Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000
Fréttir
Foringi Samfylkingarinnar setur sig upp á móti nýju fjarskiptalögunum:
Hótað lífláti
- vill hafa heimild til að verja sig með segulbandsupptökum
„Því miöur samþykkti ég fjar-
skiptalögin en í ljósi ruddalegra og
ógeðfelldra hótana sem ég og fleiri
hafa fengið í
gegnum síma þá
mun ég taka mál-
ið upp í þing-
flokki Samfylk-
ingarinnar og
beita mér fyrir
því að ákvæði
um bann við seg-
ulbandsupptök-
um á símtölum
verði afnumið,"
sagði Margrét Frímannsdóttir, tals-
maður Samfylkingarinnar, sem hef-
ur þurft að þola líflátshótanir sím-
leiðis sem linnti ekki fyrr en hún
kærði; símtöl voru rakin og rann-
sóknarlögreglan á Selfossi leysti
málið fljótt og vel. „Það er flókið
ferli að kæra í svona málum því orð
getur staðið á móti orði. Ef ég hefði
hins vegar átt upptökutæki við sím-
ann minn heföi ég getað hljóðritað
hótanirnar og lagt fram með
kærunni. Nú er ég búin að kaupa
mér svona tæki en má ekki nota
það,“ sagði Margrét.
Það var í aðdraganda síðustu al-
þingiskosninga sem Margréti fóru
að berast hótanir í gegnum síma.
Það var karlmannsrödd sem hótaði
henni lífláti svo og hennar nánustu:
„Mér leist ekki á blikuna þegar
maðurinn var farinn að ræða um
bamabarn mitt og virtist fylgjast
með ferðum mínum frá því klukkan
7 á morgnana og fram að miðnætti.
Hann vissi hvenær og hvort ég fór
með bamabarn mitt á dagheimili.
Hvort ég ók Þrengslin eða Hellis-
heiðina til Reykjavikur og hann
fylgdist jafnvel með því hvort ég
stoppaði og fékk mér kaffisopa í
Litlu kafflstofunni á Sandskeiði.
Það var engu líkara en hann hefði
kortlagt daglegt líf mitt. Þá kærði
ég,“ sagði Margrét.
En hvers vegna samþykktir þú
fjarskiptalögin?
„Mér brá heiftarlega þegar fjöl-
miðlar vöktu athygli okkar þing-
manna á þessu ákvæði í lögunum
sem banna segulbandsupptökur en
það er einu sinni þannig að við
þingmenn komumst ekki yfir að
lesa allt sem við samþykkjum. Við
erum með menn i nefhdum sem fara
yfir málin með okkur og ekki man
ég að þetta ákvæði hafi sérstaklega
verið rætt í þingflokki Samfylking-
arinnar. Þetta hefur bara slæðst
með,“ sagði Margrét sem ætlar að
taka málið upp og reyna að ná fram
nauðsynlegum breytingum svo hún
og aðrir geti varið sig með gögnum
þegar ósvífnir einstaklingar mis-
nota fjarskipti með þeim hætti sem
fyrr greindi:
„Það felst visst öryggi í segul-
bandsupptökum á símtölum og þess
öryggis vil ég geta notið þegar mér
er misboðið símleiðs," sagði Mar-
grét Frímannsdóttir. -EIR
mannsdóttir.
Kópavogur:
Janni skal
hann heita
„Ætli ég kalli hann ekki Janna
sem er stytting úr Janúar," sagði
stoltur hesteigandi, Lárus Sigfús-
son, við DV í fyrradag. Lárus á
hesthús í Gusti í Kópavogi. Þar er
hann með allmörg hross, bæði
tamin og trippi. Á aðfaranótt
mánudags kastaði ein hryssan
hans, Rósalind, myndarlegu rauðu
hestfolaldi. Það er sjaldgæft að
folöld fæðist á þessum árstíma. En
Lárus vissi að hryssan var fylfull
og tók hana á hús í nóvember.
„Ég átti ekki von á því að hún
kastaði strax því það var engin
mjólk komin í hana,“ sagði hann.
„Svo þegar ég kom í húsið um
morguninn var þetta rauða hest-
folald komið í heiminn. Sá litli var
hress þótt hann væri ekkert farinn
að fá. Ég gaf honum sykurvatn og
nú er hann farinn að leita eftir
mjólkursopa hjá móður sinni. Mér
sýnist hún vera að byrja að mjólka
honum núna,“ sagði hinn stolti
eigandi um leið og hann strauk fol-
aldinu um makkann.
-JSS
Lárus með hryssuna Rósalind og hestfolaldiö Janna sem hún kastaði aðfaranótt mánudags. Sá litli var varla oröinn
þurr og fannst veröldin greinilega hálfhráslagaleg. Úr því rættist þó þegar hann var búinn að fá volgt sykurvatn.
DV-mynd GVA
Jón Steinar:
Segulbands-
lögin í endur-
skoðun
„Mér finnst einsýnt aö eðli-
legir og lögmætir hagsmunir geti
oft mælt með því að mönnum
eigi að vera heimilar slíkar upp-
tökur án þess
að afla fyrst
sérstaks sam-
þykkis hjá
viðmælanda
sínum,“ sagði
Jón Steinar
Gunnlaugs-
son hæstarétt-
arlögmaður
um það
ákvæði nýju
sem bannar
Jón Steinar
Gunnlaugsson.
fjarskiptalaganna
upptökur af símtölum án leyfis
þess sem rætt er við. „Dæmi um
þetta geta verið símtöl með hót-
unum. Af öðrum dæmum má
nefna hagsmuni fréttamanna af
því að hafa rétt eftir viðmælend-
um sínum og varðveita sannanir
um ummæli. Þegar slíkir menn
ræða við aðra hljóta viðmælend-
umir að gera ráð fyrir að viðtal
sé tekið til birtingar nema annað
sér sérstaklega tekið fram. í ljósi
alls þessa tel ég brýnt að þessi
lagasetning verði endurskoðuð,"
sagði Jón Steinar. -EIR
Hræringar á internetmarkaðnum:
Vísir.is og Leit.is
sameina krafta
Tvö af þremur stærstu netsvæöum Islendinga, Vísir.is og Leit.is, hafa sam-
einaö krafta sína.
Gengið hefur verið frá umfangs-
miklum samstarfssamningi milli net-
miðilsins Vísir.is og islensku leitar-
vélarinnar Leit.is samfara kaupum
Vísis.is ehf. á 35% hlut i Nova Media
ehf. sem á og rekur Leit.is. Þetta telj-
ast töluverð tíðindi á íslenska inter-
netmarkaðnum þar sem um er að
ræða tvö af þremur fjölfórnustu net-
svæðum á íslandi.
Eins og kunnugt er sameinuðust
netmiðlarnir Vísir.is og Fjölnet.is síð-
astliðið vor en Fjölnet var internet-
svæði sem íslenska útvarpsfélagið og
Islandia héldu úti með efni, m.a.
Stöðvar 2, Bylgjunnar og Sýnar. Því
eru nú komnir undir einn hatt allir
sterkustu internetmiðlar landsmanna
að Vefútgáfu Morgunblaðsins undan-
skilinni.
í nýlegri könnun Gallup reyndist
Vísir.is vera stærsti netmiöill íslend-
inga, en um helmingur notenda vefs-
ins heimsækir Vísi reglulega, Vefút-
gáfa Morgunblaðsins var í öðru sæti
og Leit.is í þvi þriðja. „Vísir.is og
Leit.is sameina nú krafta sína í tengsl-
um við opnun á nýrri forsíðu Vísis en
hún hefur á undanfórnum mánuðum
verið að styrkja sig í sessi sem fjöl-
famasta „super-portal“ á íslenska
Internetinu. Með því að eina alvöru
leitarvél íslendinga er komin til liðs
við okkur og með það gríðarlega bak-
land sem Vísir.is á í þeim fjölmiðlum
sem að honum standa, þ.e. DV, Stöð 2,
Dagur, Viðskiptablaðið, Bylgjan og
Sýn, svo eitthvað sé nefnt, þá teljum
við að staða okkar sé mjög sterk. Það
breytir því ekki að Intemetið er gífur-
lega lifandi og skemmtilegur starfs-
vettvangur og því stöðugt eitthvað að
gerast. Þannig viljum við hafa það,“
sagði Þorvaldur Jacobsen, fram-
kvæmdastjóri Vísis.is, í samtali við
DV i gær.
Samhliöa ofangreindum kaupum
keypti Vísir.is hlut í tveimur fyrir-
tækjum sem Nova Media hefur stofn-
að en þau munu vinna á afmörkuðum
sviðum Internetsins, þ.e. á sviði
greiðslumiðlunar og stafrænnar fjöl-
miðlunar. Gert er ráð fyrir að breikka
mjög hluthafahóp þeirra fyrirtækja.
Framkvæmdastjóri Nova Media er
Halldór Axelsson. -rt
Stuttar fréttir i>v
Titringur
Dagur segir frá því í dag að titr-
ingur sé innan ríkisstjórnar
vegna Vatneyr-
ardómsins.
Halldór Ás-
grímsson, for-
maður Fram-
sóknarflokks-
ins, er sagður
vilja breytingar
á kvótakerfinu
á meðan Davíð Oddsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, vilji engu
breyta.
Fleiri í sund
Metaðsókn var í sundlaugar
ÍTR á árinu 1999. Alls komu
1.659.805 gestir sem er fjölgun um
75 þúsund gesti frá árinu áður. Af
heildargestafjölda voru gestir
Laugardalslaugar tæplega 536
þúsund og Árbæjarlaugar rúm-
lega 393 þúsund. Vísir.is sagði frá.
Lóðaskortur
Grindavík er orðinn eftirsóttur
staður til búsetu. Vegna mikillar
eftirspurnar á árinu 1999 er svo
komið að lóðaskorts er farið að
gæta í Grindavík. Grindvíkingum
fjölgaði mikið á nýliðnu ári, eða
um 2,35%, sem er tvöföld fjölgun á
landsvísu.'Dagur greindi frá.
Dansleikjahús
Fyrsta dansleikjahúsið sem
byggt hefur verið í hjarta Reykja-
víkur í áratugi frá því borgin var
byggð er að rísa í Austurstræti.
Húsið mun rúma um 900 manns
og kosta um 400 milljónir króna.
Það verður tekið í notkun í maí
eða júní. Stöð 2 greindi frá.
Tómas Ingi saklaus
Tómas Ingi Olrich segist í við-
tali við Dag ekki vera huldumað-
ur sá er upp-
lýsti í viðtali
við frönsku
sjónvarpsstöð-
ina Canal+ að
íslensk erfða-
greining hefði
styrkt alla
stjórnmála-
flokka. Andlit viðmælanda sjón-
varpsstöðvarinnar var gert
óþekkjanlegt. Tómas Ingi segir
Frakkana hafa tekið langt viðtal
við sig en ekkert birt.
Atlantsskip vann
Atlantsskip og systurfyrirtæki
þess hafa unnið mál fyrir áfrýjun-
ardómstóli í Bandaríkjunum
vegna flutninga fyrir Vamarliðið.
Ehnskip höfðaði mál á hendur
bandaríska hemum til þess að fá
hnekkt samningum Atlantsskipa
og bandaríska hersins um flutn-
inga fyrir Varnarliðið milli
Bandaríkjanna og íslands. Dómur
gekk Eimskip í vil fyrir undirrétti
í febrúar 1999.
Innherjar á Vísi.is
í dag verður opnaður á Við-
skiptavefnum á Vísi.is nýr vett-
vangur upplýsinga- og skoðana-
skipta. Innherjar nefnist þetta raf-
ræna torg og verður þar hægt aö
koma upplýsingum á framfæri,
varpa fram spurningum, ögrandi
skoðunum eða getgátum um
hvernig þræðirnir í viðskiptalíf-
inu liggja á hverjum tíma. Getur
fólk bæði komið fram undir nafni
eða nafnlaust. Samskipti af þessu
tagi hafa verið fastur þáttur í
starfsemi Vísis.is frá upphaíi, en
miðillinn er nú fjölfórnustu
gatnamótin á íslenska Internet-
inu.
Dýr launahækkun
Ríkið þarf að reiða ffam um
það bil 540
milljónir króna
vegna launa-
hækkana lög-
reglumanna.
200 milljónir á
ári er áætlað að
þurfi að reiða
fram við 8,1%
hækkun sem viðmiðunamefnd
ákvað lögreglumönnum um ára-
mót. Stöð 2 sagði frá.
-hdm/-rt