Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 T>V Ummæli orhert ríkisstjórn „Aö monta sig af miklum rekstrarafgangi á l sama tíma og tekn- i ar eru hátt í 400 , milljónir króna úr framkvæmda- sjóði fatlaðra er (auðvitað full- komið siðleysi og ég veit ekki hvemig þessir menn ætla að horfa framan í þjóðina. Þeir virðast þó ekki eiga erfitt með þaö enda er þetta afskaplega forhert ríkisstjóm." Ögmundur Jónasson alþing- ismaður, í DV. Virkið hefur brunnið „Núna hefur núverandi meirihluti gengið svo langt í að veija afstöðu sína, verja virkið sitt, að allt inni hefur brunnið til kaldra kola á með- an.“ Þórlindur Kjartansson, for- maður Vöku, um meirihlut- ann í Stúdentaráði, í DV. Auglýsendur „Auglýsendur eru eins og maður sem mætir óboðinn í fjöl- skylduveislu og fer að láta eins og veislan sé sér- staklega á hans vegum.“ Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur, i DV. Jólasveinninn „Ég lít á jólasveininn þannig að harm sé bamakarl, en ekki ófreskja eins og hann er gerður með þessum búning- um.“ Skúli Lórenzson rafvirki, um nýju jólasveinabúningana, í Degi. Sjálfsoínæmi „Það er kannski ekki skrít- ið að ég fengi sjálfsofhæmi þeg- ar á það er litið hvað ég er- mikið einn með sjálfum mér.“ Jóhannes Krist- i jánsson skemmtikraftur, í DV. Hausinn í sandinum „Hins vegar get ég ekki hrósað Páli Péturssyni, sem hefur að hætti strútsins stung- ið hausnum í sandinn og neit- að að horfast í augu við vand- ann sem við er að glíma.“ Davíð Bergmann forvarnar- fulltrúi um aðgerðir í fíkni- efnamálum, í Degi. f Kristján Friðjónsson, yfirverslunarstjóri í KASK, Hornafirði: Farandsalar reyna að moka hér út bölvuðu drasli DV, Höín: „enda heyrist ekki að þessi eða hinn hafi farið i verslunarferð til Reykja- víkur eins og var víst algengt fyrir fáum árum. Maður dagsins Bókaverslun hefur verið góð og ekki minnkað og við verðum með 10% afslátt cif öllum bók- um tilteknum heldur öllum sem til eru hjá okkur.“ Hvaða bækur skyldu svo vera efstar á sölulistanum á Homaflrði? „Það er bókin hans Óttars Sveins- sonar, Útkall á jólanótt, og svo er Hákon Aðal- steinsson líklega næstur." Kristján er spurður hvort hann hafi orðið var við að farandsalar séu að koma á staðinn og hvort hann sé á móti þeim: „Ég er svo sem ekkert á móti þeim og Kask hefur að mínu áliti ekki tapað á þeim því oft og tíðum eru þessir farandsalar að reyna að moka hér út bölvuðu drasli sem ekki hefur gengið út í bænum og halda að það sé hægt að na við þetta á lands- byggðinni sem er mik- ill misskilningur, að minnsta kosti kaupa Homflrðingar ekki hvað sem er.“ Og hvað sem öllum farandsölumönnum líð- ur em Kristján og starfs- fólk hans í jólaskapi og ætla að slá öll sölumet Kask fyrir þessi jól og ekki seinna vænna þvi um áramótin tekur KÁ við rekstrinum. -Júlía Imsland Kristján Friöjónsson. „Verslun hefur verið miklu meiri hjá Kask það sem af er desember en var í desember í fyrra og Hom- fírðingar byrjuðu jólaverslunina mun fyrr en þá,“ segir Kristján Friðjónsson, yfirverslunarstjóri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Eins og venja hefur verið hjá Kask var afsláttarvika í byrjun desember, þ.e. 10% af flestöllum vörum fyrir félagsmenn og þar var umtalsverð aukning í sölu. Flestir nota tækifærið og kaupa þá í jólamatinn og þar er svína- hamborgar- hryggurinn vinsælastur og því næst kemur hangikjöt- ið. Kristján er spurður hvort verð sé hærra í Kask en til dæmis í matvöm- verslunum í Reykjavík. „Nei, okkar verð er al- veg sam- bærilegt við það,“ segir Kristján, Mozart við kertaljós Aðrir tónleikar af þrenn- um, sem kammerhópurinn Camerarctica heldur, verða haldnir í Kópavogskirkju í kvöld kl. 21. Flutt verður tónlist eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Camerarctica skipa þau Ármann Helga- son klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eð- valdsdóttir fiðlu- leikarar, Guð- mundur Krist- mundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson selló- leikari. Tónleikamir verða um klukkustundarlangir og er kirkjan einungis lýst með kertaljósum við þetta tækifæri. Vinakvöld á aðventu í kvöld kl. 20 býöur Kór Flensborgarskólans til síns árlega Vinakvölds á að- ventu ásamt Bama- og ung- lingakór Hafharfjarðar- kirkju. Vinakvöldið, sem fram fer í Hásölum Hafnar- fjarðarkirkju, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Sam- kvæmt venju munu kórfé- lagar selja kaffi og meðlæti í hléi. Sfjómandi kóranna er Hraöihildur Blomster- berg. Tónleikar Stingsög Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki. Jón Ingi Sigurmundsson viö eitt málverka sinna. Pastel- og vatnslita- myndir Um miðjan desember opnaöi Jón Ingi Sigurmundsson sýningu í Gallerí Garði, Miðgarði, Austur- vegi 4, Selfossi. Jón sýnir þar fimmtán pastel- og vatnslitamynd- ir. Myndefhið sækir hann mest af Suðurlandi og frá ströndinni og era myndirnar flestar nýjar. Þetta er sautjánda einkasýning Jóns en hann hefur áður haldið einkasýn- ingar á Selfossi, Eyrarbakka, Hveragerði, Akureyri og í Horsens í Danmörku. Auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum Myndlistarfélags Ámessýslu. Sýningar Jón er fæddur á Eyrarbakka 1934 og hefur starfað við Grunnskólann á Selfossi, við kennslu og skólasfjóm í fjöldamörg ár. Þekktastur er Jón fyr- ir kórstjórn en hann hefur lengi stjómað kóram á Selfossi og er í dag stjómandi Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands og kennir einnig við Tónlistarskóla Árnessýslu. Sýning- unni lýkur 27. desember. Bridge Nýlega fór fram heimsmeistaramót sveita á Netinu með tilstilli OK- bridge. 172 sveitir frá 32 löndum kepptu um titilinn og í lokin kepptu rússnesk og bandarísk sveit um titil- inn. Rússamir byrjuðu betur í úr- slitaleiknum og þegiu hann var hálfn- aður var staðan 56-45 Rússunum í hag. En þeir sáu ekki til sólar eftir það og bandaríska sveitin skoraði lát- laust í síðari hlutanum. Lokastaðan varð 123 impar gegn 69. f þessu spili vora Bandaríkjamennirnir lánsamir með leguna. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og allir á hættu: * K •* 6542 ■f D62 * K9843 Suður Vestur Norður Austur Soloway Khioup. Seligm. Kholom. 4 ♦ pass 5 •* pass 6 * p/h Á báðum borðum í leiknum opnaði suður á fjórum spöðum. Þar sem Rússamir sátu NS ákvað norður að passa opnun suðurs og 4 spaðar varð lokasamningurinn. Seligmann ákvað hins vegar að gefa áskorun í slemmu með 5 hjörtum i þeirri von að sögnin myndi villa um fyrir andstæðingun- um. Fimm hjarta sögnin kom vel við Soloway og hann tók áskoruninni. Ef Rússinn Khioupp- enen hefði spilað út hjartaásnum er lík- legt að sagnhaíi hefði farið niður með því að svína fyrir spaðakóng. En vestur ákvað að spila út tígulíjarka. Soloway stakk upp ásnum í blindum, henti tígli niður í laufás og trompaði lauf. Síðan var lágu hjarta spilað að blindum. Vestur setti níuna og drottningin átti slaginn. Soloway átti nú ekki nema eina mögulega vinn- ingsleið. Haxm varð að spila aftur hjarta til þess að trompa þriðja hjart- að í blindum. Sú spilaleið útheimti að spaðakóngurinn varð að liggja blank- ur. Hann gerði það og Bandaríkja- menn græddu 13 impa. fsak öm Sigurðsson ♦ 108 •* ÁG109 -♦• K4 ♦ G10752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.