Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 15
 ; Þegar litið er yfir árið í kvikmyndum fá nöfn þeirra Harmony Korine og Spike Jonze marga til að hlakka til þess næsta. Þessír ungu leikstjórar sem renndu sér upphaflega inn í kvikmyndabransann á hjólabrettum sendu báðir frá sér mjög athyglisverðar myndir á árinu. Gamanmyndin Being John Malkovich í leikstjórn Jonze rakaði saman seðlum í Hollywood. En dogma-mynd Korine, Julien donkey-boy, sópaði til sín upphrópunarmerkjum í blöðunum. Þótt Being John Malkovich sé fyrsta kvikmynd hins þrítuga Spike Jonze hefur hann verið þekktur myndbanda- og auglýsingaleikstjóri í Hollywood um nokkurn tíma. Hann er maðurinn á bak við mörg frumlegustu myndbönd þessa ára- tugar og fastur gestur á uppskeruhá- tíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar. En það var áhugi Jonze á hjólabrettum sem leiddi til þess að hann byrjaði að gera myndbönd. Upphaf plebbatískunnar Eftir gaggó fluttist Spike til Los Angeles og gerðist blaðamaður viö BMX- og brettablaðið „Dirt“ en í hans huga var hjólabretti hið full- komna farartæki. Hann áttaði sig fljótlega á að honum þætti skemmti- legra að taka myndir en skrifa og geröi það reyndar ágætlega því mamma hans hafði kennt honum undirstöðuatriðin í ljósmyndun. Hann stakk pennanum í vasann og byrjaði að ljósmynda skeitarana fyr- ir blaðið. Með fram myndatökunum dundaði hann sér við að gera stutt- mynd sem heitir The Blind Skatebo- arding Team. Kim Gordon og Thur- ston Moore í Sonic Youth komust síðar yfir myndina og hrifust af rugluðum húmor og krafti hennar. Þau settu sig umsvifalaust í sam- band við Spike og báðu hann að út- færa hjólabrettaatriði fyrir mynd- band sem gera átti við lagið 100%. Það tókst svo vel að stuttu síðar bað Kim Gordon hann að leikstýra öðru myndbandi við lagið Cannonball með hljómsveitinni Breeders. Og sú fallbyssukúla Spike Jonze þýtur enn i gegnum loftið. Síöan hefur hann gert myndbönd eins og Sabotage (Beastie Boys), It’s Oh So Quiet (Björk), Electrobank (Chemical Brothers), Praise You (FatBoy Slim), Buddy Holly (Weez- er) og mörg fleiri. Auk þess hefur hann leikstýrt fjölda auglýsinga sem hafa vakið athygli. Allt það sem Jonze snertir á þykir verða sérstak- lega sprelllifandi, fyndið og skemmtilegt. Myndbönd hans eru keyrð áfram af prakkaralegri lífs- gleði eins og í It’s Oh So Quiet þar sem Björk skoppar brosandi um í besta og fegursta heimi allra heima. Eða aulahúmor og lúðadýrkun eru ríkjandi eins og í Praise You þar sem Spike fer sjálfur fyrir hópi fólks sem rembist við að dansa eins asna- lega og það getur. Upphaf plebba- tískunnar og „vertu þú sjálfur" mottóið sem hefur ríkt undanfarinn áratug má auðveldlega rekja beint til Spike Jonze. Ein frumlegasta kvik- mynd Hollywood Being John Malkovich fjallar um lif misheppnaða brúðumeistarans Craig (John Cusack) sem er giftur lúðalegum eiganda gæludýraversl- unar að nafni Lotte (Cameron Diaz). Brúðumar hans Craigs þykja jafn ógnvekjandi og rugluðu gæludýrin sem Lotte tekur að sér að fóstra á heimili þeirra hjóna. Vegna blank- heita neyðist Craig til að finna sér annað lifsviðurværi. Hann fær skrif- stofustarf hjá fyrirtæki sem er til húsa á 7 1/2. hæð svo að starfsfólkið þarf að ganga kengbogið um gólf. Á bak við einn skjalaskápinn á þessari undarlegu hæð uppgötvar Craig sér- stakan leynigang. Hann stígur inn á ganginn og. sogast skyndilega í gegn- um tima og óskilgreint rúm og end- ar inni í höfði leikarans Johns Mal- kovich. í fimmtán mínútur fær hann að líta heiminn augum töffarans með tvíræða brosið en dettur svo úr skýjum og skellur á jörðinni aftur. Craig hefur aö sjálfsögöu aldrei lent í öðru eins og byrjar að selja vinnu- félögum sínum aðgang að heila Johns Malkovich sem leikur sjálfan sig í myndinni. Þegar hann sjálfur fær síðan að fara inn á ganginn sem liggur að hans eigin heila fer sögu- þráðurinn að verða verulega skemmtilega þvældur. Being John Malkovich þykir með frumlegri kvikmyndum sem hafa komið frá Hollywood árum saman og gagn- rýnendur eru í skýjunum. Ekki sist vegna þess að í myndinni er úrelt- um formúlum snúið á hvolf með þeim árangri að áhorfendur skemmta sér konunglega. Raunsær Korine Þegar Harmony Korine var sautján ára að leika sér á hjólabretti. í Central Park gekk ljósmyndarinn Larry Clark að honum og bað hann að sitja fyrir. Sú ljósmyndataka þró- aðist þannig að Harmony skrifaði handritið að myndinni Kids sem Clark tók að sér að leikstýra. Mynd- in sýndi ameríska æsku í nýju ljósi og þótti svo sjokkerandi að síðan hefur Korine lítinn tíma haft fyrir brettið sitt. í dag er hann undra- bamið í listakreðsum New York- borgar og á góðri leið með að verða einn athyglisverðasti leikstjóri landsins. Tveimur árum eftir frum- sýningu Kids skrifaði Harmony handrit að annarri mynd og leik- stýrði henni sjálfur. Sú heitir Gummo og segir frá tveimur vinum í ameríska smábænum Xenia sem hjóla um götumar á BMX-hjólum og veiða ketti fyrir asískt veitingahús. Bærinn er í rúst eftir hvirfilbyl og íbúamir að sama skapi ansi tættir. Annars er lítill söguþráður í mynd- inni og hún minnir helst á einhvers konar sambland af geggjuðum fyllirísspuna og fríksjóvi. En líklega er auðveldast að líta á hana sem enn eitt raunsætt sýnishorn Korine af ameríska draumnum. Flassbrennd barnastjarna Eins og Spike Jonze er brosmildur og bjartur í sínum verkum er Harm- ony Korine ungur og svartur. Á með- an Spike snýr kankvís upp á formúl- urnar virðist meginmarkmið Korine að leggja þær í rúst. Eftir Gummo sendi hann frá sér tvær bækur og byrjaði að fást við myndlist með markvissum hætti. Ljósmyndabók hans, The Bad Son, er létt daður við barnaklám og inniheldur ögrandi myndir af fyrrverandi bamastjöm- unni Macaulay Culkin, sjúskuðum og hálfnöktum. Bókin var prentuð í þúsund eintökum og gefin út í Japan en er ófáanleg í dag nema á upp- sprengdu verði í safnarabúðum. Hin bók Korine heitir The Crack Up at the Race Riots og er óskilgreinanleg- ur grautur af ljóðum, hugleiðingum, smásögum, krassi og einhverju. í fyrra sýndi Harmony innsetn- ingu í galleríi í New York sem hét The Diary of Anne Frank (Part Two). Hún samanstóð af þremur sjónvörp- um sem sýndu fatlaðan mann í hjóla- stól með gegnsósa bleiu reyna að grafa dauðan hund. Og nýlega kláraði Harmony vídeóverkið Fight Harmony Korine hefur fengist við myndlist af ýmsu tagi. Harm sem sýnir hann sjálfan reyna að snapa slagsmál á götum New York. Áður en Harmony byrjaði á verkinu setti hann sér tvær reglur. Önnur var sú að hann mátti ekki hefja slagsmálin heldur reita vegfar- endur til reiði þar til þeir réðust á hann. Hin reglan var að þeir sem kvikmynduðu slagsmálin fyrir Harmony máttu ekki grípa inn i at- burðarásina. Nema sá sem hann var að slást við væri að drepa hann. Reyndar átti þetta vídeóverk að vera heimildamynd en náði bara ekki til- ætlaðri lengd. Harmony var ekki bú- inn að taka upp nema fjörutíu mín- útur af efni þegar búið var að bijóta í honum nokkur rifbein og báða ökklana svo hann neyddist til að hætta. Fyrsta ameríska dogma- myndin Það kemur ekki á óvart að mað- ur sem virðist hafa gaman af að fylgja reglum en jafnframt brjóta þær um leið skyldi hrífast af danska dogma-sáttmálanum. Julien donkey-boy er fyrsta ameríska dogma-myndin og fjallar um geð- klofann Julien (Ewen Bremner). Hann býr með snarklikkuðum föð- ur sínum (Werner Herzog), nokkuð eðlilegiun bróður (Ewan Neumann) og systur (Chloe Sevigny) sem gengur með barn þeirra Juliens. Fjölskyldulifið er í meira lagi skrýtið og litað af andlegu oföeldi föðurins. Hann gengur um gólf með gasgrímu fyrir andlitinu, rakkar niður böm sín og útkljáir rifrildi þeirra með þvi að láta þau keppa hvert við annað í fjölbragðaglímu. í myndinni er Harmony Korine enn að velta fyrir sér amerískum gildum og nú er það sjálfur hom- steinn samfélagsins sem er tekinn og mölvaður. Þetta er í senn sorg- legt, fyndið og ruglingslegt því sjónarhornið er út frá Julien og erfitt að átta sig á hvað á sér ein- göngu stað í hausnum á honum og hvað í kringum hann. Útlit mynd- arinnar er i senn ofur raunsætt og súrrealískt og stundum virðist að- alpersónan Julien hreinlega stödd í abstrakt videólistaverki. Systirin missir fóstrið á skautasvelli, handalaus trommari lendir í rifr- ildi við svartan albínóa og Herzog í hlutverki föðurins fer með langar ræður um heimsmeistaramót talandi páfagauka. Það er engin til- viljun að Wemer Herzog leikur höfuð íjölskyldunnar í myndinni en hann og Harmony Korine eru Spike Jonze vann um skeið sem blaðamaður fyrir hjólabrettablað. helstu aðdáendur hvor annars. Formbylting á nýrri öld? Gagnrýnendur hafa ýmist hamp- að Julien donkey-boy sem meistara- verki eða fjallað um hana af ótta- blandinni virðingu. Hún þykir stytta bilið á milli amerískra kvik- mynda og vídeólistar rétt eins og Being John Malkovich nálgast mús- íkmyndbandið meira en kvikmyndir hafa gert hingað til. Og vonandi eru myndir Spike og Harmöny vísir að einhvers konar formbyltingu í am- erískri kvikmyndagerð á nýrri öld. Korine er reyndar kominn á kaf í nýja mynd ásamt leikstjórunum Gus Van Sant og Wemer Herzog þar sem hver þeirra leikstýrir einum hluta. En Spike hefur tekið að sér að fram- leiða myndina Human Nature eftir Charlie Kaufman, handritshöfund Being John Malkovich. Henni verð- ur leikstýrt af Frakkanum Michel Gondry sem einnig er þekktur aug- lýsinga- og myndbandaleikstjóri. -HB < - 30. desember 1999 f Ó k U S 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.