Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Síða 4
Rósa Ingólfsdóttir stendur fyrir sann-
Kallaðri dömusýningu næstkomandi
sunnudag.
Daman
drekkur
roðagylltan
drykk
„Sýningln er til þess að konur
liti um öxl og sjái hvaö hefur gerst
á öldinni hjá þeim,“ segir Rósa Ing-
ólfsdóttir um sýninguna Konan í
aldarlok. „Þá er ég að tala um útlit,
heimili og allt sem viðkemur kon-
unni. Við reynum eftir bestu getu
aö fara yfir aldarlitrófið á einni
kvöldstund."
Vinna fleiri konur aó sýningunni
en þú?
„Það vinna margar konur að sýn-
ingunni og þar verða kynntir hlutir
sem tengjast konum. Til dæmis
veröur brúðarkjólaleiga Dóru á
staðnum og Ijósmyndastofa Sigrlðar
Bachmann, en Sigríður er nokkurs
konar frumkvöðull í nútíma-brúð-
kaupsmyndum,“ segir Rósa og bæt-
ir við að alls kyns fyrirtæki og upp-
ákomur verði á staðnum. „Þar
verður tískusýning, hárkollusýning
og hárgreiðslumeistari sem greiðir
konunum. Svo verða sýnd antikhús-
gögn sem eru prýði á hverju heim-
ili. Royallyftiduftið minnir konur á
sig og þær geta skoðað uppskriftir,
pakkningar og auðvitað Royalmat-
arsódann. Yngingartæki fyrir kon-
ur á öllum aldri veröur frumsýnt.
Herbalife gleymist ekki og við sýn-
um handunnin austurlensk bæna-
teppi frá Töfrateppinu. Andrea
Gylfa syngur rómantísk lög og Karl
Karlsson kynnir roðagylltan dömu-
drykk. Þessi drykkur verður tvi-
mælalaust drykkur dömunnar á
næstu öld.
Hvernig datt þér i hug að setja
allt þetta uppfyrir eitt sýningar-
kvöld?
„Mér datt þetta bara i hug enda
rennur mér blóð til skyldunnar að
verja hið kvenlega. Ég rek líka
menningarfyrirtækið íðir sem
skipuleggur svona sýningar. Hins
vegar eru sýningarnar alltaf menn-
ingartengdar. Það er stutt siðan ég
kom frá Færeyjum þar sem ég
skipulagði fegurðarsamkeppni frá a
til ö,“ segir Rósa og býður alla vel-
komna á Grand Hótel á sunnudags-
kvöldið, karla jafnt sem konur.
Sýningin hefst kl. 20.00 og það kost-
ar 500 krónur inn. -AJ
GRIM-
Hljómsveitina Geirfuglana þarf að kynna. Þessir sex strákar hafi spilað oftar en
tölu verður á komið við ólíklegustu tækifæri síðustu árin en þó vita fæstir hverjir
þetta eru. í dag kemur út annar hljómdiskur bandsins - „Byrjaðu í dag að elska" -
og Dr. Gunni fór á BSÍ með eina spurningu í huga: Hvaða fuglar eru þetta?
ur
eru i
\ eldrí
kantinu
BSÍ er einn af uppáhaldsstöðun-
um mínum í Reykjavlk. Það er svo
gaman að fara eitthvað að það er
jafnvel gaman að hafa það bara á
tilfinningunni að maður sé að fara
eitthvað eins og maður hefur á BSÍ.
Og þó maður fari ekki neitt kostar
kaffið ekki nema 100 kall með enda-
lausri áfyllingu. Nei, sko. Hér hafa
þrír Geirfuglar komið sér fyrir í
horni. Sœlir strákar!
Þeir veifa glaðlega. Þrír fuglar
við huggulegt borð að ryðja í sig
exótísku sjoppufæði: leikarinn
Halldór Gylfason, sonur Magga
Eiríks, Stefán Már, og trommar-
inn Kristján, sem er að læra ís-
lensku í HÍ. Kristján er frá ísafirði
eins og bassaleikarinn Vernharð-
ur, einn af þeim sem er ekki mætt-
ur. Aðrir ómættir eru Þorkell líf-
fræðingur (harmoníka) og Freyr
bamaskólakennari. Seinna kemst
ég að því að hinir mættu em gler-
augnalausa deildin í Geirfuglun-
um.
Jœja, er þetta band ekki eldgam-
alt? spyr ég og rámar í plötuna
„Drit“ sem kom út fyrir tveim
árum.
„Jú, blessaður vertu,“ segir Hall-
dór. „Ég, Þorkell og Freyr byrjuð-
um, held ég, ‘91 að fíflast eitthvað
og semja lög.“
„Þrír strákar frá Liverpool,"
grínast Kristján.
Stefán bættist svo við þegar Drit
var í vinnslu og ísfirska rytmapar-
ið í fyrra. Sætir strákar.
„Við spilum mjög mikið,“ segja
þeir. „Eitt og eitt bargigg, oft úti á
landi meira að segja, í veislum, í
Húsdýragarðinum...“
Og svo spiluöuö þiö á elliheimili
um daginn, heyröi ég.
„Já, á fóstudaginn," jánkar Hall-
dór. „Þetta var annað elliheimilis-
giggið sem við tökum. Við spiluð-
um 100% frumsamið fyrir gamla
fólkið."
„Það er mjög þakklátt,“ segir
trommarinn. „Ég sat á horninu á
sviðinu, rétt hjá þrem gömlum kon-
um sem sátu við borð. Ég heyrði
þær segja: „O, þetta eru svo sætir
strákar.““
„Nei, er það!“ hrópa Stefán og
Halldór vongóðir og Stefán bætir
við: „Já, ég sá að ein var að gefa
mér auga.“
„Grúppíurnar eru i eldri kantin-
um!“ gantast Halldór.
Blönduós-slagurinn
Nú spenni ég beltin þvi von er á
fleiri rokksögum af Geirfuglum:
Stefán: „Eftirminnilegasta giggið
var þorrablót á Blönduósi. Við
fengum sumarbústað til afnota
þarna rétt hjá ballinu, niðri við
Blöndu. Svo spilum við ballið og
ekkert með það, mikil ánægja bara,
nema hvað nú bauð Blönduós sér í
partí í bústaðinn til okkar. Húsið
troðfylltist á hálftíma og við misst-
um stjóm á öllu. Þá fórum við að
henda fólkinu út.“
Kristján: „En það vom allir mjög
kurteisir, fóru úr skónum og
svona, nema gaurinn sem var í
fyrstu fermingarjakkafotunum sín-
um, en við skulum ekki nafngreina
hann.“
Stefán: „Nei, við skulum ekki
nafngreina hann Ása.“
Kristján: „He, he. Og svo þegar
hann var kominn í partíið var
hann kominn í bol og tilbúinn í
slaginn."
Halldór: „Þessi gæi neitaði að
fara út og stóð á miðju gólfi: „Fer
ekki út ... fer ekki út...“ tuldraði
hann. Þá bárum við hann út og
þegar hann var kominn hálfur út
úr dyrunum réðust nokkrir vinir
hans á okkur því þeir vora komnir
með ástæðu til að lemja okkur.“
Stefán: „Þetta endaði með hörku-
slagsmálum. Það brotnuðu tvenn
gleraugu og það þurfti að sauma
nokkur spor í Frey. Við hringdum
í lögguna á Blönduósi og hún kom
eftir klukkutíma, reif kjaft og sagði
að við gætum sjálfum okkur um
kennt.“
Alla vega ekki keimlíkir
„Mér finnst svo ógeðslega gaman
að fara út á land,“ segir Halldór
þrátt fyrir slagsmálin. „En mér
finnst vera vonleysi í fólkinu. Það
er kannski búið að loka mjólkurbú-
inu eða kvótinn farinn. Þetta er
brýnt vandamál sem stjórnvöld
eiga að takast á við strax.“
„Við þurfum að fara einn hring
og redda þessu," segir Kristján og
það verður eflaust gert þvi nú þarf
að kynna nýju plötuna. Þetta er
mjög fjölbreytt plata, enda semja
allir félagarnir lögin. í púkkinu
voru ein fimmtíu lög þegar hafist
var handa en þau urðu 12 að lokum
sem sluppu á diskinn.
Nú spyr ég níðþungrar spurning-
ar: Ef foreldrar plötunnar ykkar
væru tvœr aörar plötur, hvaöa plöt-
ur vœru þaö?
„Vá, vá,“ stynja strákarnir eins
og í munnlegu poppprófi.
„Það væru alla vega tvö hundrað
foreldrar," segir Stefán.
„Það væra stjúpforeldrar og fóst-
urforeldrar," segir Halldór. „Pogu-
es er kannski svona stjúpmamma,
dettur mér í hug i sambandi við
eitt lag.“
„Þetta er popp í heildina," segir
Kristján, „poppaðar útsetningar."
Já, og rammíslenskt. Sumt minn-
ir t.d. á Spilverkiö og Mannakorn,
ekki satt?
„Að foreldrar okkar séu þá
Maggi Eiríks og Shane Macgow-
an?“
„Kannski erum við afleiðing org-
íu. Já, kannski ætti næsta plata að
heita Orgía.“
„Var ekki hljómsveit sem hét ...
nei, það var Orgill.“
„Ef kona yrði ólétt að tvíburum
eftir hópreið, ætti hún þá að skíra
börnin Orra og Gígju?“
„He, he. Þetta er bara plata fyrir
þá sem hafa gaman af tónlist en
ekki einhverjum töffurum eða sæt-
um stelpum. Þetta er tónlist af öll-
um toga.“
Er ekki hœttulegt aö vera meö
svona mikla blöndu?
„Er það? Þarf alltaf að vera heild-
arsvipur? Það er oft talað um það i
plötudómum, þennan heildarsvip.“
„Já, það er oft sagt í plötudómum
að það vanti heildarsvip. Eða þá að
lögin séu of keimlík."
„Við eram alla vega ekki keim-
líkir.“
Toppnum náð
Platan komin út. Allir í stuöi.
Hvaö nú? Hvaö halda þessir fuglar
aö gerist núna?
„Ekki neitt,“ segir Stefán blátt
áfram. En hann er nú dálítið svart-
sýnn og ætlar bara að leigja sér
vídeó á gamlárskvöld.
„Við höldum bara áfram að spila
og höfum gaman af því,“ segir Hall-
dór og bætir við að það væri svo
sem alveg í lagi að selja upp í
kostnað.
En hver er íslenski poppdraumur-
inn?
„Fá að hita upp fyrir Stuðmenn."
„Komast í „Hemma Gunn“. Nei,
hann er hættur."
„Eram við ekki bara komnir á
toppinn að sitja hér á BSÍ? Menn
komast ekki miklu lengra.“
Því er ég hjartanlega sammála.
- Dr. Gunni
MAÐUR. GETUR TRETST ÞY> BETUft 'l PARÍS
FRAKKARNtR BOROA SVO SÓOAN HAT,„
HVAR ER.T Wi BtölNLR&A BtitNM AO V6RA?
06 MJ HEFUft MÁTTÚRUEGA FEWStO t*ÉR
NAUTAK3ÖT ? AMO Á MANNASKtT HA!?
É6 SKRAPP TIL PARÍSAR... 06 LOMOON
JÁ Ekl BARA 1 PARIS.,. EKKI UONDON
f Ó k U S 12. nóvember 1999