Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 27 Sport i>v Stemningin var mikil í Sundhöllinni í Reykjavík aiia helgina. Sundmennirnir voru vel hvattir áfram á sínu fólki og var ekkert gefið eftir í þeim efnum eins og myndin ber glöggt vitni um. SH-menn tóku við bikarnum fimmta árið í röð, sannarlega glæsilegur árangur hjá Hafnfirðingum. DV-mynd Hilmar Þór - SH bikarmeistari fimmta árið í röð og bjart er fram undan í sundinu Sundfélag Hafnarfjarðar sýndi það enn eina ferðina í bikarkeppninni um helgina að það hefur á að skipa besta liði landsins í sundi. Félagið bætti enn einni rós í hnappagatið þegar liðið vann sigur í bikarkeppn- inni fimmta ári röð. SH gerði gott betur því liðið bætti stigamet keppn- innar sem undirstrikar og sannar að sundið er i mikilli sókn nú um stund- ir. Mikil vinna úti í félögunum er far- in skila sér svo um munar. SH hlaut 30.476 stig en Ægir sem lenti í öðru sæti hlaut ails 28.267 stig og í þriðja sæti voru Keflvíkingar með 26.932 stig. í fjórða sæti urðu Ár- menningar með 24.141 stig, Skaga- menn fimmtu með 22.324 stig og Njarðvíkingar ráku lestina með 21.760 stig. Skagamenn og Njarðvíkingar féllu í 2. deild. Upp i 1. deild koma hins vegar KR og Breiðablik. Æsispen- nandi keppni var á miUi þessara liða um sigurinn í 2. deild. KR hlaut ails 22.745 stig en Breiðablik 22.737 stig. Þrjú íslandsmet voru sett í bikar- keppninni. Jakob J. Sveinsson, Ægi, setti íslandsmet í 200 metra bringu- sundi, synti á 2:14,52 mínútum. Eldra metið, 2:16,52, átti Hjalti Guðmunds- son, SH, og var það sett 1997. Lára Hrund Bjargardóttir, SH, setti Is- landsmet í 200 metra skriðsundi, synti á 2:03,33 mínútum. Eldra metið átti Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, sem var 2:03,67. Þá setti kvennasveit SH íslands- met í 4x100 metra fjórsundi, synti á 4:26,77 mínútum. Hrafnkell Marinósson, formaður SH, var að vonum í skýjunum eftir sigurinn í gær en hver ætli að gald- urinn sé að bak við svona árangur síðustu funm ára? „Foreldrar eiga m.a. stóran þátt í árangrinum" „Harka, vilji, samvinna, stífar æf- ingar og agi er allt sem þarf til að innbyrða árangur á borð við þennan. Það er mjög vel hlúð að sundmönn- um í Hafnarfirði og ég ætla að nota tækifærið til að koma á framfæri þakklæti til bæjaryfirvalda fyrir stuðning þeirra og skilning á sund- inu í bænum. Sundið er í mikilli framför sem sýnir sig í því að SH set- ur stigamet og liðið í öðru sæti er að fá tvö þúsund stigum meira en í keppninni í íyrra. Ennfremur vant- aði okkur tvo sterka sundmenn í lið- ið en samt sem áður erum við að bæta stigin. Við eigum ennfremur frábærum stuðningshópi mikið að þakka en hann er búinn að standa á bakkanum alla keppnina og hvetja liðið tii dáða. Það verður ekki sagt annað en það sé bjart fram undan í sundinu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér heldur eru ákveðnir þættir sem koma þarna að og má í því sambandi nefna sundmennina sjáifa, þjáifara- na, foreldra og loks bæjarfélagið," sagði Hrafnkell Marinósson við DV. -JKS Ægismenn mega vel una við sinn árangur í bikarkeppninni. Þeir fögnuðu líka vel í verðlaunaafhendingunni og sungu hástöfum sem þykir sjálfsagður hlutur á sundmóti hérlendis. DV-mynd Hilmar Þór / •• Allur hagnaður rennur tii líknarmála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.