Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000
Fréttir
i>v
sandkorn
Ríkissaksóknari segir öll skynsemisrök mæla með að Þórhallur hafi banað Agnar W:
Vafalaust sekur
- verjandi leggur m.a. þunga áherslu á að fingraför Þórhalls fundust ekki á 4 hnífum
Pórhallur Ölver ávarpa&i dóminn tvisvar í réttarhaldinu í gær. Hann hélt því
m.a. fram að vitni, vinir Agnars heitins, hefðu logið. Myndbandsupptaka úr
íbúð Agnars vakti óhug. DV-mynd Pjetur
„Þetta er svo ótrúverðugt að það
dæmir sig sjálft... til hans sást fara
frá vettvangi... það er enginn skyn-
samlegur vafi um sekt ákærða í
þessu máli,“ sagði Bogi Nilsson rík-
issaksóknari í sóknarræðu sinni
undir lok réttarhalda í gær í morð-
máli ákæruvaldsins gegn Þórhalli
Ölveri Gunnlaugssyni. Bogi sagði
jafnframt að manndrápið hefði ver-
ið hrottalegt og hinn látni, Agnar
W. Agnarsson, hefði verið friðsemd-
armaður og því engin ástæða til að
ætla að hann hefði haft nokkurt
frumkvæði að átökum með hníf eins
og ákærði hefur haldið fram.
Myndbandsupptaka úr íbúð Agn-
ars heitins frá vettvangsrannsókn
lögreglu var sýnd i réttarsalnum í
gær. Dauðaþögn ríkti enda voru
myndirnar sláandi þar sem lík Agn-
ars lá á bakinu með eldhnúshnif
rekinn beint ofan í brjósthol og
ótrúlegur holskurður var á hálsi.
Maðurinn var með 11 brjósthols-
stungur sem allar eru taldar hafa
getað leitt til dauða auk stungna á
baki. Hægindastóll lá á bakinu,
skúffur höfðu verið teknar og sturt-
að úr sumum þeirra og blóðugir og
bognir eldhúshnífar lágu í eldhúsi
og á stofugólfi. Blóð var á gólfi og
blóðkám var víða, m.a. við hnífa-
statíf í eldhúsi.
Það er deginum ljósara að þarna
hafði vitfirrtur maður skilið Agnar
heitinn eftir látinn í blóði sínu.
„Ég var útúrspíttaöur...“
Sakborningurinn tók til máls
undir lok réttarhaldanna. Hann
sagðist hafa orðið vitni að sorgleg-
um vitnaleiðslum daginn áður. „Ég
tala nú ekki um yflrheyrslur ríkis-
saksóknara," sagði Þórhallur. Hann
sagði að þjóðin öll heföi veriö búin
að dæma sig fyrirfram fyrir morðið
á Agnari heitnum þegar hann kom
frá Danmörku þar sem hann var
handtekinn nokkrum dögum eftir
atburðinn.
Hann kvaðst hafa verið „útúr-
spíttaður" og undir áhrifum
„læknadóps" þegar hann kom á
heimili Agnars heitins aðfaranótt
14. júlí. „Ég var ekki tilbúinn að
fara heim og vildi bara spjalla.
Hann átti líka oftast í pípu,“ sagði
Þórhallur sem sagðist hafa farið ár-
angurslaust heim til annars vinar
til að reyna að verða sér úti um
fíkniefni. „Ég var búinn að vera í
stanslausri neyslu frá 20. mars,“
sagði sakborningurinn.
Hann sagði að lokum:
„Ákæruvaldið hefur rangt fyrir
sér í þessu máli. Það vill bara ekki
viðurkenna það.“
Þórhallur hafði einnig fengið fyrr
um daginn að ávarpa dóminn. Þá
sagði hann m.a. að nokkrir vinir
Agnars, sem komu fyrir dóminn
daginn áður, hefðu logið að dómin-
um.
Ekki lögfull sönnun
Hilmar Ingimundarson, verjandi
Þórhalls, krefst aðallega sýknu til
handa skjólstæöingi sínum. Hann
lagði m.a. þunga áherslu á að engin
fingraíor sem pössuðu við hendur
Þórhalls hefðu fundist á þeim fjór-
um hnífum sem greinilega voru not-
aðir til að bana Agnari heitnum
með. Hann sagði líka að Þórhallur
hefði á sinum tíma verið sannfærð-
ur um að lögreglan myndi flnna
flngrafor af einhverjum öðrum á
hnifunum.
Hilmar sagði að allan vafa í mál-
inu bæri að meta ákærða í hag. „Ég
get ekki séð að ákæruvaldið hafl
lagt fram lögfulla sönnun ...,“ sagði
Hilmar.
Varðandi framburði vitna sagði
Hilmar m.a. að athyglisvert væri að
kona á hæðinni fyrir ofan Agnar,
sem vaknaði upp umrædda nótt,
hefði m.a. sagt að sér hefði heyrst
einhver segja: „Hvað hef ég gert þér,
Guðmundur. „Ekki heitir ákærði
Guðmundur, hann heitir Þórhall-
ur,“ sagði Hilmar.
Neitun kom geðlækni á óvart
Geðlæknir sem rannsakaði Þór-
hall Ölver með því að fara 6 ferðir
austur á Litla-Hraun og ræða við
hann mætti fyrir dóminn í gær. Þar
kom fram að á meðan á geðrann-
sókninni stóð hafði Þórhallur þegar
játað á sig verknaðinn - að hafa ver-
ið einn á staðnum með hinum látna
og lent í átökum við hann áður en
maðurinn var allur.
Geðlæknirinn sagði að vegna þess
að Þórhallur hefði verið búinn að
játa á þessum tíma geti hann sér
þess til að honum hafi þótt auðveld-
ara að ræða um og opna sig gagnvart
atburðinum. Þegar einn dómaranna,
Hjörtur 0. Aðalsteinsson, spurði geð-
lækninn hvort honum hefði komið
það á óvart þegar Þórhallur dró játn-
inguna til baka og breytti framburði
svaraði hann því játandi. Hann sagð-
ist taka það fram að þetta væri lög-
fræðilegt atriði - það væri ekki sitt
að meta það.
Læknirinn útskýrði jaðarsturlun-
areinkenni og greinilega skapgerðar-
bresti Þórhalls sem hann þyrfti að-
stoð við. Þar ræddi hann m.a. um
ýkt viðbrögð, tortryggni og heift.
Slíkt væri ekki beint sjúklegt að sínu
mati en i Svíþjóð t.d. gæti slíkt verið
dæmt sjúklegt.
Niðurstaða geðlæknisins var að
Þórhallur væri sakhæfur.
Var hissa á fjórum hnífum
Björgvin Björgvinsson lögreglufull-
trúi, sem stjómaði morðrannsókn-
inni, sagði fyrir dómi í gær að þegar
Þórhallur viðurkenndi við fyrstu yfir-
heyrslur átökin við Agnar heitinn
hefði hann verið trúverðugur. Þá
hefði hann líka haft réttargæslumann
með sér. Hann sagði Þórhall þó hafa
átt erfitt með að lýsa sjálfum átökun-
um. Þegar Hilmar, verjandi, spurði
Björgvin hvort ekki hefði verið rétt
að ákærði hefði verið hissa á að 4
blóðugir hnífar hefðu verið í íbúðinni
en ekki einn viðurkenndi lögreglu-
fulltrúinn að svo hefði verið. Þórhall-
ur hefði heldur ekki áttað sig á fram-
angreindum hálsáverka.
Valtýr Sigurðsson dómsformaður
lýsti því yfir við lok réttarhaldanna
að málið yrði nú tekið til dóms.
Dómur verður upp kveðinn þann 1.
febrúar klukkan 14.00.
Sér hver sjálfan sig
DuíihfJ
um tárvota peninga. Raunveruleg hlutekning
samstarfsmanna byggði á raunverulegri upplifun
þeirra. Þeim rann blóðið til skyldunnar. Mis-
kunnsami Samverjinn sá til þess að þeir létu fé af
hendi rakna svo stöðva mætti tárin á leiðinni í
maltkexið og tryggja eiginkonu og dóttur, sem að
sögn höfðu látist, sómasamlega útför. En allt
byggðist þetta sjónarspil á tómri lygavitleysu.
Hvorki dóttir né eiginkona höfðu farið yfir móð-
una miklu en tárin voru framkölluð af raunveru-
legri sorg sem leikin var af svo mikilli innlifun
að hún ekki aðeins sýndist raunveruleg heldur
var það. Með sjónhverfingum tókst súkkulaði-
manninum að leika sér að tilfinningum og ná-
ungakærleika samstarfsmanna. En það var varla
hálfur sigur. Hann hefur verið kærður og má bú-
ast við refsingum.
En samstarfsfólkinu var vorkunn og varast
skal að dæma. Við lifum á tímum sjónhverfinga
þar sem veruleikinn er skældur og skekktur svo
enginn veit lengur hvað snýr aftur á bak eða
áfram. Dag hvern er fullyrt að svart sé hvítt og
hvítt sé svart. Og viðbrögðin eru samkvæmt því.
Þess vegna hleypur annar hver íslendingm: eftir
alls kyns dóti á útsölum áður en kortatímabil
jólainnkaupanna er liðið í stað þess að spara í al-
vöru með því að sitja heima. Fólk kýs einn stjóm-
málaflokk en ekki annan vegna þess að hvít lygi
hefur teygt raunveruleikann og togað. Minnihlut-
inn segir góöverk meirihlutans vera spellvirki
þar til að hann verður meirihluti og spellvirkið
verður góðverk. Sér hver sjálfan sig. Dagfari.
Það getur oft verið
þrautin þyngri þegar
menn ætla að henda
gaman að tilverunni í
rituðu máli, setja hlut-
ina í sérkennilegt eða
kaldhæðnislegt sam-
hengi í þeim tilgangi
að kalla fram bros eða í
það minnsta glott. En
nú eins og oftar sann-
ast nú hið fomkveðna
að þegar neyðin er
stærst er hjálpin næst.
Dagfari þarf ekki að
hafa fyrir því að setja
sig í sérstakar stelling-
ar. Fréttir af raunveru-
legu fólki sem er áð
fást við raunveruleg
verkefni og úttala sig
um raunveruleg mál
eru oft svo fáránlegar
að veruleikinn verður
fáránlegri en nokkur
útúrsnúningur eða gamansaga krydduð með sam-
blandi af öfugsnúningi, aíbökun og meinfyndni.
Hafa skal það sem sannara reynist. Sem er ágætt.
Þvi veruleikinn tekur yfirleitt lyginni fram. Er
fáránlegri, fyndnari og grátbroslegri en nokkur
tilbúningur. En stundum verður veruleikinn svo
fáránlegur og vitlaus að hann getur ekki, eftir á
að hyggja, hafa byggst á öðru en tilbúningi, lygi
og leikaraskap sem var svo raunverulegur að
enginn greindi muninn.
Raunverulegur grátur og raunveruleg tár sem
runnu ofan í maltkex á færibandi súkkulaðiverk-
smiðju kveiktu raunveruleg viðbrögð nánustu
samstarfsmanna sem hófu samskot og gáfu hin-
Fjárhagnum reddað
Nú mun búið að finna snjalla
lausn á hinum gríðarlega ijárhags-
vana Isaíjarðarbæjar.
Við gaumgæfilega
skoðun Halldórs
Halldórssonar bæj-
arstjóra og fjármála-
spekinga bæjarins
tóku þeir eftir því
að á Hlíf, íbúðar-
húsi aldraðra sem
er upp á fjórar
hæðir, hefur hing-
að til verið boðið upp á öll dag-
blöðin íbúum tU aflestrar. Hafa blöð-
in legið frammi í setustofum á
hverri hæð hússins. Nú verður
breyting þar á og bruðlinu hætt.
Fjárhagur sveitarfélagsins verður
snarlega réttur við með því að
fækka keyptum eintökum dagblað-
anna þriggja úr fjórum í eitt. Fi-am-
vegis mega íbúarnir því slást um
eina eintakið af DV, Degi og Mogga
í andyri hússins...
Leitin að Antoni
Lítið hefur farið fyrir talsmanni
Samfylkingarinnar, Margréti Frí-
mannsdóttur, að
undanfórny. For-
ingjakreppan er í al-
gleymingi á þeim bæ
þó reyndar þyki hafa
rofað til með stuðn-
ingsyfirlýsingum
við Össur Skarp-
héðinsson. Þó þyk-
ir ljóst að ekki
verði ahir sáttir við
Össur i forystusætinu og kannski
ekki við öðru að búast þegar haft er í
huga að Samfylkingin er kosninga-
bandalag margra flokka og Össur hef-
ur verið í tveimur þeirra. Svartir
húmoristar segja að foringjaleitin
eigi eftir að vera jafn árangursrík og
ef leitað yrði að sveinbarni íslensku
sem héti Anton Blær í höfuðið á for-
ingja breskra „verkamanna"...
Geir söng
Á þrettándafagnaði Karlakórsins
Heimis var Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra ræðu-
maður kvöldsins.
Þótti Geir fara á kost-
um í málflutningi
sinum og þótti kórfé-
lögum því viðeig-
andi að athuga
hvort fjármálaráð-
herrann gæti sung-
ið á við Skagfirð-
inga. Var hann kall-
aður á svið að syngja Stenka Rasin,
rússneskt kósakkalag. Sungu þeir
saman einsönginn, Geir og Einar
Halldórsson, einsöngvari kórsins.
Stóðu þeir sig saman með þvílíkum
ágætum að þess var óskað að Geir
kæmi óðara með sitt ráðuneyti í
Skagaíjörð. Sönghæfileikar ráðherr-
ans mættu ekki lengur fara til spillis
í héruðum fyrir sunnan, þar sem
söngurinn er ekki í jafruniklum met-
um. Var því jafnframt lofað að eitt-
hvað yrði hægt að finna handa Ingu
Jónu Þórðardóttur að gera....
Akrahreppi stjórnað?
Að þessu var gerður góður rómur.
Kynnir kvöldsins, Hjálmar Jónsson
alþingismaður, sem
verið hefur kynnir á
þrettándafagnaði
Heimis undanfarin
ár og kallað hefur til
ræðumenn til þess
að hafa uppi gam-
anmál, rammaði
óskir og nánast
ákvarðanir Skagfirðing-
anna og inn í eftirfarandi vísur:
Kórinn syngur harla hátt,
hresst og glatt er teitið.
í Skagafjörðinn flytur brátt
Ij árm álar áðuneytið.
Inga koma einnig má
því ei mun henni fórnað.
Ætli hún gæti ekki þá
Akrahreppi stjórnað?
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is