Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Side 29
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
29
Hreinn Friðfinnsson er einn fimm-
menninganna sem eiga verk á
sýningunni.
Fimm
Súmmarar
Sýning á verkiun fimm félaga
SÚM-hópsins, sem allir stóöu að
opnun Gallerí SÚM fyrir 30 árum,
hefur verið opnuð í stóra salnum í
Listasafni íslands. Þeir sem eiga
verk á sýningunni eru Jón Gunnar
Ámason, Magnús Tómasson,
Hreinn Friðflnnsson og bræðurnir
Kristján og Sigurður Guðmunds-
synir.
í febrúar á þessu ári voru 30 ár
liðin frá því að Gallerí Súm var
opnað með sýningu Sigurðar Guð-
mundssonar. Að stofhun þessa sýn-
ingarsalar stóðu nokkrir ungir
listamenn sem myndað höfðu með
sér samtökin SÚM fjórum árum
áður. Þótt starfsemi SÚM hafl lengi
vel mætt fálæti á opinberum vett-
vangi og hjá opinberum listastofn-
unum er það nú viðurkennt að
starfsemin í Gallerí SÚM markaði
--- —~ viss þáttaskil í
Sýningar íslenskri mynd-
J ° list um leið og
hún endurspeglaði kynslóðaskipti,
líka í menningarlegu tilliti.
Segja má að opnun Gallerí SÚM
hafi markað upphaf ferils fimm-
menninganna sem fullþroska
myndlistarmanna. Að vísu höfðu
Jón Gunnar Árnason og Hreinn
Friðfinnsson tekið þátt í fyrstu
SÚM-sýningunni 1965 og hæði Jón
Gunnar og Magnús Tómasson
höfðu haldið nokkrar minni einka-
sýningar og tekið þátt í samsýning-
um áður, en það var með sýning-
unum í Gallerí SÚM 1969 sem list
þeirra allra tók afgerandi stefnu-
breytingu. Sýningin Fimm
Súmmarar stendur til 28. nóvem-
ber næstkomandi.
íslensk sagn-
fræði við árþús-
undamót
Á morgun og á sunnudaginn
verður haldin í Reykholti f Borgar-
flrði ráðstefnan íslensk sagnfræði
við árþúsundamót, Sýn sagnfræð-
inga á íslandssöguna. Þar verður
rætt um íslenska sagnaritun og
sagnfræðirannsóknir á þessari öld
og stöðu fræðanna nú um árþús-
undamótin. Ráðstefnan er haldin á
vegum Sögufélags og Sagnfræði-
stofnunar Háskóla íslands en rit-
nefnd tímaritsins Sögu annast und-
irbúning hennar og framkvæmd.
Afrakstur ráðstefnunnar verður síð-
an birtur í Sögu árið 2000.
Þekking í þágu
fyrirtækja
Yfirmaður áætlunar Evrópusam-
bandsins mn stuðning við lítil og
meðalstór fyrirtæki, Robert-Jan
Smits, heldur fyrirlestur um vaxtar-
möguleika fyrirtækja á jaðarsvæðum
á Grand Hótel í dag kl. 12.00.
í fyrirlestrinum verður flallað um
________________stöðu lítilla
Samkomur
----------------tækja á jað-
arsvæðum, hlutverk þeirra í hagkerf-
inu, netsamstarf þeirra á milli þvert á
landamæri og framtíð þeirra í ljósi al-
þjóðavæðingar.
Kvenfélag
Grensássóknar
Kvenfélag Grensássóknar heldur
köku- og munabasar á morgun kl.
14-17. Tekið á móti munum kl. 17-20
í dag og frá kl. 10 í fyrramálið.
var einu sinni nörd
Jón Gnarr, sem sumir vilja segja
að sé í raun ókrýndur fyndnasti
maður íslands, ætlar að vera með
tveggja tíma uppistand eins og hon-
um einum er lagið í Loftkastcdanum
í kvöld og næstu tvö fostudags-
kvöld, nefnir hann skemmtidag-
skrána: Ég var einu sinni nörd. Hef-
ur hann fengið Pétur Sigfússon sem
vann TALkeppnina „fyndnasti mað-
ur íslands“ til að mæta og kynda
salinn fyrir sig. Pétur á titilinn skil-
ið því hann sló eftirminnilega í
gegn og sannaði að hann á heima í
heimi grínista.
Skemmtanir
Það er greinilegt að þjóðin virðist
sammála um gæði Jóns Gnarr sem
uppistandsgrínista því það seldist
upp á öll kvöldin þrjú á örfáum dög-
um. Vegna þessarar miklu aðsóknar
og langra biðlista hefur verið ákveð-
ið að bæta við aukasýningu til að
koma til móts við aðdáendur Jóns
Gnarr og verður hún laugardaginn
20. nóv. og nú er verið að reyna að
Jón Gnarr lætur allt flakka í Loftkastalanum í kvöld.
finna lausar dagsetningar í Loft- ljóst er að ekkert lát er á aðsókn-
kastalanum um þessar mundir því inni.
* V V /
K * 1° 1 í' ' ' ‘ } ' . 1 ■ i - ,/ i iuí
M: 1 J-
4= ) V j k 3I3'
\ V* h
• * V
Snjómugga og slydda
Norðvestan 8-13 m/s og él norð-
austanlands í dag en lægir og léttir
til í nótt. Fremur hæg norðlæg eða
breytileg átt og léttskýjað sunnan-
Veðrið í dag
og vestanlands en fer að snjóa allra
vestast á landinu í nótt með vaxandi
sunnanátt. Frost 2 til 7 stig vestan-
lands fram eftir degi, annars yfir-
leitt 0 til 5 stiga hiti. Höfuðborgar-
svæðið: Breytileg átt 3-5 m/s og
léttskýjað. Vaxandi suðaustanátt og
dálítil snjómugga eða slydda í nótt.
Vægt frost fram eftir morgni, síðan
hlýnandi veður.
Sólarlag í Reykjavík: 17.00
Sólarupprás á morgun: 09.25
Slðdegisflóð í Reykjavík: 16.54
Árdegisflóð á morgun: 05.19
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri snjóél -1
Bergstaöir skýjaö -0
Bolungarvík heiöskírt -3
Egilsstaðir 1
Kirkjubœjarkl. léttskýjaö -1
Keflavíkurflv. léttskýjaö -1
Raufarhöfn snjóél 0
Reykjavík heiöskírt -5
Stórhöföi léttskýjaö 0
Bergen rign. á síö. kls. 11
Helsinki þokumóöa 8
Kaupmhöfn skýjaö 6
Ósló alskýjaö 9
Stokkhólmur 7
Þórshöfn skúr á síö. kls. 3
Þrándheimur skýjaö 14
Algarve þokumóöa 18
Amsterdam þokumóöa 6
Barcelona létlskýjaö 8
Berlín þokumóöa 5
Chicago hálfskýjaö 12
Dublin rign. á síö. kls. 9
Halifax heiöskírt 7
Frankfurt alskýjaö 6
Hamborg þokumóöa 4
Jan Mayen alskýjaö 2
London skýjaö 11
Lúxemborg skýjaö 6
Mallorca léttskýjaö 8
Montreal heiöskírt 4
Narssarssuaq alskýjaö -3
New York heiöskírt 9
Orlando
París þokumóöa 5
Róm skýjaö 15
Vín skýjaó 7
Washington heiöskírt 3
Winnipeg alskýjaó 5
Víða hálka og
snjór á vegum
í morgun var víðast hvar hálka á vegum og sums
staðar snjór og snjókoma. Snjókoma hefur verið um
norðanvert landið og vegir víða erfiðir yfirfærðar.
Víða um land er verið að hreinsa vegi. Vert er að
Færð á vegum
vara bílstjóra við aö fara vel búnir ef aka á þjóðveg-
ina. Hálendisvegir eru nú allir ófærir, einstaka leið-
ir eru þó færar vel útbúnum fjallabílum.
Ástand vega
Skafrenningur
E3 Steinkast
0 Hálka
Qd Ófært
13 Vegavinna-aðgSt 0 Öxulþungatakmarkanir
D3 Þungfært (£) Fært fjallabflum
Meistara-hár á Astró
í kvöld kl. 21 verða samankomnir á Astró
tuttugu nýmeistarar i hárgreiðslu sem ætla að
sýna breiddina í hártisku vetrarins og er að-
gangur ókeypis. Sýningin er liður í útskrift
hóps úr meistaraskóla íslands. Saman eru því
~ ~--------------------------komnir ný-
Sýningar meistarar alls
____________________________staðar að af
landinu sem sameina krafta sína í þessari
áhugaverðu sýningu. Sýningin er byggð upp í
fjórum þáttum, þ.e. móðir náttúra, götutíska,
næturlíf og avant-garde. Nemar úr föröunar-
skóla No Name koma til með að sjá um förðun
módelanna og Helena Jónsdóttir dansari setur
sýninguna upp.
Astró hélt nýlega upp á fjögurra ára afmæli sitt og var myndin
tekin á afmælishátíðinni.
Franka Potente í hlutverki Lolu.
Hlauptu, Lola,
hlauptu
Stjömubíó sýnir Hlauptu, Lola,
hlauptu (Lola Rennt). í myndinni
byrjum við að fylgjast með smá-
krimmanum Manni sem vinnur
fyrir mafiuna. Þótt hann haldi
öðm fram þá er Manni aöeins
ómerkileg senditík en hann hefur
metnað og er ákveðinn í aö vinna
sig í virðingarstöðu innan mafi-
unnar. Unnusta hans er hin pönk-
aöa Lola sem er mun meiri harð-
jaxl en kærastinn, eins og kemur
í ljós þegar Manni í stresskasti
hendir frá sér tösku með 100 þús-
und mörkum í neðanjarðarlest
þegar hann sér tvo lög-
reglumenn nálgast. '////////,
Manni er sem sagt /'////
Kvikmyndir
kominn í djúpan skft
og í öngum sínum biður hann
Lolu að bjarga sér. Lola hefur að-
eins tuttugu mínútur til að bjarga
kærastanum því að þeim tíma
loknum verður Manni að standa
skil á fjárhæðinni. Lola þarf því
að stiga bensínið í botn og fer hún
um alla Berlín í björgunaraðgerð-
um sínum.
Nýjar myndir í kvikmyndahúsum:
Bíóhöllin: Runaway Bride
Saga-bíó: Konungurinn og ég
Bíóborgin: October Sky
Háskólabíó: Instinct
Háskólabíó: Bowfinger
Kringlubíó: South Park ...
Laugarásbíó: The Sixth Sense
Regnboginn: Út úr kortinu
Stjörnubíó: Hlauptu, Lola, hlauptu
Krossgátan
1 2 3 4 5 6 7
8 9
10 11 12
13 14
15 16 18
19 20
21 >2
Lárétt: 1 ófríkka, 8 viðurkennir, 9
kyrrð, 10 mælir, 11 spark, 13 naumur, 15
smákorn, 18 gelt, 19 líka, 21 rösk, 22
ágeng.
Lóðrétt: 1 enda, 2 málmur, 3 hræðsl-
una, 4 þrætu, 5 bloti, 6 gróða, 7 samt, 12
knæpan, 14 sundfæri, 16 kjaftur, 17 bók,
19 keyri, 20 fersk.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 fold, 5 ljá, 7 ágerist, 9 lág, 11
Enok, 13 klagaði, 14 akki, 16 rök, 18 rull-
an, 19 órólega.
Lóðrétt: 1 fálka, 2 og, 3 lega, 4 dregill, 5t
linara, 6 át, 10 álkur, 12 kikna, 15 kló, 17
öng, 18 ró.
Gengið
Almennt gengi LÍ 05. 11. 1999 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollnenqi
Dollar 71,520 71,880 71,110
Pund 115,970 116,560 116,870
Kan. dollar 48,840 49,140 48,350
Dönsk kr. 9,9800 10,0350 10,0780
Norsk kr 9,0120 9,0610 9,0830
Sænsk kr. 8,5430 8,5900 8,6840
Fi. mark 12,4865 12,5615 12,6043
Fra.franki 11,3180 11,3860 11,4249
Belg.franki 1,8404 1,8515 1,8577 i
Sviss. franki 46,0100 46,2600 46,7600
Holl. gyllini 33,6892 33,8917 34,0071
Þýskt mark 37,9590 38,1871 38,3172
it. lira 0,038340 0,03857 0,038700
Aust. sch. 5,3953 5,4277 5,4463
Port. escudo 0,3703 0,3725 0,3739
Spá. peseti 0,4462 0,4489 0,4504
Jap. yen 0,679400 0,68340 0,682500
írskt pund 94,267 94,833 95,156
SDR 98,390000 98,98000 98,620000
ECU 74,2400 74,6900 74,9400 i
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270