Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 18
Rósa Ingólfsdóttir auglýsingateiknari: Reyni að passa upp á budduna m „Ég strengi þess heit núna um þessi áramót, eins og ég wL jlÉ8 hef reyndar gert um hver áramót, aö standa mig vel gagn- 'SI vart mínum skuldum, þaö er að segja að losa mig úr þeimHH&. H skuldum sem hafa komiö á árinu, koma skuldunum frá. Svo er^^'i mér alltaf ofarlega í huga að stefna að hamingjusömu heimilislífi, að gera heimilið eins fallegt og ég get. Það hefur nú yfirleitt gengið vel hjá mér að standa við þau heit sem ég hef sett mér því að þegar maður er einyrki, það er að segja með lítið fyrirtæki, þá hefur maður litla sjóði að baki þannig að þetta er geysileg ögrun. En þetta er skemmtileg ögrun sem mér finnst skemmtilegt að takast á við því þá verður maður til. Ögrunin við að standa vörð um budduna." Davíð Þór Jónsson skemmtikraftur: Ætla ekki að hætta að reykja „Þessi áramótin hef ég ákveðið að setja mér heit en skiljanlega vil ég ekki deila því meö öðrum því að þá er hægt aö klína þvi upp á mig. Samt veit ég ekki hvort ég næ að standa við þessi heit því þegar ég hugsa til baka þá hef ég^^BHHP^ verið mjög gjarn á að svíkja mín heit. Ég hef gjarnan ætlað að hætta að reykja um áramót en sökum þess að ég á afmæli snemma á nýja árinu þá hef ég mjög gjarnan átt það til aö springa á reykingabanninu. Þannig að í gegnum tíöina hef ég mjög oft verið reyklaus fyrstu viku nýja ársins og síðan ekki söguna meir. Ég er nú svo heppinn að vera það vel af guði gerður að ég þarf ekkert vera að gefa heit til að venja mig af einhverjum ósiðum. Ef mér hefur fundist að ég þurfi að bæta ráð mitt á einhvern hátt þá hef ég nú iðulega reynt að gera þaö óháð einhverjum heitum og árstíma. Það þarf engin áramót til. Hins vegar hef ég einn stóran galla og það er að mér finnst nikótínið alveg rosalega gott og það hefur verið svolítið erfitt að losna við það. Ég hef hins vegar ákveöið að hætta ekki að reykja um þessi áramót." Snorri Asmundsson myndlistarmaður: Minn eigin sigurvegari „ Ég hef nú svona í gegnum tfðina ekkert veriö mikið fyr- ir heit en þó heiti ég mér því yfirleitt alltaf að fara inn f \íSs næsta ár sem sigurvegari, þaö er að segja sigurvegari I^^B mfnu lífi og á mfnum eigin forsendum. Þetta hefur gengiö veg ágætlega hjá mér. Þetta er eitthvað sem fer alltaf f gegnum huga minn um hver einustu áramót og ég held að þau áramót sem eru aö skella á verði þar engin undantekning. Það heit sem ég hef staðið viö og er mjög stolt- ur af er þaö að ég hét mér því einu sinni aö hætta að drekka og því fylgdi vit- anlega breyttur lífsstíll. Þessum lífsstíl hef ég alveg náö aö halda og er mjög ánægöur meö hann." Hulda Bjarnadóttir dagskrárgerðarkona: Nammidagur alla daga ársins „Ég man sérstaklega eftir áramótaheitinu þegar ég ■, ■ hJ ákvað aö hafa bara nammidag á laugardögum eíns og litlu '8§| krakkarnir gera. Þetta áramótaheit setti ég mér fyrir^Hj nokkrum árum en ég held að ég hafi veriö innan viö mánuð svíkja þaö. Núna eru nammidagar hjá mér á hverjum einasta degi, allan ársins hring. Ég ætlaði að taka til f mínum Ifkama og mfnum nammimálum en það dugöi nú skammt. Mér gekk svo hræðilega meö þetta heit að ég hét mér þvi eiginlega að strengja engin heit framar. Það eina sem ég geri þegar nýtt ár er aö renna af stað er að fara yfir það f huganum að vera trú mfnum vinum og sjálfri mér. Þannig að þaö má eiginlega segja að ég sé hætt aö setja einhver formleg áramótaheit og reyni þess í staö að heita einhverju óháö þvi hvaða tími ársins er, þaö hentar mér miklu betur." Orn Arnason leikari: Er orðinn of góður maður m „Ég hef bara aldrei verið með neitt áramótaheit og get þannig ekki deilt neinum heitum með lesendum Fókuss. „ :,Æ Ég hef bara alveg sleppt þessum heitum og tek þess í stað bara hverjum degi sem kemur og læt honum nægja sfna þján- ^^BBBW>% ingu. Þaö er ekkert vit I því aö vera aö strengja einhver áramótaheit, springa svo á miöju ári og lifa með samviskubit þaö sem eftir er af árinu. Ég er þvf ekkert fyrir svona. Ég hef samt alltaf reynt að lofa þvf f upphafi árs að verða betri maður en ég er en ég þori eiginlega ekki aö lofa þessu um þessi áramót þvi að ég er búinn aö lofa þessu svo oft með þeim afieiðingum að ég er orðinn alveg rosalega góöur maöur. Ég má bára eiginlega ekki við meiru." Egill Helgason blaðamaður: Með krónískt samviskubit „Ég hef nú bara aldrei sett mér áramótaheit og hvaö þá staðið við þau. Ég get alveg svarið fyrir það að ég hef -^^pPs aldrei sett nein áramótaheit. Ég er að lofa bót og betrun ali- "/»]M an sólarhringinn, allt lífið, stanslaust. Ég er alltaf að fara að^*Th ,\. taka mig á þannig að áramótin eru bara partur af því, þau falla bara und- ir þaö. Ég er alltaf að reyna að taka mig á en útkoman er eiginlega bara sú að ég er með krónískt samviskubit yfir þessu öllu saman. Þannig að áramótin meika ekkert diff í mínum huga." Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður: Hafdís Huld söngkona: Slappur í líkamsræktinni hHl. „Ég set mér yfirleitt ekki mikið af áramótaheitum heldur WW reyni frekar að bæta úr þvi sem má laga strax í staðinn * • fyrir að geyma það fram að áramótum. Það er miklu betra en að geyma til dæmis eitthvað sem má laga f janúar eða febrúar í ^ fram að næstu áramótum. Ég hef nú samt nokkrum sinnum strengt heit um áramót, svona með straumnum. Ég reyki ekki þannig að ég hef ekki getað hætt þvi. Hins vegar hef ég oft sett mér markmið hvað varðar líkamsrækt, þaö er að segja stunda heilbrigðara líferni. Það markmið hefur mér þó alltaf tekist að svikja, hvort sem það eru áramót, mánaöamót eða vikumót. Ég svfk þetta alltaf. Á mínum framhaldskólaárum drakk ég alveg svakalega mikið af kóki og ég hét mér þvf að minnka kókdrykkjuna og það hef ég nú náð að standa nokkuð vel við. Ég get því miður ekki sagt aö ég hafi sett mér einhver heit sem snúa að því að vinna einn dag f mánuði fyrir líknarfélög. Ég vildi að ég hefði einhvern tímann sett mér svoleiðis heit. Þannig að svoleiðis heit hef ég aldrei staðið við eða svikiö. Samt er ég nú þannig að ef ég ætla mér aö gera eitthvað, hvort sem það snýr aö áramótaheitum eða einhverju öðru, þá geri ég það. Það sem ég hef svikið er meira eitthvað svona sem maður hefur kastað fram ábyrgðarlaust. Ég get hins vegar alveg upplýst áramótaheitið mitt þessi áramótin en það er að standa mig eins vel og ég get f þættinum sem ég er aö byrja með á RÚV í byrjun nýs árs.“ Slapp fyrir horn WBk W' jjj „Ég hef i rauninni aldrei vanið mig á aö strengja ára- mótaheit því að ég er þannig manneskja aö ef ég segist ^B ætla aö gera eitthvað þá geri ég það. Ef ég heiti einhverju ^JBf þá verö ég að standa viö það. Ég gæti aldrei heitið einhverju og svikið það sfðan, sérstaklega ef ég hef heitiö því fyrir framan einhverja. Einu sinni þegar ég var pínulítil þá hét ég þvf að prófa aldrei að reykja. Svo gerð- ist þaö um daginn að ég var að leika stórreykingamann f bfómynd og átti þar af leiðandi að reykja. Veistu að mér leið bara virkilega illa að þurfa að brjóta eitt- hvert heit sem ég meira að segja hafði bara heitiö sjálfri mér. Þetta var ekki einu sinni opinbert heit. Ég og aðstandendur myndarinnar ræddum þetta fram og til baka og á endanum varö ofan á að pantaðar voru sfgarettur frá Bretlandi sem eru hvorki með nikótíni né tóbaki. Þetta var bara gert svo að mér gæti liðiö vel og þyrfti ekki að svíkja gefið heit. Þannig að ég er nú kannski stundum einum of samkvæm því sem ég segi og með það i huga þá þakka ég guði fyrir að ég er ekki með mörg heit á bakinu því þá væri gjörsamlega ómöguiegt fýrir mig aö kom- ast í gegnum daginn og ég færi sennilega bara ekkert út úr herberginu mfnu. Svona er ég sem sagt, ef ég lofa einhverju þá stend ég við það.“ Islendingar og áramótaheit er eitthvað sem passar mjög vel saman. Það er nú samt þannig að fólk á misjafnlega auðvelt með að standa við gefin heit. Þar sem aldamótin eru nú að skella á með pompi og prakt annað kvöld ákvað Fókus að bjalla í nokkra einstaklinga og biðja þá um að deila með þjóðinni sviknum áramótaheitum ásamt þeim heitum sem þeir hafa staðið við og eru hvað stoltastir Eg strengi 30. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.