Cruz. Hún leikur í mynd Almodovars, Allt um móður mína. Penelope var viö frumsýningu hennar vestan hafs um helgina. Robbie í stríði við Minouge Robbie Williams hjálpaði Kylie Minouge að skrifa þrjú ný lög. Fyrirhugað er að eitt af lögunum, þar sem Robbie og Kylie Minouge syngja saman, komi út á smáskífu fyrir jólin. En Robbie hefur greinilega ekki lesið smáa letrið í samningnum. Samkvæmt blaðinu News of the World fær Robbie ekkert greitt frá plötuútgefandanum EMI fyrr en smáskífan hefur selst í 80 þúsund eintökum. Robbie er nú æfur vegna málsins „Hann skilur ekki hvers vegna hann fær enga peninga seljist platan bara i 79 999 eintökum. Það ætti að vera nóg til þess að platan verði í þriðja sæti á topplistanum í margar vikur,“ segir einn vina Robbies. „EMI meðhöndlar eina af súperstjörnum heimsins eins og hann væri byrjandi. Það er óskiljanlegt að það skuli vera farið svona með Robbie," segir vinurinn. Salma aldrei verið jafnvinsæl Mexíkóska þokkadisin og leik- konan Salma Hayek hefur aldrei verið eftirsóttari en einmitt nú. Blessuð stúlk- an fær varla frið fyrir leik- stjórum og framleiðendum sem vilja fá hana í myndir sinar. Sá ágæt- ismaður Mike Figgis hafði heppnina með sér þegar Salma féllst á að leika að- alhlutverkið í sálfræðidramanu hans, Time Code 2000. Salma mun vera fyrsti leikarinn sem Figgis réð til myndarinnar. Tökur hefjast í næsta mánuði og verður notuð nýjasta tækni. Robbie Williams gleymdi aö lesa smáa letriö. Símamynd Reuter Prinsamir í brúð- kaupi barn- fóstrunnar Tiggy Vilhjálmur og Harry prins voru meðal gesta þegar bamfóstran þeirra, Tiggy Legge Bourke, sem er 34 ára, giftist æskuást sinni, Charles Pettifer. Karli prinsi var einnig boð- ið en hann kvaðst upptekinn af skyldustörfum, ef til vill vegna þess að Camillu ástkonu hans var ekki boðið. Tiggy varð ástfangin af Charles Pettifer þegar hann var nemandi i Etonskólanum. Hún var þá í einka- skóla í Sviss. Þá var Charles ekki nógu flnn, að mati foreldra Tiggy. Hann gekk að eiga konu, sem reynd- ar heitir CamUla, og eignaðist með henni tvö böm. En nú hafa sem sagt Tiggy og Charles náð saman á ný. Undur og stórmerki í bresku konungsfjölskyldunni: Karl kyssti á hönd mömmu Karl Bretaprins var næstum bú- inn að kyssa drottninguna, mömmu sína, á kinnina á almannafæri á mánudag. Af því varð þó ekki, held- ur nudduðu þau saman kinnum og hann smellti kossi á hanskaklædda hönd hennar. Mörgum þætti þetta nú ekki merkileg tíðindi. Þau eru það sosum ekki, nema fyrir það að breska kóngafólkið er ekki þekkt fyrir að flíka tilfinningum sinum hvort í annars garð á almannafæri. Menn minnast enn atviksins í Indlandi 1992 þegar Karl reyndi að smella kossi á kinn Díönu eiginkonu sinn- ar. Hún sneri þá bara upp á sig. En tilefni þess tilfinningaþrungna atburðar er Karl næstum kyssti móður sína var kynnisferð á slóðir góðgerðarstofnunar ríkisarfans. Karl hefur nefnilega látið sér annt um ungt fólk sem fyrir einhverjar sakir hefur orðið undir í lífsgæða- kapphlaupinu. Karl sýndi móður sinni íbúðablokk í vesturhluta Lundúna sem góðgerðarstofnunin Elísabet Englandsdrottning og Karl ríkisarfi, sonur hennar, kinn viö kinn á mánudag. Þaö sem meira er, Karl kyssti á hönd móöur sinnar og þótti sýna henni óvenjumikla ástúö á al- mannafæri. hefur íjármagnað. Drottning var stórhrifin. Kryddpíur berjast hart um toppsæti Slagur aldarlokanna er haflnn. Kryddpíurnar Geri og Emma, sú fyrrnefnda að vísu fyrrverandi, eru komnar í hörkuslag um efsta sæti vinsældalistanna um heim allan. Nýjar plötur stúlknanna komu í verslanir á mánudag. Gagnrýnend- ur æsiblaðsins Mirror héldu ekki vatni af hrifningu yfir plötu Emmu litlu barnakrydds og gáfu henni ein- kunnina níu, af tíu mögulegum. Geri fékk hins vegar ekki nema fimm, vesalings stúlkan. Einkunnagjöfln þarf þó ekki að segja allt. Bent er á að Geri hafi reynsluna umfram stallsystur sína fyrrverandi, hún hefur jú áður sent frá sér tvær einleiksplötur sem nutu gríðarlegra vinsælda. Talsmaður Geri segir að mikið hafl verið pantað af nýju plötunni og hún komist vonandi á toppinn. „Hann hefur unnið stórkostlegt afrek,“ sagði drottning yfir sig hrif- in af syninum. Karl stofnaði góðgerðastofnun sína fyrir 23 árum. Á þeim tíma hef- ur hún rétt meira en fjögur hundr- uð þúsund ungmennum hjálpar- hönd. Eftir heimsóknina í blokkina var farið í móttöku í Buckinghamhöll þar sem drottning lýsti enn á ný yf- ir ánægju sinni með soninn. „Ég vil nota þetta tækifæri, Karl, til að segja þér hvað ég er óumræði- lega stolt af því sem góðgerðarstofn- un þín hefur áorkað og hvað þú hef- ur verið drífandi í starfi hennar," sagði drottning. Karl þákkaði fyrir sig og kallaði drottningu nú bara mömmu. „Góðgerðarstofnuninni hefur ekki verið meiri sómi sýndur en nú,“ sagði Karl ríkisarfi. leit.is og þér munuð fmna... ...yfir 300.000 íslenskar vefsíður. xr Vetrarakstur vsk-bílar Miövikudaginn 10. nóvember mun sérblaö um vetrarakstur og vsk-bíla fylgja DV. í þeim hluta sem snýr að vetrarakstri er fjallað um ýmisleat í sambandi viö búnað bílsins unair vetur og gefin góð róð þar að lutandi. ila Einnig verður talað um akstur í vetrarfærð og ýmislegt sem muna þarf eftir þegar farið er í ferðalög að vetrarlagi. Upplýsingar um vsk^bíla verða settar upp í areinilega töflu þar sem hægt er að oera saman stærð bílsins, vélarstærð, burðarpetu, flutningsrými og ýmsan bunað ásamtverði. Ennfremur verður rætt við nokkra sem hafa atvinnu af að aka vsk-bílum oa/eða relca þá. nis: Jóhannes Reykdal og SigurSur HreiSar, sími 550 5000. isjón auglýsinga: Osp Kristjánsdóttir, sími 550 5728 og Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720. Netfang auglýsingadeildar: auglysingar@ff.is' Bréfsími: 550 5727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.