Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 Fréttir________________________________________________________________ Alheims-BBC með Evrópukór og Björk í Hallgrímskirkju og náttúra íslands á gamlársdag: Island i stærstu ut- sendingu allra tima einn þriðji hluti jarðarbúa nær útsendingunni sem stendur yfir Augu alheimsins munu beinast að Hallgrímskirkju um klukkan tvö á gamlársdag þegar þaö kemur í hlut íslendinga að senda út í alheimsútsendingu BBC. Einn þriðji hluti jarðarbúa mun ná stærstu útsendingu allra tíma sem flest lönd heimsins standa að í samtals 26 klukkustundir við þúsaldarmót undir stjórn BBC á gamlársdag og nýársnótt. Héðan frá íslandi sendir Stöð 2 út í um átta mínútur til alira þessara landa um klukkan tvö eftir há- degi á gamlársdag. 90 manna ung- mennakór frá menningarborgum Evr- ópu og Björk munu þá syngja lag Bjarkar, Anchor song, undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur í sérstakri út- setningu Atla Heimis Sveinssonar. Björk hefúr þegar æft lag sitt í Hall- grímskirkju þaðan sem það verður sent út þegar stóra útsendingarstundin rennur upp hér á íslandi. Lag Bjarkar er um 4 mínútur. Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrár- stjóri Stöðvar 2, segir aö útsendingin verði vafalaust sú viðamesta sem is- lenska útvarpsfélagið hafl ráöist í. Þúsaldarflugeldar okkar út um allan heim íslenska alheimsútsendingin kemur inn í árlegan Kryddsíldarþátt Stöðvar 2. Síðar um daginn, kvöldið og nóttina mun stöðin skjóta inn í dagskrá sína efni utan úr heimi vegna sömu útsend- ingar. Egill Eðvarðsson, Þór Freysson, Jón Haukur Jensson og fleiri hafa veg og vanda af upptökum á þvi efni sem Stöð 2 mun sjá um að senda út. Síðustu daga hefur einnig verið tekið upp eöii m.a. í 20 stiga frosti við Guilfoss, á Reykjanesi og víðar sem sýna á frá íslandi sem út- valið kynningar- efhi með íslending- um á ýmsum aldri. Egill segir að með þessum rúmu 8 mínútum sé hlut Islands þar með reyndar ekki lokið á gamlársdag í alheimsútsendingunni - nú sé verið aö skipuleggja að koma kvikmyndatökuvélum fyrir vítt og breitt um Reykjavík. Þær og tökumað- ur í þyrlu úti á sundum muni taka upp þá ógnarflugeldasýningu sem ávallt fer fram á höfuðborgarsvæðinu - nú ör- ugglega þá stærstu í íslandssögunni hingað til og þó víðar væri leitað út um gjörvallan heim. Líklegt er að flug- eldasýningin stóra verði fléttuð inn í sjálfa alheimsdagskrána frá Perlunni og viða frá Reykjavík með efni frá Bretlandi og írlandi um það leyti sem miðnættið er að renna upp í þessum þremur löndum. McCartney, Elton John og Björk „Útsendingin hefst að morgni gaml- ársdags og lýkur klukkan tólf á hádegi á nýársdag miðað við okkar tíma,“ sagði Egill. „Öllum löndunum var út- hlutað jafnlöngum tíma. Björk hefur þegar æft sig með Hamrahlíðarkóm- um í Hallgrímskirkju en æfir sig svo aftur í kirkjunni rétt fyrir áramót þeg- ar þátttakendur í sjálfum Evrópukóm- um verða komnir hingað heim. Þetta verður langstærsta sjónvarpsútsend- í 26 klukkustundir ing allra tíma - meira að segja Kína og Ind- land hafa nýlega til- kynnt um þátttöku sína. Reyndustu upp- tökumenn BBC sjá um útsendinguna, þeir sömu og sáu um að taka upp útfór Díönu og afhendingu Hong Kong. Þetta er búið að vera í undirbúningi í nokkur ár. Mér skilst að Bretar ætli að láta Paul McCartney syngja fyrir sína hönd og Elton John fyrir Bandaríkin. Mér flnnst vel valið hjá Stöð 2 að biðja Björk að koma fram fyrir okkar hönd. Síðan ætlum við að sýna íslenska nátt- úm en á dálítið frá- bragðinn hátt, við luk- um t.d. við upptökur á sunnudag í 20 stiga frosti við Guilfoss," sagði Egill Eðvarðsson. Egill sagði að sem dæmi um það hverjar áherslur Breta og Frakka verða í þessu sambandi á gamlársdag að Parisarbúar ætli t.a.m. að láta Eiffeltuminn lyftast með tækni- brellum og Bandaríkjamenn hafl byggt upp sérstakt stúdíó á Times Square í New York. -Ótt Björk Guö- mundsdóttir. Tökum af náttúru íslands, sem sýna á í alheimsútsendingunni, lauk við Gullfoss á sunnudag í 20 stiga frosti. Einnig veröur sýnt frá Reykjanesi og víöar. DV-mynd Hanna Maja Listi t£E9! yfir söluhæstu bækur - síðustu viku - 1. Johanna Rowling - Harry Potter og viskusteinninn. 2. Andri Snær Magnason - Sagan af bláa hnettinum. 3. Ólafur Jóhann Ólafsson - Slóö fiðrildanna. 4. Jacobsson & Olsson - Vandamál Berts. 5. Þór Whitehead - Bretarnir koma. 6. Páll Valsson - Ævisaga Jónasar Hallgrímssonar. 7. Anna Valdimarsdóttir - Leggöu rækt við sjálfan þig. 8. Óttar Sveinsson - Útkall í Atlantshafi á jólanótt. 9. Guöjón Friðriksson -Ævisaga Einars Benedikts^flwar II. 10. Hákon Aðalsteinsson —Glott í golukaldann. Harry Potter nýtur mestra vinsælda Verðlaunabókin, Harry Potter og viskusteinninn hefúr aftur náð forystu á lista DV yfir vinsælustu bækur síð- ustu viku en hún sat i efsta sæti í þar- síðustu viku og vikunni þar á undan. Listinn tekur mið af bóksölu síðustu viku. Bók Andra Snæs Magnasonar, Sagan af bláa hnettinum, siglir upp Ustann en hún var í þriðja sæti á síðasta lista. Bók- in var tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna. Slóð fiðrildanna var í for- ystu á listanum í síðustu viku en er nú í þriðja sæti listans. Vandamál Berts er í fjórða sæti og fer því fram um eitt sæti á milli vikna. Bretamir koma eftir Þór Whitehead kemur aftur inn á listann en bókin náði ekki sæti í vikunni þar á undan. Ævisaga Jónasar Hallgrímsson- ar eftir Pál Valsson fellur niður um tvö sæti og er í sjötta sæti á þessum lista en var í því fjórða í vikunni áður. Bók Önnu Valdimarsdóttur, Leggðu rækt við sjálfan þig, var í áttunda sæti á listanum í vikunni þar á undan en er nú í sjöunda sæti. 1 áttunda sæti er Útkall í Atlantshafi á jólanótt eftir Óttar Sveins- son og fellur hann niður um eitt sæti frá vikunni á undan. Annar hluti Ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Frið- riksson er í níunda sæti hstans en hún feilur um þijú sæti frá síðasta lista. í tí- unda og síðasta sæti listans er bók Há- konar Aðalsteinsson, Glott í golukaldann. Samstarfsaðilar DV við gerð bókalist- ans era: Mál og menning (2 verslanir), Penninn - Eymundsson (2 verslanir), Hagkaup (5 verslanir), Bókval á Akur- eyri, Bókabúðin Hlöðum, Egilsstöðum, og KÁ á Selfossi. Stuttar fréttir dv Háir reikningar Einar Ein- arsson, for- stjóri Visa ís- land, segir að takmörkun kortaviðskipta við nektar- dansstaði hafi mælst vel fyr- ir. Símafyrirtæki eru nú til skoð- unar hjá Visa en ekki eru allir sáttir við reikninga upp á tugi þúsunda frá símafyrirtækjum sem sérhæfa sig í símaklámi. RÚV greindi frá. Uppnám Meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks í Garðabæ er í uppnámi vegna ráðningar skólastjóra tón- listarskólans þar. Kennarar tón- listarskóla eru æfir vegna fram- göngu kjörinna fulltrúa í mál- inu. Bylgjan greindi frá. Áhyggjur af Keldum Valgeir Bjamason, yfirkenn- ari við Bændaskólann á Hólum, lýsir áhyggjum Hólamanna yfir þeim hugmyndum sem uppi eru um uppbyggingu á rannsóknar- starfsemi í landbúnaði á Keldna- holti við Reykjavík. Dagur sagði frá. Ekki lágmarksverð Bændasamtökin vísa því á bug að innflytjendum hrossa til Þýskalands sé uppálagt að gefa upp lágmarksverð hestanna á tollskýrslum. Ríkið sýknað Héraðsdóm- ur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af öllum kröfum Sigurð- ar Gizurarson- ar, fyrrverandi sýslumanns á Akranesi. Sig- urður segir málinu verða áfrýj- að. Linkind í samníngum Hart hefur verið deilt á nýja launakerfi ríkisins að undan- fornu og m.a. hafa forstöðumenn ríkisstofnana verið sakaðir um að hafa sprengt upp þá launa- stefnu sem samið var um í sam- ingunum 1997 með því aö sýna linkind í samningum við sína starfsmenn. Dagur greindi frá. Hamlar samkeppni Samkeppnisráð telur að nú- verandi lagarammi um gjaldskrá hafna sé ekki til þess fallinn að leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri hafna og standi í vegi fyr- ir því að einstakar hafnir nýti sér rekstrarlega kosti sína. Mbl. greindi frá. Ekki brot Samkeppnisráð telur ekki að auglýsing Hollustuvemdar ríkis- ins og Landlæknisembættisins með yfirskriftinni „Það iðar allt af lífi í eldhúsum landsins“ brjóti gegn ákvæðum samkeppn- islaga. Uppbót hafnað Beiðni Lögreglufélags Reykja- víkur um tvö þúsund króna upp- bót á tímann á laun lögreglu- manna sem verða á vakt um ára- mótin hefur verið hafnað af lög- reglustjóra. Mbl. greindi frá. Stjórnin í spjalli á Vísi.is Stjómar- meðlimirnir Grétar Örv- arsson og Sig- ríður Bein- teinsdóttir verða í spjalli á Vísi.is í dag klukkan fjög- ur. Stjómin gaf nýverið út fyrstu plötu sína í áraraðir og er mál manna að hún gefi þeim fyrri ekkert eftir. Platan heitir Stjórn- in@2000 og gefst þeim sem heimsækja Vísi.is færi á að hlusta á nokkur lög á mp3-formi. Litið hefur heyrst til meðlima Stjórnarinnar undanfarin ár þannig að nú er tækifæri til að komast að því hvort Sigga og Grétar era ekki söm við sig. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.