Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Ákært fyrir tilraun til Qársvika meö því að „láta stela“ 1,8 milljóna króna bíl: Jagúar ýtt fram af stórgrýtiskanti - starfsmenn Atlantshafsbandalagsins í Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir tilraun til fjársvika með því að hafa með skipulögðum hætti komið 1,8 milljóna króna Jagúarbifreið í sjóinn í Hvalfirði og síðan reynt að fá „tjón“ eigandans bætt. Það voru vaktmenn á athafnasvæði Atlants- hafsbandalagsins í Hvalfirði sem komu upp um svikastarfsemina þannig að tryggingafélag og iögregl- an fóru í málið. Samkvæmt sakargiftum er málið þannig i pottinn búið að eigandinn skildi bifreiðina, Jaguar Vanden Plas, eftir ólæsta við Stórholt 19-21 kvöld eitt í janúar síðastliðnum. Hann hafði þá fengið félaga sinn til að útvega menn til þess að eyði- leggja og fela bílinn - síðan ætlaði hann að fá bílinn bættan hjá Sjóvá- Almennum. Þeir sem fengnir voru til verksins fóru með bílinn upp í Hvalfjörð. Þar var honum ýtt fram af stórgrýtis- Hvalfirði komu upp kanti við athafnasvæði NATO, inn- arlega í Hvalfírði norðanverðum. Daginn eftir lagði eigandinn fram kæru hjá lögreglu um að Jagúarinn hans væri horfinn - bíllinn hefði verið tekin í heimildarleysi við Stórholt 19-21. Þann 29. janúar til- kynnti eigandinn starfsfólki trygg- ingafélagsins síðan um atburðinn í því skyni aö fá tjón sitt bætt. Sá galli var hins vegar á gjöf Njaröar að Jagúarinn var alls ekki um tryggingasvik hústryggður. Vaktmenn hjá NATO höfðu til- kynnt um bílinn uppi í Hvalfirði. Hann var þá orðinn skemmdur og var sóttur. í kjölfarið voru þrír menn fyrir utan eigandann yfirheyrðir og ligg- ur nú fýrir ákæra á hendur þeim og eigandanum. Sá síðastnefndi er ákærður fyrir tilraun til fjársvika en þremenningunum er gefin að sök hlutdeild í brotunum. -Ótt Ásakanir um haröýögi við hross í Hestaskólanum: Þéttleiki í vinnubrögðum Grunnskólarnir að fyllast af GSM-símum: Óhollt og óæskilegt - segir yfirsálfræðingur „Ég tel þessa þróun óæskilega og óholla. Við vitum ekki um afleiðing- amar og þar með hvort þetta sé skaðlegt eða ekki,“ sagði Hákon Sig- ursteinsson, yfirsálfræðingur hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. „Ég tel að böm yngri en 16 ára hafi ekk- ert með GSM-síma að gera í skólum en það er að sjálfsögðu mat foreldra hversu langt er gengið í þessum efn- um,“ sagði Hákon. Grunnskólar Reykjavíkur era nú óðum að fyllast af GSM-símum og em dæmi þess að meirihluti nem- enda í 8. bekk sé kominn með síma. Þegar ofar dregur verða símarnir al- Hríseyjarferjan aftur á land Nýja Hríseyjarferjan margum- talaða er enn og aftur komin í slipp hjá Stálsmiðjunni. Skipið var í annað skipti sjósett í fyrra- dag og tekið á land aftur í gær. Að sögn Gunnars Gunnarsson- ar, formanns ferjunefndar Vega- gerðar ríkisins, var það ekki stýr- isbúnaður skipsins sem var að angra menn í þetta skiptið heldur skrúfubúnaðurinn og einhver bil- un í drifi. -gk Fræðslumiðstöðvarinnar gengari og í 10. bekk er GSM-síminn af mörgum talinn jafnsjáifsagður og skólataskan. „Það er bannað að tala I GSM- síma í kennslustundum og ætti reyndar að banna það einnig í frí- minútum en þetta getur verið erfitt við að eiga. Ef börnin eru að tala í síma í kennslustundum eru símam- ir teknir af þeim og færðir skóla- stjóra. Bömin geta svo náð i símana að loknum skóladegi. Þetta er eitt af þeim „rnustum" sem upp koma en ég kann ekki dæmi þess að böm hafi þurft að líða fyrir það í skólum að eiga ekki GSM-síma,“ sagði Há- kon Sigursteinsson. Símafyrirtækin hafa komið til móts við þessa nýju „barnanotkun" á farsímakerfinu og bjóða nú sér- stök símakort á 2000 krónur. Þegar kortið er uppurið er ekki lengur hægt að hringja úr símanum en hins vegar hægt að hringja í hann. Fyrir 2000 krónur er hægt að tala í 100 mínútur á dagtaxta. Margir for- eldrar hafa lýst yfir ánægju sinni meö að nú sé alltaf hægt að ná í bömin hvar sem þau séu. „Ég held að það sé falskt öryggi," sagði Hákon Sigursteinsson yfirsál- fræðingur. -EIR Nemendur i 7. bekk í Austurbæjarskóla með GSM-símana sína í frímínútun- um. DV-mynd Pjetur. - og glaðir nemendur, segir Hafliði Halldórsson skólastjóri „Þetta er ekki rétt. Hér er um að ræða þéttleika í vinnubrögðum, annað ekki,“ segir Hafliði Halldórs- son, skólastjóri Hestaskólans, vegna ummæla fyrrverandi og núverandi nemenda skólans þess efpis að hann beiti of mikilli hörku við hrossin. Fjölmargir höfðu samband við DV í gær vegna frétta af hestaskólanum. Sumir höfðu sögur að segja af hörku i meðhöndlun hrossa þar. Aðrir sögðu Hafliða aga hrossin, en aðeins þegar nauðsyn bæri til og lýstu ánægju með skólann. Hafliði segir að ekki fari verra orð af skólanum en svo, að nú þegar sé hann næstum búinn að fylla tvö næstu námskeið af tamningatrippum sem eigendurnir biðji hann fyrir. ís- lenski hesturinn sé sterkur og nái hann yfirhöndinni sé hann hættuleg- ur. Skólinn sé að bjóða upp á kennslu í tamningu hrossa sem koma villt úr sínu náttúrulega umhverfi. „Það er blóðugt og sárt að þurfa að heyra svona áburð,“ segir Hafliði. „En ég hef ekkert að fela.“ Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að hann hafi bundið hest á taglinu við stoð segir hann það „hefðbundna aðferð" hér á landi við hesta sem era erfiðir í jámingu. „í þessu tilfelli var haldið í hann og ég studdi hann með því að taka taglið, setja þaö í þrjá hringi utan um súlu til þess aö hesturinn slasaði ekki sig né nemendur. „Hafliði segist ávíta erfið hross meö rödd og jafnvel með því að slá þau með flötum lófa. Spurður um fullyrðingu Irmu Hafliði Halldórsson, skólastjóri Hestaskólans. Schortinghuis, í grein í DV í dag, þar sem hún segir að hann hafi sett reipi utan um hálsinn á hesti og hert að þar tU hesturinn hafi ekki náð andanum, segir Hafliði að þarna hafi verið um að ræða erfiða ótemju. „Þama er sett hálsreim um hestinn, án þess að hún herði að. Þetta er gert til þess að hesturinn slíti ekki aUt í sundur og slasi ekki sjálfan sig eða aðra. Það er öryggis- hnútur á bandinu." Hafiiði sagði að þegar upp væri staðið töluðu staðreyndimar sínu máli um gæði kennslunnar í skólan- um. Þaðan færu glaðir og ánægðir nemendur sem hefðu útskrifast með góðum árangri eftir hvert nám- skeið. -JSS 37 milijarða kauphækkun Launagreiðslur sem rötuðu aUa leið á skattskýrslur landsmanna í upphafi ársins, þ.e. laun ársins 1998, voru rúmlega 37 miUjörðum króna (13,7%) hærri heldur en árið áður, eða aUs rúmlega 310 mfiljarðar króna. Dagur sagði frá. Sólveig skoðar barnakiám Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra hefur ákveðið að fela refsirétt- arnefnd dóms- málaráðuneytis- ins að skoða hvort ástæða sé tU þess að herða viðurlög við vörslu og dreif- ingu á barnaklámi frá því sem nú er. Mbl. sagði ffá. Ofvirkni eldist ekki af Ástæður athyglisbrests með of- virkni eru líffræðUegar og eiga ræt- ur að rekja tU röskunar á boðefnum í heUa. Stutt er síðan ljóst varð að sjúkdómurinn eldist ekki af fólki og er talið að mUli 2000 og 6000 einstak- lingar hérlendis séu ofvirkir. Mbl. sagði ffá. Hagkerfið ofurheitt „Hagkerfið.hefur einfaldlega of- hitnað og fyrir vikið er stöðugleikinn í hættu,“ sagði forstjóri Þjóðhags- stofnunar, Þórður Friðjónsson, í samtali við Dag. Segist saklaus Pétur Þór Gunnarsson heldur enn fram sakleysi sínu í málverkafölsun- armálinu þrátt fyrir að hann hafi í gær verið dæmdur í 6 mánaða fang- elsi. í samtali við Skjá einn sagði hann dóminn hafa verið aUs óvænt- an og mikið áfaU. Hann segist vonast tU að sannleikurinn komi í ljós þótt síðar verði. Spurt um mannshvörf Björgvin G. Sigurðsson varaþing- maður hefur lagt fram fyrirspum tU dómsmálaráð- herra um manns- hvörf. Björgvin spyr hversu mörg óupplýst manns- hvörf hafi orðið síðan 1944, hve oft lögreglan hafi rannsakað manns- hvörf sem hugsanleg sakamál, hve oft lögreglan hafi rannsakað mannshvörf vegna gruns um ólöglegt athæfi, en feUt málið og hve oft dómstólar hafi dæmt í málum um óupplýst manns- hvaif. Dagur sagði frá. Gagnrýna aukin útgjöld Stjórnarandstæðingar gerðu í gær harða hríð að fjáraukalagafrumvarpi ríkisstjórnar. Vanáætlun útgjalda var sögð merki um skort á yfirsýn og aga í ríkisfjármálum. Ráðherrar voru kaUaðir útgjaldafíklar. RÚV sagði frá. Stórtap á Fljótsdalsvirkjun 13 miUjarða tap yrði á Fljótsdals- virkjun, að mati Sigurðar Jóhannes- sonar hagfræðings. Hann segir að raforkuverð yrði að hækka og vextir að lækka tU að reksturinn gæti verið hagkvæmur. RÚV greindi frá. Kynferðisdómur ómerktur Hæstiréttur hefur ómerkt sýknu- dóm og vísað tU héraðsdóms tU nýrr- ar meðferðar máli manns sem ákærð- ur var fyrir kynferðissamband við þrettán ára stúlku. Dagur greindi frá. FBA fór offari FBA hefur verið dæmdur tU að greiða fyrrum starfsmanni Fisk- veiðasjóðs, Ásbirni Þorleifssyni, 300 þúsund króna miskabætur og 500 þúsund króna málskostnað vegna þess að stjómend- ur FBA „hefðu gengið lengra í ávirðingum í garð Ásbjöms en þeim var stætt á í bréfi tU ríkisendurskoð- unar, sem dreift var tU nokkurs íjölda manna, þegar þeir fuUyrtu að tapið sem varð, væri honum einum aö kenna." Dagur sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.