Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR 2000 Fréttir i>v íslensk stórskotahríð í bandarísku sjónvarpi: Mig langaði heim - segir íslensk kona sem horfði á áramót í Reykjavík á bandarískri sjónvarpsstöð „Mig langaði heim,“ segir Sigríður Sveinsdóttir Early, en hún og eigin- maður hennar, Brian Early, búa í bæn- um Bullwille í New York-ríki í Banda- ríkjunum og voru að fylgjast með beinni útsendingu sjónvarpsstöðvar- innar NBC frá áramótagleðskap á ýms- um stöðum umhverfis jörðina á gaml- ársdag og urðu vitni að stórskotahríð Reykvíkinga um miðnættið. „Við byijuðum að horfa á dagskrána um sexleytið og fylgdumst með flugeld- um um alla Evrópu. Rétt fyrir sjö var ég einmitt að hugsa hvort sýnt yrði frá íslandi en ég bjóst ekki við að það myndi verða vegna þess að það er svo lítið land. Ég var því voðalega hissa þegar ég sá nafnið Iceland á skjánum," segir Sigríður. Vinirnir gáttaöir „Sjónvarpsmennimir voru í flugvél suðvestur af Reykjavík, aö ég held, og útsendingin stóð yíflr í um tvær mínút- ur. Þeir sögðu sérstaklega frá því að flugeldana hefði fólkið keypt og skyti sjálft upp en ekki ríkið eins og í öðrum löndum. Ég var afskaplega montin af þessu öllu og þegar við fórum í veislu á eftir hjá vinafólki okkar var þar fólk sem hafði einmitt séð útsendinguna frá íslandi. Þeim fannst það bæði mjög undarlegt að íslendingar skyldu mega skjóta upp flugeldum en það er bannað á flestum stöðum hér og í öðru lagi voru þeir alveg gáttaðir á að þetta skyldi vera svona mikið,“ segir Sigríð- Fleiri flugeldaslys Þrátt fyrir að skemmtanahald lands- manna hefði farið vel fram víðast hvar um landið urðu fleiri og alvarlegri slys af völdum flugelda um þessi áramót en síðustu ár. Tuttugu manns þurftu að fara á slysavarðstofu á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt vegna óhappa af völd- um flugelda og urðu tvö fremur al- varleg slys. Slysavamafélagið Landsbjörg vill herða eftirlit með innflutningi á flugeldum. Að sögn Péturs Aðal- steinssonar, starfsmanns félagsins, er talsvert af ólöglegum og hættu- legum flugeldum í umferð. -GLM ur og er ánægð með að vinir hennar úti gætu séð hvemig hlutimir ganga fyrir sig um áramót á Islandi. Flugeldamir em einmitt það sem Sig- ríður segist sakna mest frá áramótagleð- inni á íslandi. En hvað var hún að hugsa þegar hún sat fyrir framan sjón- varpið og horfði í beinni úsendingu á landa sína fagna nýju ári? „Að mig lang- aði að vera heima. Það er svo mikill spenningur í lofti. Hvert sem maður lít- ur upp og hvemig sem maður snýr sér í hringi þá eru flugeldar alls. Ég klökkn- aði og fékk í hjartað þegar ég horfði á þetta," segir Sigríður. -GAR Himinninn yfir höfuðborginni Ijómaði um áramótin enda var flugeldasala 30% meiri en í fyrra. DV-mynd PÖK Aramótabombur j j HJMEMI í dag eru allir svo fyndnir í sjón- varpinu að sú ábyrgð sem hvílt hefur á umsjónarmönnum Áramótaskaups- ins, að vera ofboðslega fyndnir og tryggja að landinn fari hlæjandi inn í nýtt ár, er ekki sú sama og áður. Sófa- kómík að erlendum og innlendum hætti fyllir allar dagskrár og beinar útsendingar frá Alþingi eru fastur lið- ur í sjónvarpinu. Landinn glottir út I annað og hlær kannski af og til. Gamlárskvöld er ekki ónýtt þó skaup- ið sé lélegt. Og af því að yfirleitt er svo mikið af lélegu efni í boði á sjón- varpsstöðvunum nenna menn ómögu- lega að gera veður út af lélegu skaupi. Enn eitt skaupið, enn eitt gamlárs- kvöldið. Allt er eins og það hefur alltaf verið. Hvernig fannst þér skaupið? Svona ... lala. Það voru góð atriði inn á milli. Skaupið stal ekki senunni þetta árið frekar en venjulega. En það gerðu veðurfræðingarnir og tölvunerðirnir. Þeir spáðu, hvorir í sínu horni, áramótabombu. Veður- fræðingarnir í formi lægðar sem valda mundi ruddaveðri á gamlárs- kvöld og tölvunerðirnir í formi tauga- áfalls tölvukerfa heims vegna hins margtuggna 2000-vanda. Menn þorðu ekki annað en taka mark á þessum sérfræðingum. Hunsuðu menn veðurfræðing- ana áttu þeir á hættu að hafa eytt tugum þús- unda króna í rakettur og blys án þess að fá þeirra notið um áramótin. Hunsuðu menn 2000- kallana áttu þeir á hættu að þurfa að greiða fyrir viðgerðir og vesen upphæðir sem næmu margfaldri þeirri upphæð sem kostaði að taka mark á 2000-köllunum og koma í veg fyrir 2000- vandann. Veðurfræðingamir sögðu mönnum að fara varlega með peningana meðan tölvunerðimir sögðu mönnum að spara hvergi. Strax daginn fyrir gamlársdag var ljóst að spár um ruddaveðrið mundu ekki standast og menn keyptu rakettur eins og óðir væru. Strax á nýársnótt var aðalfréttin sú að 2000-vanda hafði hvergi orðið vart. Dagfari hefur tilhneig- ingu til að ætla aö 2000-kallamir hafi málað skrattann á vegginn og skapað sér atvinnu sem aldrei fyrr. Fréttirnar um að enginn 2000-vandi hefði orðið gátu þýtt að enginn slíkur vandi hefði verið fyrir hendi eða hann stórlega ýktur. Eða þá að forvarnaraðgerðir tölvunarðanna hefðu tekist með ágætum. Dagfari hefur lært það eftir atburðarás síðustu daga ársins að taka hvorki mark á veðurfræðingum né tölvunörðum eða 2000-köllum. Hann eyddi í trássi við veðurfræðingana og sparaði í trássi við 2000-kallana. Og hló að öllu saman eins og að Jeppa á Fjalli sem ekki vissi hvort hann drakk af því að konan hans lamdi hann eða hvort konan lamdi hann hann af því að hann drakk. Dagfari sandk Óskhyggjan Hannes Hólmsteinn Gissurar- son „alfræðispekingur" setti fram þrjá spádóma í umræðuþætti í Sjón- varpinu fyrir nokkrum dögum. Hann fékk svo einhverja bakþanka og vildi bæta einum „spá- dómnum" við. Sá var um það að Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknarflokkur- inn myndu ekki sameinast á næstu árum a.m.k. Þáttar- stjórnanda varð skiljanlega á að hlæja að þessum „ekki-spádómi“ en það mun vera ein heitasta ósk Hannesar Hólmsteins að Sjálfstæðisflokknum takist að inn- lima Framsóknarflokkinn. Þrátt fyr- ir ástandið í Framsóknarflokknum þessa dagana eru ekki líkur á að Hannesi verði að þessari ósk sinni í nánustu framtíð a.m.k. Ekki aldamót strax í umræddum sjónvarpsþætti átti að ræða stöðu ýmissa mála um alda- mótin og var greinilega lagt upp með að þau væru að eiga sér stað um þess- ar múndir. Hins vegar vildi svo óheppilega til að einn af gestun- um í þættinum var stjarnfræðingurinn Þorsteinn Sæ- mundsson og hann sló vopnin strax úr höndum þeirra sem stjórnuðu þættinum og tóku þátt í honum. Stjörnufræðingurinn lýsti því yfir á sannfærandi hátt að engin aldamót væru fyrr en i árslok á því ári sem er nýlega gengið í garð, menn gætu reyndar haldið upp á aldamót hvenær sem þeir vildu, en það breytti ekki þeirri staðreynd. Eft- ir „áminningu" stjömufræðingsins var lítið rætt um aldamót á þeim nót- um sem lagt var upp með í upphafi þáttarins. Tilviljun? Frá því var gengið formlega sl. þriðjudag að Valgerður Sverrisdótt- ir yrði ráðherra iðnaðarmála, auk þess sem hún verður ráðherra við- skipta í landinu. Sama dag var efnt til fundar í kjördæmi hennar á Akureyri þar sem At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Akur- eyrarbær og orku- svið Fjárfestingar- stofu undirrituðu samstarfssamning um framhald vinnu við staðarvalsathuganir og undirbúning á mögulegri uppsetn- ingu stóriðju á Eyjafjarðarsvæðinu. Að öllum líkindum var þama um skemmtilega tilviljun að ræða, enda munu menn i Eyjafirði nú horfa stíft til nýja ráðherrans og fylgjast vel með því hvort Valgerður getur ekki redd- að eins og einni „stóriðju“ í Fjörðinn. Alveg grjóthörð Annars er það af Valgerði Sverris- dóttur að segja að hún verður grjót- hörð á því að keyra í gegn Fljótsdals- virkjun og byggingu álversins í Reyð- arfirði. Allt „plottið“ i kringum Finn fyrrver- andi gengur upp, Val- gerður sér um að landa þeim málum. í kosningunum 2003, þegar búið verður að sameina kjör- dæmið hennar og Austurland, verður hún 1. þingmaður Framsóknar- flokksins og slær í gegn og HaUdór Ásgrímsson verður kominn í framboð í höfuðborginni og stefnir á forsætis- ráðherrastólinn. Hvað verður um Pál Pétursson veit enginn en er það ekki skemmtileg tilviljun að konan hans Finns Ingólfssonar skuli hafa átt hug- myndina sem leiddi til alls þessa? Umsjón: Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkom @fT. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.