Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 33 I>V Sport Magdeburg misnotaði víti í lokin - og Barcelona vann stórmótið Spænska liðiö Barcelona bar sigur úr býtum á stórmótinu í handknattleik sem lauk í Magdeburg í gær. í mótinu tóku þátt auk Barcelona, Magdeburg, Flensburg og spænska liðið Ademar Leon en þau urðu sigurvegarar á Evrópumótunum fjórum á sl. vori. Á mótinu léku fyrst Magdeburg og Ademar Leon og sigraði þýska liðið með 33 mörkum gegn 26. Skoraði Ólafur Stefánsson fimm mörk fyrir Magdeburg í leiknum. Barcelona sigraði Flensburg, 33-29, og þar með var orðið ljóst að Magdeburg og Barcelona léku til úrslita. í gær sigraði Ademar Loen Flensburg, 35-34, eftir framlengdan leik. Magdeburg og Barcelona háðu síðan æsispennandi úrslitaleik þar sem vart mátti á milli sjá hver ynni. í hálfleik höfðu Börsungar eins marks forystu, 13-14, og undir lokin náði spænska liðið þriggja marka forystu. Magdeburg náði að saxa á það forskot og fékk síðan kjöriö tækifæri til að jafna úr vítakasti þegar leiktíminn var að fjara út. Frakkinn Abati tók vítakastið en brást bogalistin og leikmenn Barcelona fognuðu sigri. Ólafur skoraði fjögur mörk Ólafur Stefánsson átti ágætan leik og skoraði fjögur mörk en markahæstur var Kretzschmar með sjö mörk, þar af þrjú úr vítum. Hjá Barcelona var Lozano markahæstur með sjö mörk og Urdangarin skoraði fimm mörk. Á aðra milljón í sigurlaun Barcelona fékk um 1,2 milijónir króna fyrir sigurinn en Magdeburg fékk eina milljón. „Þetta var mjög sterkt mót og góð æflng fyrir okkur. Barcelona er geysisterkt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, eftir leikinn. Framkvæmdastjóri Magdeburg, Bem- Uwe HUdebrandt, var ánægður í mótslok, þarna hefðu verið samankomin ein bestu lið Evrópu. -JKS oka íR-ingar unnu sinn sjö- unda leik í röð í 1. deUd karla í körfubolta á laugar- dag og tryggðu sér annað sætið á eftir Þór Þorláks- höfn í jólafríinu. ÍR vann Breiðablik í Smáranum, 84-67. Jón Örn Guömunds- son skoraði 22 stig, Ólafur Sigurðsson 21 og Kristinn Haröarson 10 en Loftur Þór Einarsson skoraði 15 stig fyrir Blika og Gísli Halldórsson 13. Þórsarar úr Þorláks- höfn fara taplausir (9-0) í jólafríið í 1. deUdinni eftir 77-75 sigur á Valsmönnum á heimaveUi á föstudags- kvöld en þetta var 13. heimasigur liðsins í röð í deUdinni og sá 39. í síðustu 45 leikjum liðsins í 1. deUd karla. Skíðamaðurinn Bjðrg- vin Björgvinsson frá Dal- vík náði mjög góðum ár- angri á alþjóðlegu svigmóti sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Björgvin hafnaði í öðru sæti og er þetta mjög góð byrjun á tímabUinu hjá honum. Littu munaði að Ólafi Stefánssyni og félögum í Magdeburg tækist að vinna sigur á stórmótinu í Magdeburg. West Ham og Aston VUla verða að leika á ný í 8 liða úrslitum ensku deUda- bikarkeppninnar. West Ham tefldi fram ólöglegum leikmanni, Emmanuel Omoyinmi, í leiknum gegn Villa en hann lék einnig í umræddri keppni með GUl- ingham en þaöan var hann keyptur tU West Ham. -SK/-ÓÓJ BUNAÐARBANKINN -Tmustur banki VINNUR ÞU 50.000 KR. I DAG? Hlustaðu á FM957 í dag, milli kl. 17 og 18, til að komast að því! ’ICTURES PRES FN Æ K U L-l-n-a-n kRa>lk^ vefurlNn vísir.is NYJ/lClt) DcrrKu>/-\rziMM rAdhústorqi KEFLAVtK - SÍMI 421 1170

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.