Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 28
Tvöfaldur mwmrm r FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 Flugskólinn á flug Flugskóli íslands hefur uppfyllt all- kröfur evrópskra flugöryggisyfir- *valda og öðlast svokölluð JAA-réttindi sem veita skólanum heimild til aö út- skrifa einka- og atvinnuflugmenn sem geta sótt um flugmannsstörf í öllum aðildarlöndum JAA i Evrópu. Mikið fall nemenda varð í Flug- skóla íslands á siðasta starfsári og hafa litlu flugskólamir litið rekstur hans hornauga. Hefur Flugskólinn Loft til dæmis sent erindi til Sam- keppnisstofnunar þar sem farið er fram á að litlu flugskólamir fái 20 milljóna króna rekstrarstyrk frá rík- inu líkt og Flugskóli Islands ella skili Flugskóli íslands styrknum aftur. Rlk- ið er stærsti eigandi Flugskóla ís- lands. -EIR "Virkjun óafgreidd Umræða um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun stóð á Alþingi til klukkan að verða tvö í nótt án þess að tækist að ljúka henni. Umræðunni verður haldið áfram í dag. Iðn- aðamefnd fund- aði í gærkvöld með Stefáni Thors skipulags- stjóra vegna full- yrðinga Hjálmars Ámasonar, for- manns nefndarinnar, um að Stefán hefði leynt nefndina mikilvægum upplýsingmn. Nefndarmenn náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu vegna málsins. -GAR ^ Hjálmar son. Arna- Stefán Thors skipulagsstjóri gekk á fund iðnaðarnefndar í gær. Formaður nefndarinnar, Hjálmar Árnason, hefur sem kunnugt er sagt að skipulagsstjóri hafi leynt nefndina gögnum varöandi Fljótsdalsvirkjun. Myndin var tekin þegar skipulagsstjóri mætti á fundinn. DV-mynd Hilmar Pór Eyjabakkar: Siv hótar Norðmönnnum í leynilegri skýrslu sendiherra Noregs á íslandi segir að Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra hafi sagt skýmm orðum í samtali þeirra fyrir um mánuði að verulega gæti reynt á samband íslands og Noregs drægi Norsk Hydro sig út úr álvers- framkvæmdum í Reyðarfirði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í leynilegri skýrslu norska sendiherr- ans til stjómvalda í Noregi. Sendi- herrann segir Norðmenn eiga tvo slæma kosti í stöðunni: að hætta við framkvæmdir og kalla yfir sig reiði íslenskra stjómvalda eða halda áfram og verða sakaðir um að eyði- leggja íslenskar náttúruperlur. Þá kemur fram í skýrslunni að sendi- herrann telji Framsóknarflokkinn biða mikinn hnekki ef ekkert verði úr framkvæmdum á Austurlandi. „Þetta eru afar undarleg vinnu- brögð umhverfisráðherra og ekki tU þess fallin að auka álit þjóðarinnar né traust út á við. Þama birtist enn einu sinn skelfilegt lánleysi rikis- stjómarinnar í virkjunarmálinu," sagði Jakob Frímann Magnússon, talsmaður umhverfisvina. -rt Viðskiptaverölaunin 1999: Forstjóri SÍF hlýtur Viðskiptaverðlaunin - Össur Kristinsson valinn frumkvöðull ársins Gunnari Erni Kristjánssyni, forstjóra Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda hf„ verða í dag veitt Viðskiptaverðlaunin 1999, sem Viðskiptablaðið, Stöð 2 og DV standa að. Frumkvöðull ársins hefur verið valinn össur Kristins- son, stofnandi Össurar hf. Gunnar Öm hefur verið for- stjóri Sölusamtaka islenskra fisk- framleiðenda lif. (SÍF) frá ársbyrj- un 1994 og hefur leitt fyrirtækið í gegnum mikið breytingaskeið. Ber þar hæst mikla uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins erlendis en SÍF telst nú í hópi leiðandi fyr- irtækja á sínu sviði á heimsmark- aði og rekur fyrirtækið afar um- svifamikla starfsemi í átta lönd- um. Árið 1999 markaði sérstaklega Gunnar Örn Össur Kristjánsson. Kristinsson. timamót í sögu SÍF en nú í haust var samþykkt að sameina fyrir- tækið og íslenskar sjávarafurðir hf. (ÍS). Telst sú sameining tveggja af stóru fisksölusamtök- unum til merkustu .tíðinda i ís- lensku viðkiptalifi um árabil. Við sameiningu SÍF og ÍS varð til stærsta fyrirtæki landsins miðað við veltu og þann tíma sem Gunn- ar örn hefur stýrt SÍF hefur fyrir- tækið skilað hagnaði. Á síðasta ári var afkoman betri en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 500 millj- óna króna hagnaður. Glæstur ferill Össurar össur Kristinsson, sem út- nefndur hefur verið frumkvöðull ársins 1999, hefur leitt stoðtækja- fyrirtækið össur hf. í gegnum langan og sérlega glæstan þroska- feril og hefur fyrirtækið náð framúrskarandi árangri. Á rúm- um áratug hefur Össur hf. þróast frá þvi að vera stoðtækjaverk- stæði með nokkrum starfsmönn- um í framsækið hátæknifyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur íhluti í stoðtæki og stundar um- fangsmikið þróunar- og markaðs- starf. össur hf. hóf útflutning árið 1986 og skapar hann nú um 90% af heildartekjum fyrirtækisins sem áætlað er að verði 1.300 millj- ónir króna á þessu ári. össur hf. var stofnað árið 1971 í Reykjavik af Sjálfsbjörg, Lands- sambandi fatlaðra, SÍBS, Styrkar- félagi lamaðra og fatlaðra, Styrkt- arfélagi vangefinna og össuri Kristinssyni. Frá árinu 1984 var í fyrirtækið í eigu Össurar Krist- inssonar og fjölskyldu hans en var opnað og skráð á Verðbréfa- þing íslands haustið 1999. Viðskiptablaðið, Stöð 2 og DV hafa veitt Viðskiptaverðlaunin ár- lega frá árinu 1996. Veðrið á morgun: Rigning um mest- allt land Á morgun verður norðaustan- átt, 5-10 m/s, og rigning í flestum landshlutum en þurrt að kalla suðvestanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Fyrsta | dúkkuvaggan Sími 567 415T & 567 4280 iverstun með leikföng og gjafavc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.