Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 13 Heimspekilegar hug- leiðingar um dómsmál „Á leið minni til vinnunnar verö ég að treysta á fjölda manns sem skipta þúsundum á einu ári. Ég á þessu fólki öllu það aö þakka að ég er enn lif- andi.“ Ég ætla að hefja þessa hugleiðingu með því að segja frá upplif- un minni af kristnihá- tíð, sem haldin var fyr- ir skömmu. Það var mikið sungið og nokkr- ar ræður haldnar. í heild sinni fannst mér athöfnin andlaus og vantaði alla gleði og trúarinnlifun. Athöfnin var sönnun þess að lif- andi kirkja verður ekki til sem ríkisstofnun og athöfnin var ekki fallin til að kristna nokkra sál. Söngurinn var góð- ur en lagaval yfirleitt leiðinlegt. Karlakórinn flutti þó afar gott verk „Mátt kærleikans". Sama mátti segja um ræður sem fluttar voru, nema ræða forseta ís- lands, sem var reyndar svo há- fleyg og hátíðleg að hún varð um leið skemmtileg. Hann var sagður trúlaus kommi í kosningabarátt- unni, af sumum andstæðinga sinna, en ræðan gaf til kynna heimspekilegan þroska manns sem hefur lært sína eigin guð- fræði, sem ekki verður kennd í há- skóla. Burtséö frá sekt eöa sýknu ... Lögfræöi þarf að læra í háskóla en það er ekki nægilegt. Ef ekki fylgir lærdómnum persónuþroski þá geta menn jafnvel snúið faðir- vorinu upp á andskotann. Ef tekið er nýlegt dæmi: Segjum svo að ég sé haldinn gægjuþörf, ég gæti jafn- vel verið haldinn kvalalosta eða einhverri annarri svokallaðri af- brigðilegri kyn- hvöt. Þá þyrfti ég ekki endilega að vera slæmur mað- ur. Ég gæti jafnvel auðgað kynlíf mitt og gert það tilbreyt- ingarríkara. Ef ég hins vegar beitti hvötum mínum að bami mínu þá væri ég siðlaus óþverri, jafnvel þótt ekkert líkamlegt samræði færi fram og bamið yrði einkis vart þá væri slíkt framferði ósiðlegt, ef ekki glæpsamlegt. Hvernig geta hálærðir menn lagt trú á fram- burð siðleysingja fremur en fram- burð fleiri vitna? Það er móðgun við alia foreldra í þessu landi. Ef það er til að tryggja réttindi sak- bominga þá mætti spyrja hvar sá áhugi hafi verið þegar taka átti upp Geirfínns- og Guðmundarmál. Burtséð frá sekt eða sýknu sak- bominga þá get- ur enginn haldið því fram að með- ferð þeirra væri réttarríki sæm- andi. Hæstarétt- ur gat ekki vitað að sakargögn höfðu verið búin til með harðræði en það kostar stoltið að taka málin upp að nýju og þá eru ekki efni til að fylgja háleitum mark- miðum. Hins vegar, ef það er á kostnað bams eða unglings, þá má fylgja þeim út í hreinan fáránleika. Ekki er hugsað um tjón þolanda. Ég er ekki viss um að það sé minna en það tjón sem hlýst að því að sitja „saklaus" inni í 3 ár, betra væri þó að hluti af dómi væri meðferð, að viðurlagri refsingu ef meðferð yrði ekki sinnt. Vitni ber ábyrgö Á leið minni til vinnunnar verð ég að treysta á fjölda manns sem skipta þúsundum á einu ári. Ég á þessu fólki öllu það að þakka að ég er enn lifandi. Stundum veröa slys á veginum en þá gerum við okkar besta til að huga að þeim slösuðu. Áhættan er þó hverfandi. Ef við höfnuðum allri áhættu myndi þjóðfélagið lamast. Eins er með réttarkerfíð. Ef aldrei er hægt að treysta vitni, vegna þess að það gæti verið að segja ósatt, þá getum við allt eins sparað okkur fyrir- höfnina að halda uppi réttarríki. Vitni ber ábyrgð og sækja verður vitni til ábyrgðar ef upp kemst um rangan vitnisburð. Ef dómskerfið ætlar að taka ábyrgð vitnis á sig og taka ekki mark á vitnisburði og jafnvel vitn- isburði margra, þá getur fólk farið að segja það sem því sýnist fyrir dómi. Konur gætu t.d. farið aö bera upp á fyrrverandi eiginmenn svívirðingar að ósekju til að gera stöðu þeirra í forræðismálum enn verri en hún er nú þegar. Þær gerðu sig reyndar seka um tvöfald- an glæp. Annars vegar gegn þol- anda níðsins og hins vegar gagn- vart raunverulegum fómarlömb- um kynferðisglæpa sem yrðu ótrú- verðug. Sigurður Gunnarsson Kjallarinn Sigurður Gunnarsson læknir „Hverniggeta hálærðir menn lagt trú á framburð siðleysingja frem- ur en framburð fíeiri vitna? Það er móðgun við alla foreldra í þessu landi. Ef það er til að tryggja réttindi sakborninga þá mætti spyrja hvar sá áhugi hefði verið þegar taka átti upp Geir- fínns- og Guðmundarmál." Þjóðarskömm Vissir þú, lesandi góður, að rúmlega helmingur allra þeirra sem hafa neyðst til að sækja sér aðstoð hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar undanfarin jól hefur verið öryrkjar á ýmsum aldri sem að- eins eiga rétt til örorkulífeyris al- mannatrygginga, en þar eru há- marksmánaðar- greiðslur um 68.000 krónur. Eða vissir þú hitt að til eru ungir ís- lendingar sem hafa orðið óvinnufærir vegna veikinda og eiga aðeins rétt á sjúkradagpening- um frá Trygginga- stofnun ríkisins upp á 20.800 krónur á mánuði! Og ekki krónu umfram það! Sama hvaö ráöherrar segja Báðir þessir hópar eru til á ís- landi í dag. Þetta er íslenskur veruleiki árið 1999, sama hvað ráð- herrar segja. En þetta ætti ekkert að koma okkur á óvart því gallar velferðarkerfisins hér á landi eru löngu þekktir. Og framlag okkar til velferðarkerfisins er hlutfalls- lega mun minna en hjá þeim þjóð- um sem við viljum oftast hafa til samanburðar á öðrum sviðum. Á meðal þessa fátæka fólks eru ömmur og afar sem hafa skilað þjóðarbúinu drjúgu ævistarfi, af- hent afkomendum sínum grunn- inn að íslenskri velsæld og síðan sest í helgan stein - án þess að eignast sjálf hlutdeild í velferð- inni. Einnig er þama að finna unga öryrkja sem hafa verið dæmdir úr leik frá upphafi, hafa aldrei fengið tækifæri til að taka þátt í íslenska hagsældarævintýr- inu og eru afskiptir vegna fáránlegra galla í öryggisneti velferðarkerfisins. Hross fremur en fólk Þessi hróplega fátækt er auðvitað smánarblettur á ís- lensku þjóðfélagi. Og reyndar er það með ólíkindum að íslenska þjóðin, sem annars hefur haft orð á sér fyrir hjartahlýju og sam- úð með minni máttar, skuli um- bera þetta ástand sem er að brjóta niður þessa sam- landa okkar - bæði á sál og lík- ama. Þessa dagana er Alþingi að af- greiða fjárlög fyrir árið 2000. Þessi fjárlög eru áberandi fyrir það, fyrst og fremst, að þar er pening- um ausið hressilega í málaflokka á báða bóga. Enda góðæri á ís- landi. En forgangsröðunin hjá ríkis- stjóminni er sérkenni- leg þvi þarna er til dæmis að finna stórauk- ið framlag til hrossa- ræktar en lækkandi greiðslur til ellilífeyris- þega! Og þetta þrátt fyr- ir það að hátt stemmdu kosningaloforðin ómi enn í eyrum kjósenda! Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa, hins veg- ar, lagt fram breytingar- tillögur við áðurnefnt frumvarp til fjárlaga ásamt þingsályktunar- tillögu. Við viljum ná fram sérstakri 18% áfangahækkun á há- marksgreiðslum elli- og örorkulífeyris. Við vilj- um að tengingar við tekjur maka verði afnumdar og einnig að sjúkradagpeningar þre- faldist. Þessar tillögur okkar eru í takt við kosningastefnumál flokksins og jafnframt fyrstu nauðsynlegu skrefin sem verður að taka til að losa fimmta ríkasta þjóðféiag heims undan sárri skömm. Gunnar Ingi Giumarsson „Á meðal þessa fátæka fólks eru ömmur ogafar sem hafa skil- að þjóðarbúinu drjúgu ævistarfí, afhent afkomendum sínum grunninn að íslenskri velsæld og síðan sest í helgan stein - án þess að eignast sjálf hlutdeild í velferðinni.u Kjallarínn Gunnar Ingi Gunnarsson varaformaður Frjálslynda flokksins Með og á móti Norskar kýr eöa íslenskar á íslandi? Talsverð ókyrrö er f hópi kúabænda landsins vegna fyrirhugaðs innflutn- ings á norskum kúm. Stjórn Búnaöar- félags Tjörnesinga hefur lýst yfir van- trausti á stjórn kúabænda og undrast „ofsa og yfirgang örfárra fylgismanna innflutnings fósturvfsa úr norskum kúm.“ Telur stjórnin aö sumir stjórnar- menn fari á skjön viö vilja meirihluta kúabænda. Þórólfur Svcins- son, bóndi á Ferju- bakka, formaður kúabænda. Hagstætt fyrir minni kúabændur „Við höfum tálað um tilraun til að leiða það í ljós hvort hægt sé að ná niður framleiðslukostnaði mjólkur á ís- landi með því að taka í notk- un afkasta- meira kúakyn. Um þetta snýst málið, flóknara er það ekki. Þær norsku mjólka meira. Hér á landi eru vissulega kýr sem mjólka vel, en menn verða að bera saman meðaltöl, og þau eru ótvírætt norsku kúnum í hag. Ég held að það sé orðum aukið að kúabændur neyðist til að hætta vegna framkvæmda ef þeir fá norskar kýr. Ég held þvert á móti að þetta yrði ekki eins hagkvæmt fyrir neina eins og þá sem eru með fjós í þokkalegu standi, en kannski fulllítil, og eru að bæta við sig mjaltabás eins og margir gera til að létta sina vinnuað- stöðu. Þeir gætu í stað afkastalít- ils stofns fengið afkastamikinn stofn og komist hjá því að stækka fjósið. Þetta hefur nú alveg vantað í umræðuna og ljóst er að fastur kostnaður vegna véla og bygginga er vanmetinn kostnaðarliöur í mjólkurframleiðslunni hér. Ég man ekki eftir þvi öll þessi ár að hafa verið ásakaður um ómálefna- leg vinnubrögð. Oft hef ég veriö skammaður fyrir skoðanir, en ekki þetta.“ Gæti lagt sveitir í auðn „Ég er fyrst og fremst á móti því að eyðileggja íslenska kúa- stofninn. Énnfremur tel ég að jað- arbyggðir landsins fari illa út úr þessu. Þá er ég meðal annars að tala inn sumar sveitir á Norð- urlandi. Það er alveg ljóst að kúabændur þurfa að fara út í gífurlegar breytingar á fjósum. Þá er ekki víst að það verði skynsam- legt að fara út í slíkar fram- kvæmdir á jaðarsvæðunum. Það þýðir að kúabúskapur þjappast saman á minni svæðum. Maður hefur nú haldið að sveitir á Is- landi stæðu ekki það vel að það megi fækka mikið í þeim, þær standa nú mjög höllum fæti. Af viðtölum mínum viö kúabændur hér á Tjörnesi hef ég heyrt að það verði sjálfkrafa hætt ef þeir verða að fara út í breytingar. Hverfi kúabændur héma í sveitinni þá er nú lítið eftir og kannski fer allt í auðn. Okkur finnst nokkuð mikið ganga á í félagi kúabænda, okkur finnst að þeir ætli að reka þetta mál áfram með offorsi. Svo er eitt, það er ekkert sannað að norskar kýr komi betur út en íslenskar. Mörg bú á Islandi eru með ótrú- lega framleiðslu og kýrnar mjólka ekkert síður en norskar. Og menn mega ekki gleyma að norskar kýr þurfa meira fóður, enda miklu stærri gripir.“_________-JBP Jónas Jónasson, bóndi á Hoöins- höföa, formaöur Tjörnesbænda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.