Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 8
*30
MANUDAGUR 20. DESEMBER 1999
Sport
ÞÝSKALAND
Werder Bremen-Bayern.......0-2
0-1 Jancker (71.), 0-2 Sergio (82.)
Bielefeld-Stuttgart........1-2
1-0 Boehme (60.), 1-1 Dundee (75.), 1-2
Dundee (82.)
SSV Ulm-Frankfurt .........3-0
1-0 Leonardo (9.), 2-0 Scharinger
(48.), 3-0 Zdrilic (69.)
Hamburg SV-Duisburg.......6-1
1-0 Yeboah (8.), 2-1 Hajto (11.
sjálfsm.), 2-1 Beierle (20.), 3-1 Yeboah
(29.), 4-1 Butt (41.), 5-1 Hirsch (43.),
6-1 Hoogma (90.)
1860 Mímchen-Kaiserslautern 2-1
1-0 Max (4.), 1-1 Djorkaeff (15.), 2-1
Hessler (75.)
SC Freiburg-Wolfsburg.....1-1
0-1 Juskwiak (19.), 1-1 Sellimi (48.)
Leverkusen-Unterhaching . . 2-1
0-1 Zimmermann (61), 1-1 Brdaric
(69.), 2-1 Brdaric (71.)
Rostock-Schalke........... 1-0
1-0, Benken (70.)
Dortmund-Hertha Berlin . . . 4-0
1-0 Nijhuis (16.), 2-0 Michalke 21.
sjálfsm.), 3-0 Bobic (33.), 4-0 Wörns
(69.)
Bayern 17 11 3 3 33-13 36
Leverkusen 17 9 7 1 29-18 34
Hamburg 17 8 7 2 39-19 31
1860 M. 17 8 5 4 28-21 29
Dortmund 17 7 7 3 24-13 28
Stuttgart 17 8 3 6 21-19 27
Bremen 17 7 5 5 34-24 26
Kaiserslaut 17 7 2 8 21-30 23
Hertha B. 17 5 7 5 22-28 22
Schalke 17 4 9 4 21-20 21
Wolfsburg 17 5 6 6 22-30 21
Freiburg 17 5 5 7 24-23 20
Unterhac. 17 5 5 7 18-20 20
Rostock 17 5 5 7 23-35 20
SSV Ulm 17 5 4 8 19-25 19
Duisburg 17 2 7 8 18-30 13
Frankfurt 17 3 2 12 17-27 11
Bielefeld 17 2 5 10 13-31 11
Markahæstir:
Adel Sellimi, Freiburg ..........9
Marco Böde, Bremen...............8
Ulf Kirsten, Leverkusen .........8
Martin Max, 1860 Miinchen........8
Ebbe Sand, Schalke ..............8
Ailton, Bremen...................7
Claudio Pizarro, Bremen..........7
Hans-Jörg Butt, Hamburg..........7
Elber, Bayern....................7
Tony Yeboah, Hamburg ............7
Nú hefur verið gert hlé á þýsku
knattspymunni og verður næsta um-
ferð leikin 4. febrúar nk.
Hansa Rostock, sem hafði ekki unn-
ið í sjö leikjum i röð, vann kærkom-
inn sigur á heimavelli í gær þegar
Schalke kom í heimsókn.
-JKS
JDV
Tony Yeboah gerir hér haröa hríð aö marki Duisburg. Yeboah skoraöi tvö af mörkum Hamburger í stórsigri liösins.
Símamynd-Reuter
Knattspyrna um helgina í Þýskalandi:
Síðasta umferðin fyrir vetrarfrí í þýsku
knattspymunni fór fram um helgina og verður
þráðurinn tekinn upp að nýju í febrúar. Bayem
Múnchen er miðsvetrarmeistari eftir sigur á
Werder Bremen. Bæjarar voru lengi að finna
glufu í vamarmúr Bremen og skoruðu tvívegis
þegar langt var liðið á leikinn.
Leverkusen lenti í vandræöum
Bayer Leverkusen fékk óvænta og harða
mótspymu gegn nýliðunum í Unterhacing.
Gestirnir náðu forystunni og þá fyrst fóm
heimamenn að sýna hvað í þeim býr.
Varamaðurinn Thomas Brdaric bjargaði
Leverkusen með tveimur mörkum á tveggja
mínútna leikkafla.
Hamborgarar fara í fríið í þriðja sætinu. Liðið
fór á kostum í fyrri hálfleik gegn Duisburg og
skoraði þá fimm mörk. Tony Yeboah gerði tvö af
mörkum liðsins en liðið bætti ekki sjötta
markinu við fyrr en á lokamínútu leiksins. Þessi
sigur var besta jólagjöfin sem áhangendur liðsins
gátu hugsað sér.
Dagar Bergers senn taldir hjá Frankfurt
Nýliðamir í Ulm léku vel gegn Frankfurt sem
er vægast sagt í slæmum málum en þetta var
fimmti ósigur liðsins i röð. í gær tóku
forsvarsmenn þá ákvörðun að reka Jörg Berger,
þjálfara liðsins, úr starfí. Rolf Heller, forseti
félagsins, sagði að staða liðsins í deildinni hefði
verið ástæða fyrir brottvikningu Bergers.
Thomas Hessler tryggði 1860 Múnchen
sigurinn gegn Kaiserslautern þegar hann skoraði
úr vítaspyrnu. Kaiserslautem lék einum færri
síðustu tólf mínútur leiksins eftir að Mario
Basler var vikið af leikvelli eftir að hafa
handleikið knöttinn. Kaiserslautem leitar að
leikmönnum fyrir átökin í síðari hluta mótsins.
Samingaviðræður hafa staðið við Christian
Karembeu og má fullvíst telja að hann gangi í
raðir liðsins á næstu dögum.
Eyjólfur Sverrisson var fjarri góðu gamni en
hann meiddist á læri á lokaæfingu Hertha Berlín
á fostudag fyrir leikinn gegn Dortmund. Eyjólfur
tók út leikbann í leiknum á undan og átti að fara
beint í byrjunarliðið.
-JKS
/
í jólapakkann!
Ríkharður stóðst
ekki læknisskoðun
- samningi hans við Hamburger kann að verða rift
Svo kann að fara að þýska
knattspyrnuliðið Hamburger muni
rifta nýgerðum samningi sínum
við landsliðsmanninn Ríkharð
Daðason eftir að Ríkharður stóðst
ekki læknisskoðum hjá þýska
liðinu i dag. Meiðsli í hné komu í
ljós við skoðun og er Ríkharður
væntanlegur til Noregs á
sunnudaginn þar sem hann mun
ræða við forráðamenn Vikings
Stavanger um þá stöðu sem upp er
komin.
Fyrir viku keypti Hamburger
Ríkharð frá Viking Stavanger fyrir
80 milljónir króna með þeim
fyrirvara að hann kæmist í gegnum
læknisskoðun án nokkurra
vandkvæða. Ríkharður átti að fá
um 40 milljónir króna í árslaun hjá
Hamburger og átti samningurinn
að gilda til ársins 2003.
Forráðamenn þýska liðsins hafa
ekki afskrifað að Ríkharöur gangi
í raðir félagsins en það er ljóst að
snurða er hlaupin á þráðinn sem
getur leitt til þess að hann verði
eftir allt saman enn í herbúðum
Vikings.
Ríkharöur Daöason fer ekki til Hamburger SV.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst ekki að ná sambandi við
Ríkharð í Noregi í gær.
-JKS/GH