Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Blaðsíða 8
f Ó k U S 5. nóvember 1999
/ *
Quarashi-flokkurinn er á fullri ferð þessa dagana.
Hann er að fagna útgáfu glænýrrar, spikfeitrar plötu, Xeneizes.
Eins og gefur að skilja fylgir útgáfunni mikið flakk og tónleikahald.
Síðastliðinn laugardag var stefnan tekin vestur til ísafjarðar
og fékk Fókus að slást með í för sem var, vægast sagt, furðuleg.
Strandaglópar
á hjara veraldar
Auðvitað mættu allir allt of seint
út á flugvöll. Klukkan var tiu mín-
útur yfir þrjú og vélin átti að fara í
loftið eftir fimm minútur þegar lít-
ill blll, stútfullur af gaurum með
húfurnar niður fyrir augu og
Technics-plötuspilara í handar-
krikanum, brunaði upp að flugstöð-
inni. En það var bara kúl og við
tókum af stað.
Flugferð frá helvíti
Um leiö og í loftið var komið fór
það ekki fram hjá neinum að flugvél-
in hristist allt of mikið. Loftókyrrð-
in var þvílík, vélin tók lóðréttar dýf-
ur og í öllu vagginu og veltimni lá
við að maður skrifaði umsóknar-
beiðni í Rauðu örvamar fyrir flug-
manninn. Það var eins og stórt tröll,
sem hossaði sér aftur og aftur, héngi
í bandi neðan úr vélinni. Kannski
var þetta ekki tröll, kannski var
flugmaðurinn bara haugfullur, hann
var nú vægast sagt skrýtinn: „Jæja,
góðir farþegar, þetta er allt í lagi. Ja,
bara smánorðanstrekkingur héma
við Esjuna. En svona í tilefni af því
þá er best að þið séuð bara í örygg-
isbeltunum alla leið og flugfreyjan
komi ekki með kaffi til ykkar. Við
viljum nú ekki að allir fái kaffið í
klofið, ha!“
Þanin raddböfia og pungsvit. eru
einkunnarorð Quarash. a
tónleikum.
Brostmr draumar Hössa um
g.tarsnilli fengu nýtt líf meö smá-
hjálp frá Hemma bransakalli.
Fljótlega fór maður að finna
hvemig þung og römm ælulyktin
byrjaði að svífa yfir vötnum í flug-
vélinni. Kvöldið áður var að taka
sinn toll hjá mörgum farþegum, þar
á meðal í búðum Quarashi, og ekki
hjálpaði hossandi tröllið. En loks eft-
ir klukkutíma af þessarri geðveiki
var lagt í bijálaðasta aðflug landsins
og lent á ísafjarðarflugvelli.
Quarashi blekktir
Frábært, skítkalt og snjókoma!
Bailhaldaramir taka á móti okkur og
keyra okkur út eftir að Á Eyrinni þar
sem allt á að gerast um kvöldið. Þar
er hamborgurum og kótelettum skellt
á borðið og rætt um kvöldið áður.
Það er mikill hiti í mönnum því þá
átti Quarashi að spila fyrir 16 ára og
eldri en vegna fregna um risaskóla-
ball sem tæki allan lýðinn frá þeim
hættu þeir við. Þá kom í ljós að þetta
var allt hreinn uppspuni og var það
fyrram umboðsskrifstofu Quarashi,
Promo, að kenna. Því var ákveðið að
kýla vestur á laugardaginn. Allir vor-
um við hálftussulegir eftir bæjar-
röltið kvöldið áður og flugferðina frá
helvíti og var því ákveðið að fara í
sund þegar búið væri að koma sér
fyrir á gistiheimilinu. Gaurinn til-
kynnir okkur að við þurfum allir að
sofa í sama herbergi og flestir em
sáttir með það. Þangað til strákamir
byrja að rifja upp táfýluna af Sölva
sem þeir segja vera þá allra verstu
okkar megin við Súesskurð. „Ekki
lengin'. Ég læknaðist," segir Sölvi og
reynir að sannfæra okkur hina um
að hann hafi verið svo mikið berfætt-
ur í S-Ameríku að allt sé í lagi. í kjöl-
farið vilja allir segja táfýlusögur en
loksins drífum við okkur í sund. ísa-
fjörður er ekki stór bær þannig að
við römbuðum strax á Sundhöllina,
hún er við hliðina á bíóinu. Maður-
inn sem húkti í dyrunum sagði okk-
ur að hún væri löngu lokuð þannig
að við ákváðum að bregða okkur yfir
í heilsuræktarstöðina sem við höfð-
um Iabbaö ö'am hjá. Hún var með
pott og leigði sem betur fer út sund-
skýlur, þó svo að þær væru skraut-
legar, því fæstir höfðu tekið þær með
sér. Sölvi og Hössi höfðu samt sigur-
inn í ljótum skýlum og þurftu að
halda þeim uppi til að þær þjónuðu
einhverjum tilgangi. Potturinn vár
rnjög þægilegur og hjálpaði mönnuin
aöjafna sig.
■ is 11 JH
10 ár eftir í bransanum
„Er þetta ekki Fagranesiö?" spyr
Hössi, lítandi út á höfn. Það er.fátt
um svör hjá okkur hinum. Mikið
rosalega er annars mikið af skipum á
ísafirðí. Ætli það séu ekki ein tutt-
ugu stykki í þessari pínulitlu höfn.
Þetta er nú eitthvað skrýtið og kom
iríér þónokkuð á óvart. Ég átta mig á
þvlað ég veit nánast ekkert um þenn-
an'bæ, enda hef ég aldrei komið
hingáð áður. Ég þarf að fara að fylgj-
ast betur ineð umheiminum.
Um kvöiiijliö, þegar beðið var eftir
gigginu þýdái lítið annað að gera en
Þaö er ekki
verra aö hafa
eitt stykki
Hemma til aö
massa 1
græjurnar til
fyrir tónleika.
Oavld
vs. Sölvl
Munnræpumaðurinn
Um ellefuleytið kemur einn af
skipuleggjendum ballsins og segir
ekki neitt rosalega mikið af fólki
vera mætt á staðinn. „Strákar, þið
verðið sko að kíkja yfir og sýna ykk-
að hanga úti á gistiheimili við
drykkju, Veiðimann og spjall. Inn í
hópinn bættist Ómar djassgítarleik-
ari sem gisti á sama stað. Hann virt-
ist ekki kannast við strákana en var
þó nokkuð bransaður. Hafði meira að
segja spjallað við Skitamóral í Vest-
mannaeyjum og sagðist fila þá. Ómar
dró fram gítarinn og djassaði eins og
sönnum geggjara sæmir. Honum
tókst þó ekki að snúa strákunum al-
farið yfir í djassinn þannig að
Xeneizes flaug brátt á fóninn. „Það
var algjört klúður að missa af tón-
leikunum fyrir 16 ára og eldri í gær.
Máliö er að við emm að missa af liði
sem filar okkur vel og við viljum
spila fyrir,“ segir Sölvi. „Annars er
þetta í lagi, við eigum 10 ár eftir í
bransanum."
ur. ísfirðingar verða nefnilega að sjá
hvar stuðið er, þá mæta þeir. Sko, ég
veit um eitt 50 manna parti og annað
20 manna sem ætla að mæta, þetta
verðui' geðveikt. Það vilja sko allir
sjá ykkur en ekki Buttercup á Sjall-
anum!“
Svoga heldur hann linnulaust
áfram í 10 mínútur. Þá er ákveðið að
senda Bjössa plötusnúð yflr til að
verma lýðinn með ljúfura tónum.
„Hvað er þetfa eiginlega, þeir halda |
furöuleg bMpHvað eigum við að j
gera, labba um, sýna okkur og heilsa
liðinu?.“ spyr Hössi okkur hina þegar
munríræpumaðurinn eq farinn.
Bjössi plötusnúður snýr aftur eftir
hálftima með slæmar fréttir: „Þetta
er allt fertugt fólk þarna hinum meg-
infótrúlega skrýtin stemning. Eina
spumingin sem ég fékk var hvort égj
ætlaði að spila þessa ömurlegu tón-
list í allt kvöld."
Stick ‘em up
Þetta breytir engu og hálftíma
seinna er kíkt á staðinn. Sem betur
fer er miklu meira af liði mætt og
ágætisstemning. Strákamir stíga á
stokk og allt fer i gang. Tónleikamir
vom að sjálfsögðu þrusugóðir og
lyftu þakinu af húsinu. Það helsta
sem ég tók þó eftir var að ísfirðing-
ar em ekki gjamir á að klappa eða
fagna eftir lög. Þetta fannst mér
frekar furðulegt og þegar ég koin inn
á klósett tók ég líka eftir því að þeir
henda handþurrkunum í piSsuskál-
ina. Hvort þetta tvennt helst i hend-
ur veit 6g ekki enjþetta er vissulega
athyglisvert. Eftir fimm uppklöpp
hættu drengirnir áð spila og húsið
fékk spennufall. Allir vora ánægðir
og fóra beint á barinn. Slatti var nú
samt liðinn á nóttina og eins og
sannri grúppu sæmir var farið i það
að redda eftirparti. „Ekki málið, fór-
um,“ sögðu lókalamir. Eftirpartíið
var nú ekki ýkja merkilegt eða rétt-
ara sagt: Það var ekkert mikið af
grúppíum í eftirpartíinu. Einhvem
veginn tókst okkur þó að koma okk-
ur fyrir í þægilegum sófa með eld-
vatn og Formúluna í sjónvarpinu.
Biðin ógurlega á
Isafjaröarflugvelli.
Bylurinn ber
niöurnar og
vindurinn nístir1
hlustirnar. '
Þó svo aö Bjössl sé glæsilegur ungur
maöur er Steini óneitanlega betur
lagaður.
Quarashl rokkaði húsið svo feitt að
þaklð lyftist og flöskurnar brotnuðu yfir
barlnn.
Alla vega vora þama bílar. Partíið
var samansafn af furðulegu fólki
sem talaði of mikið og einum hundi
sem heitir Sesar. Þetta var viðkunn-
anlegasti hundur sem var greinilega
..vanur gestagangi. Kannski á hann
það til að verða einum of hrifinn af
gestunum því einu skilyrði gest-
gjafans þegar hann skildi okkur eina
eftir í húsinu (hann og allir aðrir
forðuðu sér í annað partí) var að
: passá að hundurinn færi ekki með
okkur út.
í haldí á ísafirði
Morgunninn eftir var nú ekki
sá gæfulegasti sem ég hef upplif-
að. Við vöknuðum klukkan 12 og
fengum að vita að það heföi farið
vél í bæinn klukkan 11 en útlitið
væri ekkert allt of gott það sem
eftir væri af deginum. Eftir mikl-
ar stunur og smámat í magann
drifum við okkur út á flugvöll
með geðveikislegan glampa í aug-
unum og endurtekningu í hugan-
um: Við förum heim, við lörum
heim. Þegar við erum búnir að
sitja i klukkutíma úti á velli segir
flugvallargaurinn í hátalaranum:
„Farþegar á leio til Reykjavíkur,
vélin er stödd á Patreksfirði og
ætlar að reyna að fljúga hingað
yfir.“ Þó svo að þetta hljómaði ein-
um of tvísýnt voru þetta góðar
fregnir og núna gat maður rýnt
með jánægju í gegnum bylinn á
I himinhá fjöllin. Eftir mikla
spennu lenti vélin hálftíma síðar.
I Farangrinum var hent inn og allir
hlupu' í sætin og öskruðu: „Go!“.
„Þetta hafðist," sagði Sölvi.
Halldór V. Sveinsson