Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 21 DV Einkunnir íþróttafrétta dagbiaða DV 7,7 Mbl 7,3 Dagur 7,3 Heimild: Félagsvísindastofnun Lestur íþróttafrétta - okt 99 50 r íþróttafréttir í könnun Félagsvísindastofnunar á dagblaðalestri: DV-$port mest lesið - af þeim sem vilja lesa um íþróttir helgarinnar íþróttafréttir í DV-Sport á mánu- dögum eru mun meira lesnar en íþróttafréttir Morgunþlaösins eða Dags á þriöjudögum. Það er megin- niðurstaða nýrrar könnunar Félags- vísindastofnunar á lestri dagblaða sem framkvæmd var um síðustu mánaðamót. Þegar litið er til þeirra sem eitt- hvað lásu blöðin þessa daga lásu 48% DV-Sport á mánudegi þar sem fjallað er ítarlega um íþróttir helg- arinnar. Þar af lásu 20% mest allt í DV-Sport en 28% lásu það að hluta. 28% lásu íþróttafréttir Morgun- blaðsins á þriðjudegi, 6% lásu þær Landsglíman: Þingey- ingar sterkir Önnur Landsglíma á þessum vetri fór fram á Laugarvatni um helgina Keppt var í kvenna-, karla- og unglingaflokkum og var kvennaflokkurinn fjölmenn- astur. Inga Gerður Pétursdóttir, HSÞ, sigraði í kv'ennaflokki með 4 vinninga og fékk alls 12 stig. Hildigunnur Káradóttir, HSÞ, varð í öðru sæti með þrjá vinn- inga og 10 stig alls. í þriðja sæti varö Sofíia Björnsdóttir, HSÞ, með tvo vinninga og alls 8 stig. Kvennaglíman var létt og lip- ur að venju og fjölbragöa, bæði há og lágbrögð. i karlaflokki sigraði Arngeir Friðriksson, HSÞ, hlaut tvo vinninga og 12 stig. Sigmundur Þorsteinsson, Víkverja, hlaut einn vinning og níu stig. Pétur Eyþórsson, Víkverja, hlaut engan vinning en aðeins þrír keppendur voru í þessum flokki. Amgeir og Sigmundur tókust þungt á lengi vel en að lokum náði Amgeir Sigmundi vel af stað og lokkaði hann ínn í leggjarbragð á lofti. -JKS ítarlega en 22% að hluta. Þá las 31% íþróttafréttir Dags á þriðjudegi. Þar af lásu 13% ítarlega en 18% að hluta. Lesendur blaðanna fengu tæki- færi til að gefa íþróttaumfjöllun þeirra einkunn á kvarðanum 0-10. Þar var DV-Sport enn efst á blaði með 7,7 í meðaleinkunn en bæði íþróttafréttir Morgunblaðsins og Dags fengu 7,3 í einkunn. Þessar tölur sýna að DV-Sport hefur algera yfirburði í lestri á íþróttafréttum helgarinnar. Fleiri lesendur DV-Sport lesa íþróttafrétt- irnar að mestu leyti en lesendur íþróttafrétta Morgunblaðsins og Dags. Vekur athygli að einungis 6% lesenda íþróttafrétta Morgunblaðs- ins lásu þær að mestu leyti enda hefur DV þá þegar svalað mestu af þörf blaðalesenda fyrir iþróttafréttir helgarinnar. Lestur DV-Sport á fimmtudögum var einnig kannaður. Af þeim sem eitthvað lásu í DV lásu 46% DV- Sport á fimmtudögum, 22% mest allt en 24% að hluta, og gáfu íþróttaumfjöfluninni 7,1 i einkunn. Fyrir fólk á flestum aldri Þegar litið er á aldursskiptingu lesenda DV-Sport á mánudögum lesa 66% þeirra sem eru á aldrinum 12-19 ára blaðið, 33% lesenda á aldr- inum 20-24 ára, 52% lesenda á aldr- inum 25-34 ára, 48% þeirra sem eru 35-49 ára, 37% þeirra á aldrinum 50-67 ára og 44% þeirra em eru á aldrinum 68-80 ára. Þegar litið er á skiptingu eftir starfsstéttum lesa 48% lesenda úr röðum verkafólks DV-Sport, 38% úr röðum skrifstofufólks, 52% sérfræð- inga og 49% þeirra sem ekki eru úti- vinnandi. -hlh Bestir #Wac/e Bandaríkjamenn urðu um helgina heimsmeistarar í tveggja manna liðakeppni í golfi. Tiger Woods og Mark O’Meara léku fyrir Bandaríkin sem geta þakkað Woods sigurinn því hann lék hreint frábært golf. Samtals lék bandaríska liðið á 545 höggum en Spánverjar komu næstir á 550 höggum. Fyrir Spán léku þeir Santiago Luna og Miguel Angel Martin. Iramir Padraig Harrington og Paul McGinley urðu i þriðja sæti á 554 höggum. Tiger Woods náði besta skori einstaklinga á mótinu, lék holumar 72 á 263 höggum (67-68-63-65). Annar varð Frank Nobilo frá Nýja Sjálandi á 272 höggum. -SK/Reuter Sport BKcmd í poka Lenny Krayzelburg frá Bandaríkjun- um setti um helgina nýtt heimsmet í 200 metra baksundi. Krayzelburg synti á 1:52,51 mín. Heimsmetið var komið til ára sinna en þaö var í eigu Spánverjans Martin Lopez-Zubero og va sett 1991. Skoski miðvallarleikmaöurinn í knattspyrnu, John Collins, hefur til- kynnt að hann leiki ekki fleiri leiki með skoska landsliðinu. Collins, sem er 31 árs, vill rýma til fyrir ungum leikmönnum. Hann lék alls 58 lands- leiki fyrir Skota og skoraði i þeim 12 mörk. Bandaríkjamaðurinn Neil Walker setti nýtt heimsmet í 50 metra baksundi um helgina er hann synti á 24,12 sekúndum. Walker bætti metið um 1/100 úr sekúndu en það var í eigu Þjóðverjans Thomas Rupprath og Mattheui Welsch frá Ástralíu. Heimsmet kvenna í 50 metra flugsundi féll einnig um helgina en nýtt met setti Jennifer Thompson frá Bandaríkjunum og synti hún á 26 sekúndum sléttum. Thompson átti eldra metið frá í fyrra, 26,05 sekúnd- ur. Brasilíski knattspyrnumaðurinn Romario var rekinn frá félagi sínu Flamengo fyrir viku. Ástæða þess var að Romario fór út að skemmta sér án leyfis frá félaginu. Um helgina bauöst félagið til að taka hann í sátt ef Rom- ario biðst afsökunar á uppátækinu. Régine Cavagnoud frá Frakklandi tryggði sér sigur í risasvigi kvenna um helgina í heimsbikarnum. Karen Putzer frá Italíu varö í öðru sæti og Michaele Dorfmeister frá Austurríki þriðja. Nick Wirth, yfirmaður hönnunar hjá Benetton-liðinu i Formula 1, hefur sagt upp störfum. Ástæður uppsagn- arinnar eru ósætti varðandi framtíð- arhönnun keppnisbíla Benetton sem hafnaði í sjötta sæti í síðustu heims- meistarakeppni bílaliða. Stjórnarmenn ensku knattspyrnuliö- anna Sheffield Wednesday og Sheffl- eld United hafa boðist til aö segja af sér vegna slæmrar fjárhagsstöðu fé- laganna. Reyndar hefur stjórnarfor- maður United sagt aö hann vilji kom- ast burt sem allra fyrst. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hef- ur keypt sýningarétt í sjónvarpi og útsendingarétt í útvarpi frá banda- ríska háskólakörfuboltanum næstu 11 árin. Fyrir ósköpin þarf CBS að greiða litla 420 milljaróa íslenskra króna. Egil Olsen, fyrrverandi landsliðs- þjálfari Noregs og núverandi fram- kvæmdastjóri enska liðsins Wimbledon, segir það mun erfiðara að vera framkvæmdastjóri hjá enska liðinu en hann hafi reiknað með. Olsen segist hafa fengið mörg hótana- bréf og það sé á við að stjórna norska landsliðinu á útivelli aö stjórna Wimbledon í deildinni. Kevin Phillips er enn markahæstur í efstu deild ensku knattspyrnunnar. Phillips heur skorað 13 mörk. Næstir koma þeir Andy Cole, Manchester United, og Alan Shearer, Newcastle, báðir með 12 mörk. Spænski kylfingurinn Sergio Garcia varð að játa sig sigraðan á móti at- vinnumanna um helgina. Garcia var jafn Dananum Thomas Björn eftir 72 holur og Björn náði að tryggja sér sig- urinn á fjórðu holu í bráðabana. Sergio Garcia, sem kosinn var ný- liði ársins á evrópsku mótarööinni á liðnu ári, hefur ákveðið aö leika til helminga á evrópsku og bandarísku mótaröðunum á næsta ári. Hann hef- ur, þrátt fyrir ungan aldur, tryggt sér keppnisrétt á báðum stöðum með frá- bærri frammistöðu á evrópsku móta- röðinni í ár. Tiger Woods vann einstak- lingskeppnina á heimsmeistara- mótinu í liöakeppni með 9 högga mun. Þetta er stærsti sigur einstakl- ings á mótinu á siðustu 45 heims- meistarakeppnum. -SK ÞIN FRISTUND -OKKAR FAG V llNTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.