Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000
15
Rétt og rangt í
markaðshyggjunni
Þegar talað er um
siðferðilegar kröfur
setja flestir upp skeifu:
æ, á nú að fara að pré-
dika yfír mér? Má mað-
ur ekki vera í friði og
gera það sem manni
sýnist? Að vísu eru
flestir ósparir á dóma
um ranglæti og skepnu-
skap sem aðrir gera sig
seka um - en þeir vilja
sem mest sleppa við að
verða sjálfir spurðir
um rétt og rangt.
Og þó getur ekkert
mannlegt félag staðist
án siðferðilegra mæli-
kvarða sem reynt er að
gera að sameign manna
með þeirra samþykki, það vita
menn líka.
Er græögi góð?
Eitt af slysum sögunnar er það
að syndin var í skelfilega ríkum
mæli fest við hegðun manna í kyn-
lífl, og ber kirkjan, einkum sú kaþ-
ólska, mikla ábyrgð á því. Meðan
að syndaselir ágirndar og græðgi
sættu furðumiklu umburðarlyndi.
Þetta kemur m.a. fram í því, að í
því kirkjurækna
stórveldi, Banda-
ríkjunum, er sjálf-
sagt að segja við
forsetann: þú skalt
ekki hór drýgja. En
sá sem segði í sama
landi við forstjóra
stórfyrirtækis: þú
skalt ekki stela,
hann yrði talinn
eitthvað skrýtinn
og ef hann ráðlegði
þeim sama að gefa
verðbréfagróðann
fátækum, þá yrði
hann talinn Klepps-
matur.
Einn stærsti sið-
ferðisvandi samtím-
ans er einmitt þessi: markaðs-
hyggjan heldur því hiklaust fram
að græðgi sé góð. Hér er um að
ræða verulega breytingu frá því
sem áður var talið gott og gilt með-
al þeirra sem fóru með völd yfir
peningum og fyrirtækjum. Við-
horf þeirra voru stundum lands-
föðurleg: þeir tóku ábyrgð á sínu
fólki, virtu það í nokkru að vinn-
andi menn höfðu sýnt þeim holl-
ustu og unnið lengi hjá þeim og
gerðu kannski fleira fyrir þá en
lög eða samningar sögðu til um.
Þessir menn þurftu líka að mæta
kröfum vinstrimanna og verka-
lýðshreyfingar sem börðust fyrir
meiri jöfnuði og voru þá reiðubún-
ir til að viðurkenna siðferðilegar
skyldur sínar við samfélagið - t.d.
að greiða hikstalaust í sameigin-
lega sjóði og segja ekki fólki upp
störfum þótt ýtrustu arðsemiskröf-
ur heimtuðu það.
Það eru ekki nema tveir áratug-
ir eða svo síðan seðlabankastjóri
Þýskalands orðaði þessa afstöðu
sem svo: „Maðurinn lifir ekki til
þess eins að anda og eins rekur
hann ekki fyrirtæki til þess eins
að græða“. Og aðrir höfðingjar
vestur-þýska efnahagsundursins
tóku undir: þeir ætluðu að „þjóna“
samfélaginu en ekki bara græða á
því - enda vildu þeir kalla sína
viðleitni „félagslegan markaðsbú-
skap“.
Raddir sem þagna
Davíð Oddsson minnti á þessi
viðhorf í áramótaávarpi: frelsi at-
hafnamanna á að verða öllum til
góðs, annars glat-
ar það réttlætingu
sinni. En í við-
skiptaheimi heyr-
ast slíkar raddir æ
sjaldnar. Þar hefur
annað siðferði tek-
ið við sem segir is-
kalt: fyrirtæki
hafa engar skyldur
nema við hluthafa.
Milton Friedman
markaðspostuli
segir: ég vona að
þeir forstjórar sem
fjasa um þjónustu við samfélagið
meini ekkert með því - fyrirtæki
eru ekki félagsmálaskrifstofur.
Haldin eru námskeið undir fyrir-
sögninni: niður með tilfinninga-
stjómun, sem þýðir: segjum öllum
upp sem hægt er að losna við. Fólk
er barasta kostnaðarauki. Og það
er gert - eins þótt fyrirtæki séu
ágætlega stödd. Krafan um hærri
arð hefur algjöran forgang. Og
þeir sem í því standa að gera fyr-
irtæki sín „grennri og grimmari"
skjóta sér á bak við það að Hnatt-
væðingin heimti þetta og við því
verði ekki gert.
Hér á íslandi er ekki það at-
vinnuleysi sem er orðið sjálfsagð-
ur hlutur í flestum hlutum heims.
Við erum enn þá þeir sveitamenn
að taka enn nokkurt mið af „til-
finningastjórnun". En það stendur
allt til breytinga því þeir markaðs-
fúsu verða æ öflugri og harð-
skeyttari. Og vel á minnst: nú um
áramótin birti Viðskiptablaðið
hjartnæma grein um sálrænar
raunir þeirra yfirmanna í fyrir-
tækjum sem standa í að segja upp
fólki og boðar námskeiðahald til
að „þjálfa stjórnendur í þessu erf-
iða verkefni".
Árni Bergmann
„Markaðshyggjan heldur því hiklaust fram að græðgi sé góð.“
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
„Einn stærsti siðferðisvandi sam-
tímans er einmitt þessi: mark-
aðshyggjan heldur því hiklaust
fram að græðgi sé góð. Hér er um
að ræða verulega breytingu frá
því sem áður var talið gott oggilt
meðal þeirra sem fóru með völd
yfir peningum og fyrirtækjum
í minningu Finns Ingólfssonar
Pólitísku lífshlaupi Finns Ing-
ólfssonar er lokið. Að undirlagi
konu sinnar batt hann sjálfur
ótímabæran enda á pólitíska hér-
vist sína. Á gamlársdag kl. 20 flutti
forsætisráðherra minningar- og
kveðjuorð og vottaði flokki hans
samúð.
Finnur Ingólfsson var í hópi
þeirra þingmanna, sem tengja
hugsun sína við nútímann og
framtíðina, sem nota heilann, í
stað þess að ganga á mæmmni.
Hann hengdi aldrei hring í nasim-
ar til að bjóða loddurum að teyma
sig.
Merki jafnaðarmanna
Eftir að Alþýðuflokkurinn hvarf
úr ríkisstjórn vorið 1995 höfðu for-
ystumenn hans áhyggjur af afdrif-
um nokkurra mála sem flokkur-
inn taldi nauðsyn að ná fram svo
þjóðin hefði efni á velferðarkerfl
jafnaðarmanna. Meðal þessara
ókláruðu mála voru aukið frelsi í
viðskiptum og aukið frelsi um
starfsemi fjármálafyrirtækja og
síðast en ekki síst barátta jafnað-
armanna fyrir virkjun fallvatna og
stóriðju.
Á þessum árum kölluðum við
jafnaðarmenn álmálminn „hvíta
gullið" og fram-
bjóðendur okkar
í Reykjaneskjör-
dæmi fundu upp
þá snjöllu samlík-
ingu að eitt tonn
af áli jafhgilti
einu tonni af
þorski upp úr sjó.
Og með virkjun á
Eyjabökkum og
línutumum yflr
öræfln og álveri
á Keilisnesi ætlaði Alþýðuflokkur-
inn - takk fyrir, að færa þjóðinni
verðmæti er jafngiltu hundrað og
tuttugu þúsund tonnum af þorski
upp úr sjó.
Þegar Alþýðuflokkurinn
fór svo úr ríkisstjórn 1995
hafði ekki sést fyrir enda
neinna þessara mála. Að
vísu höfðu verið gerðir
verksamningar og fram-
kvæmdir hafist við virkjun
Eyjabakka en þeim var síð-
an frestað vegna brottfalls
orkukaupandans.
Það létti því áhyggjum af
mörgum þegar í ljós kom að
i þessum mikilvægu málum
hóf Finnur Ingólfsson merki
jafnaðarmanna á loft af
fullri einurð og barðist fyrir
viðskiptafrelsi, virkjunum
og stóriðju.
Hagur aimennings
Finni lánaðist að ná fram hluta-
félagavæðingu bankanna. Hann
keyrði fram af atorku samninga um
álver í Hvalfirði. Þá heyrði ég í
fyrsta sinn nafngiftina náttúru-
verndarfasisti um andstæðinga
stóriðju, ég heyrði hana úr munni
alþýðuflokksmanns sem safnaði
undirskriftum undir plaggið „Ál-
ver, já takk“.
Ég veit að þegar Finnur hóf að
vinna að því að láta þann langþráða
draum okkar
jafnaðarmanna
rætast að bæta
hag almennings
með því að
virkja auðlegð-
ina i Jökulsá á
Fljótsdal þar
sem hún flæmist
yfir eigin aur-
framburð á Eyja-
bökkum ætlaðist
hann ekki til
sérstaks þakk-
lætis frá okkur
jafnaðarmönn-
um en viðsnún-
ingur sumra
okkar gegn eigin
baráttumálum
og eigin verksamningum urðu hon-
um og fleirum nokkurt undrunar-
efni.
í framhaldi af pólitískri útfór
Finns Ingólfssonar sl. gamlársdag
vil ég nú þakka baráttu hans fyrir
þessum veigamiklu málum okkar
jafnaðarmanna.
Ég vil svo að lokum votta póli-
tískum aðstandendum Finns Ing-
ólfssonar tilhlýðilega samúð mína.
Birgir Dýrfjörð
„Það létti því áhyggjum af mörg-
um þegar í ijós kom, að i þessum
mikilvægu málum hóf fínnur ing-
ólfsson merki jafnaðarmanna á
loft af fullri einurð og barðist fyr-
ir viðskiptafrelsi, virkjunum og
stóriðju. “
Kjallarinn
Birgir Dýrfjörð
jafnaöarmaöur
Með og
á móti
Á Össur Skarphéðinsson
að verða leiðtogi
Samfylkingarinnar?
Eins og DV greindi frá á dögunum
hafa bæöi Sighvatur Björgvinsson og
Margrét Frímannsdóttir stutt þá hug-
mynd aö Össur Skarphéðinsson veröi
leiötogi Samfylkingarinnar er flokkur-
inn verður formlega stofnaöur. Mikill
meirihluti þingflokks Samfylkingar-
innar styður einnig Össur.
Asta Ragnheiöur
Jóhannesdóttir,
þingmaöur Sam-
fylkingarinnar.
Hefur gott
pólitískt nef
„Össur Skarphéðinsson er nú-
tímajafnaðarmaður sem hefur,
eins og við öll, bæði kosti og
galla. Hér er
spurt um kost-
ina. Ég hef
þekkt hann
lengi og veit að
hann er mjög
duglegur og
vinnusamur að
eðlisfari sem er
nauðsynlegur
eiginleiki fyrir
þann sem val-
inn er til for-
ystu í stjórn-
málum. Hann hefur einnig
ákveðna forystuhæfileika og á
auðvelt með að meta pólitíska
stöðu og mál, þ.e. hefur pólitískt
nef og víðtæka þekkingu á flest-
um málaflokkum. Hann hefur
munninn fyrir neðan nefið, getur
verið hvassyrtur og líka fyndinn,
sem er kostur. Hann lætur and-
stæðinga sína ekki vaða yfir sig
og er snjall ræðumaður. Víðtæk
reynsla í stjómmálum og í fjöl-
miðlum eins og Össur hefur er
einnig mikilvæg fyrir þann sem
tekur að sér forystuhlutverk.
Skelegg framganga hans í um-
hverfismálum, sérstaklega í Eyja-
bakkamálinu í vetur, og viðtæk
þekking hans á umhverfismálum
er líka styrkur hans.“
Fortíðin til
trafala
„Við erum að stofna nýjan flokk
og fara inn í nýja öld og því fmnst
mér að við ættum að leita að nýju
fólki til að leiða
flokkinn í stað
þess að leita til
þeirra sem þeg-
ar hafa verið
nefndir. Við
höfum nægan
tíma enda langt
í næstu kosn-
ingar og því
finnst mér að
við ættum að
skoða þessi mál gaumgæfilega og
leita að fólki sem kemur inn með
ferska strauma. Ég hef engan
ákveðinn i huga en ég held að það
sé skynsamlegt að leita meðal
unga fólksins sem ekki hefur
sömu fortíð að burðast með og
eldri stjórnmálamennirnir. Það
mætti t.d. leita meðal nýrra með-
lima þingflokksins.
Eins og ég áður sagði erum við
að stofna nýjan flokk og því meg-
um við ekki láta fortíðina flækjast
fyrir okkur. Þrátt fyrir að Össur
hafi gert margt gott á hann vissu-
lega sína fortíð í stjórnmálum,
eins og margir aðrir, sem gæti
orðið honum til trafala." -GLM
Guömundur Odds-
son skólastjóri.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is