Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 Spurningin Notaröu sokkabuxur eöa gammosíur í vetrarkuldanum? Sigrún Hafþórsdóttir nemi: Nei, ekki nema ég fari upp á fjöll sem ég geri aldrei. Árný Bergsdóttir þjónustufull- trúi: Ég nota hvorugt nema ég fari á skíði. Gylfi Jónsson nemi: Nota það bara ef ég fer á bretti. Rannveig Guðmundsdóttir bar- þjónn: Hvorugt. Ég læt mér nægja að vera í hlýjum flíkum. Eygló Rut Sveinsdóttir, starfs- stúlka á Stjörnutorgi: Frekar gammosíur en sjaldan þó. Lesendur Óheppilegar opin- berar auglýsingar - Umferðarráö rassskelli gatnamálastjóra „Nú þegar eru fjúkandi jólatré um alla borg og upplýst var hjá lögreglunni aö umferðaróhöpp hefðu þegar orðið vegna þessa,“ segir m.a. í bréfinu. Kristinn Snæland skrifar: Full ástæða er til að vekja athygli fólks á stórhættulegum áróðri og auglýsingum sem gatnamálastj órinn í Reykjavík ber ábyrgð á. Furðu- legt má telja að embættið skuli ekki hafa verið lögsótt. í fyrra lagi vek ég athygli á að gatnamálastj órinn hefur uppi skipu- lagðan áróður fyrir því að borgar- búar aki almennt á ónegldum snjó- dekkjum að vetrarlagi. Um leið og embættið gerir þetta ætti það og þó kannski heldur Umferðarráð að taka fram og leggja áherslu á að í hálku er bifreið talin vanbúin sem ekki er með alla hjólbarða neglda eða með keðjur. Umferðarráð ætti að taka í hnakkadrambið á gatnamálastjóra og benda á að keðjulaus eða nagla- laus ökumaður getur skert rétt til bóta lendi hann í óhappi. Þá er bara eftir að vita hvort gatnamálastjóri er reiðubúinn að bæta það tjón sem hlotist hefur af áróðri hans. Gatnamálastjóri hvetur borgar- búa meö auglýsingum að láta jóla- tré sín út fyrir lóðamörk. Þegar þetta er ritað, seint á sunnudegi, spáir Veðurstofan hvassviðri um götur borgarinnar, hann á að rjúka upp í 23 metra á sekúndu, jafnvel meira. Nú þegar eru fjúkandi jóla- tré um alla borg og upplýst var hjá lögreglunni að umferðaróhöpp hefðu þegar orðið vegna þessa. Hugsanlega mætti lögsækja eig- anda trés sem með foki veldur skemmdum á bíl eða öðrum eign- um. Það byggðist þá á því að sann- anlegt væri hver eigandinn væri. Að öðrum kosti gæti tjónþoli þurft að sækja gatnamálastjóra til saka um að bæta tiltekið eignartjón. Tjón bila sem aka saman vegna þess að ökumaður er að forða bíl sínum frá fjúkandi jólatré getur verið mikið. Sá sem hvetur til þess að borgar- búar afhendi jólatré sín út fyrir lóða- mörk, inni á umráðasvæði borgar- innar, hlýtur að taka ábyrgðina á vörslu trjánna og þar með ábyrgðina á því sem upp á kann að koma á ferðaiagi þeirra um götur borgarinn- ar. - Með tilliti til allra trjánna og naglalausu og keðjulausu bílanna ætti Umferðarráð að rassskella gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar. Skemmtilegt Gullna hlið í Þjóðleikhúsinu Guðbjörg skrifar: Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið allhranalegt lesendabréf í blaðinu í dag (3. janúar) þar sem maður nokkur hneykslast á því að verið sé að sýna Gullna hliðið í Þjóð- leikhúsinu - og það í „nútímaupp- færslu"! Samkvæmt bréfinu virðist hann ekki hafa séð sýninguna. Ég fór á 3. sýningu á Gullna hlið- inu milli jóla og nýárs og hafði ómælt gaman af. Ég er komin á sjö- tugsaldur og á mér minningar um að minnsta kosti tvær eldri upp- færslur á verkinu. Þessi nýja sýn- ing er dálítið öðruvísi en þær fyrri en ótrúlega falleg og heillandi og þau Edda Heiðrún og Pálmi Gests- son eru ákaflega góð í hlutverkum sinum, kerlingar og Jóns bónda. Ég vil þakka Þjóðleikhúsinu fyrir að hafa sýnt okkur að það er hægt að gera þetta gamla verk á svona lit- ríkan og skemmtilegan hátt enn þann dag í dag og kynna það um leiö nýjum kynslóðum. Og til mannsins sem skrifaði bréflð ofan- nefnda og vildi fá að eiga í friði minningar sínar um Gullna hliðið, frá því hann var 10 og 15 ára, vil ég segja þetta: Á að meina ungu kyn- slóðinni að eignast sínar eigin minningar um þetta ágæta leikrit? Nei, ég hvet alla, unga sem aldna, til að fara í Þjóðleikhúsið og njóta góðrar leiksýningar. Tvísköttun lífeyrisbóta Skarphéðinn Einarsson skrifar: Að mínu mati hefur núverandi heilbrigðisráðherra skipað sér á bekk með verstu ráðherrum frá lýð- veldisstofnun árið 1944. Ráðherrann stóð fyrir því að tvískattleggja bæt- ur úr lífeyrissjóð- um. Þarna er um að ræða fjármuni sem sjóðfélagar hafa greitt skatt af. Þegar fólk þarf svo að njóta bóta er aftur lagður skattur á þessa peninga. Þetta líkist ráni um miðjan dag. í hennar tíð hefur hagur og kjör þeirra sem nota lyf og aðra þjónustu á heilbrigðissviðinu versnað til muna svo þessi hópur fólks býr við þjónusta allan sólarhringinn pO Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Skarphéðinn Einarsson. Bréfritari telur öryrkja og el I i I íf ey risþega vera verulega afskipta þegar kemur að eftirlaunum og heilbrigðisþjónustu. verst kjör miðað við Evrópulöndin, svo dæmi sé tekið. í Bretlandi er læknisþjónusta ókeypis - öll þjónusta sérfræðinga, þar með talin röntgenmyndataka. Ellilifeyrisþegar, öryrkjar og at- vinnulausir fá frí lyf. Hér á landi er hins vegar illa búið að öryrkjum og öldruðum, þeim sem vörðuðu veginn og færðu þessari kynslóð það samfélag sem hér er nú. Þetta fólk fær smánareftirlaun; allir nema þingmenn, ráðherrar og aðrir hópar sem skammta sér sín laun sjálfir þótt látið sé líta svo út sem þeir fái skammtað af Kjaradómi eða öðrum nefndum sem sérstaklega eru búnar til í þeim tilgangi. Þá er ekki úr vegi að minnast á þann ósóma sem hér tíðkast að uppgjafaráðherrar fái sendi- herrastöður og bankastjórastöð- ur, burtséð frá því hvort þeir hafa næga menntun til að gegna svo veigamiklum stöðum eður ei. í þessar stöður á að sjálfsögðu að ráða menntaða menn í hag- fræði eða efnahagsmálum, burt- séð frá stjórnmálaskoðunum. Og auðvitað hefur góðærið á íslandi skilað sér til þeirra hópa sem ég nefndi hér að ofan. Göbbels, áróðursmeistari Hitlers, hafði aö viðkvæði: „Eina leiðin til að fá þjóðina til að trúa er að Ijúga nógu stórt - enginn trúir ef lítið er logið.“ - Og að ellilífeyrisþegum og öryrkjum á Islandi hefur verið logið stórlega. DV Kosningafé frá Í.E. Óskar Sigurðsson skrifar: Skemmtilegasta frétt sem hér hefur lengi sést og heyrst var í sl. viku þegar upp komst að allir stjómmálaflokkamir, nema Sjálf- stæðisflokkurinn, hefðu ýmist óskað eftir fjármunum frá ís- lenskri erfðagreiningu eða myndu fá það. En þessi frétt kom ekki frá Ríkisútvarpinu, heldur á Stöð 2. Er ekki tímabært að ríkis- fjölmiðlarnir taki nú á þessu máli í alvöru en ekki af sýndar- mennsku og boði formenn allra vinstri flokkanna og Framsóknar- flokks til þátttöku í umræðuþætti þar sem þeir upplýsi málið. Ekki hefur svo lítið verið hamrað á Sjáifstæðisflokknum að hann upp- lýsi hvaðan honum berst fé í kosningabaráttu sína. En það eru þá vinstri flokkarnir sem eru stórtækastir? Eða hvað? Ráða Kín- verjar hér? Guðjón Jónsson hringdi: Það kemur mörgum íslending- um spánskt fyrir sjónir að lesa frétt-þess efnis að þótt íslenskur þingmaður fari í kurteisisheim- sókn til Taívans þurfi hann að til- kynna það í kínverska sendiráð- inu hér. Var einhver þörf á því, eða emm við íslendingar að kom- ast undir kínversk áhrif í utan- ríkismálum? Ég veit ekki til þess að öðrum erlendum sendiráðum hér á landi þurfl að tilkynna fari einhver stjórnmálamaður í heim- sókn til annarra ríkja yfirleitt. Ég vil að nú farifram rannsókn á því hve langt við íslendingar þurfum að ganga í tilkynningarskyldu okkar gagnvart Kínyerjum. Kosningaloforð Ólafs Ragnars Ólafur Stefánsson skrifar: Ríkissjónvarpið birti sem fyrstu frétt í síðustu viku að Ólaf- ur Ragnar Grímsson ætlaði kannski! aö bjóða sig fram til embættis öðru sinni. Varla telst þetta frétt því eitt af kosningalof- orðum Ólafs var það að vera 2-3 kjörtímabil í embætti áður en hann fengi hin ríkulegu eftirlaun (skattlaus) sem embættinu fylgja. Það hefði því verið frétt ef hann ætlaði ekki að bjóða sig fram, í trássi við gefin loforð. Sjónvarpið hefur tekið að sér að birta við og við fréttir um áform Ólafs Ragn- ars til að halda honum í umræð- unni. Allt ber þetta merki hönn- unar atburðarásar, nema að þessi atburðarás gengur upp, og þökk sé fréttastofunni, en útreiðartúr- inn misheppnaðist. Vilji ríkis- rekna fréttastofan skipta sér af framboðum til forsetaembættisins ætti hún að krefja Ólaf Ragnar svara um uppgjörið vegna síðustu kosningabaráttu. F>TÍr fjórum árum eltu fréttamenn frambjóð- endur og kröfðu þá svara um fjár- hagsuppgjör. Allir skiluðu upp- gjöri til fjömiðla nema Ólafur. Af hverju krefur fréttastofan Ólaf ekki um uppgjör eins og alla hina? Gilda önnur lögmál um frambjóðandann Ólaf? Auðvitað erlend skip Heiðar skrifar: Auðvitað er það rétt hjá forsæt- isráðherra, þrátt fyrir upphlaup andstæðinga hans í stjórnmálum, þ. á m. formanna stjórnarand- stöðuflokkanna, að erlend skip gætu vel átt þess kost að veiða hér í landhelginni ef til þess fengjust íslenskir aðilar sem lepp- ar fyrir slík skip. Það þýðir ekk- ert að hrópa upp einhver vandlæt- ingarorð og segja sem svo að hér finnist enginn sem myndi leppa svona lagað. Hvað gera ekki ís- lendingar þegar peningar eru annars vegar? Ég undanskil eng- an landsmann í þeim efnum. Og hananú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.