Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 5
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999
31
DV
Sport
Bjarki með 12
- þegar Afturelding sigraði FH fyrst liða í Krikanum
„Við vorum staðráðnir í að
vinna þennan leik og spila betur
en í síðustu tveimur leikjum.
Þetta gekk eftir en ég tel samt að
við eigum töluvert inni enn þá.
FH-ingar voru aldrei langt und-
an en við náðum sem betur fer
aldrei að hleypa þeim inn í leik-
inn,“ sagði Bjarki Sigurðsson,
leikmaður Aftureldingar, eftir
sigur á FH, 27-30, í Kaplakrika.
Bjarki átti skínandi leik og
skoraði 12 mörk úr 15 skotil-
raunum þrátt fyrir að hann
gengi ekki heill til skógar.
Bjarki er með brotið bátsbein í
hendinni og með rifinn vöðva í
framanverðu læri sem gerði það
af verkum að hann átti bágt með
hlaupa. „Það var á mörkunum
að ég gæti spilað vegna meiðsl-
anna í lærinu en ég harkaði af
mér og var vel stemmdur fyrir
leikinn," sagði Bjarki.
FH-ingar, spm höfðu fyrir
leikinn ekki tapað 11 deildar-
leikjum í röð á heimavelli, skor-
uðu fyrsta markið og var það í
eina skiptið sem þeir höfðu for-
ystu. Mosfellingar náðu fljótt
undirtökunum í leiknum og áttu
ekki í teljandi vandræðum með
að finna leið fram hjá lekri vörn
Hafnflrðinga. Um miðjan seinni
hálfleik náðu FH-ingar að
hleypa spennu í leikinn þegar
þeir minnkuðu muninn í eitt
mark í nokkur skipti en Mosfell-
ingar áttu góðan endasprett og
unnu sanngjaman og ömggan
sigur.
Vörn og markvarsla hefur
verið sterkasta vopn FH-inga í
vetur en í þessum leik vom
þetta hlutirnir sem urðu þeim
að. falli. Ungu strákarnir Brynj-
ar Geirsson og Sigurgeir Ámi
Ægisson voru bestu leikmenn
FH. Brynjar er með skemmtileg-
an skotstíl sem hann hefur erft
frá fóður sínum (Geir Haflsteins-
syni) og Sigurgeir, sem er efni í
mikla skyttu, skoraði nokkur
glæsileg mörk með uppstökkum
en var einnig mjög óheppinn því
nokkur þrumuskot hans lentu í
tréverkinu.
Bjarki var í banastuði hjá
meisturnum og gat nánast skor-
að að vild þrátt fyrir að vera
þjáður í fætinum. Gintas Savu-
kynas lék vel á miðjunni og Jón
Andri var drjúgur ásamt Magn-
úsi Má Þórðarsyni. Einar Gunn-
ar Sigurðsson lék ekki með
vegna meiðsla og var það skarð
fyrir skildi og ekki síst hvað
varðar varnarleikinn. -GH
FH 27 (12) - Afturelding 30 (15)
1-0, 2-3, 4-4, 6-6, 6-8, 8-9, 9-11, 11-14, (12-15), 13-17, 15-18, 18-21,
________ 20-21, 23-24, 24-29, 27-30.
LYJ Brynjar Geirsson 7, Sigurgeir Árni Ægisson 6,
Guðmundur Pedersen 6/4, Hálfdán Þórðarson 5, Lárus
Long 2, Gunnar Beinteinsson 1.
Varin skot: Egidijus Petkevicius 2/1, Magnús Árnason 6.
Brottvisanir: 10 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 4 af 5.
Áhorfendur: 250.
Gœði leiks (1-10): 5.
Dómarar (1-10): Hlynur Leifsson og
Anton Pálsson, 4.
Bjarki Sigurðsson 12/5, Jón Andri Finnsson 6, Gintaras
Savukynas 5, Magnús Már Þórðarson 3, Gintas
Galkauskas 3, Þorkell Guðbrandsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14/1.
Brottvisanir: 10 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vítanýting: Skorað úr 5 af 6.
Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson, Áftureldingu.
HK 25 (11) - Valur28(12)
0-2, 2-2, 3-3, 4-3, 4-4, 6-6, 6-8, 8-8,10-10, 10-12, (11-12), 15-12,15-14,
16-14, 16-16, 18-17, 18-20, 19-20, 22-23, 22-26, 24-26, 24-27, 25^28.
u mm karia
FH-ingar voru búnir að leika 11
deildarleiki í röð í Krikanum án þess
að tapa fyrir leikinn gegn
Aftureldingu á laugardag og það var
liðið rúmlega ár síðan Stjörnumenn
sóttu þar tvö stig síöastir liða.
ÍR-ingar hafa aðeins einu sinni náð
að vinna defldarleik gegn Stjömunni
i Garöabæ en liðin hafa alls 12
sinnum mæst i Ásgarði í efstu deild,
Stjarnan hefur unnið sjö leiki og um
helgina gerðu liðin fjórða jafnteflið.
HK hefur aðeins unnið tvo af 11
heimaleikjum sínum gegn Val í efstu
deild en Valsmenn unnu sinn áttunda
sigur í Digranesinu um helgina.
Valsmönnunum Davíó Ólafssyni og
Július Gunnarssyni hentar
greinilega mjög vel að að spila á
laugardagskvöldum en þeir gerðu
samtals 13 mörk úr 19 skotum í leik
HK og Vals sem hófst klukkan sjö á
laugardag. Davíð nýtti þar af 7 af átta
skotum sínutn og fór oft illa með
varnarmann sinn i vinstra hominu.
Báðir hafa þeir félagar verið mjög
rólegir til þessa í vetur og vom
samtals með 11 mörk saman í fyrstu
11 umferðum tímabilsins og skoruðu
því 2 mörkum fleira í þessum leik.
Valsmenn nýttu 14 sóknir í röð á 19
mínútum í seinni hálfleiknum gegn
HK eftir að hafa þurft að bíða i átta
og hálfa mínútu og sjö sóknir eftir
fyrsta marki hálfleiksins. Alls var
Valsliðið með 64% sóknarnýtingu i
seinni hálfleiknum.
Kynnirinn á leik Stjörnunnar og ÍR-
inga gerði góölátlegt grin að
mætingarleysinu í Garðabæ þegar
hann bað fólk um að þjappa sér
saman á bekHjunum rétt fyrir leik.
Þá voru aðeins 20 áhorfendur mættir
en síðan rættist úr og voru orðnir um
150 áður en langt um leið.
„Það var sárt að tapa þessu í lokin en
í raun hefði sigurinn getað endað
hvorum megin sem var. Það hefði
kannski verið ósanngjarnt ef við
hefðum unnið en við fórum samt illa
með tvö færi til þess undir lokin. Ég
er samt sáttur við leik okkar,
sérstaklega varðandi vömina," sagði
Ragnar Óskarsson, sem var
langbestur ÍR-inga gegn Stjörnunni.
-ÓÓJ/-HI
Heimaleikjasigurganga HK á (Hlíðar)endastöð:
Tími Davíðs og Júlíusar
Fjögurra leikja sigurganga HK á
heimavelli sínum í Digranesi komst á
endastöð á laugardagskvöldið, nánar til
getið á Hlíðarendastöð, þegar Valsmenn
frá Hlíðarenda unnu þar 25-28 sigur.
Eftir jafnan fyrri hálfleik virtust
heimamenn vera að taka frumkvæðið í
upphafi seinni hálfleiks er HK gerði 4
fyrstu mörkin í hálfleiknum. Valsmenn
skoruðu ekki fyrr en eftir átta og hálfa
mínútu og HK var 15-12 yfir. En þá kom
sjálfstraustið i Valsliðið með góðum leik
Davíðs Ólafssonar og Júlíusar Gunnars-
sonar, sem báðir hafa legið í „dvala“
lengstum i vetur en þeirra tími er greini-
lega laugardagskvöld.
Valsmenn skoruðu í 14 sóknum i röð
og komust í 22-26 og héldu síðan vefli út
leikinn. Auk þeirra félaga áttu Axel Stef-
ánsson og Snorri Guðjónsson góðan leik
en leikur HK stóð og féll með framgöngu
Óskars Elvars Óskarssonar og Sverris
Björnssonar en þeir áttu báðir góðan leik
en það var bara ekki nóg. -ÓÓJ
®Óskar Elvar Óskarsson 10/4, Sverrir Björnsson 7, Hjálmar
Vilhjálmsson 5, Alexander Amarson 1, Jón Bessi Ellingsen 1,
Samúel Ámason 1.
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 13/1, Kristinn Guðmundsson 2.
Brottvísanir: 4 mínútur. Rauð spjöld: Engin.
Vítanýting: Skorað úr 4 af 5.
Áhorfendur: 50.
Gœði leiks (1-10): 7.
Dómarar (1-10): Valgeir Ómarsson
og Bjarni Viggósson (7).
Davíð Ólafsson 7, Júlíus Gunnarson 6, Snorri Guðjónsson 5,
Markús Máni Michaelsson 5/3, Sigfús Sigurðsson 2, Bjarki
Sigurðsson 2, Daníel Ragnarsson 1.
Varin skot: Axel Stefánsson 19/1.
Brottvisanir: 6 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Maður leiksins: Davíð Ólafsson, Val.
Hart tekist á f leik FH og Aftureldingar í Kaplakrikanum á laugardag. FH tapaði sínum fyrsta heimaleik f vetur.
DV-mynd E.ÓI.
Spenna í lokin
Sjarnan 21 (12) - IR21(10)
0-1, 2-2, 4-3, 7-4, 8-6, 9-9, (12-10), 12-13, 15-14, 17-15, 18-17, 20-17,
20-21, 21-21.
- er Stjarnan og IR skildu jöfn
Mikil spenna var undir lok leiks
Stjömunnar og ÍR i Ásgarði í gær
og ÍR-ingar voru hér um bil búnir
að stela sigrinum.
Varnir beggja liða vora sterkar
en los var á sóknarleik þeirra og í
raun treystu félögin aöeins á einn
mann þar á bæ, Stjaman á Hilmar
Þórlindsson og IR á Ragnar Óskars-
son.
í síðari hálíleik voru markverðir
liðanna, þeir Birkir og Hallgrímur,
komnir í gang og vörðu mjög vel oft
á tíöum. IR-ingar komust yfir með
marki Ragnars þegar rúmar tvær
mínútur voru eftir. Þó aö barátta
ÍR-inga hafl verið góð á þessum
kafla verður að segjast eins og er
að þeir fengu töluverða hjálp frá
dómurunum til aö ná þessu forskoti
þar sem þeir ráku Stjörnumenn út
af í tíma og ótima fyrir litlar sakir.
Rögnvaldur jafnaði fyrir Stjömuna
þegar mínúta var eftir og IR-ingar
fengu síðan dæmt á sig sóknarbrot.
Stjörnumenn náðu hins vegar ekki
að nýta sér þaö og Hallgrímur varði
á lokasekúndunum skot Rögnvalds
Johnsen og því var niöurstaðan
jafntefli.
„Þetta var hörkuleikur og ÍR-ing-
ar gerðu okkur erfltt fyrir. Við vor-
um sterkari framan af en spiluðum
óskynsamlega á köflum undir lok-
in. Eg verð líka að segja að ég skildi
ekki ýmsa af dómunum á lokakafla
leiksins," sagði Einar Einarsson
þjálfari Stjömunnar eftir leikinn.
•HI
. Hilmar Þórlindsson 11/3, Eduard Moskalenko 3, Konráð
Olavsson 3, Arnar Pétursson 2, Sæþór Ólafsson 1,
Rögnvaldur Johnsen 1.
Varin skot: Birkir ívar Guðmundsson 14, Ingvar Ragnarsson 1/1.
Brottvisanir: 12 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Áhorfendur: 150.
Gceði leiks (1-10): 6.
Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson
og Jónas Elíasson, 2.
ÍSij Ragnar Óskarsson 11/2, Ólafur Sigurjónsson 3, Bjarni
Jj Fritzson 2, Róbert Rafnsson 1, Einar Hólmgeirsson 1,
y Finnur Jóhannsson 1, Björgvin Þorgeirsson 1, Erlendur
Stefánsson 1/1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 3,
Hallgrímur Jónasson 12.
Brottvisanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Maöur leiksins: Ragnar Óskarsson, ÍR.
KA 27 (12) - Víkingur 27 (15)
1-1,2-2,3-5,6-6,7-8, 8-11, 10-14, (12-15), 14-17, 16-19, 18-21, 20-24,
23-24, 25-25, 25-26, 26-27, 27-27.
fGuðjón V. Sigurðsson 9/1, Hafldór Sigfússon 4/1, Jóhann
G. Jóhannsson 4, Bo Stage 3, Heimir Öm Árnason 3,
Magnús Arnar Magnússon 3, Geir Kr. Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson 9.
Brottvisanir: 0 mínútur. Rauð spjöld: Engin.
Vítanýting: Skorað úr 2 af 3.
Áhorfendur: 250.
Gœði leiks (1-10): 7.
Ingimundur Helgason 8/4, Sigurbjöm Narfason 5, Hjalti
Gylfason 5, Valgarð Thoroddsen 3, Hjörtur Arnarsson 2,
Þröstur Helgason 2, Leó Örn Þorleifsson 2.
Varin skot: Hlynur Morthens, 14/1.
Brottvísanir: 4 mínútur. Rauð spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 4 af 4.
Maður leiksins: Guðjón Valur Sigurðsson, KA.
Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson
og Gunnar Viðarsson, 8.