Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
Spurrúngin
Hvernig líst þér á að fá
Atla Eðvaldsson sem
landsliðsþjálfara?
Jón Árnason trésmiður: Mér list
ekkert á það.
Ellert Ingvarsson rafvirki: Mér
líst vel á það.
Bjöm Torfason bóndi: Mér líst
ágætlega á það fyrst við getum ekki
haft Guöjón áfram.
Alexander Hafþórsson, 13 ára:
Bara vel.
Kristófer Logi Hafþórsson, 7 ára:
Bara vel.
Thelma Þorbergsdóttir nemi: Mér
finnst það fínt.
Lesendur
Leikskólarnir:
Bornin heim og
þenslan minnkar
Færri börn á leikskóla og þenslan í þjóðfélaginu minnkar, er álit bréfritara.
SAS og Flugleiðir hf.:
Dregur nær
sameiningu
Anna Guðmundsdóttir skrifar:
Það er eins og holskefla hörm-
unga sé að ríða yfir foreldra sem
eiga böm á leikskólum borgcirinnar.
Svo mikiö írafár er yfir því vand-
ræðaástandi sem mörgum foreldr-
um stendur ógn af - nefnilega að
búa við þá óvissu að þurfa að ná í
böm sín á leikskólana, jafnvel alveg
óvænt hvenær sem er. Auðvitað er
hér um óheppilega ráðstöfún að
ræða hjá Reykjavíkurborg. En þaö
hafa engin lög verið brotin á okkur
foreldrum þótt dvalarsamningum
hafi verið eða verði sagt upp á leik-
skólunum.
Hér er um óviðráðanlegt ástand
að ræða og ekkert þýðir fyrir okkur
foreldra að krefjast þess að málið
verði bara leyst með því að fóstrum
eða leikskólakennurum verði greitt
hærra kaup. Sú kauphækkun
myndi líka óðar dynja á okkur sem
greiðum fyrir bömin á leikskóla. Ég
á eitt barn á leikskóla og annað sem
ég ráðgerði að senda þangað bráð-
lega. Ég er hætt við það nú þegar og
mun sætta mig við (næstum fegin-
samlega) að taka hitt bamið heim.
Margt mun breytast við þetta. Ég
mun hætta að vinna úti og verða
heima alfarið. Ég er búin að búa við
mikið spennuástand undanfarin tvö
og hálft ár og er raunar við það að
gefast upp á hlaupum fram og til
baka, í vinnu, úr vinnu, á leikskól-
ann, fara með og sækja strákinn
minn. Yngsta bamið er heima hjá
Sigríður Jónsdóttir skrifar:
Frá kosningu Ingibjargar Sólrún-
ar borgarstjóra hefur sífellt verið
klifað á því hversu snjöll hún sé.
Þetta kallast foringjadýrkun. Ekk-
ert sem foringinn gerir er rangt, að
áliti aðdáendanna. Ingibjörg Sólrún
braust jú til valda í Reykjavík með
nánast það eina loforð að vopni að
hún myndi bæta leikskólakerfí
borgarinnar. Að hennar sögn var
það afskaplega einfalt mál. Eyða
hundmðum milljóna í að reisa nýja
Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri
Sjónvarps, skrifar:
Þaö er ekki andskotalaust að
lenda i skotlínu DV-manna, en það
hef ég fengiö að reyna í nokkur
skipti í sumar og haust. Enda verð-
ur oft fátt um vamir þegar einstak-
lingur á ritstjóm dagblaðs er í fýlu
og notar vandmeðfarið vald sitt til
þess að fá útrás.
Fyrr í vikunni tók þó steininn úr
í illkvittnu „sandkomi11 þar sem
mér var brigslað um að misnota að-
stöðu til þess að sýna á skjánum eitt
kvennalið i handbolta öðmm frem-
ur - skýringin sú að ég væri i stjóm
kvennaráðs félagsins. Loks var
klykkt út með spjalli um hagsmuna-
árekstra. Hér var einfaldlega logið
og síðan dregnar ályktanir, ósmekk-
legar og ósæmandi. Ég sit ekki í
umræddu kvennaráði Gróttu/KR,
hætti afskiptum af viðkomandi fé-
lagi um leið og dóttir mín hætti
handboltaiðkun síðla sl. sumar.
ömmu sinni sem hefur hlaupið í
skarðið fyrir mig um nokkurra
mánaða skeið. Ég mun hætta þessu
öllu, vera heima og við hjónin mun-
um líklega komast betur af en áður.
Við emm búin að reikna þetta út.
Ég held að þenslan í þjóðfélaginu
myndi minnka vemlega ef stór
hluti bama á leikskólum yrði tek-
inn heim til mæðranna, allra sem
það raunvemlega geta. Þær em sem
betur fer mjög margar sem það geta.
Það er full þörf á að hægja á þensl-
unni og hraðanum sem þjóðfélagið
og glæsilega leikskóla. Og það geröi
hún.
Þessi einsýni borgarstjóra hefur
kostað okkur mikið. Nú eigum við
fjölda nýrra leikskólahalla, sem
enginn, eða a.m.k. takmarkaður
rekstur, er í. En Ingibjörg Sólrún
heldur áiram að byggja. Ekkert fær
stöðvað hana. Enginn þorði að segja
henni að hún væri á leið til glötun-
ar, því hún tekur gagnrýni afskap-
lega illa, að sögn.
Við, barnafólkið, sem höfðum trú-
Reyndar hef ég síðustu 9 árin fylgt
henni eftir í hópi foreldra, sem hafa
haldið starfinu gangandi, nánast af
þeirri hugsjón aö það sé hollt fyrir
börn og unglinga að stunda íþróttir.
Að vera síðan stimplaður fyrir
„hagsmunaárekstra" á opinberum
vettvangi fyrir slíka hluti er nánast
hlægilegt. Reyndar grátbroslegt,
m.a. í ljósi þeirrar staðreyndar að
yfirmaður íþróttadeildar DV er
þjálfari liðs í efstu deild karla í
handbolta! Það em væntanlega
býr við. Það er í engu samræmi við
það sem gerist meðal annarra þjóða.
Atvinnulífið allt myndi hrökkva í
lægri gír og það er full þörf á því.
Kannski þyrfti ekkert að gera annað
til að hægja á þenslunni. - Ég vona
bara að sem flestir foreldrar og
bamafólk hafi tök á að fara þessa
leið. Ef foreldrar em með einhverj-
ar aðgerðir í bígerð er það hinn
mesti bjamargreiöi við flest okkar.
Þær myndu aöeins auka þá spennu
og streitu sem fyrir er. - Hemjum
okkur í hraðaþjóðfélaginu.
að loforðum og dómgreind Ingi-
bjargar Sólrúnar, gerðum ráðstafan-
ir á grandvelli loforðanna. Og dóm-
greindarinnar. Við lögðum út í fjár-
hagsdæmi sem byggðust á því, að
bæði hjónin ynnu úti, þar sem böm-
in hefðu ömggt leikskólapláss á
meðan.
Nú em allar forsendur fjárfest-
inga okkar að bresta. Ekki getur
Ingibjörg Sólrún kennt Sjálfstæði-
flokknum um því hún hefúr ráðið
málum í borginni í 6 ár!
öngvir hagsmunaárekstrar þar og
ekkert tilfefni til sandkoms, eða
hvað?
Það er ábyrgöarhluti að saka fólk
á opinbemm vettvangi um að mis-
nota aðstöðu sína, og vera í raun
sakaður um óheiðarleika, en þar
sem minn skrápur er orðinn býsna
þykkur verður þetta mál ekki tilefni
til eftirmála. Það eina sem beðið er
um framvegis er að þaö sé staldrað
við og hugsað, áður en gengið er frá
texta af þessu tagi.
Reynir hringdi:
Er ekki að koma á daginn það
sem margir sögðu þegar hin nána
samvinna Flugleiða við SAS var til-
kynnt fyrir ekki löngu síðan? Að
hér væri ekki bara um samvinnu
að ræða, heldur yrði sameining fé-
laganna brátt að veruleika. Nú hef-
ur SAS lokað sölu- jm««
skrifstofu sinni hér á
iandi eftir nær 30 ára , jsw
starfsemi og við taka 'L ~ ~ ,
Flugleiðir. Og áætlun-
arferðir SAS hingað
til lands hafa þegar verið lagðar af.
Og það er margt fleira að breytast
hér varðandi starfsemi SAS. Það
virðist nú sem SAS sé ráðandi afl í
markaðssetningu hótelsins í
Bændahöllinni. Þar er nú ekki leng-
ur auglýst nafnið Hótel Saga - held-
ur „Radisson SAS Saga Hotel“.
Þetta góða hótel er kannski ekki
lengur í íslenskri eigu heldur? Já,
það er margt að breytast hér með
tilkomu SAS í samgöngumál lands-
manna.
Reyklaust ís-
land árið 2000?
Steindór Einarsson skrifar:
Það hefur verið talað um að hér
væri orðið reyklaust land árið
2000. Ef svo á að vera, þyrfti að
byrja sem fyrst að hætta að selja
tóbak, og a.m.k. reyktóbak. Þeir
sem reykja lenda margir hverjir á
Vifilsstöðum og þurfa að burðast
með öndunarvél. Þeir sem reykja
mikið nota einnig mikið af lyfjum,
ekki síst verkjatöflum. Þá koma
veikindadagar til sögunnar og era
þeir kostnaðarsamir þjóðfélaginu.
Það yrði mikill spamaður fyrir
ríkið ef tækist að gera hér reyk-
laust land á næsta ári eins og til
stóð. Hvemig skyldu mál standa
nú þegar skammt er í aldamótin?
Nú er það Aba
í Nígeríu
Magnús Sigurðsson skrifar:
Það hlaut að koma aö því, svo
miklar bréfaskriftir sem farið hafa
á milli íslendinga og múltimilla í
Nígeríu sem falast hafa eftir að
geyma peninga sína hér um stund-
arsakir. íslensk fyrirtæki hafa
ekki haft undan að svara, flestir að
vísu neitandi, því svona sé bara
ekki við hæfi á íslandi. En nú
stendur yfír íslensk kaupstefna í
borginni Aba í Nígeríu, þar sem ís-
lenskir kaupahéðnar á sviði flutn-
ingaþjónustu, sjávarútvegs ásamt
fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu,
alls 15 talsins, stunda kynningu
sína á íslensku lostæti - item;
skreið og þurrum þorskhausum.
Nú er um að gera að selja og selja
vel - og krefjast greiðslu við ham-
arshögg. Ekkert minna, því það
hefur oftasta orðið djúpt á greiðsl-
um frá strákunum í Lagos.
Selt inn á
Þingvelli?
Svana hringdi:
Ég tel mig vita fyrir víst að hug-
myndin um að selja inn á friðlýst
svæði, t.d. á Þingvelli og víðar, á
ekki fylgi að fagna. Þama ætti að
leggja árar
í bát sem
allra fyrst.
Þetta er
líka hlægi-
legt í eyr-
um landsmanna sem alla sína tíð
hafa getað ferðast um landið án
nokkurrar hindrunar. Ef ég tek aft-
ur Þingvöll sem dæmi er þar í
raun ekkert að sækjast eftir. Þar er
lítil sem engin þjónusta og aðeins
náttúran og tjaldstæðið það sem
menn sækjast eftir. Að geta hvílt
sig í eina, tvær nætur án ágangs.
Ég er sammmála ferðamálastjóra
um að þama sé ekki eftir miklu að
slægjast fyrir ríkið. Fimmtán millj-
ónir? Er þetta eitthvað til tcda um,
þegar batteríið í kringum inn-
heimtuna er talið með?
Hinn snjalli borgarstjóri
Rangar ályktanir dregnar
- sit ekki í kvennaráði Gróttu/KR
Sit ekki í umræddu kvennaráði Gróttu/KR og er hættur afskiptum af viðkom-
andi félagi, segir Ingólfur m.a. í bréfi sínu.