Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 40
Virniingstölurlaugardaginn: 31.
?8 720127
Aukaútdráttur: 4 -
Jókertölur
vikunnar:
-15 -24- 28
1 5 5 5 3
Vinningar Fjöldl vinninga Vinnings- upphæð
1. 5 af 5 0 4.608.890
2. 4 af 5+TííS 3 380.990
3. 4 af 5 137 6.770
4. 3 af 5 3.686 580
hBfrettaskotið
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
m 550 5555
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
Enginn 2000-
vandi
Lítið bar á 2000-vanda hérlendis og
virðast fyrirtæki landsins hafa verið
samtaka í að ráðast að þessum vanda
með miklum viðbúnaði og góðum
undirbúningi.
Hjá Skýrr unnu um 50 manns um
helgina við að fara yfir tölvukerfi fyr-
irtækisins sem reyndist hafa staðist
2000-vandann.
Þrátt fyrir að 2000-vandinn hafi
ekki látið á sér kræla um helgina eru
sérfræðingar sammála um að dagur-
inn í dag verði prófsteinninn því þá
sé fyrsti almenni vinnudagurinn í
bönkum, fjármálastofnunum og í öðr-
um tölvuvæddum fyrirtækjum. -GLM
Áramót:
Lítið um ölvun-
arakstur
Lögreglumenn víða á landsbyggð-
inni eru sammála um að áramótin
hafi farið vel fram og ekki verið erflð-
ari en undanfarin ár þrátt fyrir flug-
eldadýrð og mikið skemmtanahald.
Áróður Umferðarráðs og trygg-
ingafélaganna í desember virðist hafa
skilað árangri því ölvunarakstur var
ekki áberandi og má m.a. nefna að í
Vestmannaeyjum var enginn tekinn
fyrir ölvunarakstur um áramótin,
einungis tveir á Akranesi og tveir á
Akureyri. -GLM
Séra Pálmi Matthíasson meö ferming-
arbörnunum Kristínu Helgu Kjaran
Jónsdóttur og Gylfa Aroni Gylfasyni.
_ Fermd árið 2000
Fyrsta ferming ársins 2000 fór fram
i Bústaðakirkju í gær. Þá voru fermd
þau Kristín Helga Kjaran Jónsdóttir og
Gylfi Aron Gylfason. Séra Pálmi
Matthíasson, sem fermdi þau Kristínu
og Gylfa, segir slíkar kirkjulegar at-
hafhir ekki einsdæmi yfir hátíðamar.
„Þær tengjast oft því þegar fólk sem
býr erlendis kemur heim um jól. Þess-
ir krakkar bjuggu báðir í hverfmu en
búa nú erlendis. Þau vildu fermast í
sinni heimakirkju," segir Pálmi. Krist-
ín býr í Noregi en Gylfi í Bandaríkjun-
um. „Gylfi hefur verið í fermingar-
fræðslu hjá mér með fjarkennslu. Við
höfum verið í samskiptum á Netinu.
Kristín hefur notið fermingarfræðslu
hjá norsku kirkjunni," segir séra
Pálmi. -GAR
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fékk blíöar móttökur hjá fyrrum skólafélögum sínum úr Vogaskóla, Friöriki
Þór Friörikssyni kvikmyndaleikstjóra og Einari Má Guðmundssyni rithöfundi, er kvikmynd þeirra, Englar alheimsins,
var frumsýnd á nýársdag. Gagnrýnandi DV fjallar um myndina á bls. 16. DV-mynd Hari
Eldur í Sel-
ásskóla
Slökkviliðið í Reykjavík var kall-
að út að Selásskóla um hálfellefu í
gærkvöld vegna flugelds sem skotið
hafði verið inn um glugga á skólan-
um. Eldur kviknaði við það í máln-
ingargeymslu í norðausturálmu
skólans og logaði glatt en staðbund-
ið þegar slökkviliðið kom á staðinn.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn en
reykskemmdir eru taldar þónokkuð
miklar í norðausturálmu skólans.
Slökkviliðið í Reykjavík var kallaö út
vegna eldsvoöa í Selásskóla í gær-
kvöld. Flugeldi haföi veriö skotiö
inn um glugga á skólanum.
DV-mynd HH
DV kannar afstöðu kjósenda til þess hver hagur þeirra verði á næstu árum:
Landinn bjartsýnn
um hag sinn
- meirihluti telur að hagur sinn verði svipaður eða betri
Landinn er bjartsýnn um hag
sinn um árþúsundamót og virðist
treysta á stöðugleikann. Meiri-
hluti landsmanna telur þannig að
hagur sinn verði svipaður á næstu
árum og ríflega fjórðungur telur
að hann verði betri. Innan við
fimmtungur telur hins vegar að
hagur sinn eigi eftir að versna.
Þetta eru meginniðurstöður skoð-
anakönnunar DV sem gerð var
dagana 28. og 29. desember.
Spurt var: Telur þú að hagur
þinn verði svipaður, betri eða
verri á næstu árum? Úrtakið var
600 manns, jafnt skipt á milli
kynja sem og höfuðborgarsvæðis
og landsbyggðar.
Einungis 1,8 prósent voru óá-
Hagur landsmanna
- á næstu árum
kveðin eða neituðu að
svara. 98,2 prósent
tóku þyí afstöðu til
spurningarinnar sem
gefur til kynna að fólk
hafi mjög ákveðnar
hugmyndur um hver
hagur þess verði á
næstu árum.
Ef einungis er litið
til þeirra sem afstöðu
tóku sögðu 55,7 pró-
sent að hagur sinn
yrði svipaður á næstu
árum. 27,2 prósent
sögðu að hann yrði
betri en einungis 17,1
prósent sagði að hagur
sinn yrði verri. Ljóst
Veðrið á morgun:
Snjókoma með
köflum
suðaustanlands
Norðaustan 10-15 m/s verða
suðaustanlands og dálítil
snjókoma með köflum en mun
hægara annars staðar og þurrt að
kalla. Eins til sex stiga frost
verður víðast en um frostmark
allra syðst.
Veðrið í dag er á bls. 60.
er því að bjartsýni er rikjandi í
hugum flestra um þessar mundir.
Bjartsýni í borgarsvæði
Ekki reyndist marktækur mun-
ur á afstöðu kynjanna til spurn-
ingarinnar. Ef spumingin er skoð-
uð með tillitil til búsetu kemur
hins vegar i Ijós að fleiri á lands-
bygginni en höfuðborgarsvæðinu
telja að hagur sinn verði svipaður
á næstu árum. Dæmið snýst síðan
við þegar svör þeirra sem telja að
hagur sinn verði betri eru skoðuð.
Fleiri íbúar höfuðbogarsvæðis en
landsbyggðar eru bjartsýnir. Ekki
er marktækur munur þegar svör
hinna svartsýnu eru greind eftir
búsetu. -hlh
^!Érk!lÉg/^erk!veuT
brother pt-i?qq_
Islenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar í tvær línur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Slmi 554 4443