Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 16
J
Á nýársdag verður kvikmyndin Engtar alheitnsins frumsýnd í Háskóíabíói. Ingvar E. Sigurðsson ieikur Pái
Ólafsson, aðaisöguhetju verksins, sem er sjúkiingur og berst við geðveiki. Pái! fer á Klepp og hittir þar
félagana Óla bítil, Pétur og Viktor sem eru leiknir af Baitasar Kormáki, HHmi Snæ Guðnasyni og Birni
Jörundi Friðbjörnssyni. Sjúklingarnir iifa ailir í eigin heimi inni á Kleppi og hafa ákveðnar hugmyndir um
lífið og tiiveruna. Biaðamaður Fókuss hitti ieikarana og spurði þá um geðveiki almennt og eigin geðsveifiur.
»
Ingvar, Baltasar Kormákur og
Bjöm Jörundur tínast inn á Hótel
Borg, fá sér sæti og munda sig til
aö tala um geðveiki sem þeir
þekkja allir til á einhvem hátt.
Hilmir Snær Guðnason lætur hins
vegar ekki á sér kræla svo spjallið
hefst án hans.
Höföuö þiö kynnst geöveiki fyrir
tökurnar á myndinni?
Ingvar: „Ég vann á Kleppi fyrir
mörgum árum. Svo hef ég leikið
hlutverk um það sama að því leyti
til að karakterinn sem ég lék þá á
sviði var með ranghugmyndir eins
og þessi. Þannig að ég var búinn að
kynna mér þetta soldið áður.
Þetta er kallað ranghug-
myndir eða geðklofi.
Það er náttúrulega
mjög einstaklingsbund-
ið hvemig menn verða
geðveikir en það er nú
oft þannig að læknar
greina þá veika. Sjálfsagt
myndu allar persónur okkar í
myndinni vera greindar geðklof-
ar.“
Baltasar: „Sko, ég hef ekki
kynnst geðveiki i sama magni og
Ingvar. Varstu ekki annars að
segja að þú hefðir unnið á geðdeild
eða var það Himmi (Hilmir
Snær)?“
Ingvar: „Við höfum báðir unnið
á geðdeild."
Baltasar: „Já, þeir hafa báðir
unniö á geðdeild en ég þekki bara
geðveiki úr eigin umhverfi. Það er
mjög mikil geðveiki i bransanum
sem ég vinn í.“
Leiklistinni?
Baltasar: „Já, svokölluð faggeð-
veiki.“
Ingvar: „Við erum náttúrlega all-
ir með hana.“
Baltasar: „Ég held að við séum
allir haldnir ákveðnum ranghug-
myndum."
Bjöm Jörundur: „Ég hef kynnst
mjög mikilli geðveiki í mínu starfi
sem tónlistarmaður..."
Baltasar hlæjandi: „Ég hef
einmitt kynnst geðveiki hjá
Bjössa."
Bjöm Jörundur: „Já, já, það eru
margir með miklar ranghugmyndir
í tónlistarbransanum um sjálfan
sig og ég er ábyggilega þar á með-
al.“
Hvernig lýsir þessi geðveiki sér?
Bjöm Jörundur: „Þú bara upplif-
ir umhverfi þitt á þann hátt sem
aðrir gera ekki.“
Klikkað lið á kaffihúsun-
um
Ingvar: „Þess vegna fúnkerum
við nú í þessu lífi. Af því að við
erum í þessum bransa með öllu
þessu klikkaða liði.“
Baltasar: „Það er náttúrlega
alltaf fólk sem dansar á þessari
línu sem Óli og Páll dansa yfir á
endanum. Fólk sem dansar á henni
er oft fólk sem situr við hliðina á
þér á kaffihúsum. Vegna þess að
þetta er út og inn eftir því hversu
ranghugmyndin er mikil."
Björn Jörundur: „Já, fólk fær
köst, er slæmt í einhvem tíma og
fær lyfjameöferð. Það eru oft auka-
verkanir og hitt og þetta. Svo gerist
það mjög oft að fólk hættir að taka
lyfin sín. Það ætlar kannski að
sanna fyrir sér að það geti verið á
lyfjanna og þá, hægt og rólega,
magnast sjúkdómurinn upp aftur
og á endanum er viðkomandi orð-
inn mjög veikur. Þá fer þetta aftur
sama hringinn. Þetta er bara svona
ferli."
Eruö þió sáttir viö geðveikina í
ykkur sjálfum?
Baltasar: „Maður reynir náttúr-
lega að virkja geðveikina og þess
vegna geri ég allt sem ég geri. Það
er ein leið til að sættast við hana.
En það er líka ljóst að maður væri
ekki að þessu öllu nema maður
hefði ákveðnar ranghugmyndir um
sjálfan sig, ekki satt?“
Bjöm Jörundur: „Ég er mun sátt-
ari við min syndrúm heldur en til
dæmis mínir nánustu."
Baltasar: „Það eru ákveðnar
ranghugmyndir líka.“
Ertu bara ánœgður í þínu Björn?
Bjöm Jörundur: „Já, maður er
voðalega dómgreindarlaus á sjálfan
sig eða svona.“
Baltasar: „Ég held að það sé lína
hvenær þetta er orðið sjúkdómur
og hvenær þetta er bara sérviska.
Það er mjög þunn lína, í raun og
veru, og ég held að flestir geti fund-
ið það hjá sjálfum sér. Ég held líka
að leikarar geri það yfirleitt. Þeir
reyna að leita að einhverju í sjálf-
um sér, inni i sér, einhveiju elem-
enti. Ef um er að ræða afbrýðisemi
þá þarf ég ekkert endilega að fara
16
f Ó k U S 30. desember 1999