Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Aðgöngumiðar að náttúruperlum
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein hérlendis sem
hefur verið í hvað örustum vexti. Hún er næststærsti
atvinnuvegur þjóðarinnar og skilar miklum tekjum,
ýmist beint eða óbeint, vegna flutnings fólks og margs
konar þjónustu. Það sem innlendir jafnt sem erlendir
ferðamenn sækjast einkum eftir er fegurð landsins,
náttúruundur þess og víðerni.
í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár segir meðal ann-
ars um Náttúruvemd ríkisins, að lagt sé til að inn-
heimtur verði aðgangur að friðlýstum svæðum og tekj-
um verði varið til uppbyggingar þeirra svæða þar sem
aðgangseyrir er tekinn. Áætlað er að á árinu 2000
verði innheimtar um 15 miUjónir króna. Dagblaðið
Dagur vakti athygli á þessu fyrr í vikunni og greindi
jafnframt frá því að umhverfisráðuneytið hefði skipað
nefnd sem ætlað er að gera tillögur um hvemig afla
megi fjárins.
Nefndin hefur enn ekki komið saman og því óvíst
hvernig hún tekur á hlutverki sínu. Stefna stjómvalda
um að innheimta aðgangseyri að friðlýstum svæðum
er hins vegar varhugaverð, svo ekki sé meira sagt.
Landið er sameign okkar allra, undur þess og gersem-
ar. Því hefur mjög verið haldið að fólki að skoða sitt
eigið land. Bein gjaldtaka fyrir slíkt er fráhrindandi og
óskynsamleg. Hún yrði án efa til þess að letja fólk til
heimsókna á gjaldtökusvæðin og drægi þannig úr tekj-
um af ferðamönnum á þeim stöðum. Ferðafólk skilur
eftir sig fé sem greitt er fyrir þá þjónustu sem veitt er
á stöðunum, fyrir gistingu, mat og drykk, þjónustu við
bíla, greiðslu fyrir skoðunarferðir, leiðsögn, minjagripi
og annað sem fylgir atvinnugreininni. Þar verða tekj-
urnar til en ekki með aðgangsmiðum að GuUfossi,
Goðafossi, Dettifossi, Þingvöllum, Ásbyrgi, Geysi eða
öðrum náttúruperlum.
Það er grundvaUaratriði að íslendingar eigi greiðan
og óhindraðan aðgang að landi sínu. Hið sama gildir
um erlenda gesti sem sækja okkur heim tH þess að
kynnast landi og þjóð. Því er fráleitt að selja þann að-
gang. Þjónusta á eftirsóttum stöðum er hins vegar veitt
og sú þjónusta er eðlHega seld. Því eru ferðamenn van-
ir, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda gesti.
Fólk getur valið sér leiðsögn, skipulagðar ferðir og
aðra þá þjónustu sem í boði er gegn gjaldi.
Það hefur komið fram hjá Magnúsi Oddssyni ferða-
málastjóra, þar sem hann talar fyrir sig persónulega og
fyrir hönd Ferðamálaráðs, að aldrei hafl komið tH
greina að innheimta hreinan aðgangseyri að landinu.
Ferðamálastjóri kvaðst, í viðtali við Dag, ekki geta
hugsað þá hugsun tH enda að innan einhverra áratuga
þurfi fjölskylda sem ferðast um land sitt að borga fyrir
að skoða tHtekið fjaU, ákveðinn foss eða næsta vog.
Þá er það rétt ábending hjá Magnúsi Oddssyni að tU-
tölulega fáir staðir á landinu bæru kostnaðinn við inn-
heimtu aðgangseyris. Það yrðu fáir staðir þar sem inn-
heimtar tekjur færu ekki aUar beint í innheimtukostn-
að. Þá er erfitt að fylgjast með ferðum fólks á stórum
landsvæðum. Varla verða fossarnir fögru víggirtir og
því síður sjáHúr helgidómur þjóðarinnar, ÞingveUir.
Það viH svo tH að ferðamálastjóri er formaður fyrr-
greindrar nefndar umhverfisráðuneytisins, sem kanna
á leiðir tH að innheimta aðgagnseyri að friðlýstum
svæðum. Því er von tU þess að hann og aðrir nefndar-
menn nái með tiHögum sínum að koma viti fyrir
stjórnvöld. Jónas Haraldsson
„Eða eins og bæjarstjórinn á Akureyri orðaði það svo hnyttilega í útvarpsviðtali. Kynlífsiðnaðurinn er ný at-
vinnugrein, sem líkja má við refaræktina hér fyrr á árum.“-
Kvenhatrið
tekur kipp
Undanfamar vikur og
mánuði hefur klámiðnaö-
urinn herjað á heimili
landsins í formi sjón-
varpsfrétta af dansandi
vændiskonum og faðm-
lögum þeirra við stangir.
Aftur og aftur höfum við
fengið að horfa á konu í
einskonar ástarleik við
stöng með stórum fettum
og klofglennum. Sú ljós-
hærða í skæruliðabuxun-
um með tattúið á hægri
öxlinni er að verða eins
og kunningi sem lítur við
á kvöldgöngu. Maður
kann orðið atriðið henn-
ar utan að, veit hvenær
svarti bijóstahaldarinn
vegur salt á sílikoninu og
svo kemur aðalmálið.
Hún sviptir af sér buxun-
um og glennir upp á sér
rassinn sem fyllir út í
sjónvarpsskerminn og
við horfum á örmjótt
svart bandið fyrir gatinu.
Ég.hrekk alltaf dálítið
við og blygðast mín fyrir
kyn mitt. Yngsta dóttir
mín, sem er ellefú ára og
kemst bráðum á kyn-
þroskaskeiöið, hrekkur
líka við. Það kemur líka
blygðunarsvipur á hana,
þótt hún hafi ekkert gert
af sér annað en að vera stúlkubam
og þarafleiðandi sköpuð eins og
konan í sjónvarpinu. Ég held
henni fmnist framtið í þessum
bransa ekki tilhlökkunarefni, en
hann kvað gefa vel af sér. Milljón
á mánuði.
Vil sjá framan í mennina
Því það eru til menn sem gefa
mikið fyrir svona konur. Hverjir
Kjallarinn
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
þeir eru fáum við
hins vegar aldrei
að sjá. Það sést í
sjónvarpinu að
konumar dansa á
einhvers konar
upphækkun eða
borði og umhverf-
is þetta dansiborð
em stólar. Á þess-
um stólum hljóta
mennimir að sitja
sem borga svona
vel fyrir að horfa á
konumar engjast.
Sjónarhornið af
stólunum virðist
þannig valið að
þeir sem við-
skiptavinir sjái
inn á milli lær-
„Af einhverjum óútskýröum
ástæðum þykir það sem gerist á
milli fóta karlanna ekki jafngott
sjónvarpsfréttaefni og margnot-
að klofið á konunum. Þó gæti
verið virkilega áhugavert að sjá
það gerast í framhaldi af hinum
fréttunum, svona sem fréttaskýr-
ingu og dýpri kófun í málið.“
anna á konunum. Áhrifm eiga svo
að verða þau aö stöngin á þeim
sjálfúm stífni.
Af einhverjum óútskýrðum
ástæðum þykir það sem gerist á
milli fóta karlanna ekki jafngott
sjónvarpsfréttaefni og margnotað
klofið á konunum. Þó gæti verið
virkilega áhugavert að sjá það ger-
ast í framhaldi af hinum fréttun-
um, svona sem fréttaskýringu og
dýpri köfun í málið. En það sem
þó væri enn fróölegra væri að fá
að sjá framan í viðskiptavini
þeirra kvenna sem við höfum
fengið að sjá svo oft frá öllum
hugsanlegum sjónarhomum.
Ég leyfi mér að gera þá kröfu til
fréttastofa sjónvarpanna að þær
láti ekki við það sitja að upplýsa
aðeins um aðra hlið þessa máls, þá
hlið sem snýr að konunum og nið-
urlægir kvenkynið, heldur gefi
okkur jafn greinargóðar fréttir af
þeim sem reka vændishúsin sem
og þeim sem kaupa þjónustu
þeirra.
Markaðsvara ekki manneskjur
Fyrir bráðum þrjátíu árum
gekk ég niður Laugaveginn i 1.
maígöngu undir einu homi kven-
líkneskju sem bar uppi kröfú
um að konur fengju að vera
manneskjur en ekki mark-
aðsvara. Manneskja ekki
markaðsvara. Gangan sú var
undanfari þess að Rauðsokka-
hreyfingin var stofnuð. Síðan
hefur íslenskri kvennahreyf-
ingu á ýmsan hátt vaxið fisk-
ur um hrygg.
Það sem nú er að gerast, í
kjölfar aukins markaðsfrelsis
og óðakapítalisma, er að
kvenfyrirlitningin og kven-
hatrið er að taka nýjan kipp.
Konur eru eins og hver annar
varningur sem þú kaupir og selur.
Eða eins og bæjarstjórinn á Akur-
eyri orðaði það svo hnyttilega i út-
varpsviðtali. Kynlífsiðnaðurinn er
ný atvinnugrein, sem líkja má við
refaræktina hér fyrr á árum. -
Niðurstaðan hlýtur því að vera sú
að konur séu markaðsvara en.ekki
manneskjur í augum nýkapítalist-
anna sem ráða fór.
Steinunn Jóhannesdóttir
Skoðanir annarra
Rannsókn á Rússagulli
„Inn í sögu íslenskra sósíalista blandast ekki að-
eins Sovétmenn, heldur lika leiðtogar og sendiráðs-
starfsmenn annarra austantjaldsríkja, einkum Aust-
ur-Þýskalands og Tékkóslavíu...Margar sögur ganga
um gjafir starfsmanna sendiráðsmanna til Islend-
inga, m.a. peningafjafír...Héðan fóru tugir manna í
árlegar lúxusferðir til Svartahafsins í boði sovéskra
yfirvalda allt fram á níunda áratuginn...í sjötíu ár
hafa forystumenn íslenskra sósíalista sagt ósatt um
samband sitt við erlenda kommúnista. Á sama tíma
hafa þeir ausið svívirðingum yfir lýðræðissinna sem
vildu treysta frelsi og sjálfstæöi landsins með sam-
starfi við önnur vestræn ríki og ekki hikað við að
saka þá um landráð og landsölu."
Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 4. nóv.
Munaður í útvarpsrekstri
„Þegar ríkisfyrirtæki nýtur ríkisstyrkja getur það
leyft sér hluti sem við leyfðum okkur ekki. Það þarf
sífellt að hafa í huga að starfsemin skili arði...Ég tel
ekki að ríkiö eigi að reka tvær útvarpsstöðvar, ein
mjög góð ríkisrás ætti að nægja. Mjög fá lönd leyfa
sér að starfrækja tvær ríkisreknar útvarpsstöðvar.
Þaö er einfaldlega munaður sem skattgreiðendur
víðast hvar umbera ekki. Við værum meira en til-
búnir að taka viö rekstri Rásar 2 taki ríkisstjómin
þá ákvörðun að leita til nýs rekstraraðila. Rekstur
útvarpsstöðva á íslandi hefur hingaö til ekki reynst
vera arðbær iðja.“
Ed Christian í viötali við Viðskiptablaðið 3. nóv.
Könnun á ESB-aðild
„Ég hef alla fyrirvara á mati Halldórs Ásgrímsson-
ar á að um óháð vinnubrögð í úttekt sé að ræða.
Hins vegar er ég ósammála því og andvígur að við
göngum út frá því og andvígur að við göngum út frá
því sem jafngildum kosti aö leið Islands eigi að liggja
inn í Evrópusambandið. Ég teldi best að ákveða að
við ætlum í fyrirsjáanlegri framtíð að gæta okkar
hagsmuna utan Evrópusambandsins, en með samn-
ingum við það. Þá væri engin óvissa uppi í þeim efn-
um, hana er verið að skapa með núverandi feluleik
í málinu."
Steingrímur J. Sigfússon í Degi 4. nóv.