Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Page 12
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999
38
Allt vitlaust í London
- á leik Millvall og Cardiff í enska boltanum
Lögreglan átti veru-
lega í vök að verjast á
leik Millvall og Cardiff í
ensku knattspyrnunni
um helgina.
Gríðarleg skrílslæti
brutust út i London en
leikurinn fór fram á
heimavelli Millvall sem
sigraði, 2-0.
Snælduvitlausir
stuðningsmenn liðanna
slógust eins og hundar
og kettir og gerðu harðar
árásir að lögregluþjón-
um og lögreglubílum. Þá
voru margar rúður
brotnar í verslunum og á
ölkrám.
Alls voru um 30 bullur
handteknar og munu
ólætin örugglega draga
dilk á eftir sér fyrir bæði
lið. -SK
Breska sjónvarpsstöðin Sky hef-
ur unnið baráttuna um sýning-
arréttinn í Evrópu frá næstu
tveimur keppnum um Ryderbik-
arinn í golfi. Sýnt verður beint
frá Ryderbikamum árið 2001 á
Englandi og árið 2003 í Detroit í
Bandaríkjunum á Sky Sport.
Argentínski knattspymumaður-
inn Claudio Caniggia hefur
verið sakaður um að berja ljós-
myndara í verslunarmiöstöð.
Caniggia, sem frægastur varð
fyrir að leika í sókn argentínska
landsliðsins við hlið Maradona,
neitar þessum ásökunum.
Charles Barkley, leikmaður
Houston í NBA-deildinni í
körfuknattleik, þarf að snara
fram 1,5 milljón króna til
greiðslu sektar. Barkley var
dæmdur til að greiða sektina
vegna yfirlýsinga sem hann gaf
um dómara nýverið og er þetta
ekki í fyrsta skipti sem orðbragð
hans kostar hann peninga.
Hnefaleikakappinn Muhamed
Ali hefur verið útnefndur
„iþróttamaður 20. aldarinnar" af
bandaríska íþróttatímaritinu
Sport Illustrated og kom niður-
staðan fáum á óvart.
Þýska knattspyrnuliðid Bayer
Leverkusen er að fjárfesta í ung-
um knattspyrnumönnum þessa
dagana. Nýverið keypti Leverku-
sen Króatana Jurica Vraanjes,
19 ára, og Marko Babic, 18 ára,
frá króatíska liðinu Osijek. Um
helgina var síðan gengið frá
samningum við 16 ára strák,
Philipp Weissenberger frá aust-
urríska liðinu FCHard Vorarl-
berg.
Argentínski knattspyrnuþjálfar-
inn, Osvaldo Ardiles, sem var
rekinn frá Króatía Zagreb á dög-
unum, er líklega á leið til Japan
á nýjan leik. Ardiles, sem um
tima lék með Tottenham í enska
boltanum, hefur fengið tilboð frá
japönsku 1. deildar liði en hann
þjálfaði í Japan áður en hann
tók við króatíska liðinu.
Austurríski skíðamaðurinn
Hemann Meier sigraði ekki í
brunkeppni heimsbikarsins á
skíðum sem fram fór um helgina
og telst það til tíðinda þegar
þessi snjalli skíðamaður stendur
ekki á efsta þrepi verðlauna-
pallsins. Hannes Trinkl sigraði
og Hermann Meier varð í öðru
sæti. -SK
Dieter Baumann er á góðri leið með að fá uppreisn æru eftir mikla niðurlægingu. Baumann vann gullið í 5000 metra hlaupi á ÓL í Barcelona 1992. Reuter
Rannsóknir benda til sakleysis þýska hlauparans Dieters Baumanns:
Dóp í túbunni
Undarleg staða er komin upp í
lyfjamáli þýska hlauparans Dieters
Baumanns. Baumann féll á lyfja-
prófl sem gert var nýverið. Hann
hefur um árabil verið í fremstu röð
íþróttamanna sem barist hafa gegn
neyslu ólöglegra lyfja í íþróttum og
því komu niðurstöður lyfjaprófanna
verulega á óvart.
Strax og niðurstöður lyfjapróf-
anna voru ljósar lýsti Baumann sig
saklausan og hét því að komast að
því hvemig stæði á því að hann
hefði fallið á lyfjaprófunum. Nú
hefur honum orðið nokkuð ágengt í
því að hreinsa mannorð sitt.
Baumann setti málið strax í rann-
sókn. Sérfræðingar mættu á heimili
hans, rannsökuðu matvæli og margt
annað sem varpa kynni ljósi á mál-
ið. Eitt af þvi sem sérfræðingamir
tóku með sér og rannsökuðu var
tannkremstúba sem Baumann hafði
notað er hann burstaöi I sér tenn-
umar.
Wilhelm Schaenzer, læknir á
rannsóknarstöð í Köln sem sérhæfir
sig í rannsóknum vegna lyfjaprófa,
sagði um helgina að sannað væri að
steralyfinu nandrolone hefði verið
komið fyrir í tannkremstúbu sem
Baumann hefði notað. Samstarfs-
menn hans á rannsóknarstofunni
burstuðu í sér tennumar og notuðu
tannkrem Baumanns. Þeir gengust
síðan undir lyfjapróf og féllu allir
sem einn.
„Þetta er að mínu mati stórt skref
í þá átt að ég geti sannað sakleysi
mitt. Þaö var ailtaf ætlun mín að
komast að því hver hefði gert mér
þennan óleik. Ég vona að yfirvöld
komist að því með rannsókn í
tengslum við þau málaferli sem
fram undan eru hver sé sekur um
það glæpsamlega athæfi að setja lyf-
ið í tannkremið mitt,“ sagði Bau-
mann í þýskum fjölmiðlum og bætti
við: „Þetta mál snýst ekki lengur
um lyfjanotkun mina. Það er ljóst
að einhver aðili hefur reynt að
sverta mannorð mitt og dómstólar
munu komast að því hver er sekur í
þessu máli.“
Talið er að Baumann standi vel
að vígi í málinu en hann eigi nokk-
uð í land ennþá með að sanna sak-
leysi sitt. Til þess verði hann að
geta sannað að lyfinu hafi verið
komið fyrir í tannkreminu áður en
lyfjaprófið var tekið og að það
nandrolone sem fannst í þvagi hans
hafi komið úr tannkreminu.
-SK
Fiat Bravo Abarth 3/98 Fiat Seicento Abarth 7/98
Ek.32.þ. 3d ,5g. ABS, geislasp, Ek. 20 þús 3dyra, 5 gíra, CD,
samlæs, loftpúðar, 17”álfelgur 14" álfelgur, rafm.rúður, saml..
Tilboðsverð kr. 1.390.000 Tilboðsverð kr. 690.000
Útsala á notudum bílum
Istraktor
Fiat Marea Weekend 5/97
Ek. 50 þús 5d. 5 gíra.ABS,
loftp, samlæs, rafm í rúðum.
Tilboðsverð kr. 1.190.000
Smiðsbúð
Renault Clio 1.4 S 5/95
Ek.42 þ. 3d. 5g. Rafm.rúður,
álfelgur, sportstólar, vökvastýri
Tilboðsverð kr.650.000
Opel Astra 1.6 GLSt. '97
Ek.47þ. 5d. 5g.
Dráttarkúla, samlæsingar.
Tilboðsverð kr. 950.000
Toyota Corolla Stat. 4X4 '94
Ek.140þ. 5d. 5g
Samlæsing, útvarp/segulband
Tilboðsverð kr. 750.000
2 Garðabæ . Sími 5 400 800
Opið virka daga kl. 8 - 18 laugardaga kl. 13 - 17