Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Page 17
 áramótaávörp ungu kyns 1 óöarinnar iiuna Hurðin opnast og maðurinn kemur út úr búðinni með átta karton af sígarettum. „Hvað ætlarðu að gera með allar þessar sígarettur?" spyr ég. Hann sest inn í bílinn, litur á mig, ánægður með ákvörðunina sem hann er búinn að taka: „Ég ætla að hætta að reykja. Þegar ég er búinn með þessar, þá er ég hættur." Við ökum af stað og þó hann hafi kannski ekki gert það mjög gáfulega hefur hann samt gert það. Hann hefur gefið sér loka- frest, ákveðið þau tímamót í eigin framtíð þegar hann ætlar að breyta lífi sínu. Stuðmenn leysast upp Og nú ætla Eillir hryðjuverka- menn heimsbyggðarinnar að fremja glæp lífs sins, þunglyndir unglingar, ofurliði bomir af róm- antískri dauðaþrá, ætla að svipta sig lífi og sértrúarsöfnuðir ætla aö safnast saman á fjallstindum svo þeir geti svifið á vit guðdómsins. í geimskipi. Allt þetta og miklu meira tn vegna þess eins að árið 2000 gengur i garð. Ailt er hægt við slík tímamót, vatnaskil, upphaf nýrra tíma. Ef það er einhvern tima hægt þá er það núna, hugsa allir þeir sem hafa ekki haft dug í sér hingað til. Ef ég á einhvem tíma að hætta í vinnunni, sam- bandinu, eða að ganga í flauelsbux- um, þá er það núna. Ef Valgeir væri ekki hættur í Stuðmönnum, myndi hann örugglega láta verða af því á miðnætti gamlárskvölds 1999. Og hver veit nema Stuðmenn leysist loksins upp þegar nýr dagur rís fyrsta janúar. Því núna hugsa menn: Núna gefst tækifærið, þetta er augnablikið, núna er tíminn. Andartakið þegar árið 2000 geng- ur í garð er þau tímamót sem fólki finnst að allt sé hægt að gera á, tímamót sem veita frelsi til að breyta ætlun í athöfn. í vísindaleg- um skilningi skipta tímamótin engu máli. Þau era bara ártal sem gamlar tölvur eiga erfitt með að skilja og einn af mörgum trúarhóp- um jarðarinnar miðar út frá ætluð- um fæðingardegi ætlaðs manns. Eða var hann meira en það? Tíma- mótin skipta hins vegar máli fyrir alla þá sem gera þau að tilefni. Áramót eru yfirleitt tilefni ára- mótaheita, hljóta þá ekki aldamót að vera tilefni einhvers meira og árþúsundamót einhvers enn meira? Og eftir því sem andrúms- loftið magnast og múgsefjunin eykst verða árþúsundamótin áþreifanlegri. Þúsund ár eða augnablik Frábært, meiri háttar, æðislegt, kýldu á það og láttu verða af öliu þvi sem þig hefur alltaf dreymt um en aldrei getað, nennt eða þorað að gera. Snýst líf þitt um að láta hafa ofan af fyrir þér eða reynirðu að fá staðfestingu fyrir því að þú sért til? Sprengdu upp heiminn ef það er það sem freistar þín mest, hlauptu nakin/nn inn á Laugardalsvöllinn eða kysstu varimar sem þú hefur þráð í allan vetur. Áttaðu þig bara á þessu: Hvað svo þegar tímamótin eru liðin, ætlarðu þá að bíða eftir næstu áramótum til að breyta þér og láta drauma þína rætast? Eða þarftu að bíða eftir árinu 3000 til að druslast til að gera það sem þig langar til? Láttu upphaf ársins 2000 vera tilefni til allra hinna mestu og bestu breytinga, en... Vita skaltu að tækifærið, augnablikið, tíminn er ekki bara NÚNA þegar klukkan slær tólf á miðnætti á gamlárs- kvöld. Það er aðeins eitt sem kem- ur í veg fyrir að þú upplifir full- komið tilefni til breytinga, árþús- undamót lífs þíns og frelsið og möguleikana sem þeim fylgja hvenær sem þú vilt. Hugsunin í höfði þér, það sem þú trúir, það sem þú vilt. Ef þú vilt bíða eftir einhverjum tímamótum til að geta farið að lifa lífmu, þá bíddu. Bíddu í ár, öld eða lengur. En ef þú ætlar að bíða, rífðu þá orðin sem koma eftir næsta punkti úr blaðinu og reyndu að átta þig á þeim á meðan þú bíður eftir því að geta haldið áfram að vera til. Þú þarft ekki að bíða. Tímamótin eru þegar hver nýr dagur rís, hver alda kemur að landi, við hvert blik augna þinna. Tímamótin eru alltaf, núna. Teitur Þorkelsson tískan kl- 1E á hádegi og spyrja annan mann hvernig það sé að vera afbrýðisamur. Ég hef kannski tilfinninguna fyrir því í mér og get unnið út frá henni. Það sama gildir um geðveiki. í raun- inni er ekki svo langt að fara yfir og það er oft freistandi." Ingvar: „Það er bara spuming hvenær þetta er greint sem sjúk- dómur. Þegar menn fínna að þeir eru hættir að fúnkera eðlilega í líf- „Ætli það kraumi ekki smá geðveiki í okkur öllum. Þetta er bara spurning um sveiflur." • inu þá fara þeir til geðlæknis og það getur tekið mörg ár að greina þá sjúka.“ Baltasar: „Menn hafa oft verið greindir vitlaust. Læknar eru þá með ranghugmyndir um sjúkling- ana. Það er fullt af dæmum þar sem fólk hefur verið lokað inni á stofnunum og á alls ekki að vera þar.“ Miðlar með skitsófreníu Ingvar: „Menn eru enn að upp- götva svo margt um geðveiki. Það er tiltölulega stutt síðan að farið var að kalla þetta sjúkdóm. Miðað við aðra likamlega kvilla þá er þessi vísindagrein mjög ung. í gamla daga voru menn bara lokað- ir inni eða bundnir." Björn Jörundur: „Já, það er alltaf litið á fólk fram eftir öllu sem einhverja brjálæðinga sem er nátt- úrlega mjög neikvætt." Baltasar: „Stórhættulega brjál- æðinga. Annars er það misjafnt eft- ir tíma dagsins hversu mikið geð- veikin leitar á mann. Til dæmis mjög snemma á morgnana, þegar maður vaknar mjög harkalega, þá er ofboðslega auðvelt að verða geðveikur. Viðnámið e nefnilega minna." Ingvar: „Fólk er svo mis- jafnt. Þú ert kannski ósof- inn...“ Baltasar: „Illa soflnn og þessi tilflnning sprettur sko fram.“ Ingvar: „Þú hefur alla vega þá skynsemi fram að bera að gera þér grein fyrir að þú varst soldið pirr- aður í morgim." Baltasar: „Ja-á.“ Ingvar: „Og þú getur kennt ein- hverju um það. Eins og því að þú varst kannski illa sofinn eða svangur eða eitthvað. Þegar þú ert orðinn virkilega veikur þá spyrðu ekki um ástæðuna. Fólk sem þarf á hjálp að halda er hætt að greina á milli hvað var orsökin og hvað var afleiðing." Bjöm Jörundur: Já, já, það er veruleikaflrr ing. “ Ingvar: „Það eru til læknar sem segja blákalt að miðlar sem þykjast sjá framliðið fólk séu hreinlega með skitsófreníu. Læknarnir flokka sýnimar sem ofskynjanir." Baltasar: „Skitsófrenía sem er höfð að féþúfu." Bjöm Jörundur: „Vitlaust tengd rafmagnstafla.“ Þið œttuö kannski aö segja þetta viö Magnús Skarphéöinsson í Sál- arrannsóknarskólanum! Bjöm Jörundur: „Eða þessum útvarpsmiðlum. Þeir taka símann og geta greint manneskjuna hinum megin á línunni." Baltasar: „Þeir fletta bara upp í þjóðskrá." Bjöm Jörundur: „Já og þeir sem geta greint fólk svona em öragg- lega ekkert langt frá þessum mönn- um sem við vorum að leika.“ Raðnauðgari sem lemur ömmu sína Ingvar: „Ég held að það sé mjög stutt á milli geðveiki og snilligáfu. Það er hugmyndaauðgin. Heimur- inn hefur grætt mikið á geðveik- inni án þess að fatta það. Enda get- ur það geflð magnaðar hugmyndir að tala við sjúkling. Það er svo öfl- ugt ímyndunarafl hjá þessu fólki.“ Bjöm Jörundur: „Snillingur get- ur komið fram með alveg frábæra hluti þótt hann sé snarbilaður og algjör óhemja á öðmm sviðum." Baltasar: „Svo er það líka tíminn sem segir hvað er rétt. í dag er heimurinn pönnukaka og á morg- un er hann egg. Og ef þú sagðir að heimurinn væri egg þegar hann var pönnukaka þá ertu klikkaður." Ingvar: „Það em margir sem segja: „Ég fæddist á vitlausum tíma“. Ég er alveg viss um að það sé rétt.“ Baltasar: „Það þykir mjög flnt að vera á undan sinni samtíð." Bjöm Jörundur: „Það er miklu flottara en að missa af einhverju. Að geta gert tilkall til brautryðj- endaáhrifa." Ef þið horflð til baka, á ykkar lif, flnnið þið þá stundir sem þið vor- uð geðveikir? Bjöm Jörundur: „Nei, jú... jú, jú, auðvitað. Án þess ég ætli að útlista það.“ Ingvar: „Ja, það er að sjálfsögðu hægt að grafa ofan í sjálfan sig og aftur í tímann en sem betur fer hef- ur það alltaf verið skammvinnt." Baltasar: „Ég held að ég hafi stokkið gegnum tvöfalda rúðu á fjórðu hæð á blokk, utan frá. Ef það flokkast ekki undir væga geðveiki og rang- hugmyndir um eigið ágæti þá veit ég ekki hvað geð- veiki er.“ Er slík reynsla ekki hara jákvœö þegar hún er afstaöin? Ingvar: „Jú, ef þú kemur að hengiflugi í sambandi við sjálfan þig þá þekkirðu kannski svæðið þegar þú kemur þangað aftur og beygir í hina áttina." Var áskorun í því aö leika þessa kappa? Baltasar: Mér fannst mjög skemmtilegt að fá að leika þennan karakter vegna þess að hann er mjög ólíkur því sem ég hef gert í bíómyndum. Hann er miklu blíðari og mildari karakter heldur en fólk sér mig fyr- ir sér. Þetta var mjög ánægjulegt því flestir sjá mig fyrir sér sem fant og fúlmenni. Einu sinni sagði Jón Viðar að ég væri bara eins og þessir karakterar sem ég léki. Svona raðnauðgari og drykkjusjúklingur sem lemur ömmu sina líka.“ Ingvar: „Maður vonar alla vega að maður geti enn þá komið á óvart.“ Baltasar: „Þótt maður sé orðinn mjög svartsýnn á það.“ Við ræktum geðveiki Loks birtist Hilmir Snær i dyra- gættinni og er fyrirvaralaust spurður út í eigin geðsýki. Hilmir: „Ætli það kraumi ekki smá geöveiki í okkur öllum. Þetta er bara spuming um sveiflur og ef- laust eru sveiflur í manni. Kannski stærri hjá okkur sem stundum þessa vinnu.“ Baltasar: „Þú talar ekkert um að við séum hreinlega að rækta geð- veiki.“ Hilmir: Jú, við eriun náttúrlega að vinna við það.“ Baltasar: „Maður þarf að verða brjálaður með engum fyrirvara uppi á sviði. Það þarf að hafa allar tilfinningar galopnar." Hilmir: „Já, það er nauðsynlegt að rækta illgresið í garðinum sínum.“ Tekur það ekkert á í dag- lega lífinu? Hilmir: „Jú, það getur gert það.“ Ingvar: „Já, spurðu bara kon- umar okkar.“ Hilmir, hefur þú einhvern tíma gert eitthvaö sem má flokka undir geöveiki? Hilmir: „Oft. Því miður.“ Hefuröu stokkiö inn um tvöfalda rúöu á blokk? Hilmir: „Nei, ekki enn þá. Eitt af því sem ég á eftir er að stökkva inn um glugga." Baltasar: „Byrjaðu á fyrstu hæð.“ -AJ Dýrsleg tíska Tískuverslanir Reykjavíkur virðast vera að fyllast af vörum úr dýrahúð eða að minnsta kosti vörum sem virðast vera úr dýra- húð. Sebra-, hlébarða- og kúa- mynstur virðast vera sérstaklega vinsæl efni í föt og fylgihluti. Margir hafa velt fyrir sér hvort kúariðan á Bretlandi hafi haft þama einhver áhrif. Hver svo sem ástæðan er þá er þessi dýratíska urrandi töff og dýrsleg í meira lagi. Mi °t0r_ Háhælaðir skór með hlébarðamynstri. Oas- is, kr. 5.895 » 4 < 1 < 30. desember 1999 f ókllS 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.