Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 10
10
2000 MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR
Fréttaljós
Deilurnar í Tónlistarskóla Garðabæjar:
Sky ri ngar vantar
- nýr skólastjóri á erfitt verk fyrir höndum
Hörð hríð hefur dunið á Tónlist-
arskóla Garðabæjar undanfarnar
vikur. Þessi öflugi skóli með um 320
nemendur og 40 kennara hefur leik-
ið á reiðiskjálfí vegna deilna. Ekki
er fyrirséð hvernig eða hvort nýjum
skólastjóra tekst að halda utan um
starfsemina, sem „búið er að brjóta
í mola“, svo vitnað sé til orða eins
af kennurum skólans. Eitt er víst,
það verður ekki auðvelt fyrir hinn
nýja skólastjóra að taka við stjórn-
artaumunum eins og mál hafa skip-
ast að undanfórnu.
Orrahríðin hófst um leið og og
bæjarstjórn tók ákvörðun um að
ráða Agnesi Löve í starf skólastjóra
Tónlistarskólans. Gísli Magnússon,
fráfarandi skólastjóri, hætti vegna
aldurs. Hann var vel liðinn og hafði
náð upp góðum starfsanda í skólan-
um þar sem allir lögðust á eitt um
metnaðarfullt og öflugt starf.
Allmargar umsóknir bárust um
starfið. Var sett saman nefnd sem
hafði það hlutverk að ræða við um-
sækjendur. Hún mælti með þremur
þeirra þegar umsóknirnar fóru fyr-
ir skólanefnd. Skólanefndin taldi
Smára Ólason, yflrkennara við skól-
ann, hæfastan. Greiddi öll nefndin
honum atkvæði, að Birni Pálssyni,
Sjálfstæðisflokki, undanskildum.
Síðan fór málið fyrir bæjarráð.
Bæjarstjórn gegn Smára
Bæjarráð tók ekki afstöðu til
ráðningarmálsins en vísaði því
áfram til bæjarstjórnar. Þar kvað
við annan tón heldur en í skóla-
nefnd því bæjarfulltrúar greiddu
öðrum umsækjanda, Agnesi Löve,
atkvæði sín, allir sem einn.
Kennarar brugðust ókvæða við.
Þeir skrifuðu allir undir skjal þar
sem þeir mótmæltu ráðningu Agn-
esar. Eindreginn vilji þeirra var að
Smári yrði ráðinn í starfið. Þá vís-
uðu þeir í reglugerð skólans þar
sem segir að bæjarráð ráði „skóla-
stjóra og aðra fasta starfsmenn að
fengnum tillögum skólanefndar".
Töldu kennararnir að ekki væri far-
ið aö reglum þegar ráðningin var
sett í hendur bæjarstjórnar.
Kennarar hertu enn róðurinn og
báru mótmæli við ráðningunni i
hvert hús í Garðabæ. Formaður
skólanefndar var einnig afar ósáttur
við ákvörðun bæjarstjórnar og
kvaðst mundu segja af sér ef hún
yrði látin standa. Yfirkennarinn
sagði við DV að hann myndi ganga
út um áramót ef hann fengi ekki
skýringar frá bæjaryfirvöldum á af-
greiðslu umsóknar sinnar. Fleiri
kennarar hugsa sér til hreyfings ef
Agnes verður ráðin. Foreldrar í
Garðabæ hafa safnað undirskriftum
Foreldrar söfnuöu undirskriftum þar
iö aö söfnuninni.
þar sem bæjarstjóm var hvött til að
fara eftir tillögu skólanefndar sem
sem bæjarstjórn var hvött til aö fara aö tillögu skólanefndar. Á myndinni er unn-
DV-mynd Hilmar Þór
Snörp átök urðu um nýbyggingu tónlistarskólans fyrir fáeinum árum þar sem bæjarstjóri vildi minnka bygginguna
miöað viö teikningar en skólastjóri og yfirkennari ekki.
Utsala
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hótel, Sigtúni.
Mánudaginn 3. jan. til sunnudagsins 9. jan.,frá kl. 13-19.
Allt að 40% afsláttur ef greitt er með korti
5% aukaafsláttur við staðgreiðslu
HÓTEI,
REYKJAVIK
Verðdæmi Stærð: Verð áður: Nú star.:
Pakistan sófaborðsstærð, Tabriz frá Iran, Balutch-bænamottur og margt, margt fleira ca 125x175-200 ca 2x3, 33-42.600 103.800 10-16.200 27.900 64.800 8.900
Raðgreiðslur
T'ófratepp/^
861 4883
hefði tekið ákvörðun á faglegum for-
sendum.
Þrátt fyrir fundahöld bæjarráðs
með skólanefnd og kennurum hefur
ekki tekist að leysa málið. Það er í
hörðum hnút sem kennarar hafa
enn hert með ályktun þess efnis að
þeir vilji að staðan verði auglýst á
nýjan leik.
Vantar skýringar
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem fram hafa komið er haldið með
óvenjulegum hætti á ýmsum atrið-
um er varða ráðningu í skólastjóra-
starfið. Spyrja má hvers vegna bæj-
arráð hafi ekki tekið ákvörðun í
málinu eins og kveður á um hlut-
verk þess í reglugerð skólans. Þá
vekur þáð athygli, að atkvæða-
greiðsla í bæjarstjórn skyldi vera
leynileg samkvæmt beiðni Erlings
Ásgeirssonar, fulltrúa Sjálfstæðis-
flokks.
Fréttaljós
Jóhanna Sigþórsdóttir
Eins vekur það athygli að Smári
Ólason hefur ekki fengið afdráttar-
laus svör við þvi á hvaða forsendum
Agnes var talin hæfari heldur en
hann, þrátt fyrir ít-
rekaðar fyrirspum-
ir þar um. Hitt virð-
ist standa að gögn
sem hann lét fylgja
umsókn sinni fóru
aldrei fyrir allar
þær nefndir og ráð
sem um málið fjöll-
uðu. Þetta fullyrðir
formaður skóla-
nefndar. Umrædd
gögn voru m.a. með-
mæli og fleira sem
yfirkennarinn vildi
koma fyrir sjónir
forráðamanna bæj-
arins. Sambærileg
gögn annarra um-
sækjenda voru „ljós-
rituð bak og fyrir“
og látin fylgja um-
sóknunum. Kennar-
ar skólans ályktuðu sérstaklega
vegna meðferðar gagna yfirkennar-
ans. Hér að framan eru nokkur at-
riði sem bæjaryfirvöld verða að gefa
skýringar á, vilji þau forðast ólykt
af málinu.
Átök um nýbyggingu
í þeirri miklu umræðu sem orð-
ið hefur um ráðningu nýs skóla-
stjóra tónlistarskólans hafa skotiö
upp kollinum gömul ágreiningsmál
forráðamanna skólans við bæjaryf-
irvöld. Þegar taka átti ákvörðun um
nýbyggingu hans fyrir 2-3 árum
urðu snarpar deilur milli bæjar-
stjóra annars vegar og skólastjóra
og yfirkennara hins vegar um stærð
hússins. Bæjarstjóri vildi minnka
það miðað við teikningar en skóla-
menn vildu ekki gefa það eftir. Þar
gekk yfirkennarinn snarplega fram,
svo og í fleiri hagsmunamálum skól-
ans.
Ólafur Elíasson, kennari við skól-
ann, sagði við DV að það væri mat
allra sem hann hefði talað við innan
skólans að nú væri Smári Ólason
„að verða fyrir persónulegri óvild
bæjarfulltrúanna" með því að hafna
honum í starf skólastjóra. Bæjar-
stjórn hafi þegar „valdið miklum
skemmdum á góðum skóla með
þessum hrossakaupum".
Bæjaryfirvöldum er vandi á
höndum. Velferð öflugs og metnað-
arfulls tónlistarskóla er í veði. Tím-
inn einn getur leitt í ljós hvort val
þeirra á nýjum skólastjóra var skref
fram á við eða til baka.
I H
|t>