Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Side 6
Hann virðist dúkka upp alls staðar. Ef ekki á sjónvarpsskjánum þá á djamminu. Alltaf smart, eiturhress, nýklipptur og kannski einum of happí. En hver er þessi maður sem hlotið hefur viðurnefnið tískulögga og prédikar yfir landanum um allt milli himins og jarðar? Fókus gekk í málið og náði Svavari Emi á eintal og upplýsir hér með þjóðina um hvaða mann þessi piltur hefur að geyma. „Ég er 25 ára reykvíkingur, ein- hleypur og barnlaus," er svarið sem Svavar Öm gefur eitt hádegið á Hót- el Borg við spurningunni hver hann eiginlega sé. Hann ilmar af ein- hverju jurtagumsi og glansar eins og bamsrass í framan enda nýkominn úr andlitshreinsun. „Ég hef aldrei farið í alvöravið- tal áður en þó hef ég oft verið beð- inn um það. Mér hefur hins veg- ar alltaf fundist ég ekki hafa neitt merkilegt að segja, alla vegna ekki eitthvað sem væri efni í viðtal," seg- ir Svavar Örn og kveikir sér S a 1 e m Light, tek- ur vænan slurk af kolsvörtu kaffinu og setur sig í stellingar til að geta sagt frá lífi sínu. Nú en hvaö hef- uröu svona merkilegt að segja núna? „Aðalfrétt- in er sú að ég er byrjaður aftur í íslandi í dag á Stöð 2 eft- ir nokkurt hlé og ég er alveg rosalega ánægður með það,“ svarar Svavar og ánægjan hreinlega lýsir af honum. „Já, passið ykkur, ég kem og geri eitt- hvað geggjað," hótar Svavar sjónvarpsáhorf- endum vetrarins og segist vera kominn endumærður til baka. Vildi verða mót- orhjólalögga Svavar Örn er ekki bara þekkt andlit á skján- um heldur er hann einnig vinsæll hárgreiðslumaður með biðlista oft margar vik- ur fram í tímann. En hvernig byrjaöi eiginlega allt þetta œvintýri, hvernig verö- ur klippari sjónvarpsstjarna? „Þegar ég var 18 ára fékk ég það starf að greiða dag- skrárgerðarfólkinu á Stöð 2. Einn dag- inn er ég svo beðinn um a ð sjá um eitt svona tískuinnslag og eft- ir það fór boltinn að rúlla,“ segir Svavar sem reglulega hefur átt efni í ísland í dag síðustu tvö árin og í sumar var rödd hans að heyra á Bylgjunni. Svavar ætlaði þó aldrei að verða fjölmiðlamaður, hvað þá klippari. „Nei, ég ætlaði að verða mótor- hjólalögga eða flugþjónn en þegar ég er 15 ára dett ég inn i hárgreiðsluna. g hafði verið að vinna sem hand- langari hjá múrara en var orðinn hundleiður á þeirri sumarvinnu og ákvað að ég ætlaði að vinna i búð þetta sum- ar. Ég gekk á mifli verslana en enginn v i 1 d i ■ ■ ráða mig svo ég endaði á hár- greiðslustofunni á Klapparstígnum. Ég leit fyrst og fremst á þetta sem sumarvinnu en fljótlega kom í ljós að starfið átti einkar vel við mig. Ég var einungis tvo mánuði á Klappar- stígnum en fór svo yfir til Elsu á Salon Veh og er þar enn.“ Þó Svavar sé kominn á skjáinn er hann síður en svo hættur að klippa. Hann segir að það sé mjög gott að blanda þessum tveimur störfum saman og margar hugmyndirnar bak við sjónvarpsefnið kvikni einmitt á hárgreiðslustofunni þar sem fólk tali mikið í hárgreiðslu- stólunum. ísland er æðislegt Það passar vel fyrir Svavar að vera partur af þætti sem ber heitið ísland í dag þar sem hann hreinlega elskar ísland. Hann segist ekki geta hugsað sér að búa annars staðar og sé alltaf jafnfeginn að komast heim þegar hann er er- lendis. Svavar ætlaði þó einu sinni að flytjast út. „Þegar ég var tvítugur fór ég til London og lærði förðun þar í hálft ár. Þegar ég kom til baka sagði ég við mömmu að ég væri bara í stuttri heimsókn en ég er nú ekki farinn til baka ennþá. Þetta var alveg frábær tími,“ segir Svavar og það vottar fyrir smátrega í röddinni. Hann segist ekki skilja þennan endalausa barlóm í löndum sínum því ís- land sé æðislegt og það sé ekkert verra að búa hér en í öðram löndum. Fólk sé einfaldlega sinn- ar eigin gæfu smiður og ef það er ekki ánægt að vinna í skúringum á ís- landi þá hjálpar litið að fara til Danmerkur og skúra þar. „Ég veit alla vega að ég er afskaplega heppinn að vera aö vinna við eitthvað sem ég hef gaman af,“ segir Svavar, dæs- ir og sléttir úr peysunni. Hefuröu alltaf veriö svona smart og áhugasamur um tísku? „Ég var afskapleg pjattrófa sem barn og hafði snemma sterkar skoðanir á því í hverju ég vildi vera. Ég var meira að segja kominn með strípur í hárið 10 ára,“ minnist Svavar. „Margir líta á mig sem algjöran trúð með greindarvísitölu á við sódavatn. Það eina sem ég hugsa um era gestalistar, ný fót og djammið. Þeim fmnst ég minna á einhverja fígúru úr þáttunum „Absolutely fabulous“, segir Svavar Örn og hlær. Hann viðurkennir að hann hafi afskaplega gaman af gljálífi en hann hugsi nú lika um ýmislegt annað. „Ég hef t.d mikinn áhuga á alls konar forvörnum og einelti og finnst mikilvægt að segja ungu fólki frá þessum málum. Því reyni ég oft að fjalla um þessi mál í mín- um innslögum á Stöð 2.“ Þú ert samt mikiö á djamminu? „Ja, ég er náttúrlega einhleypur og bý í miðbænum svo ég kíki nú yf- irleitt út um helgar,“ svarar Svavar. Á ekki eldavél Talið herst að piparsveinalífinu og Svavar segist bara ekkert skilja i því að hann sé ekki genginn út. „Maður er bara svo að segja bú- inn að gleyma því hvaöa annað notagildi þetta tól hefur en að pissa með því,“ segir hann bendir niður, „Ég er samt ekkert orðinn desper- at og eiginlega þá verð ég að játa að ég er afskaplega ánægður með lífið eins og það er nákvæmlega núna. Það er mikið að gera hjá mér og ég fila það i botn enda er ég algjör stressfikill en kannski myndi ég ró- ast ef ég væri ekki einhleypur. Alla vega eins og staðan er í dag þá þarf Amor að skjóta ástarörvum sínum af þó nokkru færi þar sem ég er alltaf á svo miklum hlaupum." Svavar er sem sagt ennþá ekta piparsveinn. Hann er svo mikill piparsveinn að hann hefur búið eldavélarlaus í tvö ár. „Ég var afskapleg pjattrófa sem bam og hafði snemma sterkar skoðanir á þvf í hverju ég vildi vera. Ég var meira að segja kominn með strípur í hárið 10 ára.“ „Ég lifi alveg á mötuneyti ís- lenska útvarpsfélagsins og svo á ég mömmu og góða vini sem bjóða mér oft í mat. Ef ég ætti eldavél þá myndi ég ekki nota hana því ég kann ekkert að elda og ég get ekki einu sinni eldað pylsur án þess að þær springi.“ segir Svavar sem er einnig tíður gestur á veitingastöð- um miðborgarinnar en játar þó að heimalagaðar kjötbollur í brúnni sósu eigi engan sinn líka. En hvemig sér Svavar annars framtíðina fyrir sér? “Þetta verður bara skemmtileg- asta framtíð ever og ef hún verður ekki björt þá bara geri ég hana bjarta. Kannski ég læri einhvem tímann að elda, gangi svo vonandi út og haldi bára áfram að vera jafn- hamingjusamur og ég er í dag,“ segir Svavar Öm, fullur bjart- sýni á nýtt árhundrað. „ -snæ 6 f Ó k U S 12. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.