Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Qupperneq 3
meðmæli Gleymdir þú að senda jólakort til einhvers? Ekki örvænta, þú hefur ekki gert þig að fífli. Farðu út I Pennann og kauptu áramótakort og sendu í pósti til þess sem þú gleymdir í jólaösinni. Smart lausn. Þeir eru líka með áramótainn- pökkunarpappír ef þú hefur ekki bara gleymt að senda ein- hverjum jólakort heldur líka jólagjöf. Sumir telja leigubíla vera argasta bruðl en það er bara bull. í fyrsta lagi er ódýrara að fara í þokkalega langan leigubílatúr á dag heldur en að reka bfl með til- heyr- andi kostnaði. Auk þess er leigubíllinn hlýr og það þarf ekki að skafa snjóinn af hon- um í morgunsárið. Þú sest aðeins f mjúkt sæt- ið og lætur keyra þig á áfangastað. Það er óvitlaust að heimsækja Reöursafnið og kfkja á hin ólfkiegustu tippi. Á Reðursafninu eru alls konar dýratippi og hand- skrifað vilyrði um mannstippi að eigand- anum látnum. Þarna er hægt að dunda sér við að skoða misjafn- lega gerðarlega limi, lesa sértil um þá og kaupa útskorna minjagripi. Einnig er eigandi Reðursafns- ins óspar á fróðleikinn og tilbúinn að spjalla út f hið óendanlega um áhugamál sitt. Barnlaust fólk á dúndrandi framabraut ætti að hugleiða SOS-barnaþorpin. Það getur ættleitt barn sem býr f SOS-þorpi og sent pening til þess mánaðarlega. Barnið eignast vel- vildarmann- eskju sem hugar að skólagöngu þess og b rý n u s t u þörfum. Oft skrifast fóik á við börnin á SOS-þorp- unum og heimsækir þau jafnvel. Einhver dæmi eru Ifka um að börn úr SOS-þorpunum hafa komið hingað að heimsækja fslenska velvildarforeldra sfna. .5.1. ... Addi rokk, gó-gó dansmeyjar, elsti breikdansarí heims, Quarashi, Stuðmenn, Páll Óskar, plötusnúðar og Jagúar halda uppí sannkölluðum alheímsþorpsfagnaði í Laugardalshöllínní á gamlárskvöld. Fagnaðurinn nefnist íslands þúsund ár og er í tilefni aldamótanna. Alheims þorpinu Ég hef oft 'upplifað smá fyrirtíðaspennu fyr- ir gamlárskvöld. Sér- staklega þetta, því það er eins og fólk haldi að það breytist í eitthvað annað 1. janúar 2000,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistar- maður sem ætlar að skemmta þjóðinni ásamt Stuðmönnum, Quarashi, Jagúar og fleirum fyrstu klukku- tíma aldarinnar. Al- heimsaldargleðin verð- ur i „Alheimsþorpinu" í Laugardalshöll og byrj- ar á miðnætti. Það verða fríar strætóferðir alla nóttina frá torginu að popparahöllinni og aðgangseyrir er vitan- lega 2000 krónur. Jakob Frímann Magnússon sér um að skipuleggja herlegheitin og hans ektakvinna, Ragnhildur Gísldóttir söngkona, fræðir blaðamann Fókuss um her- legheitin ásamt Páli Óskari. Geimskip yfir Hverfisgötunni „Ef það verður stemning fyrir að halda áfram þá spilum við kannski lengur en til stendur. Sold- ið eins og á þjóðhátíð í Eyjum. Þá ætluðum við að hætta klukkan fjögur en spiluðum til átta um morguninn," segir Ragnhildur. Hvernig eruö þið stemmd fyrir þessi hlussuáramót? „Ég ætla að hafa það næs og Páll Óskar Hjáimtýsson og Ragnhildur Gísladóttir mótafagnaöinum íslands þúsund ár. reyna að halda áfram að vera góð manneskja," svarar Páll Óskar og tekur fram að hann ætli að vera í alveg ógeðslega góðu stuði á gamlárskvöld og smita vonandi út frá sér. Ragnhildur brosir og tekur undir þessi orð: „Já, akkúrat. Ég er svoleiðis algjörlega mest meirihátt- ar sammála Palla. Það er einmitt svo gaman þegar maður er opinn gagnvart hlutunum. Ég vildi helst vera í þröngum silfursamfestingi en á ekki svoleiðis. Fyrir nokkrum árum virtist ártalið 2000 vera svo langt í burtu að maður hélt að geimskip myndi svífa yfir Hverfis- götunni þegar ártalið rynni upp.“ „Já, einmitt," ítrekar Páll Óskar og segir að það sé búinn að vera mikil Stanley Kubrik-stemning yfir þessum tímamótum. „Svo er fólkið bara með jólakúl- ur og greinar eins og venjulega," segir Ragnhildur. „Já, í jogginggöllunum," heldur Páll áfram og Ragnhildur tekur jafnóðum við: „Með svitabönd... Svo þetta verður bara svona venju- legt partý.“ Gleðiskapið klikkar ekki „Stemningin hérna á gamlárs- kvöld er oft svo losaraleg að það er gott að halda samkundu þar sem stór hópur fólks getur komið saman og fagnað. Ég vildi hiklaust eiga skemmta í „Alheimsþorpinu" á alda- miða á þetta og vera síðan frjáls ferða minna á gamlárskvöld," full- yrðir Páll Óskar. Það veróa líka valinkunnir plötu- snúöar sem skemmta gleðilýönum. Hvaða snúöar eru það? „Það eru T.C. og Ashcroft sem koma frá Bretlandi. Þeir hafa verið mikið í svona skrýtinni tónlist og eru ólíkir. Samt hafa þeir stundum unnið saman og eru mjög skemmti- legir og lifandi. Síðan er það náttúr- lega Herb Legowitz, hann er pott- þéttur," útskýrir Ragnhildur. Má búast við að íslands þúsund ár - „Alheimsgleðiþorpið“ - verði árleg- ur atburöur eins og þjóðhátíð í Eyj- um? „Það er aldrei að vita ef vel geng- ur. Þegar þjóðhátíðin byrjaði fyrst í Eyjum þá voru bara lókalamir með sín lókal skemmtiatriði. En þeir eru voru líka allir opnir fyrir að skemmta sér og það klikkar ekki,“ segir Ragnhildur að lokum. Forsala aðgöngumiða á „Alheimsgleðina" er í hljómplötuverslunum Skifunnar og hjá bensínstöðvum Olís. Miðarnir fúnkera þannig að fólk getur komið, skroppið svo í partý og kíkt aftur í „Alheimsþorpið". Allar nánari upp- lýsingar fást í síma: 561-3800. Þess má geta að Coca Cola, Carlsberg og Bylgjan standa að íslands þúsund árum og skemmtistaðirnir Astró og Rex leggja einnig hönd á plóg. -AJ Vance Pollock á sælar minningar síöan i ana í Metallicu. febrúar 1989 en þá hitti hann félag- Vance Pollock er bandarískur pitsuasendill sem hitti meðlimi Metallicu í febrúar 1989. PitsusendiIIinn var tekinn tali og spurður hvemig hann hitti Metall- icu-meðlimina. „Þeir komu til Lakeland í febrúar 1989 og kynntu Justice for All sem var fyrsta hitt- ið þeirra og var nýkomin út eða í þann mund að koma út. Við laum- uðumst á hótelið þar sem þeir dvöldu. Fórum upp með lyftunni og biðum fyrir utan hana þegar James Heatfield birtist en hann er aðalsöngvarinn, textasmiðurinn og líka gítaristi. Við vorum bara 17 ára krakkar sem höfðum skrópað í skólanum til að hitta Metallicu og vorum soldið sjokkeruð fyrst í stað. En hann var mjög vingjam- legur, hóf samræður og bauð okkur að koma baksviðs. Við vor- um eiginlega orðlaus en þegar við komum baksviðs pössuðum við al- veg í hópinn." Hvernig þá? „Þeir létu okkur liða eins og heima hjá okkur og voru „Big Buddys". Allir sem þeir hitta eru félagar þeirra, sérstaklega aðdá- endumir. Ef þú varst með sítt hár í svörtum bol voru þeir bestu vin- ir þínir.“ Hittir þú Metallicu-félagana aft- ur eftir þetta? „Auðvitað. Ég hitti þá aftur á tónleikum árið 1992. Ég man eftir fullvissunni um að ég færi á tón- leikana, við vorum búin að kaupa miða. Ég var sveittur að týna app- elsínur og hugsaði: „Ég fer og sé Metallicu í kvöld og ég þori að veðja að ég get farið baksviðs aft- ur.“ Og við mættum og sætin okk- ar voru langt, langt aftur í salnum og maður þurfti nánast að hafa kíki til að sjá hljómsveitina. Tón- listin var há og fólk var að brjóta hluti og þetta var orðið virkilega brjálað. Samt hvarflaði ekki að mér eitt augnablik að ég kæmist ekki baksvið til að sjá þá aftur. Enda tókst það. Við hittum þá og sögðum „Hei, við erum gæjarnir frá Lakeland sem hittum ykkur á hótelinu og þeir sögðu: „Oh, yeh“ og tóku í hendumar á okkur. Þeir voru frábærir," segir Vance Poll- ock að lokum. -AJ e f n i 4 Gerðu þér ekki ofmikl- ar vænting- ar: Aldamót á aftur- fótunum Aldamótaávörp ungu kynslóðarinnar Popp: Bestu og verstu plötur ársins Láttu þér ekki leiðast um 12 áramótin: Skemmti- lega ár- þús- unda- spilið 14-15 Bíó: Spike og Harmony Englar alheims- ins láta gamminn 16-17 geisa: „Heimur- inn hefur grætt mik ið á geð- veikinni“ Svikin og staðin: Áramóta- heit 18 Lífid eftir vinnu itprnir iit< _ istamen ’lottisnuðar Pcfscafe Gaiapai ■Iverjir vom-is \ f QjáJJ -S f ókus fylgir DV Forsíöumyndina tók ÞÖK af aðal- leikurum í Englar alheimsins. 30. desember 1999 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.