Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 19 DV Harrison vill betri bíómyndir Þau stórtíðindi hafa gerst vest- anhafs að Hollywoodstjarnan Harrison Ford er að leita sér að umhoösmanni í glitborginni góðu. Það hefur kappinn ekki gert í fimmtán ár. Ástæðan er einfold: Leikarinn vill fá að leika í betri myndum en hann hefur gert að undanfömu, að minnsta kosti myndum sem fá meiri að- sókn. Siöustu myndir Harrisons hafa ekki átt allt of góðu gengi að fagna. Engu að síður fékk leikarinn verðlaun á dögunum fyrir að vera uppáhaldskvik- myndaleikari almennings. Spáð í Cate í Hannibaismynd Vangaveltur eru um það vest- anhafs að leitað verði til áströlsku leikkonunnar Cate Blanchett um að taka hlutverkið sem Jodie Foster hafnaði í fram- haldsmyndinni um mannætuna Hannibal Lecter. Heimildar- menn innan kvikmyndaiðnaðar- ins segja að myndatökur hefjist sennilega í aprá. Um tíma leit þó út fyrir að ekkert yrði af mynd- inni. Áður hefur verið greint ffá því að vinkona okkar Gillian Anderson úr Ráðgátmn komi til greina sem eftirmaður Jodie. Kærasti Juliu er himneskur Julia Roberts er ekkert feimin við að viðurkenna hrifningu sína á kærastanum Benjamin Bratt. Hætt er þó við að kven- réttindakonur verði ekki yfir sig hrifnar af orðum hennar. „Ég er alveg á því að konur eigi aö stjórna heiminum en allar vilja þær karl,“ segir Julia. „Hann fer hjá sér við þetta tal í mér en það er erfitt að tala ekki um hann. Hann er himneskur." Og af ást- inni eirini saman er Julia hætt að nota ilmvatn og raka sig undir höndunum. Sviðsljós Madonna seldi húsið sitt í London af öryggisástæðum: Græddi um 70 milljónir Söngkonan Madonna hefur selt húsið í London sem hún keypti fyrir nokkrum mánuðum af öryggis- ástæðum. Breska blaðið Times greinir frá því að ráðgjafar Madonnu hafi ráðlagt henni að selja húsið, sem er í Chelsea- hverfmu, af öryggisástæðum. Ekki sé hægt fyrir fræga manneskju að búa í húsi sem sést frá götunni. Fræga og ríka fólkið í London er felmtri slegið eftir árásina á George Harrison um jólin og morðið á sjónvarpskonunni Jill Dander í apríl síðastliðnum. Blaðið Evening Standard segir að Madonna hafi þegar selt húsiö, sem hún bjó aldrei í, með sjötíu milljóna króna hagnaði. Húsið hafði Madonna keypt af Svía, einum af kóngunum í glerríkinu í Smálöndum i Sviþjóð. Sagt er að hún hafi sjálf leitað glerkónginn uppi og boðið honum Madonna flutti aldrei inn í húsið sitt í London. Símamynd Reuter upphæð sem hann gat ekki hafnað. Sænskt blað hefur það eftir heimildarmanni sínum að húsið hafi kostað um 550 milljónir íslenskra króna. Glerkóngurinn hafi elskað húsið sitt og flutt út fullur trega. Hann geri sér nú grein fyrir að boð Madonnu hafl ekki verið jafn frábært og hann hélt í fyrstu. Breskir fjölmiðlar fullyrða að söngstjarnan vilji nú flytja í Notting Hill hverflð eftir aö hafa séð kvikmynd frá hverfinu með sama nafni. Madonna á að hafa boðið 120 miiljónir í íbúð á Portobello Road. Annar kaupandi hafl hins vegar orðið á undan. Madonna á sem sé engan bústað í London sem stendur. Hún hefur þó húsaskjól því hún á bústaði í New York, Los Angeles og Miami. Kate Moss er kominmeð nýjan kærasta Ofurfyrirsætan Kate Moss á nýjan kærasta ef marka má frá- sagnir erlendra blaða. Þau greina frá því að Kate og Jesse Wood, sonur gítaristans Rons Woods í Rolling Stones, hafi ver- ið par í tvo mánuði. Nýlega voru þau saman í fríi I Taílandi. Kate Moss var með Hollywoodstjöm- unni Johnny Depp í mörg ár. Síðastliðið sumar var fullyrt að hún væri með rokkaranum Lenny Kravitz og nokkrum vik- um seinna var greint frá því að hún væri með bassagítaristan- um Langdon í Spacehog. Það sem skiptir máii á þessari mynd er ekki fyrirsætan eöa fötin, heldur leö- urtuöran. Allt er þetta frá tískuhúsinu Prada og var sýnt í Mílanó. Clooney í föt Sinatra Sápusjarmörinn George Clooney úr Bráðavaktinni hefur tekið að sér hlutverk sem Frank „Bláskjár" Sinata lék í den í kvikmyndinni Ocean’s 11. Leikstjóri þeirrar mynd- ar verður Steven Soderbergh, sá hinn sami og stjómaði Clooney í myndinni Out of Sight. Sinatramyndin segir frá Danny nokkrum Ocean og tíu félögum hans sem gera sér lítið fyrir og ræna hvert einasta spilavíti í Las Vegas á einu og sama kvöldinu. Ekki hefur enn verið ráðið i hlut- verk hinna bófanna tíu en í gömlu myndinni léku þar menn á borð við Sammy Davis, Dean Martin og Pet- er Lawford, eða Rottugengið. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Aragata, Grettisgata, Hverfisgata, Eggertsgata, Frakkastígur, Vatnsstígur, Fossagata, Klapparstígur, Lindargata. %&> j Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5777 HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Verkfæral 10-4 i afsláttur af verkfærum Elu veltisög • Bútsög • Ristisög • Auðveld að flytja 69.995 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.