Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
5
p v__________________________________Fréttir
Veiöimanni var bannað að skjóta tófu á heimalandi:
Bændur
friða tófu
„Bóndinn leyfir rjúpnaveiöar á
landinu sínu en svo bannar hann
mér að veiða tófu á landinu," segir
Páll J. Pálsson sem lenti í þeirri
óvenjulegu stöðu um daginn að vera
bannað að veiða tófu á heimalandi.
„Málið er þannig að ég á heima á
Akranesi og var á veiðum uppi í
Borgarfirði núna í október. Ég frétti
af og sá tófu þar inni á heimalandi
bónda, Sverris í Hvammi, Norðurár-
dal. Nú, þar sem þetta var heima-
land vildi ég ekki fara þama nema
með leyfi og hringdi því í hann og
spurði hvort ég mætti reyna við tóf-
una. Hann sagði nei og þegar ég bað
um ástæðu sagðist hann í fyrsta lagi
vera búinn að leigja landið til
ijúpnaveiða en þá sagði ég að ég
væri ekki í slíkum hugleiðingum.
Þá sagði hann að hann vildi enga
umferð af mönnum með byssur
þama. Þetta kom mér mjög á óvart
en ég vár búinn að frétta af þessari
tófú því hún er búin að sjást þama
í haust og ég veit nákvæmlega hvar
hún er og það er ekkert mál að
vinna hana. En hann neitaði mér að
fara þama inn og þar af leiðandi má
ég ekki veiða hana. Ég þekki þenn-
an bónda og fékk að veiða rjúpu hjá
honum áður en hann leigði landið
en nú fæ ég ekki að veiða tófu hjá
honum!“ -hdin
Tvíhöfði upp í
himinhvolfið
- hefur gert
Tvíhöfðafélag-
arnir Sigurjón
Kjartansson og
Jón Gnarr hafa
undirritað samn-
ing við fyrirtæk-
ið Norðurljós
sem gerir út
Bylgjuna og Stöð
2. Undanfarin
misseri hafa þeir
starfað hjá Fín-
um miðli og ver-
ið fastir liðir í
morgunútvarpi
97,7. Hafa þeir
vakið mikla at-
hygli fyrir uppá-
tæki sín í þáttun-
um og trúlega er
frægust uppá-
koma sem þeir
efndu til í beinni
útsendingu á
áhorfendapöllum
Alþingis og hlutu
skilorðsbundinn
dóm fyrir. Ekki
er ólíklegt að
fóstum hlustend-
um 97,7 þyki goð-
in nú vera að
svíkja lit með
samningnum við
Norðurljós og
spuming hvort
sá hópur fer þá
að hlusta á gömlu
gufuna í mót-
mælaskyni.-HKr.
samning við Norðurljós um þáttagerð
Tvíhöfðafélagarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr.
(þntineníal
Vetrardekk fyrir vandláta
SÓLN/NG
Smiðjuvegi 32-34 • Kópavogi • Sími: 544 5000
KLAUSTRIÐ
Veitinga- og skemmtistaðurinn Khmstrið
Klapparstíg 26 • Simi 552 6022
Opið frá hádegi frara á rauða nótt.
Nýr matseðill
Af því tilefhi leika
Dos Paraguayos
frá 22.30-24.00.
Veitingar verða í boði
ViA klaustursins
1X2
1X2