Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 12
34
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999
Þórólfur Beck.
Þórólfur Beck látinn
Þórólfur Beck,
einn snjallasti
knattspyrnumað-
ur íslands um
langt árabil, er
látinn.
Þórólfur var
fæddur 21. janú-
ar 1940. Hann
vakti snemma at-
hygli fyrir mikla
hæfileika á
knattspyrnuvell-
inum og 17 ára
gamall lék hann
fyrsta leik sinn
með meistara-
flokki KR. Þórólf-
ur átti jafnan fast
sæti í islenska
landsliðinu og
var oftast marka-
hæsti leikmaður
KR og landsliðs-
ins. Þá var
Þórólfur um tíma
atvinnumaður
hjá skosku liðun-
um St. Mirren og
Glasgow Rangers
og lék auk þess
með franska lið-
inu Rouen og
bandaríska lið-
inu St. Louis.
-SK
Bland i noica
Ármann Björnsson, knatt-
spyrnumaður frá Sindra í
Homaíirði, hefur gert fjögurra
ára samning viö norska liðið
Lilleström.
Kjaftasögur þess efnis að Sig-
urvin Ólafsson, leikmaður
Fram í knattspymu, sé á leið til
enska liðsins Stoke City hafa
verið á miklu flugi undanfarið.
Forráðamenn Fram sögöu í sam-
tali við DV um helgina að ekki
væri flugufótur fyrir þessum
gróusögum.
Dion Dublin, leikmaður
Aston Villa, mun ekki leika
knattspymu á næstunni. Hann
meiddist nokkuð illa í leik með
Villa gegn Sheffleld Wednesday
um helgina og verður líklega frá
æflngum og keppni í þrjá mán-
uði.
Ekkert gengur hjá Aston
Villa þessa dagana og nú er talað
um aö John Gregory, fram-
kvæmdastjóri Villa, sé orðinn
mjög valtur í sessi og er jafnvel
búist við því að honum verði
sagt upp á næstu dögum.
Annar stjóri, sem orðinn er
valtur í sessi, er Gianluca Vi-
alli hjá Chelsea eftir tap liðsins
gegn Leeds í gær. -SK
Þýski handboltinn um helgina:
- mörk hjá Magnusi Wislander
Svífnn Magnus Wislander komst á
spjöld sögunnar í þýska handboltanum í
gær þegar hann skoraði sitt 1000. mark
fyrir Kiel i þýsku úrvalsdeildinni þegar
liðið sigraði Grosswaldstadt, 23-20. Kiel
lék á heimavefli fyrir troðfullu húsi en
rúmlega sjö þúsund áhorfendur voru á
leiknum.
Kiel hefur átt frábæru gengi aö fagna á
heimavefli og var þetta 33. sigur í röð í
ljónagryfju þeirra. Daninn Nikolaj
Jakobsen skoraði átta mörk fyrir Kiel og
Steffan Olson skoraði flögur mörk.
Voiker Zerbe lék að nýju með Lemgo
eftir meiðslin þegar liðið sigraði
Dormagen á útivelli, 18-21. Heiner
Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, var
ánægður að sjá að Zerbe var búinn að.ná
sér en hann leikur eflaust stórt hlutverk
í landsliðinu í Evrópukeppninni í
Króatíu í janúar. Daði Hafþórsson
skoraði fjögur mörk fyrir Dormagen.
Róbert Sighvatsson skoraði tvö mörk en
fékk að líta rauða spjaldið um miðjan
síðari hálfleik vegna kjaftbrúks í garð
dómaranna. Héðinn GUsson gerði eitt
mark en lék meiddur á nára.
Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að
Eisenach sigraði Willstatt, 26-18, Minden
vann Essen, 24-19, Nordhorn sigraði
Wuppertal, 33-20, og Bad Schwartau
sigraöi Wetzlar, 28-24.
Flensburg er efst í deildinni með 28
stig og Kiel er í öðru sæti með 25 stig en
á leik inni á Flensburg. Lemgo er í þriðja
sæti með 24 stig og Nordhom er komið í
fjórða sætið með 24 stig.
-JKS
Róbert Sighvatsson fékk rauða spjaldið í leik með liði sínu
Dormagen um helgina.
„A nýju plötunni hljómar Ensími
meira eins og Botnleöja heldur
en Ensími“
Dr. Gunni - Fókus
„Er engin sveifla í strákunum ?
Geirmundur Valtýsson
„Meö eindæmum ósmekklegir
og ósjarmerandi menn“
Gunni í GK
„Eg hef unniö meö mörgum tón
listarmönnum í gegnum tíöina -
strákarnir í Ensími eru einir af
þeim“
Steinar Berg
„Ef BMX væri byrjendaverk
mætti líkt og meö Kafbátamúsík
skrifa vankanta á aldur hljóm-
sveitarinnar“
Gisli Arnason - Mbl.
„Eg hef ekki heyrt plötuna en
hún er örugglega ömurleg"
Selma Björnsdóttir