Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000
Afmæli
Borgar Símonarson
Borgar Símonarson, bóndi í Goð-
dölum í Skagafirði, er sjötugur í
dag.
Starsferill
Borgar fæddist í Teigakoti i Lýt-
ingsstaðahreppi og ólst þar upp til
þriggja ára aldurs. Hann flutti þá
með foreldrum sínum í Kelduland í
Akrahreppi og síðan að Goðdölum
er hann var fimm ára og hefur átt
þar heima síðan.
Borgar var í farskóla í Skagafirð-
inum, stundaði nám í einn vetur hjá
séra Halldóri Kojbeinssyni á Mæli-
felli og annan vetur hjá séra Gunn-
ari Gíslasyni, alþm. í Glaumbæ.
Borgar ólst upp við öll almenn
sveitastörf, vann á búi foreldra
sinna á unglingsárunum og sem
ungur maður og tók síðan við búi í
Goðdölum ásamt bræðrum sínum,
Trausta og Grétari. Trausti hóf síð-
an búskap annars staðar en þeir
Borgar og Grétar hafa lengst af
stundað saman búskap í Goðdölum
og hefur nú sonur Borgars tekið við
búi Grétars.
Borgar og Grétar voru lengst af
með blandaðan búskap en hafa ein-
göngu verið með fjárbúskap í Goð-
dölum frá 1980.
Borgar starfaði í ungmennafélagi
Lýtingsstaðahrepps og sat í stjórn
þess um skeið, sat i hreppsnefnd
Lýtingsstaðahrepps i
u.þ.b. áratug, sat í stjórn
og var lengi formaður
Búnaðarfélags Lýtings-
staðahrepps, var fyrsti
formaður Sauðfjárbænda-
félags Skagafjarðar, sat f
sóknarnefnd um árabil og
hefur gegnt fleiri trúnað-
arstörfum fyrir sina
sveit.
Fjölskylda
brautaskóla Norðurlands
á Sauðárkróki.
Bræður Borgars eru
Trausti, f. 23.10. 1920,
bóndi í Litlu-Hlíð í
Skagafirði; Grétar, f. 20.4.
1923, fyrrv. bóndi í Goð-
dölum.
Foreldrar Borgars voru
Símon Jóhannsson, f.
26.5.1892, bóndi í Goðdöl-
um, og k.h., Monika
Sveinsdóttir húsfreyja.
Eiginkona Borgars er
Rósa Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f.
26.1. 1940, húsfreyja. Hún er dóttir
Guðmundar Sveinbjörnssonar,
bónda í Sölvanesi, og k.h., Sólborg-
ar Hjálmarsdóttur ljósmóður.
Börn Borgars og Rósu eru Sigþór
Smári, f. 22.10. 1959, bóndi i Goðdöl-
um, kvæntur Sigríði Sveinsdóttur
frá Varmalæk og eiga þau fjögur
böm; Monika Sóley, f. 15.12. 1960,
sundlaugarvörður í Varmahlíð, bú-
sett í Varmahlíð og á hún tvær dæt-
ur; Guðmundur Símon, f. 27.7. 1965,
húsasmiður í Mosfellsbæ, kvæntur
Ragnheiði Þórólfsdóttur frá Hjalta-
stöðum í Akrahreppi og eiga þau
þrjú börn; Borgþór Bragi, f. 22.10.
1970, bóndi á Hofsvöllum en kona
hans er Guðrún Björk Baldursdóttir
og eiga þau tvær dætur; Sólborg Sig-
urrós, f. 30.7. 1975, nemi við Fjöl-
Ætt
Símon var sonur Jóhanns, vinnu-
manns að Skíðastöðum í Laxárdal,
Eyjólfssonar, b. á Þverfelli og í
Kálfárdal, bróður Sigurlaugar,
langömmu Eyjólfs Konráðs Jóns-
sonar alþm. Eyjólfur var sonur
Meingrundar-Eyjólfs, bróður Mar-
grétar, langömmu Jónasar Guð-
laugssonar skálds. Eyjólfur var son-
ur Jónasar, b. á Gili í Svartárdal,
Jónssonar, bróður Jóns á Finna-
stöðum, afa Sigurðar Bjarnasonar
frá Vigur, alþm. og sendiherra.
Móðir Meingrundar-Eyjólfs var
Ingibjörg yngri Jónsdóttir, ættfoður
Skeggstaðaættar, Jónssonar. Móðir
Jóhanns var Sigþrúður Jónsdóttir,
b. í Kolgröf og Kálfárdal fremri,
Ólafssonar, b. í Valadal, Andrésson-
ar. Móðir Sigþrúðar var Oddný
Árnadóttir.
Móðir Símonar var Ingibjörg
Guðjónsdóttir, b. á Ulugastöðum á
Laxárdal ytri og Áshildarholti,
Jónssonar, b. í Bitrugerði i Kræk-
lingahlíð, Ólafssonar. Móðir Ingi-
bjargar var Hallfríður Þorkelsdótt-
ir, vinnukona í Flugumýrarsókn.
Monika var systir Snjólaugar,
móður Sveins í Héðni og Ásmundar
Guðmundssonar í Stálsmiðjunni.
Önnur systir Moniku var Þórey,
móðir Sveins Tómassonar sem var
slökkviliðsstjóri á Akureyri.
Monika var dóttir Sveins, b. i
Bjarnastaðahlíð, Guðmundssonar,
b. í Fremri-Svartárdal, Guðmunds-
sonar, b. á Vindheimum, Tómasson-
ar, bróður Tómasar, afa Gríms
Thomsen. Móðir Sveins var Helga
Steinsdóttir, b. á Þorljótsstöðum,
Ormssonar og Ástríðar Stefánsdótt-
ur, b. á Þorsteinsstöðum, Hjálms-
sonar, bróður Sigriðar, móður Jóns
Steingrímssonar eldprests. Móðir
Moniku var Þorbjörg Ólafsdóttir, b.
í Litluhlíð, Guðmundssonar, b. á
Barkarstöðum, Eyjólfssonar, b. á Ei-
ríksstöðum, bróður Ingibjargar
yngri en þau voru börn Jóns, ætt-
foður Skeggsstaðaættar, Jónssonar.
Borgar er að heiman á
afmælisdaginn.
Fréttir
Dregiö var í Dreamcast-leiknum 16. desember sl. sem er á vegum Joy Stick í Kringlunni og Japis. Hin heppna, Anna
Björg Þorvaldsdóttir, hlaut 28’ Panasonic sjónvarpstæki frá Japis. Með henni á myndinni eru Franz Gunnarsson,
verslunarstjóri í Joy Stick, og Hendrikka Waage, markaösstjóri Japis.
Slökkvilið Akureyrar:
Lítils háttar fleiri útköll
hjá slökkviliðinu
Hafnarfjörður:
Yfir 60 fengu
„gula spjaldið"
Lögreglan í Hafnarfirði gerði
víðreist um bæinn í fyrrinótt og
límdi aðvörunarmiða á sjötta
tug bifreiða sem ekki hafa verið
færðar til skoðunar á réttum
tíma.
Að sögn lögreglu hafa sumir
þeir sem nú fengu „gula spjald-
ið“ trassað frá því um mitt síð-
asta ár að mæta með bifreiðir
sínar til skoðunar, en aðrir
skemur. Nú fengu allir þessir
bifreiðaeigendur miða á rúðuna
og vikufrest til að mæta í skoð-
un, auk 8 þúsund króna sektar.
Númerin fjúka hins vegar af að
viku liðinni hafi bifreiðimar
ekki verið skoðaðar þá.
-gk
Vestmannaeyjar:
Þyrlan sótti tvo
I neyðarflugi
Þyrla Landhelgisgæslunnar
sótti tvo sjúklinga til Vest-
mannaeyja í fyrradag. Annar
hinna sjúku hafði meiðst illa á
auga.
Vegna mikils óveðurs var
engin önnur leið til að koma
sjúklingunum tveimur upp á
land en að senda þyrluna. Þrátt
fyrir mikla veðurhæð gekk þetta
neyðarflug vel og lenti þyrlan
við Sjúkrahús Reykjavíkur um
klukkustundu eftir að lagt var
upp í ferðina frá Reykjavík.
-gk
Ekið á gangandi
vegfarenda
Ekið var á gangandi vegfar-
anda í Bankastræti á mánudags-
morgun. Vegfarandinn slasaðist
á hálsi, mjóbaki og hægri ökkla.
Sjúkrabílar voru kallaðir til og
var maðurinn fluttur á slysa-
deild til aðhlynningar. Virðist
full þörf á að hvetja fólk til að-
gæslu í skammdeginu.
-hdm
DV, Akureyri:
Slökkviliðið á Akureyri var kall-
að út 113 sinnum á síðasta ári og
fjölgaði útköllum um 17 frá árinu
áður. Stærstu brunatjón á árinu
voru þegar kviknaði í Hamri, félags-
heimili Iþróttafélagsins Þórs, í maí
og í íbúð við Tjamarlund skömmu
fyrir jól.
Af útköllunum 113 vora 74 án
elds, þ.e. meðal annars vegna gruns
um eld, vatnsdælingar og aðstoðar
eða björgunar. I þeim 38 tilfellum
þar sem um eld var að ræða voru
flest tilfellin í íbúðum eða 16, í átta
tilfellum var um eld að ræða i rusli,
sinu eða mosa og 7 sinnum i öku-
tækjum eða vinnuvélum.
Sjúkraútköll á árinu vom 1193 og
fækkaði um 44 frá árinu áður. Af
þessum útköllum voru 279 bráðatil-
felli. Sjúkraflutningsmenn fóru í 106
sjúkraflug með flugvélum Flugfé-
lags islands. Sex þessara sjúkra-
fluga voru til Grænlands og voru
fimm fluttir til íslands en einn til
Danmerkur.
Slökkviliðið fékk nýja fullkomna
slökkvibifreið á árinu sem bætir
mjög vinnuaðstöðu slökkviliðs-
manna og gerir það m.a. að verkum
að fyrstu aðgerðir á eldsstað geta
verið samhæföari og markvissari
en áður. Þá fékkst loks á árinu
heimild fyrir því að fjölga mönnum
á vakt um 1 þannig að nú eru ávallt
4 menn á vakt allan sólarhringinn
sem styrkir slökkviliðið verulega til
átaka.
-gk
Til hamingju með afmælið 12. janúar
90 ára
Kristján Sigurðsson, Háholti 18, Akranesi.
85 ára
Guðjón Ingimundarson, Bárustíg 6, Sauðárkróki. Ingibjörg Sveinbjömsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Kristín Kristjánsdóttir, Bláskógum 12, Reykjavík.
75 ára
Jarþrúður Jónsdóttir, Varmalæk, Borgarfirði.
70 ára
Ragna Stefanía Finnbogadóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Þrúður Júlíusdóttir, Kirkjusandi 1, Reykjavík.
60 ára
Bjami Mathiesen, Hjálmholti 13, Reykjavík. Daníel J. Kjartansson, Laufskógum 41, Hveragerði. Hanna Helgadóttir, Krókahrauni 12, Hafnarfirði. Katrín Hlif Felixdóttir, Heiðarholti 18b, Keflavík.
50 ára
Ámi Guðjónsson, Vestri-Tungu, Rangárvallasýsiu. Herdís ívarsdóttir, Barrholti 17, Mosfellsbæ. Hlynur HaHdórsson, Miðhúsum, Múlasýslu. Hörður Júlíusson, Hlíðarhjalla 53, Kópavogi. Kristín Sigurbjörg Karlsdóttir, Laufási 1, Hellissandi. Sigurgeir Högnason, vélsmíðameistari og kafari, Álfhólsvegi 107, Kópavogi. Steinunn Thorsteinson, Stuðlaseli 17, Reykjavík.
40 ára
Axel Reynisson, Baldursbrekku 12, Húsavík. Dóra Sveinbjörnsdóttir, Fellsbraut 13, Skagaströnd. Eva Jóhannsdóttir, Bollagötu 7, Reykjavík. Gunnar Már Eiríksson, Borgarholtsbraut 34, Kópavogi. Kjartan Már Kjartansson, Barðastöðum 17, Reykjavík. Kristín Runólfsdóttir, Fagurgerði 4a, Selfossi. Kristín Theódóra Óladóttir, Ásbúð 80, Garðabæ.
-E]I.YFJA fy&S j