Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 20
Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Kammersveit í banastuði Líf rýfur kjaft Ámi Larsson er stórtækur í ár. Fyrr í haust sendi hann frá sér ljóðabókina Slag- hörpuorð og nú fyrir jólin bættist við ljóða- bókin Líf rýfur kjaft / Líf rífur kjaft. Bókin skiptist í þrjá hluta, ...bylgju...hreyfmg- ar...sjávar...kvenna..., Vinir mínir flskarnir og Passíusálmar Egils. Úr síðasta hlutanum er dæmið, „Mannsins óða ást“: hún kemur út á svalirnar þó ég viti þaö eru engar svalir á húsinu hún lœtur koparrautt háriö falla fram af svölunum þó ég viti hún er krúnurökuö og ég mun klifra upp rauöan fossinn inn í hjarta hennar Ljóðasmiðjan sf gefur út. Tanni tannálfur Tanni tannálfur heitir ný bamasaga eft- ir Bjarka Bjarnason. Hún segir frá sex ára strák sem er að missa sínar fyrstu tennur. Tanni tannálfur kemur í heimsókn og fær tönn hjá drengnum til að búa til perlufesti sem hann ætlar að selja í Kolaportinu. Þetta er saga handa yngstu lesendunum og er letur og línubil sniðið að þeirra þörf- um. Útgefandi er bókaútgáfan Frá hvirfli til ilja. Kammersveit Reykjavikur hélt sína fyrstu tónleika á þessu starfsári í Áskirkju á sunnudaginn. Efnisskráin var hefðbundin jóladagskrá, barokkkonsertar eftir Bach, Vivaldi og Corelli. Barokktón- listin tengist jólunum órjúfan- legum böndum og liggur við að maður þurfi ekki annað en að setja Vivaldi á fóninn til að flnna ilminn af hangikjöti. Leiknir vora tveir konsert- ar eftir Vivaldi, sá fyrri i C- dúr RV 537 fyrir 2 trompeta og kammersveit, hinn siðari í h- ^ moll op. 3 nr. 10 RV 580 fyrir fjórar fiðlur, selló og kammer- sveit. Eiríkur Öm Pálsson og Ásgeir H. Steingrímsson léku einleik í fyrri konsertinum og var flutningur þeirra til fyrir- myndar, hver tónn á sínum stað og túlkunin kraftmikil og Kammersveit Reykjavíkur - unun lífleg, en þó hæfílega öguð. Kammersveitin var sömuleiðis örugg á sínu og lék tandurhreint allan tímann. í síðari konsertinum var einleikur fiðluleikaranna Rutar Ingólfsdóttur, Júlíönu Elinar Kjartansdóttur, Hildigunnar Halldórsdóttur og Sigurlaugar Eðvaldsdóttur tær og grípandi og sellóleikur Sigurðar Halldórssonar ekki síðri. Samspilið var full- komið, a.m.k. þar sem undirritaður sat, og hljómsveitin í heild lék , af svo mikilli nákvæmni að unaður var á að hlýða. Tónlist Jónas Sen ' Gamli Johann Sebastian Bach, sem Frakkar uppnefndu einu sinni andlausa hárkollu, átti konsert í d-moll BWV 1060a fyrir fiðlu, óbó og kammer- sveit. Lék Rut þar ein- leik ásamt Daða Kol- beinssyni óbóleikara. Fiðlan var fallega lát- laus, hefði kannski mátt vera ágengari í hæga þættinum en hljómaði glæsilega í síð- asta kaflanum, létt og leikandi. Daði skilaði einnig sínu hlutverki með miklum sóma, túlkunin innileg og mátulega ójarðnesk, og var þetta í heild frábær flutningur. Síðast á efnisskránni var konsert í g-moll op. 6 nr. 8 eftir Arcangelo Corelli, en þar era tvær fíðlur og eitt selló í að- alhlutverki. Rut og að hlýöa á hana. Hildigunnur léku prýði- lega á fiðlumar og Sig- urður spilaði ágætlega á sellóið sem fyrr. Konsertinn er kallaður Jólakonsertinn vegna þess að hann ber yfirskriftina „samið fyrir jólanótt". Síðasti þáttur konsertsins er svonefnt pastorale, hjarð- ljóð, sem vísar til hirðanna á Betlehemsvöllum. í ágætri ritgerð i efnisskránni segir Reynir Axelsson um hjarðljóðið að það hafi „orðið að ævarandi fyrirmynd nær allra tónskálda sem vilja með einhverjum hætti leggja útaf atburðum hinnar fyrstu jólanætur. Þess vegna hefur andrúmsloftið í þessum lokaþætti Corellis í krafti útbreiðslu sinnar gegnum fjölmörg önnur tónskáld og fjöl- mörg önnur jólalög smátt og smátt orðið að órjúfanlegum hluta af sjálfu andrúmslofti jólanna." Víst er að jólastemningin var sterk á þessum tónleikum, ekki síst vegna þess að Kammersveitin lék svo vel, fiðlur og selló full- komlega samtaka, og hljómurinn þéttur og í góðu jafnvægi. Undir- ritaður hefur sjaldan heyrt sveitina í þvílíku banastuði, og lofa þessir tónleikar góðu mn starfsáriö framundan. wnmng ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 Mögnuð Moskvuskjöl Bók Jóns Ólafssonar, Kæra félagar, lýsir á ákaflega læsilegan hátt tengslunum sem sovéski kommúnistaflokkurinn hafði við ísland milli áranna 1920 og 1960 í gegnum hin ýmsu tilbrigði íslenskra kommún- ista. Höfundurinn byggir á miklu safni heimilda úr skjalasöfhum hins fallna heimsveldis og það er mikill kostur að hann birtir forvitnilega kafla úr heimildunum. Niðurstaðan er ótrúleg. Staðhæfmgar Morgun- blaðsins um sterk tengsl íslenskra kommúnista við Sovétríkin blikna og sýnast hjóm eitt við hliðina á veruleikanum sem Jón Ólafsson lýs- ir. Það voru ekki ritstjórar Moggans sem lugu áratugum saman, eins og leiðtogar hinnar kommúnísku arfleifðar staðhæfðu, heldur leiðtog- amir sjálfir. Jón Ólafsson hefur skrifaö merka bók. DV-mynd Teitur Skemmtilegar frásagnir eru af veru íslenskra kommúnista í Sovét- ríkjunum snemma á öldinni, þar sem þeir eru settir til að læra marx- isma. Gögnin sýna vel hve mikil andstaða var víða meðal rússneskra borgara við ofurstjóm sovétkommúnismans og íslenskir sveitastrákar ruglast í ríminu þegar þeir upplifa hana í sæluríkinu. Merk frásögn er af Stefáni Pjeturssyni, sem snerist til trotskískrar villu um skeið, lend- ir í vanda út af bréfi frá Skúla „kollega" Þórðarsyni sem er við nám í Höfn, ver sig þó gegn ásökunum íslenskra og sovéskra kommúnista um villur af ótrúlegu hugrekki, ekki síst þar sem Stalín var þá byrjaö- ur að drepa útlenda kommúnista fyrir pólitíska villutrú. Loks er stað- fest goðsögnin um flótta Stefáns frá Sovétríkjunum með aðstoð danska sendiráðsins og jafnframt að leyniþjónusta Sovétmanna ætlaði að stöðva hann á landamærunum og líklega drepa. Heimildir Jóns Ólafssonar sýna að leiðtogar kommúnista eru í nánu sambandi við sovéska kommúnistaflokkinn strax upp úr 1920. Út öld- ina taka menn á borð við Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjamason tæp- ast stóra ákvörðun án þess að ráðfæra sig við Moskvu. Einn mesti fengurinn er lýsingin á því hvemig Einar Olgeirsson reyndi í tið vinstri stjórnarinnar 1956-1958 að færa ísland yfir á áhrifasvæði Sov- étríkjanna með því að gera landið efnahagslega háð austurblokkinni. Einar sækir fast að Islendingar taki stórt sovéskt lán og vill að ríkis- stjómin noti það m.a. til að kaupa fiölda austur-þýskra togara. Hann fer til Moskvu til að kanna möguleikana á þessu, og Jón finnur heim- ildir sem lýsa þvi hvemig Einar reifar málið áður við sovéska sendi- herrann og segir meðal annars að slíkt lán „gæti haft stórkostlegt póli- tískt áróðursgildi fyrir sósíalista". Frá Moskvu heldur Einar til Prag, Varsjár og Austur-Berlínar að ræða „nánari efnahagsleg tengsl". Hið undarlega gerist að Sovétmenn vilja ekki veita lánið. Draumur Einars um að efla hlut Sovétríkjanna í utanríkisviðskiptum íslendinga deyr svo þegar viðreisnarstjómin tekur við 1959 þó 20 árum síðar hafi að visu verið gerð veikburða tilraun til endurlífgunar. Einar Olgeirsson kemur skelfilega undan þessari bók. í mýtu vinstri vængsins hefur honum verið skapað hlutverk hins þjóðholla sósíalista sem skrifaði magnaðar greinar í Rétt og Þjóðviljann um sjálfstæðishetjur á borð við Jón forseta og Flölnismenn og vildi skapa sósíalisma með íslensku yfirbragði. Þessi mynd er í hrópandi mótsögn við lýsingar Jóns Ólafssonar á ótrúlegum tengslum hans við sovéska flokkinn sem virðist jafnan hafa verið með í ráðum Einars um ís- lensk málefni, reglulegum fundum Einars í sendiráði Sov- étríkjanna um langt árabil, betli hans í Sovét- ríkjunum um peninga handa íslensku hreyfingunni og síðan fundum hans eystra sem enn eru merktir „algjörlega leynilegur.“ Yfirgnæfandi hlutverk Einars í bók- inni vekur óneitanlega spumingar um hvort aðferðir höfundar og aðgangur að efni eystra skekki myndina af honum og geri hana verri en efni standa til. Var Einar sá eini sem stóð i þessum miklu tengslum við sov- étvaldið? Svo mætti ætla af bókinni. Helsti galli annars prýðilegrar bókar er nefnilega sá að þó hún eigi að vera um sovéttengsl vinstri vængsins verður hún öðrum þræði krónika um sovéttengsl Einars Olgeirssonar. Hann ber svo hátt í frásögn bókarinnar að það er óhjákvæmilegt að spyija hvort höfundur hafði betri aðgang að Moskvuskjölum Einars en annarra leiðtoga íslenskra kommúnista. Kajak drekkhlaðinn af draugum Sigfús Bjartmarsson, handhafi Menningarverð- launa DV í bókmenntum fyrir bók sína um íslenska varga, hefur þýtt safn ínúítasagna sem i------- Lawrence Millman safnaði og endur- sagði fyrir rúmum áratug: Kajak drekkhlaðinn af draugum. Bókin dreg- ur nafn sitt af einni sögunni, átakan- legri og óhugnanlegri frásögn af manni sem missir konu sína og sturlast af harmi. Sögunum var safnað á norðurhjara og flestar eru þær komnar frá dýra- '---------- veiðimönnum og fiskimönnum. Þær lýsa ævafornum hugarheimi, mjög ólíkum þeim sem birtist i evrópsk- um þjóðsögum. Þetta eru sögur sem birta okkur harð- ari lífsbaráttu en auðvelt er aö ímynda sér og þær eru jafnmergjaðar, grimmar og fyndnar og þær hafa varð- veist áratugum og öldum saman i munnlegri geymd. Bjartur gefur út. Sigurður Bragason syngur Mozart /•criríkir orj tirinr Bókmenntir Óssur Skarphéðinsson Lesandinn er skilinn eflir með þessa spumingu en svar við henni mun að nokkru ráða endurmatinu á sögulegri stöðu Einars, sem í öllu falli er þó líklegt að verði allmiklu verri eftir þessa bók en fyrir hana. Annar galli felst 1 að Jón Ólafsson forðast að draga lýsingar sinar sam- an í niðurstöður sem er þó nauðsynlegt í bók af þessu tagi. Hvað um það. Kæru félagar er mögnuð bók sem líklegt er að muni breyta miklu um túlkun á stjómmálasögu okkar á seinni helmingi aldarinnar. Jón Olafsson Kæru félagar. íslenskir sósialistar og Sovétrikin 1920-60 Mál og menning 1999 Nýr geisladiskur er kominn út þar sem Sigurður Bragason syngur verk eftir Mozart við undirleik Balt- nesku Fílharmóníunnar. Stjómandi hennar er Guðmundur Emilsson. Hljóð- ritunin var gerð í Riga eftir hátíðartón- leika Sigurðar þar í hinum sögulega Wagnersal. Á plötimni syngur Sigurður forleiki og vinsælar aríur úr fiórum óperum meist- arans, Brúðkaupi Fígarós, Cosi fan tutte, Töfraflautunni og Don Giovanni. Útgefandi er Fjólan / Skífan ehf. Aldamót og endurreisn Nýja bókafélagið hefur gefið út bókina Aldamót og endúrreisn með bréfaskiptum dr. Valtýs Guðmunds- sonar og Jóhannesar Jóhannessonar á ár- unum 1895-1909. Jón Þ. Þór bjó til prent- unar og skrifar Inngang. Dr. Valtýr var umsvifamikill og um- deildur stjórnmálamaður á árunum þegar hann skrifaðist á við Jóhannes mág sinn og trúnaðarvin. Valtýr bjó þá í Kaup- mannahöfn en Jóhannes var sýslumaður á Seyðisfirði. Bréfaskipti þeirra gefa fá- gæta innsýn í atburðarásina á miklum umbrotatím- um í íslenskri stjómmálasögu. íslensk hugsun Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina íslensk hugs- un - í ræðu og riti á tuttugustu öld í samantekt Jónasar Ragnarssonar. Þar eru birt sýnishom af orðsins list á íslandi siðustu hundrað árin, einkum brot úr ræðum, ritgerðum og greinum. Leitað var fanga í hundruðum heimilda og er afraksturinn úrval eftir 250 höfunda, ýmist landskunna eða minna þekkta, sem raðað er upp í tímaröð og myndar nokkur skonar sam- tíöarspegÚ á hverjum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.