Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 25 DV Sport * Islenska landsliðið á alþjóðlegu móti í Hollandi: Þorbjörn Jensson náöi ágætum árangri með landsliðið á mótinu í Hollandi. Liðið vann tvo leiki á mótinu, tapaði jafnmörgum og ioka- niðurstaða í einum leiknum var jafntefli. Þegar það er haft huga að enginn at- vinnumaður var í liðinu veröur út- koman að telj- ast viðun- andi. ■ •• „Ég var að koma af leik Nordhorn og Wuppertal og talaði við Valdimar eftir leikinn. Hann er að byrja að æfa aftur og er ekki góður sem stendur. Það verður bara að koma í ljós með hann. Ef hann verð- ur ekki orðinn 100% góð- ur fyrir EM mun ég ekki nota hann. Þar þurfum við á mönnum að halda sem eru alveg í lagi. - segir Þorbjörn Jensson. ísland tapaði síðasta leiknum gegn Egyptum „Ég get ekki verið annað en sátt- ur við frammistöðu landsliðsins á þessu móti. Ég ákvað að tefla ein- göngu fram leikmönnum sem leika heima á íslandi á þessu móti og á heildina litið verð ég að segja að all- ir í liðinu stóðu sig mjög vel,“ sagði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöld. íslenska landsliðið hafnaði i fjórða sæti á mótinu og með smá- heppni hefði niðurstaðan getað orð- ið mun betri. ísland tapaði fyrir Eg- yptalandi í gær, 25-29, en staðan þegar skammt var til leiksloka var jöfn, 25-25. „Á þessum tímapimkti misnotuðum við vítakast og hraða- upphlaup í næstu sókn þar á eftir og þar með var þetta búið,“ sagði Þor- bjöm. Ragnar varð markahæsti leikmaöur mótsins Ragnar Óskarsson varð marka- hæsti leikmaður mótsins. Hann skoraði 13 mörk um helgina í góð- um sigri á Hollendingum og 11 mörk í gær gegn Egyptum. Þá mis- notaði hann tvö vítaköst. Pólverjar sigruðu á mótinu og eru þeir með mjög skemmtilegt lið, að sögn Þorbjörns. - Voru andstœðingar íslend- inga að tefla fram sínum sterk- ustu liðum á mótinu? „Rúmenar, Egyptar, Holiendingar og ítalir voru með sitt sterkasta lið í dag en hjá Pólverjum vantaði tvo eða þrjá leikmenn. Maður getur því ekki annað en verið sáttur við nið- urstöðuna. Ég lagði áherslu á það á þessu móti að hafa nokkur grundvallaratriði alveg á hreinu. Ég vildi sjá góða vöm og við ætluðum að reyna tölu- vert fyrir okkur með 3-2-1 vöm. Það tókst vel þrátt fyrir að ég væri að nota menn í öðrum stöðum í þessum leikjum en þeir eru að leika með sínum félagsliðum. Lagði áherslu á mjög agað- an sóknarleik í sóknarleiknum lagði ég mjög mikla áherslu á að við værum ekki að skjóta eftir nokkrar sekúndur og fá á okkur mjög mikið af hraðaupp- hlaupum heldur vildi ég sjá mjög agaðan sóknarleik. Þrátt fyrir litla sem enga samæfmgu fyrir mótið gekk þetta ágætlega upp. Ragnar var lengst af í hlutverki leikstjórn- anda á miðjunni og hann stóð sig mjög vel á þessu móti.“ EM-hópurinn verður til- kynntur í næstu viku - Nú er undirbúningur fyrir EM í Króatíu fram undan. „Ég mun tilkynna um 20 manna leikmannahóp á milli jóla og nýárs. Það er alveg ljóst að það verða í honum nokkrir leikmenn úr þessari ferð. Það voru margir leikmenn að standa sig virkilega vel á þessu móti og þeir eiga skilið að fá að vera áfram í landsliðshópnum." - Hvað er að frétta af lykil- mönnum á borð við Valdimar Grímsson og Bjarka Sigurðsson? Reikna með Bjarka Það er einnig óvíst með Dag Sigurðsson. Ég var að horfa á hann leika gegn Nordhorn og það er greinilegt að hann er ekki alveg eins og hann á að sér. En eins og með Valdimar þá verður tíminn að leiða í ljós hvort þessir leikmenn geta verið með í Króatiu. í sambandi við Bjarka þá reikna ég ekki með neinu öðru en að hann verði til í slaginn. Ég hef enga trú á öðru en að hann verði með. Það er alveg ljóst að til Króatíu þýðir ekki að fara með leikmenn nema þeir séu 100% heilir og alveg lausir við meiðsli. Þar þarf að taka á hlutunum af fullum krafti og það geta menn ekki gert nema þeir séu algerlega lausir við meiðsli," sagði Þorbjörn Jensson. -SK ÞIN FRISTUND -OKKAR FAG INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is V ■SBgjpasvra a' hjJjjj'- »*L-<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.