Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 28
I X t Liíid eftir vmnu halda þessari hefð og bjóða fólki upp átilbreyt- ingu í upphafi vetrar. •Fundir Norræna bókasafnsvikan verður opnuð í dag í Norræna húslnu, kl. 18. Hjörtur Pálsson les úr finnska þjóöarbálkinum Kalevala. Popp Hin stórskemmtilega sýru-polka-sveit Hr. Ingl R. verður á Gauknum i kvöld ásamt vel vöidum gestum. Drengirnir ætla að koma sér í feiknaform fyrir kvöldið. En viö spyrjum: Hvar verður Magga Stína? Er hún og Ingi R. hætt saman? Eða verður hún einn hinna vel völdu gesta? • Kr ár BJössl og Júlll trúbbast á Wunderbar og boöiö er upp á flmm í fötu á 1000 krónur til að skola tónlist þeirra niöur. Fyrir þá sem hafa lengi velt nafninu á þessum stað fyrir sér þá þýöir wund- erbar „frábær" á þýska tungu. Við segjum ekk- ert um það hvort staðurinn standi undir því nafni. Mætið og dæmið sjálf. Hlómsveitin Blístró verður í ullarkápunum á Álafossföt bezt í Mosfellsbæ. Vetrardagskrá af bestu gerð og allir skjálfa saman á dans- gólfinu. hársýning Við skulum bara rétt vona að hártíska vetr- arins, sem verður kynnt á skemmtistaðn- um Astró í kvöld, föstu- dagskvöld, líti ekki svona út. Þessi mynd var tekin á hárgreiðslu- sýningu í Búlgaríu í fyrra en maður veit jú aldrei upp á hverju þetta hárgreiðslufólk tekur. Það eru 20 nýir meistarar alls staðar af landinu sem standa á bak við sýninguna á Astró og sameina krafta sina í þessari áhugaverðu sýningu. Sýningin skiptist í 4 þætti: móðir náttúra, götutíska, næturlif og avantgarde. Nemar úr förðunarskóla No Name koma til með að sjá um förðun módel- anna, Helena Jónsdótt- ir dansari setur sýning- una upp og nemendur hennar verða með dansatriði. Herlegheit- in byrja kl. 21 og að- gangur er ókeypis. myndlist Tolll sýnir verk sln í fýrirtækinu Kraftvélar.Dal- vegi 6-8 Kópavogi. Sýningin verður opin virka daga á milli Kl 14 -18 og lýkur laugardaginn 20 nóvember. Sýningin Hverflngar stendur yfir I Geröasafnl. Þaö eru þau Guörún Kristjánsdóttlr, Bjarnl Slg- urbjörnsson, Helga Egllsdóttlr og Guöjón BJarnason sem standa á bak viö sýning- una.Sýningin er hingað komin frá Kaupmanna- höfn þar sem hún var sett upp á kirkjulofti Trínitatiskirkjunnar við Sívalaturninn og vakti þar mikla athygli. Sýning er opin frá 12 -18 alla daga nema mánudaga og stendur til og með 21. nóvember. forstöðumaður Listasafns Kópa- vogs gerdarsafn@kopavogur.is Guömundur BJörgvlnsson er með málverkasýningu í 12 tónum Grettis- götu 64. Brynja Árnadóttlr sýnir pennateikn- ingar á katfihúsinu Vlö árbakkann á Blöndósi. Þetta er 12. einkasýnig Brynju. Skúlptúrneminn Harl sýnir hetjur sínar I Gallerí Nema hvaö. Opiö fimmtudaga til sunnudag frá 14-18. Sýningin stendur til 14. nóv Magnús Pálsson er meö sýningu í gallerí 18 þar sem hann sýnir silfurstóla og myndband.Sýn- ingin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 -18. Gunnar Karlsson myndlistarmaöur er meö myndlistarsýningu í Kringlunni i samvinnu við Galleri Fold og Krlngluna. Sýningin, sem ber nafniö Krlnglu Krlstur, samanstendur af fjórum 5 metra háum myndverkum sem sérstaklega eru gerðar með hiö stóra rými Kringlunnar í huga. Verkin eru tölvuunnar Ijósmyndir, teknar i samvinnu við Grím Bjarnasonljósmyndara og Guðjón Hafliðason módel. Listamaöur nóvembermánaöar í Llstafléttunnl á Akureyri er grafiklistamaðurinn Mar- lyn Herdls Mellk. Listafléttan er opin frá ki. 11-18 virka daga og laugardaga frá 11-14. Sýningunni Dularfulll garöurlnn stend- ur yfir í Llstasafnl ASÍ. Hér sýna Elsa Dórothea Gísladóttlr, Guörún Vera HJartardóttlr, Helgl HJaltalín, Hrelnn Frlöflnnsson, Jón Bergmann KJartans- son, Pétur örn Frlörlksson, og Sólvelg Utsala Utsala Utsala Gítarar 3/4 8.900 \ Classical Frá 9.900 ' SöngkerFi Frá 34.900 Pokar Frá 2.500 Bassar Frá 18.900 RaFmagnsgítarar Frá 16.900 Kynningarverð á Tanglewood Gítarinn Laugavegi 45 - sími 552 2125 GSM 895 9376 Þorbergsdóttlr. Opiö alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18. Sýning stendur til 14. nóv- ember. ALBA ALBA dúettlnn sem samanstendur af þeim Baldrl J. Baldursynl og Krlstnl Pálmasynl sýnir i Gallerí Hlemml. Þar reyna þeir að rök- styðja að hvítt sé hluti af heildinni.Sýningin stendur til 21. nóvember „Komdu í Dollýbæ" er heiti á myndlistasýningu Eirúnar Slguröardóttur sem er í fullum gangi Stöölakotl Bókhlööustíg 6. Hér er hægt að heimsækja Dollýbæ þar sem hægt er aö sjá Dollý dansa, tala viö klámáif, sitja á gæru og fleira og fleira. Lifiö er frábært og Dollý tekur þátt i því. Opiö frá kl. 12-18 nema mánudaga. Stendur til 14. nóv. Slguröur Magnússon llstmálari er meö mál- verkasýningu i Sverrissal í Hafnarborgar. Hann sýnir 20 olíumálverk og ber sýningin yfirskriftina „Reiri þankastrik". Veggmyndsýnlng tileinkuð Honoré de Balzac er í andyri aðalbyggingar Háskólans. Sýningin stendur til 14.nóv og er aðgangur ókeypis. Sýning á verkum fimm félaga SÚM-hópsins, sem allir stóðu að opnun Gallerí SÚM fyrir 30 árum, stpndur yfir! stóra salnum í Llstasafnl ís- lands. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Jón Gunnar Árnason, Magnús Tðmasson, Hrelnn Frlöfinnsson og bræöurnlr Krlstján og Sigurður Guömundssynlr. Sýning stendur tii 28. nóvem- ber. Myndir Jóns Baldurs Hlíöbergs úr náttúru ís- lands eru til sýnis i Hafnarborg. Sýningin stend- ur til 13.des. Ragna Róbertsdóttlr sýnir verk úr vikri, gler og hluta af Mýrdalssandi á KJarvalstöðum. Sýning- in stendur til 19. nóvember. Opið alla daga frá klukkan 10 - 18. Leiðsögn er um sýningar safnsins alla sunnudaga kl.16. í landl blrtunnar er heiti á sýningu með mynd- um eftir Ásgrim Jónsson sem er í Llstasafnlnu. Hér er aö finna vatnslitamynda sem eiga sér enga hliðstæöu i íslenskri myndlist. Sýningin stendur til 28.11. Grafik í mynd heitir sýning á Kjarvalstöðum þar sem sýnd eru verk innlendra og erlendra lista- manna. Sýningin stendur til 19. nóv. Seyðfirðingurinn Harpa Björnsdóttir sýnir vatnslitamyndir I Llstasalnum Man, Skóla- vörðustíg 14. Myndirnar eru sjónrænt endur- varp úr umhverfi og upplifun listamannsins. Sýningin er opin mánudag til kl. 10-18 og um helgarfrá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 7. nóvem- ber. Myndlistakonar Sigurrós Stef- ánsdóttlr er með sýningu í Bilar og llst Vegamótastíg | 4. Yfirskrift sýn- [ ingarinnar er Á ferö og samanstendur hún af ol- íumyndum meö manneskjuna sem miðpunkt. Sýningin stendur til 25. nóvember. Sýnlngin FJar-skyn stendur yfir i Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B. Fjar-skyn er sýning sex llsta- manna sem eru: Anna Júlía Frlöbjörnsdótt- Ir,Cathrine Evelld, Helga G. Óskarsdóttlr, Ing- vlll Gaarder, Ólöf Ragnhelöur Björnsdóttir og Stlne Berger. Það sem leiðir þessa listamenn saman er að þeir eru allir búsettir I London og hafa dvalið þar um skeið við framhaldsnám I myndlist. Sameiginlegt eiga þeir að vera kven- kyns listamenn frá Norðurlöndunum, íslandi, Noregi ogDanmörku. Þó þær komi úr skyldu menningarumhverfi er bakgrunnur þeirraólíkur en sýningin fjallar um vlöbrögö þelrra vlö hrlng- löu stórborgarlnnar.Verkin á sýningunni eru sett fram í formi myndbanda, Ijósmynda og inn- setninga. Sýningin eropin daglega frá kl. 14-18 nema mánudaga. Aögangur er ókeypls og allir vekomnir. Allir vita aö Frlörik Þór Friörikson hefur vit á kvikmyndum en hefur þessi maður eitthvaö vit á myndlist? Það getur fólk vegið og metið í Mennlngarmlöstöölnnl i Geröabergl þar sem sýningin „Þetta vil ég sjá“ stenduryfir. Þar hef- ur Friörik valið verk eftir listamenn sem hafa á einn annan hátt haft áhrif á hann. Þessir lista- menn eru: Höröur Ágússton, Slguröur Guö- mundsson, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Stelngrímur Eyflörð, BJarnl Þórarins- son og Tolll. Friðrik hefur frá blautu barnsbeini haft brennandi áhuga á myndlist af ýmsu tagi og þess má til gamans geta aö Friðriki tókst á sínum tima að selja Listasafni íslands mynd- verk eftir sjálfan sig. Það var Ijósmynd sem nefndist aö renna blint í sjóinn þar sem Friörik sést skeiða út í sjó með bundið fýrir augun. Sýningin stendur til 14. nóvember. Jón Axel Björnsson er einn af þekktari málurum okkar, útskrifaöist úr MHÍ ¥79 og hefur haldið fjöldann allan af sýningum. Sýning sam- anstendur af 12 andlitum, þekkjanlegum eða óþekkjanlegum, einu skúlptúr, náttúrustemm- ingum og kolteikningum á striga. Verkin má skoöa sem eina innisetningu eða mörg sjálf- stæö verk. Upplifun og nálgun viö verk Jóns virka oft á áhorfandann sem trúarleg skynjun þannig að sýruhausar mega vara sig. Páll Thayer sýnir I Galleri oneoone á Laugavegi 48b. Sýningin ber nafnið Innl í a moll og stend- ur til 9. nóvember þannig aö síöustu forvöð eru aö renna upp. Endilega að kíkja á oneoone gengið. Llstasafn íslands sýnir nú verk Stefáns Jóns- sonar en um er að ræða hámenntaðan Akureyr- ing sem sýnir gólfskúlptúra. Skúlptúrar þessir eru tilbrigði við meiriháttar listaverk og mætti kalla þau eftirlíkingar ef menn væru fyrir það aö djöfiast í listamanninum. En það er óþarfi því þetta er hin skemmtilegasta sýning og á sama tima og hún opnar hefst ný röð yfirlitssýninga á vegum Listasafnsins sem hlotið hefur heitiö Sjónauki, en í þeim verður ýmsum hugsuðum boöið að rýna i ákveðna þætti myndlistarsög- unnar. Fyrstur til að ríöa á vaðið er heimspek- ingurinn og útvarpsmaðurinn HJálmar Svelns- son sem fjallar um „dauðahvötina" sem hann telur sig greina hjá islenskum myndlistarmönrv um. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Listasafni Reykjavikur og spanna þau allt frá Þóraml B. Þorlákssyni og Jóhanni Brlem tll Jó- hönnu K. Yngvadóttur, Hrlngs Jóhannessonar, Helga Þorgils Friöjónssonar, Haraldar Jónsson- ar, Georgs Guöna og Jóhannesar Eyfells. Sýn- ingin er opinn frá kl. 14-18 og stendur hún fram til 5. desember. Árþúsunda arkitektúr eöa Mlllennlal Architect- ure er heiti samsýningar sem sýnd er i Geröar- safni i Kópavogi. Höfundar sýningarinnar eru Stelna Vasulka, skjálistarmabur, Anita Hardy Kaslo, arkitekt og Sissú Pálsdóttlr, myndiistar- maður. Listamennirnir þrir eiga það sameiginlegt að hafa búið samtimis í Santa Fe, en nú hafa leiðir skilist og undirbúningur þessarar sýningar farið fram á netinu undanfarið ár. Á sýningunni hafa íslendingarnir stillt saman strengi. Skjálistaverk Steinu falla á fleti og form Sissúar. Steina brýst út úr birtingarformi skjálistarinnar með því að varpa list sinni á innsetninguna. Við- fangsefni Anitu er lífrænn arkitektúr. Bakgrunnur listamannanna þriggja er fjölbreytilegur. Verk Steinu Vasulka hafa verið sýnd um allan heim og hún hefur hlotið flölda viðurkenninga fyrir list sína. Hún hefur verið búsett í Santa Fe frá 1980. Þær Sissú og Steina kynntust er Sissú fluttist til Santa Fe árið 1989 til að sinna myndlist en hún lauk myndlistarnámi frá New York School of Visual Arts áriö 1982. Hún nam siðan arkitektúr í Albaquerque árín 1990-1995 og hefur sinnt báðum listgreinum siðan. Anita Hardy Kaslo var orðinn virtur fornleifafræðingur áður en hún hóf nám i arkitektúr og voru þær Sissú samtíma í námi í Albaquerque. Hún starfar nú sem arkitekt í Idaho. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 -18. Hönnunarsafn íslands stendur fyrir sýningu aö Garðatorgi 7, nýbyggingu í mlöbæ Garöabæjar, sem nefnist íslensk hönnun 1950-1970. Sýn- ingin er kynningarsýning Hönnunarsafnsins, sem til var stofnað í desember 1998 með samningi milli menntamálaráðuneytisins, Garðabæjar og Þjóðminjasafns. Á þessari sýn- ingu, sem Þórdís Zoéga innanhússarkitekt hef- ur haft umsjón með, er að finna sýnishorn af ís- lenskum húsbúnaði, húsgögnum, leirlist, veflist, skarti og grafískri hönnun frá sjötta og sjöunda áratugnum, en segja má að á Jjeim árum hafi hönnunarhugtakiö fest sig i sessi á Islandi í nútímalegum skilningi og Garðabær tekið að mótast I átt til sjálfstæðs bæjarfélags. Á sýningunni verður kynnt tillaga að merki (logo) Hönnunarsafnsins. Félag islenskra teikn- ara (FÍT) gekkst fyrir samkeppni meöal félags- manna sinna og var ein tillagan valin til áfram- haldandi úrvinnslu. Árangur samkeppninnar er hugsaður sem framlag FÍT til safnsins. Sýning- in stendur til 15. nóv, og er opin mánudaga- föstudaga kl. 14-19 og laugardaga-sunnudaga kl. 12-19. 7 myndllstarkonur sýna í Sparisjóðnum Garða- torgi 1, Garðabæ. Á sýningunni eru grafikmynd- ir og málverk. Þær sem sýna eru Freyja Önund- ardóttir, Guöný Jónsdóttlr, Gunnhlldur Ólafs- dóttlr, Ingibjórg Hauksdóttlr, Jóhanna Sveins- dóttlr, Kristín Blöndal og Sesselja Tómasdótt- Ir. Þær hafa allar myndlistarnám aö baki og hafa tekið þátt í fjölda sýninga. Þær reka ásamt 7 öðrum listakonum gallerí Listakot, Laugavegi 70. 28 f Ó k U S 5. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.