Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 6
áramótaávörp ungu kyns1óöarinnar Minni íslensku þjóðarinnar er kannski helst hægt að líkja við rot- þró. Staðreyndir fljóta yfir skilrúmin útþynntar. Fréttaannállinn er skil- rúmið sem skilur minnisrýmin að. Vegna þessarar virkni þjóðarminnis- ins eru pólitíkusar endurkjörnir aft- ur og aftur og þess vegna gerðist það til dæmis að aðalmaðurinn í stærsta hneykslismáli ársins 1998 var kjörinn á þing árið 1999. Líkt og þjóðarsálin man ég aöeins eitt ár aftur i tímann. Þegar klukkan slær 12 á miðnætti gamlársdags treysti ég því að atburð- ir ársins séu í öruggum höndum fréttastofu Sjónvarps. Þess vegna man ég ekki eftir þvi á nýársdag að maki formanns Umhyggju, félags langveikra barna, barðist á móti byggingu bamaspítala á Landspítala- lóðinni vegna hræðslu við að missa bílastæði. Þess vegna man ég ekki eft- ir umdeildum sýknudómi Hæstarétt- ar í kynferðisglæpamáli. Þess vegna man ég ekki eftir því að forseti ís- lands komst á ærlegan séns með konu sem ber nafn sem rímar við forrit. Þess vegna man ég ekki eftir því að nokkrir þingmenn voru á barmi taugaáfalls í ræðustól vegna gæsfygla á Austurlandi. Þess vegna kaupi ég Öldina okkar þegar hún kemur út eft- ir nokkur ár. Þá fyrst get ég munað. Lausn á hjónaerjum Um áramót hugsar venjulegt fólk til baka og þá yfírleitt um það sem fór úrskeiðis. Það er nokkuð sem kemur aldrei fyrir forsætisráðherra. Ég hef aldrei séð forsætisráðherra brotna niður fyrir framan myndavélina og með grátstafína I kverkunum tala um allt sem fór úrskeiðis og hvemig hann ætlaði að standa sig betur á næsta ári. Kannski sem betur fer, því oftast eru áramótaheit þægileg og tímabundin sjálfslygi. Um þessi ára- mót ætla ég að hugsa fram á veginn eins og forsætisráðherra og nýta til fulls rotþróarvirkni minnisins. Ég ætla að spá fyrir um árið 2000, ?-árið sem er í hugum sumra endalok en byrjun í hugum enn fleiri. Ég spái því að fundin verði upp allsherjarlausn á samskiptum hjóna. Hún er svo ein- föld að það er ekkert skrýtið að mönnum hafi yfirsést hún. Lausnin felst í því að setja ljós í klósettskálar þannig að klósett virki eins og ísskáp- ar - það kvikni ljós þegar setunni er lyft. Þetta kemur að mestu leyti í veg fyrir útfyrirpissingar og bjargar fleiri hjóna- böndum en nokkuð ann- að. Ég spái því aö lista- menn og heiðagæsir taki höndum saman í róttækri byltingu. Eftir nokkurt japl, jaml og fiður fella gæsimar til- lögu listamannanna um aö sökkva Alþingi. Þess í stað verður það áfram griðland furðufugla í sárum. Encjinn heimsendir Ég spái því að það verði enginn helvítis heimsendir (en til að vera ömggur klæðist ég fötum sem eru viðeig- andi, bæði fyrir framan þá himna- feðga og einyrkjann í neðra. Það væri ekkert hallærislegra en klæð- ast gallabuxum og stuttermabol við endalok alheimsins). Trúfrelsi hef- ur aldrei verið meira á íslandi og er nú svo komið að framboð Himnaríkja er meiri en eftirspum. Trúfifl frelsast aftur og nú undan áþján þeirra sem frelsuðu þá síðast og þau fylgja nú í blindni. Margir heitustu trúflokkamir trúa því að árið 2000 verði heimsendir. Það er ekkert sérlega spennandi að bíða og hvað þá eftir óstundvisum heimsendi og því mim fólk flykkj- ast í lið spámanna sem segja að bíða þurfi i að minnsta kosti 1000 ár í viðbót þar sem heimsendir árið 2100 er ekki nógu töff. Sjáumst eftir endalokin. Gleði- legt ár. Sigtryggur Magnason áramótaávörp ungu kynslóöarinnar Handritin ekki í vídeótækin Brynhildur Þorarinsdottir dagskrárgerðarmaður. bíður handan miðnættis. Skínandi björt. Tækifærin óteljandi heima og heiman. Litla þjóðin að verða stór, hamingjusöm þjóð í hamskipt- um og hvílík þjóð, hvílík öndvegis menningarþjóð. Brynhildur Þórarinsdóttir ur. Það er gott að hafa það skítt, skáld þurfa berkla tO að skapa og hungur hvetur til dáða, óhamingja er uppskriftin að eilífum ljóðum. En bókaþjóðin hefm- lagt bækumar á hilluna, hetjumar eru horfnar og handritin passa ekki í vídeótækin. Hún er hætt að tala dönsku á sunnudögum, danski kóngurinn orðinn að elligrænni styttu við strætóstoppistöð. Kristján blaða- sali. Jón Sigurösson maður aldar- innar; fyrir að búa í Danmörku en vilja ekki vera í Danmörku. Já eða nei, af eða á afar íslenskt. Samt leit- ar hugur minn heim til þín. Við hefðum fundið upp legóið og dogma-myndimar, orðið Evrópu- meistarar í fótbolta, lifðum á öli og hefðum það huggulegt, klámið væri löglegt og kóngafólkið laglegt. Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein? Mjólkin vék fyrir míranda, síðan kóki, Gunnar á Hlíðarenda, spilaði hann ekki með Val? Am- boð? Er það ekki einhvers konar partí? Hvílík þjóð! Hvílíkt ár! Tanni fallinn frá, pólitíkin hætt að gelta. Hundur í heiðargæsavinum. Fundist hefur náttúruperla (ekki ofan á hitaveitutönkum) en tapast aftur eins og Ameríka forðum. Sá á fund þar sem Finnur vinnur í bankanum. Forsetinn búinn að ná sér eftir axlarbrotið og hryggbrotið sem síðan reyndist óbrotið, betra er heilt en illa gróið segja ömmurn- ar og fitja upp á nýrri lopapeysu til þess að grynnka á skuldum sauð- fjárbænda. Sjómennskan orðin tóm, flotinn orðinn bilaíloti, skipp- erinn með skuldabréf í vasanuni. Vísa frænka borgar. Öndvegissúl- urnar þó enn á sínum stað, nýbúar dansa enn í kringum þær. Hvar er sakleysið? ég spyr. Hverfandi, sem betur fer, sjónir að beinast út og suður, náttúran að vakna, veröldin að koma í heimsókn. Framtíðin Kæra þjóð! Hvílík þjóð! Hvílík þúsöld! Og rúmlega það, 1126 ár í eilífri sjálfstæðisbaráttu. Pólitískir flóttamenn, lýður sem kann ekki að lúta kóngi sem kann ekki að klippa sig (enda skærin ekki fundin upp enn, skæruliðar þó). Á íslandi þurfa menn aldrei að kvíða, hugsa þeir og sigla út um höfin blá í 17 ár eða daga. Sjómennskan bændum ekki i blóð borin, kasta upp, kasta upp súlum, öndvegissúlum, önd- vegisdanssúlum sem enda á óðali feðranna. Fyrstu nýbúamir famir að glíma við íslenskuprófið. Ég spyr því varstíekki kyrr? Við ætt- um olíu og eldivið, hefðum unnið júróvisjón og stýrt sameinuðu þjóð- unum, kynnum íshokkí og afhent- um friðarverölaun, ættum spilandi mann hjá Liverpool og alvöru kóngaslekt sem kynni að ríða út. Vondur matur þykir góð- ur Hvílík þjóð! Hvílik öld! Amerísk menning og útlenskar uppfinning- ar, tyggjó og tölvuspil. Samt svolít- ið feimin við nútímann, ísskápur kominn á hvert heimili en étum þó skemmdan mat, úldna skötu, hlandsprengdan hákarl, súr eistu og brostin augu í hlaupi eða kjamma. Vondur matur þykir góð- Sigurður Hall. Kalkúnn. Sigurður Hall kokkur er eflaust einkar lunkinn við að elda kalkún svo bragð sé að og þar að auki líkist hann kalkúni. Allavega tifar hálsinn á Sigga nokkuð kalkúnslega þegar hann talar auk þess sem lögun hálsins er einstaklega kalkúns- leg. Hakan rennur einhvem veginn saman við langan slagandi pokaháls. Sigurð- ur hefur óneitanlega þetta haukfrána kalkúnsaugnaráð sem einkennir fuglinn og gerðarlegt munnstæði sem getur goggað í hina og þessa veislurétti. Llklega finnst meistarakokkinum voða gott að smakka á vel matreiddum kalkúni með tilheyr- andi gúmmulaði. Spumingin er hins vegar sú hvort kalkúninum þætti jafn gott að matreiða og éta Sigga og síðarnefndum þætti um kalkúninn. 6 f Ó k U S 30. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.