Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000
9
DV
Utlönd
Trump neitar að heilsa með handabandi:
Dauðhræddur við
bakteríur kjósenda
George Bush, ríkisstjóri Texas,
sem keppir að því að verða forseta-
frambjóðandi Repúblikanaflokks-
ins, er orðinn þjálfaður í að heilsa-
kjósendum með handabandi. Kveðst
Bush nú geta tekið í hendurnar á
1000 til 1200 manns á dag áður en
hægri höndin á honum fer að
bólgna.
A1 Gore, varaforseti Bandaríkj-
anna, sem ein'nig vill verða forseti,
fullyröir að hann sé í svo góðri æf-
ingu að hann finni ekki lengur fyr-
ir nokkrum sársauka.
Baráttan fyrir forkosningarnar er
nú að skella á og þá verða" allir
frambjóðendur að geta heilsað kjós-
endum með handabandi. Það er
visst samband sem kjósendur krefj-
ast af frambjóðendum.
Þetta er hins vegar mikið vanda-
mál fyrir auðkýfmginn Donald
Trump sem hyggst bjóða sig fram
fyrir Umbótaflokkinn, flokk sem
annar milljarðamæringur, Ross Per-
ot frá Texas, stofnaði.
I kosningunum. 1992 hlaut Perot
19 prósent atkvæða. Því þykir ekki
ástæða til að vanmeta möguleika
Trumps. Hann þykir góður samn-
ingamaður og nafn hans stendur á
nokkrum skýjakljúfum Manhattans
í New York. Menn spyrja sig hins
vegar að því hvernig hann geti sigr-
ast á hræðslu sinni við bakteríur.
Hræðslan er svo mikil að Trump
neitar að heilsa fólki með handa-
bandi. Hann segir meira að segja að
siðurinn að taka i hendur ókunnugs
fólks sé hræðilegur og villimannleg-
ur. Trump verður óglatt sjái hann
einhvem koma út af salemi með út-
rétta hönd.
Trump, sem nú er á ferðinni til að
undirrita nýja bók sína, The Amer-
ica We Deserve, hefur með sér líf-
verði sem eiga að sjá til þess að eng-
ir stuðningsmenn reyni að heilsa
Donald lætur lífveröi sína sjá til
þess að enginn reyni aö heilsa
honum með handabandi.
honum með handabandi. Ekki alls
fyrir löngu lét Trump dreifa hand-
hreinsiefni til fréttamanna sem
fylgdu honum á kosningafund í
Kaliforníu.
Það er mat margra að þessi
tregða við að heilsa með handa-
bandi hljóti að vera baggi i landi
þar sem margir frambjóðendur hafa
staðið sig eins og hetjur í því sam-
hengi. Eftir baráttuna fyrir kosning-
arnar 1960 voru hendur Johns F.
Kennedys sagðar hafa verið blóðug-
ar. Lyndon B. Johnson vildi vera
meistari í faginu og naut þess að
kreista kjötið eins og hann orðaði
það. Bill Clinton forseti stendur sig
ekki miklu verr. Hann réttir oft út
báðar hendurnar i einu þegar hann
kemur á mannamót.
Metið á Theodore Roosevelt for-
seti, sem dag nokkum 1907 á að hafa
heilsað 8150 manns með handa-
bandi.
Þessir frísku guttar í Jakarta, höfuöborg Indónesíu, eru sjálfsagt guðslifandi fegnir yfir aö búiö er aö framlengja frí í skólanum um einn mánuð svo múslím-
ar geti haldið hina miklu Eid al-Fitr-hátíö. Á meöan geta strákarnir líka buslað í sundlauginni eins og þá lystir.
Weizman af-
henti saksókn-
ara varnargögn
Ezer Weizman, forseti ísraels,
afhenti ríkissaksóknara í gær
gögn sem eiga að hreinsa hann af
áburði um að hafa brotið lög með
því að taka við háum fjárhæðum
frá vini sínum.
Málið snýst um liðlega þrjátíu
milljónir króna sem Weizman
þáði á meðan hann var þingmað-
ur og ráðherra frá árinu 1988 þar
til hann varð forseti 1993.
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, sagðist í gær vera þess
fuliviss að forsetinn myndi gera
það sem rétt væri.
„Ég ber virðingu fyrir honum.
Við erum með forseta í ísrael.
Hann mun vita hvað rétt er að
gera,“ sagði Barak í viðtali við
ísraelska sjónvarpsstöð í gær þeg-
ar hann kom heim frá friðarvið-
ræðufundinum með Sýrlending-
um í Bandaríkjunum.
Allt frá því upp komst um pen-
ingagjafirnar tU Weizmans fyrir
tveimur vikum hafa margir þing-
menn og ijölmiðlar krafist afsagn-
ar hans. Um leið hafa þeir velt
fyrir sér hver kæmi í staðinn.
Barak sagði ekki tímabært að
ræða eftirmann forsetans á opin-
berum vettvangi.
íbúum Thule
veitt gjafsókn
íbúum Thule, sem voru fluttir
nauðugir frá heimilum sínum
1953 vegna framkvæmda Banda-
ríkjahers, hefur verið veitt gjaf-
sókn til að fylgja eftir skaðabóta-
kröfum sínum í hæstarétti í
Kaupmannahöfn. Lögmaður íbú-
anna upplýsti þetta í gær, að því
er segir í skeyti frá dönsku frétta-
stofunni Ritzau.
Grænlendingarnir krefjast
skaðabóta sem eru 272 sinnum
hærri en þær sem þeim voru
dæmdar í Eystri landsrétti í ágúst
á síöasta ári. Rétturinn komst að
þeirri niðurstöðu að greiða bæri
íbúunum sameiginlega fimm
milljónir íslenskra króna i skaða-
bætur en lögmaður þeirra vill um
1,3 milljarða íslenskra króna.
Rússar í vanda í Tsjetsjeníu:
í varnarstöðu
Rússneskir hershöfðingjar voru
komnir i vamarstöðu í Tsjetsjeníu í
morgun eftir mjög harðar árásir
uppreisnarmanna múslíma á bæi
undir stjórn Rússa í gær. Þá var
barist nærri höfuðborginni Grozní.
Misvísandi fréttir bárust í gær af
ástandinu í bæjum á yfirráðasvæði
Rússa. Rússneskir herforingjar
sögðust hafa náð öllum bæjunum
aftur á sitt vald. í skýrslum þeirra
um ástandið í gærkvöld kom hins
vegar fram að þeir hefðu látið skjóta
úr stórskotaliðsbyssum á skotmörk
skæruliða nærri íjölda bæja sem
sagt var að þeir hefðu náð fyrir
mörgum vikum.
Uppreisnarmenn segja á vefsíðu
sinni að þeir hafi nokkra mikilvæga
þjóðvegi á valdi sínu, svo og ýmsar
byggingar í bæjum sem Rússar réðu
áður yfir.
Rússnesk herþyrla á eftirlitsflugi
nærri varðstöö i Ingúsjetíu, næsta
bæ við Tsjetsjeníu.
Ungur banda-
rískur morðingi
tekinn af lífi
Christopher Thomas í Virginíu
í Bandaríkjunum var 17 ára þegar
hann fyrir 9 árum skaut tii bana
ásamt vinstúlku sinni foreldra
hennar þar sem þeir höfðu bann-
að unga fólkinu að hittast. Dóttir-
in var bara 14 ára og var því
dæmd i fangelsi til 21 árs aldurs.
Hún er frjáls í dag. Christopher
var hins vegar tekinn af lifi á
mánudagskvöld.
Sameinuðu þjóðirnar banna
dauðadóma yfir unglingum sem
voru undir 18 ára þegar þeir
frömdu brot sitt. Einu aðildarlönd
Sameinuðu þjóðanna, sem ekki
hafa undirritað samþykktina, eru
Bandaríkin og Sómalía.
Nú bíða tveir aðrir ungir menn
í Bandaríkjunum eftir aftöku
vegna glæpa sem þeir frömdu 17
ára.
Hillary enn á
eftir Giuliani
Rudolph Giuliani, borgarstjóri i
New York, er enn með forskot á
Hillary Clinton, forsetafrú Banda-
rikjanna, í baráttu þeirra um sæti í
öldungadeildinni fyrir New York.
Þetta er niðurstaða fylgiskönnunar
sem gerð var nokkrum dögum eftir
að Hillary flutti í nýtt hús forseta-
hjónanna í New York.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
nýtur Giuliani fylgis 49 prósenta
kjósenda en Hillary 40 prósenta. 11
prósent eru enn óákveðin.
Skoðanakönnunin sýnir jafn-
framt að 52 prósent New York-búa
eru hrifln af því að forsetafrúin
skuli hafa látið skrá sig í borg
þeirra. 80 prósent telja að hún hafi
einungs gert það af pólitískum
Hillary Clinton. Símamynd Reuter ástæðum.