Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 26
Liíid eftir vinnu 2 h a f Fundir Lionsklúbburinn Engey heldur flóamarkaö í tónleikar Bellatrix Bellatrix er enn að reyna að gera það gott í útlöndum og gæti gert það enn betur ef við greiðum lagi hennar „Jed- iwannabe" atkvæði á vefsíðu BBC Radio One. Slóðin er: www.bbc.co.uk/radiol/alt. Með því að klikka okkur inn á þessa slóð hjálpum við sveitinni að komast inn á „Playlista" Radio One. Stöndum með okkar fólki í útlöndum. Furðulelkhúslð frumsýnir nýtt barnaleikrit í Tjarnarbíói kl. 17.Leikritið ber heitiö Frá goð- um tH Guös og var samið I tilefni af 1000 ára afmæli kristni á íslandi. Sýningar verða í skðl- um og kirkjum í vetur en þetta verk verður frumsýnt í endanlegri útgáfu á Kristnitökuhá- tíðinni á Þingvöllum árið 2000. •Opnanir Guðmundur BJörgvlnsson opnar sýningu á akrýl- málverkum f bland við gamla standarda í 12 tónum á horni Barónsstígs og Grettis- götu. Sýningin hefst kl. 15 og eru allir vel- komnir. Myndlistarkonan Sigurrós Stefánsdóttlr opnar sýningu á olíumyndum í Bilum og llst, Vega- mótastfg 4. Yfirskrift sýningarinnar er „Á ferö“. Þetta er 9. einkasýning Sigurrósar og stendur hún til 25. nóvember. •Síöustu forvöö Nú er sfðasta sýningarhelgi á sýningu Páls Thayer i Gallerí oneoone á Laugavegi 4Sb. Sýningin ber nafnið Innl f a moll. Endilega að kfkja á oneoone gengið áður en það er of seint. Uonshelmllinu við Sóltún 20. A markaöunum leynast undarlegustu kynjahlutir. Rott föt, djú- sí dðt og skemmtilegheit. Gott mál að styrkja gott málefni þvi Uonsklúbburlnn styrkir Vimu- lausa æsku, Rauða kross húsið, Gigtarfélag- ið, Krýsuvikusamtökin og sambýli fatlaðra. Róamarkaðurinn stendur frá 14.00 til 17.00. Foreldranámskeiö um athygllsbrest og of- vlrknl fyrir foreldra verður haldið á vegum Eirð- ar, samtaka sérfræðinga við m.a. Barna- og unglingageödeild Landspftalans og fræðslu- þjónustu Foreldrafélags misþroska barna í dag og á morgun. Námskeiðið er haldið í safn- aöarhelmlll Hátelgsklrkju frá kl. 9 til 16.30 í dag en á morgun er það frá kl.9.30 til 13. Á námskeiöinu fjalla barna- og unglingageðlækn- ir, félagsráðgjafi, sálfræðingar, listmeöferðar- fræöingur og sérkennari um athyglisbrest með ofvirkni og misþroska vandamál með sérstöku tilliti til þess sem hægt er að gera á heimilinu til að vinna með vandann. B í ó íslensk-japanska félagið stendur fyrir bfósýn- ingu f Háskólabiól kl. 14.30. Japönsku vinirn- ir ætla að bregða á tjaldið spennutryllinum Kamlkaze Taxl eftir reginsnillinginn, leikarann og leikstjórann Masato Harada sem er einn virtasti og þekktasti japanski leikstjórinn sem komið hefur fram sfðan Kurusawa heitinn féll frá. í tilkynningu um sýninguna kemur ekki fram hvort hún er textuð en við skulum rétt vona að svo sé - í það minnsta með enskum texta. Spor t Það er allt að gerast f 1. deild kvenna í hand- bolta f dag. Rmm leikir eru á dagskrá: ÍR-KA kl. 16 f Austurbergi, StJarnan-UMFA í Ásgaröi, Fram-lBV f Safamýri, Grótta/KR-Haukar á Sel- tjarnarnesi og Víkingur-Valur f Vfkinni. Allir leikirnir hefjast kl. 16.30 nema IR-KA. I fýrstu deild kvenna í körfu eru þaö Keflavík og Grindavík sem mætast kl. 18 f Keflavfk. I Nissan-deildinni eru það Valur og UMFA sem mætast í einvfgi upp á líf og dauöa kl. 16.30 á Hlíöarenda. Svo eru það HK og Víklngur kl. 17 í Digranesi. Fltnessúrslitakeppnln fer fram í Laugar- dagshöllinnl í dag. Húsið opnaö kl. 15 en sjálf keppnin hefst kl. 20. Hér verður allt fullt af Óperan fönkuð upp Funkflokkurinn fagri, Jagúar, er að gefa út sinn fyrsta disk og verður að því tilefni með útgáfu- tónleika í íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Jagúar er árs- gömul hljómsveit og hefur verið í núverandi mynd frá því um ára- mótin. „Það hafa verið nokkrar mannabreytingar hjá okkur en það er nú bara eins og gerist í svona sveitum," segir Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari sveitarinnar. Diskurinn nýi ber nafnið Jagúar og inniheldur 10 frumsamin lög eftir hljómsveitar- meðlimina. „Þetta er kannski ekki það frumlegasta nafn sem hægt er að setja á geisladisk en okkur fannst vel við hæfi að skýra þennan fyrsta disk okkar í höfuðið á sveitinni," segir Samúel. Gaurar frá Gíneu Fyrir þá sem ekki þekkja tii Jagúar þá skipa hljómsveitina sjö galvaskir drengir og það er 10 ára A aldursmunur elsta og yngsta félagan- um. Hljóm- sveitin spilar eingöngu fjöruga funkmúsík og syngur lítið. „Það hefur eiginlega komið okkur skemmtilega á óvart hversu vel fönkið hefur fallið í kramið hjá íslendingum," segir Samúel og lofar flottum útgáfu- tónleikum. „Sviðsmyndin á eftir að vinna vel með tónlistinni. Það verður notast við ýmiss konar sjónrænar útfærslur í ljósum og myndsýningum. Hljóðkerfið verð- ur fyrsta flokks og allt á þetta eft- ir að smefla vel saman við glæsi- legt innra rými íslensku óperunn- ar.“ Jagúar hefur fengið 3 tónlistar- menn frá Gineu til liðs við sig á tónleikunum og munu þeir hita upp fyrir sveitina sem og spila með henni í nokkrum af hennar eigin lögum. Trióið frá Gíneu skipa þeir Alseny Sylla.Yakaria Soumah og Cheick Ahmed Tidi- ane Bangoura og segjast þeir fé- lagar geta með nokkrum léttum trommuslögum og danssporum gleyma á einu andartaki að úti sé að hausta og myrkva. „Ég heyrði fyrst í þessum gæj- um í Tónlistarskólanum og bauð þeim á tónleika með Jagúar. Þeir eru rosalega flinkir og skemmti- legir og spila afríska tónlist á framandi hljóðfæri," segir Samú- el með andakt. Það er því greinilega von á góðu kvöldi í íslensku óperunni sunnudaginn 7. nóv. þar sem Gíneubúamir stíga fyrstir á svið og svo Jagúar þar á eftir. Rífið því sunnudagsslenið af ykkur og hressið andann við áður en ný vinnuvika hefst. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og fer forsala að- göngumiða fram í verslunum Jap- is. Hljómsveitln Jagúar er orðin eins árs og er aö gefa út sína fyrstu plötu um þessar mundir. A sunnudaginn fönkar hún í Óperunni b í Ó Bíóborgin Runaway Brlde ★★ Tíu — árum eftir Pretty Woman JSH*V eru allir orðnir eldri, vitr- ÍMl ari, þroskaðri og húmor- inn lýsir breiðari lifssýn. Allt kemur þetta þó ekki í veg fyrir að þrátt fyrir að vera ágætlega skrifuð saga vantar I hana þennan neista sem kveikir eldinn í hjörtum áhorfandans. Þokkalegasta stundarfróun en sennilega best í vídeótækinu. -ÁS Sýnd kl.: 4.40, 6.50, 9, 11.15 South Park Vinsælu þættirnir South Park eru komnir í bíó. Aðdáendur þáttanna munu eflaust GUESS Watches KRINGLUNNI 8-12 fjölmenna. Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 October Sky ★★★ October Sky er gefandi mynd, falleg en um leið raunsæ. -HK Sýnd kl.: 9, 11.10 Prlnce Valiant ★★ Gamaldags ævintýramynd sem öll fjölskyldan ætti að geta skemmt sér yfir. Atburðarásin er hröð og ágætur húmor inn á milli. -HK Sýnd kl.: 5, 7 Bíóhöllin Blue Streak i Blue Streak leikur Martin Lawrence dem- antsþjófinn og lögreglumann- inn Miles Logan sem meðan hann fæst við afbrotamál reynir að nálgast demant sem hann stal fyrir tveimur árum. Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 Flght Club Flght Club er sú kvikmynd sem beðið hefur verið með hvaö mestri eftirvænt- ingu að undanförnu en mikið hefur verið skrifað og rætt um myndina sem þykir ofbeldisfull. Sýnd kl.: 5, 9,11.35 Runaway Bride ★★ Sýnd kl.: 6.45, 9, 11.15 Blg Daddy ★★ Adam Sandler hefur leikið I nokkrum kvikmyndum á undanförnum misser- um og satt best að segja hefur hann verið eins í þeim öllum, rótlausi sakleysinginn sem í aug- um fjöldans er langt í frá að vera eitthvert gáfnaljós, en er einstaklega klár þegar á reynir. -HK Sýnd kl.: 5, 9, 11 Amerlcan Pie ★ Satt að segja stóð ég i þeirri meiningu að meira en nóg væri af svona efni í sjónvarpi, þetta er svona létt og löðurmannleg sáþa um unglinga og kynlíf, vafið inn í hugguleg- an móral um forgangsatriðin í lifinu. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7, 9 South Park Sýnd kl.: 5, 7, 9, 11 Eyes Wlde Shut ★★★ Eyes Wide Shut er draumleikur, dans á mörkum ímyndunar og veruleika, ferðalag inní undirheima vitundarinn- ar þar sem engir vegvísar finnast. Leiðarstef Kubricks, afmennskun og sálarleysi, eru for- grunni sögunnar en um leiö er þetta ein „mann- legasta" mynd hans, við flnnum fyrir samkennd hans meö aðalpersónunum en þaö stöðvar hann ekki frá því að fylgja bölsýnni sannfæringu sinni allt til enda. -ÁS Sýnd kl.: 9 The Klng and I ★★ Yfirleitt í vönduðum teikni- myndum, til að mynda teiknimyndum frá Disney er mikið lagt í semja ný sönglög sem falla að efninu oftast með góðum árangri. Meö The King and I held ég að i fyrsta sinn er farið þá leiö að taka vinsælan söngleik og gera hann að teiknimynd. -HK Sýnd kl.: 4.50, 7 Háskólabíó Electlon ★★★★ Reese Withersþoon fer á kostum í þessari framhalsskólamynd af bestu tegund. Sýnd kl.: 4.30, 7, 9,11.15 Bowflnger ★★★ Bowfinger er kostuleg kómedía um ör- þrifaráð sem einbeittir menn grípa til á válegum tímum. Það er vel viö hæfi að sögusviðiö sé i heimi kvikmyndanna enda margt þar um ráðagóöan manninn sem er staö- ráöinn í að láta drauma sína rætast. -ÁS Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 Instinct Anthony Hopkins og Cuba Gooding Jr í górilluspennumynd. Sýnd kl.: 6.45, 9, 11.15 Ungfrúin góða og húsiö ★★★ Eftir dálítiö hæga byrjun er góður stígandi í myndinni sem er ágæt drama um tvær systur snemma á öld- inni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Ragnhildur Gísla- dóttir ná einstaklega góðu sambandi við perón- urnar og sýna afburðaleik. -HK Sýnd kl.: 5, 7, 9 Rugrats myndin ★★ Litlu Rugrats krílin í bleyj- unum eru skemmtilegar teiknimyndapersónur, mátulega ófríðartil að virka sannfærandi þegar þau eru óþekk (sem oft kemur fyrir) en um leið mikil krútt. Myndin um þessar sjónvarpsfigúrur hefur góðan húmor, en þvi miður þurfa yngstu börnin sem mest hafa gaman af að fá útskýr- ingar frá foreldrum eða öðrum sem kunna að lesa þvi myndin er ekki með íslensku tali, sem maður hélt að væri orðinn sjálfsagður hlutur þegar teiknimyndir fyrir börn eru sýndar. -HK Sýnd kl.: 5 Notting Hill ★★★ Eru kvikmyndastjörnur venjulegt fólk eöa einhverjar ósnertanlegar ver- ur sem best er að virða fyrir sér í nógu mikilli fjarlægð svo þær missi ekki Ijómann. Um þetta fjallar Notting Hill og gerir það á einstaklega þægilegan máta. -HK Sýnd kl.: 11 Dóttir forlngjans ★★ Byrjunin lofar góöu en á einhvern hátt tekst aö klúðra skemmtilegri sakamálafléttu og koma henni niður á plan miðlungs kvikmyndar. Stjörnudýrkunin er í há- marki þar sem John Travolta leyfist allt og eru misvitrir handritshöfundar oft í vandræöum með að láta söguna ganga upp. -HK Sýnd kl.: 6.45, 9,11.15 Kringlubíó Runaway Bride ★★ Sýnd kl.: 5, 6.40, 9,11.20 The Haunting ★★ The Haunting skýtur því miöur yfir markið í draugaganginum og þótt brellurnar séu magnaðar eru þær að mestu tilgangs- lausar, nánast eyðileggja sög- una. Sýnd kl.: 9, 11.15 The Klng and I ★★ Yfirleitt í vönduöum teikni- myndum, til að mynda teiknimyndum frá Disney er mikið lagt i semja ný sönglög sem falla að efninu oftast með góðum árangri. Með The King and I held ég að i fyrsta sinn er fariö þá leið að taka vinsælan söngleik og gera hann að teiknimynd. Þrátt fyrir að mörg lagana séu klassískar dægurlagaperlur þá er söngleikurinn of hefðbundinn til að virka sem teiknimynd. Margt er vel gert og söngur ágætur, en tilraun- in virkar ekki nógu sterk. -HK Sýnd kl.: 4.50, 7 Amerlcan Ple ★ Sýnd kl.: 5, 7.20, 9, 11 -HK Laugarásbíó Flght Club Sýnd kl.: 6, 9,11.35 The Slxth Sense ★★★ The Sixth Sense er þessi sjald- gæfa tegund Hollywood kvik- myndar; greindarleg, blæ- brigðarík og full af göldrum, en fellur um leið inní hefðir hins yfirnáttúrlega þrillers. -ÁS Sýnd kl.: 4.45, 6.50, 9,11.15 Astronaut's Wife ★★ Lagt er upp með The Astronaut’s Wife sem sálfræðidrama en mynd- in fer fljótt yfir á annað sviö sem er meira í ætt við geimhrylling með skírskotun í Rosemary's Baby eftir Roman Polanski, án þess þó nokkurn tímann að geta talist hrollvekjandi. -HK Sýnd kl.: 7, 9,11 Regnboginn Sixth Sense ★★★ Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 Fight Club Sýnd kl.: 4.45, 6.50, 9, 11.15 Star Wars Episode 1 ★★ Fátt vantar upp á hina sjónrænu veislu. • -ÁS Sýnd kl.: 5, 9 Outside Providence ★ Svo illa gerð og kjána- leg er þessi mynd að maður spyr sjálfan sig í forundran hversvegna í ósköpunum tókst henni að verða til yflrleitt? -ÁS Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 Stjörnubíó Blue Streak I Blue Streak leikur Martin Lawrence dem- antsþjófinn og lögreglumann- inn Miles Logan sem meðan hann fæst við afbrotamál reynir aö nálgast demant sem hann stal fyrir tveimur árum. Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 Lola rennt Lola þarf að drífa sig rosalega að redda pening fýrir kærastann sinn sem er i tómu rugli. Þýsk MTV-mynd með voöa aksjón, voða sniðugt. Sýnd kl.: 5, 7, 9,11 26 f Ó k U S 5. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.