Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 Fréttir Pétur Pétursson fór óvenjulega leið til að vekja athygli Alþingis á varnarstöðu íslenskunnar: Lagði erindi fram á lestrarsal þingsins - og nýtti sér þannig „þjóðleið almúgans“ að valdastofnunum Pétur Pétursson, áður þulur há Ríkisútvarpinu, nýtti sér óvenju- lega leið á aðventunni til að koma málum sínum á framfæri við Al- þingi. Hann nýtti sér það sem hann kallar þjóðleið almúgans að valda- stofnunum, lagði erindi sitt um varnarstöðu íslenskrar tungu hjá Ríkisútvarpinu fram á lestrarsal Al- þingis. Var erindið fjölfaldað og dreift til þingmanna fyrir jólafrí. „Afi minn var á Alþingi 1847 og ég hef kynnt mér feril þingsins. Kom ég auga á þá lýðræðislegu leið sem almúginn hafði áður til að koma málum á framfæri við þingið, að leggja fram erindi á lestrarsal. •. Með þeim hætti fer maður fram hjá öllum þessum hástéttum, leggur fram erindi á lestrarsal sem allir þingmenn verða að kynna sér. Hall- dór Blöndal, forseti Alþingis, kynnti erindið úr forsetastóli. Sagði að Pét- ur Pétursson hefði lagt fram erindi á lestrarsal Alþingis. Hann sagði hins vegar ekkert um hvað erindið fjallaði," sagði Pétur í samtal við DV. Skemmdarverk Mál það sem er Pétri svo hjart- - fólgið að hann valdi þessa leið hef- ur verið honum ofarlega í huga í mörg ár. Það snýst um varðstöðu um íslenska tungu og hvemig Rík- isútgarpið hefur, að sögn Péturs, brugðist hlutverki sinu í þeim efn- um. „Ég hef fylgst gaumgæfilega með þeim skemmdarverkum sem unnin hafa verið á íslenskri tungu hjá út- varpinu. Það heyrðist aldrei ís- lenskt lag í barnatímanum eða þáttum tengdum bömum. Það voru spilaðir enskh vinsældalistar fyrir uppvaxandi kynslóð. Þar er m.a. að leita skýringarinnar á lélegri stöðu íslenskunnar í skólunum í dag. Ríkisútvarpið, sem á lögum samkvæmt að standa vörð um ís- lenska tungu, hefur brugðist hlut- verki sínu og ráðist yfir vamar- girðingar hennar með amerískum skriðdrekum." Brunasöngvar Mál Péturs á sér langa forsögu. Pétri var það þymir í augum þeg- ar Jónína Benediktsdóttir líkams- ræktarfrömuður spilaði ameríska og enska tónlist undir morgunleik- flmi fyrir 15 árum en áður hafði Valdimar Örnólfsson notið píanó- undirleiks Magnúsar Péturssonar. Færði hann athugasemdir þar um í dagbók útvarpsþula. Skrifaði: „Geta ekki íslenskir útvarpshlust- endur farið í morgunleikfimi öðru- vísi en að þurfa að hlusta á engil- saxneska brunasöngva." Færði Pétur þessa athugasemd þrisvar í dagbókina. Hann segir að athuga- semdirnar hafi átt að fara á skrif- stofu útvarpsráðs og þaðan til út- varpsráðsmanna en umkvörtun- um hans hafi ekki verið sinnt. Þegar Pétri ofbauð einn morg- uninn tók hann fram Öxar við ána og yfirgnæði tónlistina sem leikin var með morgunleikfiminni. „Þá brá svo við að kallaður var saman aukafundur í útvarpsráði og sam- þykkt einróma að ég hefði framið afglöp í starfí. Hef ég setið undir þeim ávítum síðan." Hvet til varðstööu Pétur benti Samkeppnisstofnun á að íslensk tunga nyti ekki jafn- réttis við engilsaxneska tungu hjá Ríkisútvarpinu. „Samkeppnis- stofnun svaraði þvi til að henni kæmi þetta ekki við. Ég spurði þá hvort öðru máli gegndi um reykta eða saltaða nautatungu. Þeir sögðu það allt annað mál.“ Erindi Péturs á lestrarsal Al- þingis fylgja ljósritaðar tónlistar- T BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Grundargerði/Sogavegur, deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi við Grundargerði 27-35 og Sogaveg 26- 54 hvað varðar viðbyggingar og bílskúra. Barónsstígur 2-4, breyting á deiliskipulagi í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi Skúlagötusvæðis. Breytingin varðar stækkun á hóteli við Barónsstóg 2-4. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags- og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 12. janúar til 9. febrúar 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflegatil Borgarskipulags eigi síðar en 23. febrúar 2000. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Borgarskipulag Reykjavíkur Pétur Pétursson nýtti sér þjóðleiö almúgans að valdastofnunum og lagöi erindi sitt fram á lestrarsal Alþingis. Hall- dór Blöndal, forseti Alþingis, tók viö erindinu og kynnti þaö úr forsetastóli. DV-mynd Hilmar Pór skýrslur um ríkisútvarpið. Hann viÚ að þingmenn kynni sér þetta efni og dragi sínar eigin ályktanir. „Menn hafa oft stigiö á stokk og strengt heit varðandi varðveislu tungunnar en lítið hefur gerst. Nú hvet ég menn til varðstöðu um ís- lenska tungu," segh Pétur. -hlh Framkvæmdastjóri BÍ um lögin um hljóðritanir: Mistök sem ber að leiðrétta DV, Akureyri: Lúövík Geirs- son: „Teljum aö mönnum hafi orðiö á mistök.“ „Ég á von á þvi að við munum óska eftir fundi með samgöngunefnd Al- þingis og fara ítarlega yfir þetta mál með nefndarmönnum. Það er okkar álit, eftir að hafa skoðað þetta mál mjög ítarlega og kynnt okkur hvernig þetta hefur gengið fyr- ir sig, ekki bara hérna heima heldur einnig i nálægum löndum, að nefndin hafi alls ekki haft þau gögn í hönd- tun og þær upplýsing- ar sem hún hafi þurft að hafa,“ segir Lúðvík Geirsson, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags íslands, vegna nýrra laga um hljóðritun símtala. Sú lagasetning snertir blaðamenn t.d. mjög, enda nota þeir hljóðupptök- ur í síma mjög mikið við vinnu sína. Þrátt fyrir það segir Lúðvík Geirsson að ekki hafi verið leitað upplýsinga eða ábendinga frá Blaðamannafélagi íslands. „Við komum bara að þessu máli eftir að það er um garð gengið sem er fullseint í rassinn gripið, en þó alls ekki of seint að okkar mati. Við teljum að mönnum hafi orðið á mis- tök og þau beri að leiðrétta." Lúðvík segist ekki vilja trúa öðru en að þau mistök sem gerð voru við lagasetninguna verði leiðrétt. „Ég tel að þegar menn skoða málið betur og alla skynsemi í því þá sé það af hinu verra að færa mál í þennan búning miðað við það sem var. Enda sést það aö menn standa strax frammi fyrir því að þurfa að fara að setja sérlög fyr- ir löggæslu og annað öryggiseftirlit." Lúðvík segist helst hafa skilið mál- ið þannig að lögin hafi fyrst og fremst haft þann tilgang að koma í veg fyrir að verið væri að taka fólk í beinar út- sendingar í útvarpi í gegnum síma. Þar sé þó einnig misskilningur á ferð- inni því ekki sé um upptökur að ræða í þeim tilfellum heldur útsendingu. „Þó að blaðamenn og lögregla taki upp samtöl til að tryggja það að rétt sé farið með og til að safna gögnum þá er ekki um að ræða hlerun þriðja aðila. Fyrir okkur er þetta öryggis- tæki og hefur alltaf verið," segir Lúðvík. Lúðvík segir að nú strax verði haft samband við samgöngunefnd Alþingis og óskað eftir fundi um þetta mál og hann eigi ekki von á öðru en við þeirri ósk verði orðið brátt þótt fundarhlé sé hjá Alþingi um þessar mundir. -gk Lögreglumaður dreginn inn í málverkabrask geri ekkert, segir Arnar Jensson „Ég geri ekkert í þessu máli. Það kom fram hjá Pétri Þór fyrir dómi að hann væri með þessu að sýna fram á að hægt væri að kaupa myndir hjá upp- boðshúsum í Dan- mörku á nöfnun annarra en raun- verulega bjóða í myndirnar,“ segir Arnar Jensson yfir- lögregluþjónn um málverk sem Pétur Þór Gunnarsson, sem dæmdur var fyrir málverkaíols- un i fyrra, er sagð- ur hafa keypt í hans nafni og flutt Pétur Pór til landsins. Málið Gunnarsson. er einkum skraut- legt fyrir þær sakir að Amar stjómar umfangsmestu rann- sókn allra tíma á málverkaföls- unum. Arnar hefur starfað að rannsókninni síðan á miðju ári 1997 og enn sér ekki fyrir enda hennar. í Listapóstinum sem kom út í fyrir nokkrum dögum er sagt að „svo virðist" sem Pét- ur Þór hafi komið málverki eftir Jón Stefánsson að andvirði 105 þúsund danskra króna til lands- ins á nafni og kennitölu Arnars. „Tollafgreiðslan hefur þá farið fram á nafni og kennitölu lög- reglumannsins," segir í Lista- póstinum. Þá ályktar blaðið að verkið hafi sömuleiðis verið selt i nafni yflrlögreglumannsins hjá innrömmunarverkstæði í aust- urborginni sem nú er til rann- sóknar vegna folsunar. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.