Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 6
+ 28 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 29 * Sport - Leeds skaust enn og aftur á toppinn eftir sigur á Chelsea. ™ Leikmenn meistara Man Utd fóru á kostum gegn West Ham og unnu í sex marka leik Kanu í launadeilu við Arsenal Nwankow Kanu á í launadeilum við Arsenal þessa dagana og sér ekki fyrir endann á því hvort hann verður áfram hjá félaginu. Kanu fer fram á að fá 3,5 milljónir króna í vikulaun hjá Arsenal en félagið er reiðubúið að greiða Kanu rétt rúmar tvær milljónir króna í vikulaun. Stjómarformaður Arsenal, Peter Hill, sagði í gær að félagið hefði gert Kanu mjög gott til- boð og ef hann vildi ekki taka þessu tilboði gæti hann farið til annars fé- lags. Hill sagði að Arsenal vildi fyrir alla muni halda Kanu hjá fé- laginu en hann yrði þá að taka því tilboði sem lægi á borðinu í dag. Hill fullyrti að Kanu fengi ekki annað tilboð frá Arsenal. -SK Manchester United, eftir sigurinn gegn West Ham. United byrjaði leikinn með miklum látum og eftir 19 mínútur vr staðan orðin vonlítii fyrir West Ham, 0-3. ítalinn Paolo Di Canio kom West Ham aftur inn í leikinn með tveimur mörkum og var mikill klaufi að jafna ekki metin aðeins mínútu áður en United skoraði fjórða markið og gerði út um leikinn. Nicky Butt, sem kom inn á sem varamaður, skoraði síðan fimmta mark United en það var dæmt af vegna rangstöðu. Harry Redknapp, framkvæmdastjóri West Ham, var þokkalega sáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn: „Ég er ánægður þegar mitt lið gefst aldrei upp. Mínir menn héldu áfram að berjast og Jaolo Di Canio var frábær i þessum leik. Hann com okkur inn í leikinn með tveimur ;læsilegum mörkum og hefði hæglega getað >ætt því þriðja við,“ sagði Redknapp. Leikmenn United eru nú á förum til Brasilíu þar sem þeir taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða. Brian Kidd til Middlesborough? Middlesborough vann kærkominn sigur á heimavelli sínum gegn Tottenham. Þetta var fyrsti sigur Middlesborough í síðustu átta leikjum. Mikið gekk á í leiknum, fjöldi gulra spjalda og undir lok leiksins fékk Állan Nielsen í liði Tottenham að sjá rauða spjaldið. Fyrir leikinn var Tottenham eina lið efstu deildar sem ekki hafði misst leikmann út af á leiktíðinni með rautt spjald. Háværar raddir eru uppi þess efnis að Brian Kidd, fyrrum stjóri Blackbum, sé á leið til Middlesborough sem aðstoðarmaöur Bryans Robsons. -SK Fyrsta mark Owens á Anfield í 10 mánuði Liverpool er hægt og bítandi að mjakast nær toppnum og liðið er komið á fulla ferð í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn eftir góðan sigur á Coventry, 2-0. Michael Owen skoraði fyrra mark Liverpool og var þetta fyrsta mark hans fyrir félag- ið á heimavelli síðan í febrúar. Titi Camara skoraði síðara markið með stórglæsilegu skoti utan vítateigs sem söng í markvinklinum. „Ég er auðvitað mjög ánægöur með þessi úrslit en ánægðastur er ég með að Owen skyldi skora. Hann hefur verið að skora fyrir okkur á útivöllum og það var kominn tími til að þessi snjalli leikmaður skoraði hér á okkar heimavelli," sagði Frakkinn Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool. Gordon Strachan, framkvæmdastjóri Coventry, var ekki eins ánægður. „Þessi úrslit eru mikil vonbrigði fyrir okkur. Ég vildi fá betri frammistöðu frá framherjum mínum en því miður skiluðu þeir ekki sínu hlutverki í dag. Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Gordon Strachan. -SK Kevin Keegan var mættur á Anfield á laugardag en þá var haldið upp á það að 40 ár voru liðin frá því að Bill Shankley stjórnaði liði Liverpool í fyrsta skipti. Reuter Leikmenn Leeds United sýndu það og sönnuðu í gær að staða liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspymu er engin tilviljun. Leeds fór í gær í heimsókn á heimavöll Chelsea, Stamford Bridge, og til baka fór Leeds með öll stigin þrjú sem í boði voru. Með sigrinum náði Leeds tveggja stiga forystu í deildinni en liðið hefur leikið einum leik meira en Manchester United sem er einu stigi á eftir Leeds. Eins og staðan er í dag er líklegt að þessi tvö lið ásamt Arsenal og Liverpool komi til meö að berjast um enska meistaratitilinn fram á næsta vor. Steven McPhail var betri en enginn fyrir Leeds í gær. Fyrra markið skoraði hann með góðu skoti og það síðara beint úr aukaspymu. Frábær leikur United og West Ham „Ég er mjög ánægður með leik minna manna og þetta er gott veganesti hvað framhaldið varðar. Leikmenn West Ham verða að fá hrós fyrir mikla baráttu. Þeir gáfust aldrei upp og í stöðunni 2-3 var ég farinn að örvænta. Við höfum áður lent í því á Upton Park að missa niður forskot. Sem betur fer gerðist það ekki að þessu sinni,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmdastj ór i Furouleg framkoma hjá Leboeuf Frank Leboeuf, rekinn leikvelli í gær gegn Leeds. Chelsea varð fyrir enn einu áfall- inu í enska ; boltanum í vetur í gær er Frakkinn Frank Le- boeuf var rek- inn af leikvelli í síðari hálfleik. Frakkinn hegð- aði sér eins og óviti í leiknum í gær og braut oft fólskulega á leik- mönnum Leeds. Er með ólíkindum að leikmaður með mjög mikla reynslu skuli verða uppvís að oöru leikvelli í eins rugli og Leboeuf í gær. Brottrekstur hans gerði það að verkum að Chelsea átti aldrei mögu- leika á sigri. Og eftir að dómarinn sýndi honum rauöa spjaldið brást hann hinn versti við og þurfti mikið liö manna til að róa hann nið- ur. Munaði á tíma- bili litlu að upp úr syði á vellinum. -SK ■ :> ■ Komu lítið við sögu íslensku leikmennimir í enska boltanum komu lítið við sögu um helgina og enginn þeirra skoraði fyrir lið sitt. Arnar Gunnlaugsson fær ekki enn tækifæri í byrjunarliði Leicester. Að því hlýtur að koma fljótlega þar eð ekkert gengur hjá liöinu. Amar sat á bekknum alian leikinn gegn Derby. Stoke tapaði illa á heimavelli. Sigursteinn Gíslason lék allan leikinn en Einar Þór Daníelsson var tekinn út af í lokin. -SK Titi Camara og Michael Owen skoruðu mörk Liverpool gegn Coventry á laugardag og höfðu ríka ástæðu til að fagna. Mark Camara var sérlega glæsilegt. Reuter Giggs og Lomas takast á og sá síðarnefndi beitir ólöglegum brögðum. Reuter Sport *£) ENGLAND Úrslit í A-deild: Sunderland-Southampton .... 2-0 1-0 Phillips (30.), 2-0 Phillips (90.) West Ham-Man Utd.............2-4 0-1 Yorke (9.), 0-2 Giggs (13.), 0-3 Giggs [19.), 1-3 Di Canio (23.), 2-3 Di Canio (52.), 24 Yorke (62.). Arsenal-Wimbledon............1-1 0-1 Cort (7.), 1-1 Henry (61.) Middlesboro-Tottenham........2-1 0-1 Vega (7.), 1-1 Ziege (34.), 2-1 Deane (67.) Watford-Everton...............1-3 0-1 Barmby (4.), 0-2 Hutchison (37.), 1-2 Ngonge (60.), 1-3 Unsworth (86.) Liverpool-Coventry............2-0 1-0 Owen (45.), 2-0 Camara (74.) Leicester-Derby..............0-1 0-1 Powell (69.) Bradford-Newcastle............2-0 1- 0 Saunders (56.), 2-0 Weatherall (71.) Aston Villa-Sheff. Wed ......2-1 0-1 De Bolde (20.), 1-1 Merson (69.), 2- 1 Taylor (82.) Leeds-Chelsea ................1-0 1-0 McPhail (66.), 2-0 McPhail (77.) Staða í A-deild: Leeds 18 13 2 3 32-19 41 Manch. Utd 17 12 3 2 44-23 39 Sunderland 18 11 4 3 33-17 37 Arsenal 18 11 3 4 32-17 36 Liverpool 18 10 3 5 26-14 33 Leicester 18 9 2 7 26-24 29 Middlesbro 18 8 3 7 23-25 27 Tottenham 16 8 2 6 26-22 26 Chelsea 16 7 3 6 21-17 24 West Ham 16 7 3 6 19-18 24 Everton 18 6 6 6 28-28 24 Aston Villa 17 6 4 7 15-18 22 Wimbledon 18 4 9 5 28-30 21 Newcastle 18 5 4 9 28-32 19 Coventry 17 4 6 7 21-19 18 Southampt. 17 4 5 8 20-27 17 Bradford 17 4 4 9 15-25 16 Derby 18 4 3 11 16-29 15 Watford 18 3 2 13 14-36 11 Sheff. Wed. 17 1 3 13 1542 6 Urslit í B-deild Bamsley-Walsall ........ Bolton-Stockport ....... Crystal Palace-Fulham .... Huddersfield-Grimsby .... Ipswich-WBA............. Man City-Swindon........ Nottingham Forest-Crewe . Portsmouth-Port Vale .... QPR-Charlton ........... Tranmere-Norwich ....... Wolves-Birmingham ...... Sheffield United-Blackburn Staða í B-deild . . .3-2 . . .0-1 . . . 0-0 . . . 3-1 . . .3-1 . . .3-0 . . . 1-0 . . . 0-0 . . . 0-0 ... 1-2 ... 2-1 ... 2-1 Huddersf. 23 14 4 5 42-23 46 Man. City 23 14 3 6 35-19 45 Ipswich 23 12 6 5 40-26 42 Charlton 22 12 5 5 38-24 41 Barnsley 22 12 3 7 42-35 39 Stockport 23 10 7 6 28-30 37 Fulham 23 8 11 4 24-18 35 QPR 23 8 9 6 32-28 33 Birmingh. 22 8 8 6 33-25 32 Wolves 22 8 8 6 25-21 32 Bolton 23 8 7 8 32-27 31 Norwich 22 8 7 7 21-20 31 Blackburn 22 7 9 6 27-22 30 Tranmere 23 8 5 10 32-34 29 WBA 23 5 11 7 23-27 26 Cr. Palace 23 6 8 9 30-36 26 Crewe 23 7 5 11 23-30 26 Grimsby 23 7 5 11 24-38 26 Nott. For. 23 6 7 10 24-27 25 Sheff. Utd 23 6 6 11 27-39 24 Port Vale 23 5 8 10 26-31 23 Portsmouth 23 5 7 11 25-36 22 Walsall 23 4 7 12 21-37 19 Swindon 23 3 8 12 16-37 17 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, leikmað- ur Walsall í ensku B-deildinni, byrjaði inni á í fyrsta deildarieik sínum er liðið tapaði naumlega gegn Bamsley á útivelli, 2-3. „Ég var sáttur við mína frammistöðu í leiknum. Ég fékk nokkur færi sem ég hefði kannski venjulega nýtt. Það var gott að geta byrjað inn’á, ég er búinn að bíða lengi eftir tækifærinu. Ég fékk sénsinn þótt allir hinir framherjamir væru heilir. Ég veit ekki hvað gerist fyrir næsta leik því liðið var að fá Kevin Harper að láni frá Derby County en hann er sóknarmaður en ég vona það besta,” sagði Sigurður. Beckham leikur ekki allan ferilinn með Manchester United - segir kryddpían konan hans Victoria Adams, eiginkona Davids Beckhams, sagði i viðtali við BBC-útvarpsstöðina bresku um helgina að hún væri þess full- viss að bóndi hennar, David Beckham, myndi ekki leika allan sinn feril með Manchester United. „Á vissum tímapunkti mun hann leita fyrir sér með ööru liði utan Englands. Það langar hann að gera. Sem stendur er Beck- ham mjög ánægður hjá Manchester United. Einhvem tím- an mun hann yfirgefa United en ekki í augnablik- inu,“ sagði kryddpían ennfremur. Miklar sögusagnir hafa verið á Bret- landseyjum undanfama daga um ósætti þeirra hjóna en þær munu vera úr lausu lofti gripnar. „Eins og ég sagði áður er Beckham ánægður og ég er það líka,“ sagði Vict- oria sem var í því óvenju- lega hlutverki um helgina að ræða við fjölmiðla um framtíö eigin- mannsins á knatt- spyrnuvellinum. ’JÍ«ÍL" mltr- . - m -SK Victoria Adams, eln af kryddpiunum Girls og eiainkona Davids Beck ræddi frapdpbonda síns á knatts vellinumsfffölrryéturn um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.