Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 4
Handgert perluarmband frá
Suður-Ameríku. Noi, kr. 4.500.
Breið
bönd á
hend-l
urnar
Arm- eða úlnliðabönd eru það
heitasta i skartgripabransanum
þessa stundina. Það er þó ekki
sama hvemig armböndin eru. Þessi
mjóu gormaarmbönd sem voru svo
vinsæl í sumar eru löngu dottin út
enda eiga armbönd vetrarins að
vera breiö. Leðurarmbönd í líkingu
við þaö sem söngkonan Madonna
hefur gengið mikið með voru fyrr í
vetur seld í versluninni Noi á
Laugavegi en eru nú löngu uppseld.
Það sama má segja um indversk
paUiettuarmbönd sem verslunin
hefur einnig selt. Reykvískar konur
eru sem sagt gjörsamlega fallnar
fyrir þessum breiðu úlnliðabönd-
um. Að sögn Valgerðar Ólafsdóttur,
verslunarstjóra i Noi, eiga arm-
böndin að vera jafnbreið, helst ein-
lit og einföld eöa þá fara alveg í
hina áttina og vera brjálæðislega
skrautleg. Sem sagt, hendumar
eiga að sjást og undirstrikast með
breiðum böndum á úlnUönum.
-snæ
Noi, kr. 995.
íllnllðaband úr ullarefni. Ti i
þremur litum. Spaksmannsspjar-
ir, kr. 900.
Aldamot á
Maki þinn heimtar að fara á ára-
mótadansleik I Perlunni þar
sem aðgöngumiðinn kostar
32.000. Þú mótmælir svona
djöfuls þruðli og hjónaerjurnar
taka völdin. Rifrildið leiðir til
allsherjaruppgjörs og þess að
þið eyöið hvorki þessum né
fleiri áramótum saman.
Þú ert búinn að leggja þig allan fram I forvarnarstarfi
fyrir tvö þúsund-vandann og rétt nærð að klára allar
hugsanlegar ráðstafanir á gamlársdag. Þær áhyggjur
hverfa á eldingarhraða þegar áramótaskaupinu lýk-
ur og það rennur upp fyrir þér að þú gleymdir að
kaupa kampavlnið, flugeldana, pappahattana og
bjóða fólkinu. Skyndilega verður þér alveg sama um
allt sem við kemur tímamótunum og ferð að sofa.
Á nýársmorgun vaknarðu grautþunnur og manst einhveija
frasa á borö við: Vál Það er áriö 2000 og Skál fyrir árþúsund-
inu. Svo snýrðu þér á hina hliöina og er viðbeinsbrotið gerir
vart viö sig manstu eftir
Í3ES3B
skapfúla leigubílstjóran-
um sem henti þér út úr
bílnum I morgunsárið því
þú gleymdir tvöfalda taxt-
anum og áttir ekki næg-
an pening.
Þú hlærö þig vitlausan að áramótaskaupinu og hef-
ur aldrei vitað neitt eins hræöilega meinfýndið. Svo
líturöu í kringum þig og sérð að allir hinir hafa laum-
að sér inn í svefnherbergi sökum leiðinda. Þar er
hafið djúsl kynsvall I anda Kubricks og þegar þú
ætlar að fá að vera með er þér meinaöur aðgang-
ur. Þannig endarðu ein(n) fyrir framari sjónvarpið að
horfa á kampavinstappadansinn.
Þú fattar að þetta var ekkert
djók með tvö þúsund-vand-
ann þegar rússnesk kjarn-
orkueldflaug stefnir ískrandi
I gegnum háloftin á Kana-
stöðina I Keflavik. En hugg-
un harmi gegn gefst lítill tlmi
til að býsnast yfir kæruleys-
inu hjá forriturunum.
Bróðir þinn, sem er nýbyrjaður I Hjálparsveitunum og var að vinna
I flugeldasölunni, mætir á svæðið með bílfermi af afgangsflugeld-
um. Hann heldur uppi stanslausu sjóvi frá því að Skaupið klárast
og tönglast alltaf á því að nú séum við sko flottust I hverfinu. Á
miðnætti stillir hann upp þremur járnstautum og dregur upp tlvolí-
bombur um leið og hann tautar I sífellu: „Þessar eru sko bannað-
ar og ekki fyrir aukvisa." Millenium-geðveikin tekst ekki betur en
svo að hann snýr þeim öllum vitlaust I rörunum og sprengir af sér
báðar hendurnar með tilheyrandi látum.
Þú hlakkar ofboðslega mikið til að upplifa alvöru
aldamót og ert ekki mönnum sinnandi allan gaml-
ársdag. Sest við fjölvarþiö á hádegi, svissar á milli
aldamótaheimsfrétta og drekkur vodka I appelsíni
til að grynnka á spennunni og gæsahúðinni. Á mið-
nætti kurrarðu hálfdauöur og slefandi I sófanum og
heyrir klukkuna slá þessi tólf vanalegu högg.
Fyrst áramótin
eru svona
rosaiega merkileg
þetta árið verður
allt að vera
fullkomið. Hins
vegar er ekki
auðvelt að semja
við forlagafrúna
og sannast hefur
að hún er
stundum helvítí nastí...
Sextugur faðir þinn er
nýkominn úr meðferð,
orðinn grænmetisæta
og nýgenginn I Krossinn.
Hann situr með saklaust
bros og viðurkennir rétt
undir kvöldið að hafa
hent öllu áfenginu, tó-
bakinu og steikinni.
Hins vegar keypti hann
hlaup I poka, eplasafa
og leigði Jón Odd og Jón
Bjarna til að gleðja ykkur
systkinin.
Þú ferð I nýju, dýru ára-
mótafötin og kemst að því
að þau þola ekki rammís-
lenska veðráttu. Þegar
skellur á með blautum byl
skreppa þau saman að of-
anverðu og þegar þú mæt-
ir I þartíið spretta stinnar
geirvörturnar út og bjóða
gott kvöld. Þá er hins veg-
ar lítiö annað að gera en
aö fá sér einn tvöfaldan.
Þegar nýja árið gengur I garð og allir ætla að
skála áttarðu þig á þvl að þú keyptir óvart
sex flöskur af óáfengu barnakampavini I
staðinn fyrir alvöru kampavin. Þar klúðrast
sénsinn sem átti að landa og enginn nennir
að hanga með þér það sem eftir lifir kvölds.
HANN VAR VÍST EKKI TVÖ bú SUND -HÆPUR.
... OF&AMALT forritið í honum...
f ÓkllS 30. desember 1999