Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR 2000
15
Málstaður í meðbyr
Ein stærstu tíðindi
ársins 1999 hér innan-
lands eru sá mikli
meðbyr sem Vinstri-
hreyfingin - grænt
framboð hefur fengið
meðal landsmanna.
Flokkurinn varð til á
síðasta vetri, fékk
rúm 9% í alþingis-
kosningum í maí og
hefur síðan mælst
með vaxandi fylgi í
skoðanakönnunum.
Þessi unga hreyfing
hefur þannig á aðeins
einu ári náð að festa
sig í sessi sem stjórn-
málaafl sem taka
verður tillit til.
Traust
málefnastaða
Afar góð samstaða tókst með
þeim sem unnu að stofnun ílokks-
ins seinni hluta árs 1998. Stefnuyf-
irlýsing sem þá varð til tók með
skýrum hætti á öllum helstu þjóð-
málum. Umhverfisvemd og græn
gildi voru þar efst á blaði ásamt
klassískum stefnumálum vinstri
manna. Jafnrétti, félagslegu rétt-
læti og eflingu byggðar er gert hátt
undir höfði í stefnuyfirlýsingunni.
í utcmríkismálum vill flokkurinn
að ísland skipi sér utan hernaðar-
bandalaga og aðild að Evrópusam-
bandinu er hafnað þar eð hún
myndi skerða fullveldi landsins og
forræði þjóðarinnar yflr auðlind-
um lands og sjávar. Auðvelt var að
tala fyrir þessum málefnum í
kosningabaráttunni og þau gáfu
flokknum augljósa
sérstöðu sem margir
kunnu að meta.
Dugmikill
þingflokkur
Úrslit kosninganna
urðu sigur fyrir mál-
stað Vinstri-grænna,
eins og nú er tíðkað
að kalla flokkinn. Til-
raunir sem gerðar
voru til að fæla kjós-
endur frá U-listanum
með hræðsluáróðri
um að með því að
kjósa hann væru
menn að kasta at-
kvæðum á glæ
mistókust. í flestum
kjördæmum hlaut
Vinstrihreyfingin - grænt fram-
boð góðan stuðning sem nægði fyr-
ir sex þingsætum. Tekið var til
þess hversu samhentir frambjóð-
endur flokksins reyndust vera og
þar var á ferð skemmtileg blanda
reyndra stjórn-
málamanna og ný-
liða.
Þingflokkur VG
vakti sem heild
mikla athygli fyr-
ir vaska fram-
göngu á stuttu
sumarþingi og
mikið hefur reynt
á hann á haust-
þinginu. Þar hefur
skýr málefnastaða
og góður undir-
búningur skilað
miklu, meðal ann-
ars í stóriðjumál-
unum sem hæst hefur borið en
einnig i vönduðum tillögum í
byggða- og velferðarmálum. Marg-
ir spyrja sig nú hvernig stjómar-
andstaðan hefði litið út án Vinstri-
grænna.
Grasrótarstarf fram undan
Á fyrsta landsfundi VG, sem
haldinn var á Akureyri um vetur-
nætur, voru stefnumið flokksins
dýpkuð og skerpt og gengið frá
starfsáætlun til næstu ára. Mikið
verk er fram undan fyrir þennan
nýja flokk og ljóst að bæði félagar
og stuðningsmenn hafa til hans
Kjallarinn
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrv. alþingismaður
„Þingfíokkur VG vakti sem heild
mikla athygli fyrir vaska fram-
göngu á stuttu sumarþingi og
mikið hefur reynt á hann á haust-
þinginu. Þar hefur skýr málefna-
staða og góður undirbúningur
skilað miklu, meðal annars í stór-
iðjumálunum sem hæst hefur
borið.....u
landsfundur
Á AKUREYRí
VINSTRIHREYFil
grœnt frambc
Landsfundur VG á Akureyri, formaður í ræðustóli. Þar voru stefnumið
flokksins dýpkuð og skerpt og gengið frá starfsaætlun til næstu ára, seg-
ir greinarhöfundur m.a.
miklar væntingar. í umdeildustu
málum samfélagsins á sviði virkj-
ana og orkunýtingar reynir áfram
á forystusveit Vinstri-grænna og
skoðanasystkini í öðrum stjórn-
málaflokkum og frjálsum félaga-
samtökum.
Svipuðu máli gegnir um baráttu
vegna einkavæðingar, við vaxandi
ójöfnuð og afleiðingar rangrar
fiskveiðistjórnunar. En flokkurinn
ætlar sér líka mikið hlutverk í
grasrótarstarfl þar sem gildir að
opna gagnkvæmar boðleiðir, koma
á framfæri fræðslu og upplýsing-
um og gera sem flesta að virkum
þátttakendum.
Nærumhverfi hvers og eins
kallar á græna hugsun og róttæk-
ar breytingar. Sækja má margar
hugmyndir í staðardagskrá 21.
Hvert byggðarlag hefur við sértæk
viðfangsefni að kljást, bæði lands-
byggð og höfuðborgarsvæði. Alls
staðar hafa vinstri-grænir land að
yrkja og það er ekki eftir neinu að
bíða að hefjast handa.
Hjörleifur Guttormsson
Hæfasti maðurinn i starfið
Það er fagnaðarefni að nú skuli
hafa verið ráðinn yfirburðamaður
á sviði viðskipta og hagfræði í
stöðu Seðlabankastjóra. Sem
kunnugt er hafði þessi staða verið
laus lengi enda fannst enginn af-
burðamaður í starfið. Uns Finnur
Ingólfsson viðskiptaráðherra hjó á
hnútinn og gaf kost á sér. Gekk
hann svo langt að sækja um starf-
ið þó að fram hafi komið að hann
telji ekki rétt að auglýsa slíkar
stöður.
Vart umdeild niöurstaöa
Finnur Ingólfsson er Islending-
um að góðu kunnur. Þarf ekki að
tíunda að menntun hans og
reynsla voru mun meiri en ann-
arra umsækjenda þegar allt var
tekið saman. Finnur hefur próf í
viðskiptafræði frá Háskóla ís-
lands. Þá hafði hann einn umsækj-
enda reynslu af þvi að vera gjald-
keri Framsóknarflokksins. Þarf
ekki að fara mörgum orðum um
það hve vandasamt starf það er,
ekki síst á þeim árum því að þá
var Framsóknarflokkurinn næst-
stærsti flokkur þjóðarinnar.
Fagmennska einkenndi þessa
stöðuveitingu og gætu aðrar þjóð-
ir tekið vinnubrögðin til fyrir-
myndar. Banka-
ráð Seðlabank-
ans eyddi heil-
um tveimur tím-
um í að vega og
meta allar um-
sóknir og komst
að þeirri niður-
stöðu eftir vand-
aða vinnu að
Finnur væri
hæfastur. Kom
þetta nokkuð á
óvart þar sem
margir hæfir
umsækjendur
voru um stöðuna og þó ekki í ljósi
ótvíræðrar hæfni Finns mun nið-
urstaðan vart verða umdeild.
Seölabanki og Landsvirkjun
Þá er ógetið mikilvægrar
reynslu Finns af málefnum Lands-
virkjunar. Lengi var siðvenja að
forysta i Landsvirkjun og Seðla-
bankanum fylgdist að. Með komu
Finns i Seðlabankann eru allar for-
sendur fyrir hendi að þessi gamli
og góði siður verði endurvakinn.
Færi vel á því að Finnur
stýrði hvorutveggja.
Vandasamt verður að
stýra Seðlabankanum á
nýrri þúsöld.
Rætt er um þenslu í
þjóðfélaginu og óhag-
stæðan viðskiptajöfnuð.
Gefur auga leið hvílíkur
fengur er að Finni til for-
ystu í bankanum á þess-
um erfiðu tímum. Und-
anfarið hefur hann lagt
nótt við dag við að
hleypa af stokkunum
framkvæmdum við nýtt
álver sem eru afar mikil-
vægar til að draga úr
þenslu í samfélaginu.
Þekking Finns á Lands-
virkjun mun eflaust nýt-
ast honum vel í baráttu
við viðskiptahallann. Fá fyrirtæki
hafa verið rekin betur en Lands-
virkjun hin síðari ár.
Skuldastaða Landsvirkjunar er
með miklum ágætum, raunar svo
að ástæða væri til að óttast um er-
lendar skuldir íslendinga ef ekki
væri fyrir hinn mikla hagnað
þjóðarbúsins af Landsvirkjun sem
Finnur hefur einmitt dregið skýrt
fram að undanfornu. Þó að lang-
skólamenntun í hagfræði sé mikil-
væg verður að hafa í huga, að ís-
land er nú hluti af alþjóðahagkerf-
inu.
Það er mikilvægt að í starf
Seðlabankastjóra veljist veraldar-
vanur heimsmað-
ur eins og Finnur
Ingólfsson, maður
sem þykir glæsi-
legur í útliti og
framgöngu og mun
veröa íslendingum
til sóma. Það mun
verða tekið eftir
rödd Finns á al-
þjóðavettvangi.
Ein skuggahlið
Á þessum far-
sælu lyktum er þó
ein skuggahlið.
Fram hefur komið
að meginástæða
þess aö Finnur
lætur nú af óeigin-
gjörnu starfi sínu
sem ráðherra fyr-
ir þjóðina og hættir í stjórnmálum
eru óbilgjarnar árásir og gagnrýni
á Framsóknarflokkinn og hina
óeigingjörnu leiðtoga hans. Þykir
Finni greinilega nóg komið.
Það er ástæða til þess að
áminna menn um að aðgát skal
höfð í nærveru sálar. Ekki gengur
til lengdar að aðrir stjórnmála-
menn gagnrýni Framsóknarflokk-
inn svo mjög að ráðherrar hans
haldist ekki í starfi, þó að þær
árásir hafi nú haft þá farsælu
aukaverkan að hæfasti einstak-
lingurinn skyldi fallast á að verða
bankastjóri Seðlabankans.
Ármann Jakobsson
„Fagmennska einkenndi þessa
stöðuveitingu oggætu aðrarþjóð-
ir tekið vinnubrögðin til fyrir-
myndar. Bankaráð Seðlabankans
eyddi heilum tveimur tímum í að
vega og meta allar umsóknir og
komst að þeirri niðurstöðu eftir
vandaða vinnu að Finnur væri
hæfastur. “
Kjallarinn
Ármann
Jakobsson
íslenskufræöingur
Með og
á móti
Er komið að því að
íslandsmeistaratitillinn í
körfuknattleik fari tii liðs
utan Suðurnesja?
Spennan í urvalsdeildinni i
körfuknattleik er mjög mikil og
margir eru þeirrar skoðunar að
íslandsmeistaratitillinn fari loksins
til liðs utan Suðurnesja. Líta menn
þá einkum og sér í lagi til KR,
Hauka og Tindastóls.
Tími kominn
til breytinga
„Það er mín
skoðun að
virkilega sé
kominn tími á
þessa svoköll-
uðu hefð að tit-
illinn fari alltaf
suður fyrir ál-
ver.
Að mínu
mati eru kom-
in nokkur lið
fyrir utan Suð-
urnesin sem gera tilkall til titils-
ins nú þegar síðari hluti keppn-
innar í úrvalsdeildinni stendur
fyrir dyrum. Þar má nefna lið
eins og Hauka, KR og Tindastól.
Öll þessi lið geta nartað í doll-
una. Síðan útiloka ég ekki lið
eins og KFÍ. Við veröum sýnd
veiði en ekki gefin á nýju ári.
Ég tel að lið eins og Njarðvík
og Keflavik séu alls ekki jafn-
ósigrandi og þau hafa verið til
langs tíma. Öðrum liðum er að
fara fram og auðvitað kemur að
því að titillinn fari ekki suður
með sjó. Það gæti alveg gerst
með vorinu. Menn skyldu ekki
bóka það að eitthvert Suður-
nesjaliðanna yrði íslandsmeist-
ari.
Það er mikið eftir af mótinu og
spennan er mikil. Það er margt
sem spilar inn í þetta. Þar get ég
nefnt dómgæsluna sem að mínu
mati hefur verið arfaslök í vetur.
Meiðsl leikmanna gætu líka spil-
að stórt hlutverk á lokasprettin-
um þegar kemur í úrslitakeppn-
ina.“
Guöjón Þorsteins-
son, körfuknatt-
leiksfrömuður á
ísafiröi.
Saumað hart
að okkur
„Eins og ég hef sagt áður tel
ég ekki að sá
tími sé kom-
inn. Ég tel að
enn þá sé það
mikill metn-
aður hér á
Suðurnesjum
til að halda
titlunum hér
þrátt fyrir að
önnur lið
saumi hart að
okkur þetta tímabil.
Þrátt fyrir að staða okkar
Keflvikinga sé ekki glæsileg eft-
ir fyrri umferðina munum við
ekki gefa frá okkur titilinn bar-
áttulaust. Það er af hinu góða
að fleiri lið blanda sér í barátt-
una í ár og er ég sérstaklega
hrifinn að lið eins og Tindastóll
kemur sterkt til leiks þrátt fyr-
ir að hafa misst marga menn
fyrir þetta tímabil.
En það er gott að vita að lið
af höfuðborgarsvæðinu eru að
vakna til lífsins en það ætti aö
vera gott fyrir umfjöllunina á
körfuboltanum í fjölmiðlum."
Siguröur Valgeirs-
son, körfuknatt-
Itíiksfromuöur hjá
KeflvíkJngum.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekiö við
greinum i blaðið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eöa á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is