Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 22
s 34 ÞRIÐJUÐAGUR 21. DESEMBER 1999 Afmæli Stefán Halldórsson Stefán A. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings ís- lands hf„ SkaftaMíð 1, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist i Reykjavík og ólst upp í vesturbænum og á Seltjamar- nesi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969, BA-prófi í almennum þjóð- félagsfræðum frá HÍ 1975 og MBA- prófi í rekstrarhagfræði frá Tuck Business School við Dartmouth Col- lege í New Hampshire í Bandaríkj- unum 1988. Stefán starfaði fyrir ýmsa fjöl- miðla á árunum 1967-77. Hann skrifaði um popptónlist og áhuga- mál ungs fólks í Morgunblaðið í tíu ár og var jafnframt blaðamaður í innlendum fréttum 1971-75. Hann sá um sjónvarpsþættina í góðu tómi, veturinn 1969-70, sá um poppþætti i ríkisútvarpinu og gaf um skeið út táningablaðið Nútíð. Stefán var kennari í Valhúsa- skóla á Seltjamamesi 1974-77 og starfaði að flugrekstri hjá Arnar- flugi hér á landi og víða um heim 1977-86. Að loknu framhaldsnámi í Bandaríkjunum 1988 starfaði hann fyrir bandaríska ráð- gjafarfyrirtækið Arthur D. Little í Boston og víða um heim, einkum á sviði flugmála. Stefán vann hjá Kaupþingi við rekstrar- og fjármálaráðgjöf 1990-95 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Verðbréfa- þings frá 1995. Stefán stundaði hljóð- færaleik á unglingsárum, lék með Strengjum í Breiðflrðingabúö og víðar og í menntaskólahljóm- sveit á skólaböllum og í klúbbum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann sat í Stúdentaráði HÍ, var for- maður Æskulýðsráös Seltjamar- ness og sat í stjóm Félagsheimilis Seltjamamess. Á undanfomum ár- um hefur hann starfaö að félagsmál- um í knattspymufélaginu Val, m.a. sem formaður Valskórsins, hefur setið í stjóm Stúdentafélags Reykja- víkur og á nú sæti í stjórn frjálsí- þróttadeildar ÍR. Stefán hefur skrifað fjölda blaða- og tímaritsgreina um verðbréfa- markað og fjármál og semur tæki- færisvísur begar sá gállinn er á honum. Stefán er enn viðloðandi Stefán Halldórsson. tónlistina, syngur i Vals- kómum og leikur á bassagítar og syngur með gömlu skólahljóm- sveitinni á afmælissam- komu MR-stúdenta. Fjölskylda Stefán kvæntist 9.1. 1972 Lilju Jónasdóttur, f. 28.2. 1951, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Guðrúnar Guðmundsdóttur hús- móður og Jónasar Bjarnasonar, fyrrv. lögreglufulltrúa í Reykjavík. Dætur Stefáns og Lilju eru Ásta Björg, f. 10.5. 1973, háskólanemi i Kaupmannahöfn, í sambúð með Bergi Má Bemburg kvikmyndagerð- armanni en sonur þeirra er Óliver, f. 21.7. 1999; Sólveig, f. 24.11. 1979, þingvörður á Alþingi; Hildur Krist- ín, f. 1.1. 1988, nemi í Háteigsskóla. Systkini Stefáns eru Unnur, f. 3.6. 1953, rekur Skeljungsstöðina í Borg- amesi ásamt manni sínum, Hirti Ámasyni; Halldór, f. 18.3. 1963, skrifstofustjóri Slökkviliðs Reykja- víkur, í sambúð með Magneu Stein- unni Ingimundardóttur. Foreldrar Stefáns eru Halldór J. Einarsson, f. 2.7.1927, sem starfaði í lögreglunni í Reykjavík, hjá Sam- vinnutryggingum, Hæstarétti og Volvo-verksmiðjunum í Gautaborg, og Sigrún Ó. Stefánsdóttir, f. 9.8. 1931, sem starfaði m.a. hjá Flugfé- lagi íslands og félagsmálastofnun Gautaborgar. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, síð- ar á Seltjamamesi og lengi í Gauta- borg en búa nú í Reykjavík. Halldór ólst upp í Skriðdal og Breiðdal og er ættaður úr S-Múla- sýslu og A-Skaftafellsýslu. Sigrún ólst upp í Grímsnesi og er ættuð úr Ámes- og Rangárvallasýslum. Um fóðurætt Halldórs má fræðast í bókinni Heyrt og munað eftir Guð- mund Eyjólfsson frá Þvottá. Um móðurætt Sigrúnar og frænd- garð má fræðast í bókinni Undir Tindum, ævisögu afa hennar, Böðv- ars Magnússonar á Laugarvatni, svo og í nýlegu riti um Laugar- vatnsættina. Stefán tekur á móti gestum í Vals- heimilinu að Hlíðarenda i dag, þriðjudag, kl. 18.00-21.00. Guðrún Jónína Magnúsdóttir Guörún Jónína Magnúsdóttir full- trúi, Miðtún 20, Reykjavík, varð fimmtug í gær. Starfsferill Guðrún fæddist í Reykjavík en ólst upp við Andakílsárvirkjun og á Akranesi. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness 1965, stundaði síðar nám við öldunga- deildir á Húsavík og Akureyri og lauk skrifstofutækninámi vorið 1989. Að loknu landsprófi stundaði Guðrún ýmis störf. Hún hefur unn- ið á skrifstofu frá 1984 hjá Hafspili á Akureyri, við Sólborg á Akureyri, Innrömmuð jólagjöf Vinsælu olíumálverkin komin aftur Speqlar í úrvali Falleg gjafavara eMkó Innrömmun • Fákafeni 9 • Sími 581 4370 Bjolfsí'ö’ð Mjölnisholti 12 - Sími 551 7740 Handbónum og þvoum bílinn innan sem utan eins og þad gerist best Bón - Þvottur ■ Djúphreinsun - Mössun ■ Vélarþvottur 7erslunarinnréttingar til sölt íiss konar verslunarinnréttingar og tæl Skátabúðinni/Sportkringlunni verða ús og sölumiðvikudaginn 22. desembí 1999 í húsnæði Skátabúðarinnar við Snorrabraut 60 milli kl. 13 og 16. Fyrstur kemur fyrstur fær. Uppl. í síma 893 9111 (Einar) frá kl. 12 sama dag. og hjá Náttúrufræðistofnun íslands frá 1995, fyrst á Akureyrarsetri en nú á Reykjavíkursetri. Guðrún hefur sungið með kirkjukórum og Mánakómum á Ak- ureyri og gegnt ýmsum trúnaðar- störfum því samfara. Hún starfaði með Leikfélagi Þórshafnar tvo vet- ur, vann mikið með Kvennalistan- um á Norðurlandi eystra og hefur verið í samráði kvennalistans, ásamt því að sinna nefndarstörfum fyrir Akureyrarlistann. Guðrún hefur bæði þýtt og ort ljóð fyrir tónleika hjá kórunum, ljóð sem hafa birst í Lesbók Morgun- blaðsins og einnig hafa birst eftir hana smásögur á prenti. Fjölskylda Guðrún giftist 28.12. 1970 Hreini Ómari Elliðasyni, f. 25.12. 1946, d. 29.11. 1998. Hann var sonur Elliða Nordahl Guðjónssonar og Ástu Frið- leifsdóttur sem bæði eru látin. Hreinn og Guðrún slitu samvist- um 1995. Böm Guðrúnar og Hreins Ómars eru Elliði Ómar Hreinsson, f. 8.3. 1967, rennismiður en kona hans er Solveig Jóhannesdóttir gullsmiður; Sigurbjörg Ásta Hreinsdóttir, f. 10.7. 1979, starfar við bókband en maður hennar er Þröstur Guðmundsson rafeindavirki; Jóna Bjamey Hreins- dóttir, f. 22.4. 1981, húsmóðir en maður hennar er Davíð Atli Jones, nemi í tækniteiknun og er dóttir þeirra Kamilla Rós Davíðsdóttir, f. 17.11. 1999. Systkini Guðrúnar em Valgeir Borgfjörð Magnússon, f. 23.2. 1947, sjómaður í Reykjavík en kona hans er Fanney Magnússon og er dóttir þeirra Anna Sigurbjörg; drengur Magnússon, f. 1.9. 1948, d. 9.11. s.á.; Guðmundur Trausti Magnússon, f. 7.5. 1951, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Gísladóttur og em böm þeirra Amgunnur, f. 15.6. 1977, Brynhildur, f. 15.6. 1977, og Magnús, f. 1982; Sævar Þór Magnús- son, f. 13.11.1953, kjötiðnaðarmaður í Reykjavík; Jenný Ásgerður Magn- úsdóttir, f. 28.6. 1957, húsmóðir á Akranesi en maður hennar er Jón Þór Leifsson, vélvirki og lögreglu- þjónn, og eru böm þeirra Daníel, f. 15.7.1975, Davíð, f. 27.6.1979, Leifur, f. 26.1. 1982 og Amar, f. 2.3. 1985; Margrét Högna Magnúsdóttir, f. 13.6. 1960, húsmóðir á Akranesi en maður hennar var Ásgeir Pétursson varð bráðkvaddur 1997 og eru böm þeirra Þorgerður, f. 14.7.1982, Pétur, f. 9.7. 1984, og Reynir Tumi; Erling- ur Birgir Magnússon, f. 24.3. 1962, búsettur á Akranesi; Vilhelmína Oddný Magnúsdóttir, f. 25.8. 1963, húsmóðir í Reykjavík; Jónína Björg Magnúsdóttir, f. 25.8. 1965, húsmóð- ir en maður hennar er Guðmundur Sigurðssonar og eru böm þeirra Sigurður, Magnús og Steinunni Bimu. Foreldrar Guðrúnar era Magnús Guðmundsson, f. 30.11. 1921, verka- maður, og k.h., Sigurbjörg Oddsdótt- ir, f. 16.7. 1930, húsmóðir. Hl hamingju með afmælið 21. desember 85 ára Inga J. Thorarensen, Austurbrún 4, Reykjavík. 80 ára Aðalheiður Einarsdóttir, Ásbraut 3, Kópavogi. 70 ára Guðmundur Páll Einarsson, Völusteinsstræti 18, Bolungar- vík. Örlygur Hálfdánarson, Hjarðarhaga 54, Reykjavik. 60 ára Elsa Ágústsdóttir, Vallargötu 33, Sandgerði. Else Bjamason, Laufskálum 9, Hellu. Sigurður Kristinsson, Vesturbraut 17, Grindavík. 50 ára Denise Kristín Champion, Fellsmúla 2, Reykjavík. Hannes Erlendsson, Krosshömmm 21, Reykjavík. Magnús Móberg Hansson, Breiðuvík 9, Reykjavík. Pétur Ásgeirsson, Þórunnarstræti 85, Akureyri. Hann verður að heiman. 40 ára Anna Vigdís Ólafsdóttir, Blesugróf 14, Reykjavík. ívar Páll Arason, Helluhratmi 8a, Reykjahlíð. Linda Hreiðarsdóttir, Vighólastíg 16, Kópavogi. Svava Gunnarsdóttir, Kirkjubæjarbraut 1, Vestmannaeyjum. Sveinn Arnar Knútsson, Bjarkargrund 2, Akranesi. Þórhallur Birgisson, Steinum 1, Hvolsvelli. Röng fyrirsögn Á bls. 60 í DV þann 11. desember var sagt í fyrirsögn að íslandsbanki hefði kært Landssímann til Sam- keppnisstofnunar. Hið rétta var að Íslandssími kærði. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. f lÍÝLÉMpÍIU /ADkVERAmÚWX1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.