Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 DV onn Ummæli eyminn um aldur fram „Um Kristin H. Gunnarsson og skrif hans gildir eitt af þrennu, hann ger- ist gleyminn um aldur fram, hefur fylgst illa með stjórnmálunum á þessum tíma eða fer vísvitandi' með staðleysur." Steingrímur J. Sigurðsson alþingismaður, í Morgun- blaðinu. Kyn-Æsan „Einræði íslensku konunnar Freyju er liðið undir lok. Héð- an í frá verður hún að keppa við Kyn-Æsuna um karl- rembusvínin." Guðbergur Bergsson rithöf- undur, í DV. Trúarkokkteill , Ég sé ekki annað í stöðunni en aö þjóðkirkjan íslenska er hvorki lútersk né kristin. Hún er trúarkokkteill sem hefur sumt gott annað stór- hættulegt sálar- j heill manna og hún er sú stofn- un sem gengur harðast fram í því að ræða þjóðina til- trú á Biblíuna." Snorri Óskarsson safnaðar- hirðir, í Morgunblaðinu. Hvalfiskarnir „Nú hafa hvalfiskamir gert ofurlítið hlé á sókn sinni í FBA-málinu og er látið svo sem sala bankans sé „dreifð“. f En þeirra orða skulu menn minnast að þess verður ekki langt að bíða að hvalfiskarnir ráði í þeim sjó, sem bankinn siglir." Sverrir Hermannsson alþing- ismaður, í Morgunblaðinu. Vil draga vagninn áfram „Almennt talað þá fellur mér vel við þá stjómmála- menn sem draga vagninn áfram en ekki þá sem toga í hann.“ Björgvin G. Sig- urðsson vara- þingmaður, í Degi. \ Ekki gott hlutskipti „Engum óska ég þess að verða svona gamall og vera þannig á sig kominn að þurfa að sækja allt til annarra. Þetta er ekki hlutskipti sem ég hefði kosið mér.“ F.lín Magnúsdóttir, 104 ára gömul, í Degi. Sunna Guðmundsdóttir, hagleikskona í Hveragerði: Hélt fyrstu sýningu í pennasaiuni á íslandi DV, Hveragerði: Það kennir ýmissa grasa í listinni í Hveragerði. Sunna Guðmundsdótt- ir er ein af þeim sem vinna list sína heima. Sunna er fyrsta manneskjan sem hélt sýningu á verkum sem unnin er úr svokölluðum japönsk- um pennasaumi á íslandi. Fyrir þá sem ekki vita er þessi pennasaumur upprunninn frá hollenskum sjó- mönnum þar sem þeir urðu inn- lyksa í óveðrum í siglingum með kaupskipum til Japans. Sagan segir að þeir hafi verið með aðferðina en Japanir hafi síðan þróað . það gam sem notað er nú. • „Pennasaumurinn felst eig- * inlega í því að rekja upp * silkigam. Þetta er sérstæð og • nokkuð flókin aðferð þar sem í eiginlega er um að ræða * skrift, en • ekki sauma. Pennanum er beitt líkt og venjulegum penna, honum stung- ið niður en hann síðan dreginn upp án þess að honum sé lyft frá yfir- borði flatarins. Með þessum penna er hægt að Maður dagsins styðjast við ýmis útsaumsspor, t.d. kontórsting og flatsaum. Gamið er rakið og hvergi er gengið frá þræð- inum á röngunni, þannig að réttan ferðin er að nota einn penna, en hver penni notar sinn lit.“ Fáein verka Sunnu hafa þurft allt að 65 penna til þess að allir litir ná- ist, en það mun vera nær hámarks- fjöldi penna sem hægt er að nota. Sunna segir að þetta sé orðin dýr handavinna og tímafrek þótt hún sjálf sé fljótvirk, enda þaulvön. „Blái drengurinn“ er eitt frægasta málverk sem saumað hefur verið eftir með pennasaumi. Aðspurð hvort fólk geti ekki búið til sín eigin listaverk í stað þess að fara eftir ákveðnum myndum seg- ir Sunna það ekkert mál. „Sjálf er ég hins vegar gjörsneydd öllu hug- myndaflugi og læt aðra um fyrir- myndir." Fyrsta sýning á pennasaums- myndum á íslandi var haldin í Hótel Ljósbrá í Hveragerði árið 1984. Þar sýndi Sunna um 55 myndir og vakti sýningin mikla at- hygli. í gestabók Sunnu frá þeim tíma skráðu nöfn sín hátt á fimmta hundrað manns og seldi hún þá drjúgt. Sunna hefur einnig fengist mikið við perlusaum auk annarrar handavinnu. Þótt hún hafi gefið eða selt mest af safhi sínu á hún enn listilega gerða muni, örsmáar dúkkur úr perlúm, jólakúlur o.fl. jólaskraut. Sunna segir að perlu- saumurinn hafi þó legið niðri um hríð, en nú ætli hún að fara að drífa sig aftur fyrir jólin. Sunna segist ekki vera með bein nám- skeið en kallar þá sem koma til hennar nokkurs konar saumaklúbb sem hún leiðbeinir um leið Sunna Guðmundsdóttir og Blái drengurinn. og hún vinnur sjálf. -eh er viðkvæm og vandmeðfarin svo allt rakni ekki upp. Einfaldasta að- ari halda tónleika í Eg- ilsstaðakirkju kl. 16 og á sunnudag í Seyðisfjarð- arkirkju á sama tíma. Á efniskránni eru tvö verk eftir Beethoven og valsar eftir Chopin. Beethoven samdi þrjátíu og tvær sónötur fyrir píanó og má segja að þær séu eins Tónleikar Jónas Ingimundarson held- ur tónleika á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Píanótónleikar Á morgun mun Jónas Ingimundarson píanóleik- konar ævisaga hans í tónum. í þeim er að finna alla þá miklu dýpt og breidd sem hann bjó yfir. Jónas leikur fyrstu sónötuna og þá síðustu. Eft- ir Chopin leikur Jónas vals- ana fjórtán sem hann samdi. Þess má geta að ný- lega kom út hjá Japís geislaplata með leik Jónas- ar á dönsum Chopins. Myndgátan Fær hnút í magann Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Sigurður Karlsson og Sunna Borg í hlutverkum sínum. Klukkustrengir Leikfélag Akureyrar sýnir Klukkustrengi eftir Jökul Jakobs- son og er næsta sýning í kvöld. Þetta leikrit var sérstaklega samið fyrir Leikfélag Akureyrar árið 1993 og frumsýnt það ár I Sam- komuhúsinu á Akureyri og vakti strax mikla athygli. Leikritið gerist í ónefndum bæ úti á landi. Það segir frá Jórunni, fínni frú í bænum sem hefur lengi haldið í þann sið að bjóða vinum og kunningj- “ “ um í sunnu- LcÍkKÚS dagsboð þar ______________ sem þau ræða málin og snæða smákökur og dreypa á sérríi. Þeg- ar leikritið hefst hefur ungur maður komið til Jórunnar til að stilla kirkjuorgel. Koma hans um- tumar fljótlega tilvem Jómnnar og vina hennar. Allar konumar falla fyrir honum, með einum eða öðrum hætti. Sumir halda að hann sé Messías endurborinn, aðrir tala um hann sem loddara og jafnvel draug. Með helstu hlutverk fara Sunna Borg, Sigurður Karlsson, María Pálsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ámi Pét- ur Reynisson og Ari Matthíasson sem leikur orgelstillarann. Leik- stjóri er Valgeir Skagfjörð. Bridge Nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi, Aðalsteinn Jörgen- sen og Sverrir Ármannsson, fengu góða skor í þessu spili í mótinu. Fjögur hjörtu voru spiluð á fimm borðum af tíu í mótinu en fjögur pör sögðu sig alla leið upp í sex hjörtu. Það tók Reykjavíkurmeistarana að- eins fjóra sagnhringi að segja sig upp 1 slemmuna. Austur gjafari og allir á hættu: 4 G42 * 105 * DG1074 * Á109 4 Á6 •4 ÁDG96 ■f ÁK532 * G 4 D987 4» 842 4 986 * K87 N V A S 4 K1053 «» K73 4 - * D65432 Austur Suður Vestur Norður Aðalst. Páll H. Sverrir Jón H. pass pass 1 * pass 2 4 pass 2 «• pass 3* pass 34 pass 4 4 pass 6«4 p/h Laufopnun þeirra félaganna var precision (16+ punktar) og tvö lauf lýstu jákvæðri hendi með 8+ punkta og a.m.k. 5 lauf. Þrjú hjörtu var sterkari sögn en að stökkva í fjögur og síðan tóku fyrirstöðusagnir við. Fjögurra tígla fyrirstöðusögn Aðal- steins kom vel við Sverri og hann ákvað að stökkva beint í slemmuna. Út- spil norðurs var tíguldrottning og Sverrir trompaði hana í blindum. Hann spilaði strax lágu laufi á gosann og ás norðurs, til að sameina möguleik- ana á því að fría annaðhvort lauflit- inn eða tígullitinn. Þægileg lega í laufinu gerði það að verkum að Sverrir átti ekki í neinum erfiðleik- um með að innbyrða 12 slagi. Að segja og standa hjartaslemmu gaf 15 stig af 18 mögulegum. ísak Örn Sigurðsson Sverrir Ármannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.