Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Blaðsíða 29
I>"V MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 29 Svava Bernharðsdóttir er ein þriggja tónlistarmanna sem koma fram á tónleikum í Kaffi- leikhúsinu í kvöld. Neðri- strengir austurbæjar Tónleikar verða í Kaffileikhús- inu í kvöld kl. 20.30. Svava Bern- harðsdóttir, víólu, Sigurður Hall- dórsson, selló, og Gunnlaugur T. Stefánsson, kontrabassa, eru ílytjendur á tónleikunum. Þau Svava, Sigurður og Gunnlaugur hafa stundað nám út um allan heim, meðal annars í London, New York, Basel, Haag, Ant- verpen og Brussel. Þau eiga það sameiginlegt að starfa öll með Bachsveitinni í Skálholti á sumr- in og spila þá á barrokhljóðfæri Sýningar en nú spila þau í fyrsta sinn sam- an þrjú á nútímahljóðfæri. Svava starfar í Slóveníu með Fílharmóníusveitinni og kennir við tónlistarháskólann í Ljublj- ana. Sigurður starfar í Reykjavík og hefur sérhæft sig i barrok- og kammertónlist. Hann leikur með Caput og Camerarctica. Gunn- laugur kennir við tónlistarskól- ann á Akureyri og tónskóla Sig- ursveins og leikur með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Á verkefnaskrá kvöldsins eru meðal annars olnbogabörn klassíkurinnar, gleymdur bar- roksellisti og óperutónskáld: G. Rossini, Dittersdorf, Barriére, T. Hauta-aho og M. Haydn. Lýs, flær og maurar Á morgun, kl. 12.30, verður hald- inn fræðslufundur í Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Keldum, í bóka- safninu í miðhúsi. Karl Skírnisson dýrafræðingur, Keldum, flytur er- indi um lýs, flær og maura á íslend- ingum að fornu og nýju. Sameindalíffræði í dag, kl. 16, flytur dr. Sigurður Ingvarsson líffræðingur fyrirlestur um sameindalíffræði ristil- og brjóstaæxla á vegum líffræðiskorar á Grensásvegi 12. ITC-deildin Melkorka Fundur verður í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi í kvöld, kl. 20. Fundurinn er öllum opinn. Kyrrðarstund og Biblíulestur Á fimmtudögum, kl. 12, er kyrrð- arstund í Hallgrímskirkju með org- eltónlist, íhugun og léttum máls- verði á eftir. Á miðvikudagskvöld- um, kl. 20-21, er Biblíulestur í kirkj- Samkomur unni. Fyrstu fjóra miðvikudagana frá 12. janúar til 2. febrúar mun sr. Jón Dalbú sjá um fræðsluna. Efni fyrstu Biblíulestranna verður um bænina, það er lesinn verður texti sem fjallar um bæn og reynt að gera grein fyrir því hvað ritningin kenn- ir um bæn og bænaiðju. Bellatrix heldur sína fyrstu tón- leika hér á landi á þessu ári í Iðnó í kvöld og opnar húsið kl. 20. Upphitunarhljómsveit verður Fálkarnir. Bellatrix heldur síðan aftur til Englands þar sem hún hitar upp fyrir gena í London Forum á fóstudagskvöld. Framundan er ströng tónleikaferð hljómsveitar- innar um Bretlandseyjar og þaðan til Noregs og Danmerkur seinni Skemmtanir hluta febrúar og mars. Ráðgert er að tónleikum Bellatrix í Kaupmanna- höfn, sem verða 3. mars, verði út- varpað beint í Ríkisútvarpi Dana. Einnig mun hljómsveitin koma fram í BBC í þætti sem heitir Even- ing Sessions. Ný smáskífa með Bellatrix er væntanleg hér á landi í enda janúar, en í Englandi kemur hún út 14. febr- úar. Á henni er The Girl With the Sparkling Eyes. BBC hefur þegar hafið spilun á laginu og munu blaðamenn frá Times og öllum helstu tón- listartímaritum fylgja hljómsveitinni hingað til lands og vera á tónleikun- um í kvöld. Bellatrix hefur stutta viðdvöl á íslandi aö þessu sinni og leikur aðeins á einum tónleikum. Gaukur á Stöng í kvöld ætlar Leynifjelagið að heija nýja öld með nýju efni í bland við eldri perl- ur. Það ætti enginn að láta þessa hljómsveit fram hjá sér fara enda er hún þekkt fyrir frábæran flutning. Tónleikarnir eru í beinni á www.xnet.is. Annað kvöld er það svo SSSól sem skemmtir gestum á Gaukn- um. Bellatrix í Iönó Kaldast í innsveitum austanlands Norðan 10-15 m/s verða í fyrstu, en hæg vestlæg átt vestan til síðdeg- is og norðvestan 8-13 austanlands. Veðrið í dag É1 verða norðaustanlands fram eftir degi en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 14 stig, kaldast í innsveit- um austanlands. Höfuðborgar- svæðið: Norðan 8-13 m/s en fremur hæg vestlæg eða breytileg átt síð- degis. Léttskýjað. Frost 1 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.41 Sólarupprás á morgun: 11.20 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.50 Árdegisflóð á morgun: 01.28 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -2 Bergstaðir snjókoma -2 Bolungarvík skýjað -3 Egilsstaðir -11 Kirkjubœjarkl. léttskýjað -1 Keflavíkurflv. skýjaó -2 Raufarhöfn alskýjað -1 Reykjavík léttskýjað -1 Stórhöföi skafrenningur -1 Bergen skýjaö 5 Helsinki alskýjað 3 Kaupmhöfn þokumóða 3 Ósló alskýjað 4 Stokkhólmur súld 3 Þórshöfn léttskýjað 5 Þrándheimur skýjað 4 Algarve heiðskírt 9 Amsterdam þokumóóa 0 Barcelona heiðskírt 2 Berlín þokumóða -3 Chicago alskýjaó -2 Dublin súld 5 Halifax skúr 4 Frankfurt alskýjað 2 Hamborg hálfskýjað 0 Jan Mayen skafrenningur -3 London skýjað 8 Lúxemborg skýjað 0 Mallorca þokumóða 3 Montreal þoka 0 Narssarssuaq skýjað -16 New York skýjað 6 Orlando heiðskírt 13 París alskýjaó -1 Róm léttskýjaó 5 Vín hrímþoka -7 Washington heiðskírt 4 Winnipeg heiðskírt -27 Hálka og hálkublettir Talsverð hálka myndaðist á suðvesturhominu í morgun og er víða hálka og hálkublettir auk þess sem snjóþekja liggur yfir vegum. í morgun var ver- Færð á vegum ið að opna leiðir á Suðvesturlandi, Vesturlandi og Suðurlandi, að öðru leyti er ágæt vetrarfærð á öll- um aðalleiðum. Ástand vega Skafrenningur m Steinkast 0 Hálka Ófært ® Vegavinna-aftgát 0 Öxulþungatakmarkanir Hl Þungfært © Fært fjallabflum Silvía Rán Myndarlega telpan á myndinni heitir Silvía Rán. Hún fæddist á FSA 9. júlí síðastliðinn kl. 23.35. Við fæðingu var hún 3890 grömm og 52 Barn dagsins sentímetrar. Foreldrar hennar eru Ásta Jóhanna Þorláksdóttir og Björgvin Ómar Hrafnkelsson. Silvía Rán á fjögur systk- ini sem eru: Snjólaug Ema, átján ára, Þorvald- ur Hans, fimmtán ára, Díana Mjöll, sex ára og Diljá Sif, tveggja ára. dagstOlIÞ Ingvar Sigurðsson leikur aöalper- sonuna, Pál. Englar alheimsins Nýjasta íslenska kvikmyndin Englar alheimsins hefur fengið mjög góða aðsókn. I myndinni er sögð er saga Páls (Ingvar Sigurðs- son), fjölskyldu hans og félaga á Kleppi. Páli er fylgt inn í myrkur geðsjúkdóms þar sem hann ein- angrast og verður stöðugt erfiðari í samskiptum við foreldra sína og systkini. Þetta endar með þvi að hann er sendur á Klepp. Á Kleppi koma við sögu sálufélagar hans, Óli bítill (Baltasar Kormákur), ósköp rólegur gaur sem heldur að hann hafi samið öll bítlalögin, Viktor /"//■ • • Kvikmyndir (Bjöm Jörundur) sem fiP®8 stundum breytist í Ad- olf sjálfan Hitler og Pétur (Hilmir Snær Guðnason), herbergisfélagi Páls sem farið hefur yfir um á sýru. Fylgst er með ævintýrum þeirra fé- laga á og af Kleppi og örlögum Páls. Fleiri góða leikara getur að líta i myndinni, til dæmis Halldóru Geir- harðsdóttur, Þór Tulinius, Egil Ólafsson og Pálma Gestsson. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: End of Days Saga-bíó: Járnrisinn Bíóborgin:The World Is not Enough Háskólabíó: Englar alheimsins Háskólabíó: Mickey Blue Eyes Kringlubíó: The 13th Warrior Laugarásbíó: Deep Blue Sea Regnboginn: Drive Me Crazy Stjörnubíó: Jóhanna af Örk Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 b 10 11 12 13 U 16 17 18 19 5i Lárétt: 1 klaufjárns, 7 áfram, 9 þjálf- un, 11 leit, 12 kvabb, 13 tómt, 14 pár, 16 hvíli, 17 átt, 20 tóns, 21 skjótur. Lóðrétt: 1 róta, 2 vargur, 3 hinkraði, 4 ætíð, 5 flökt, 6 skartgrip- ur, 8 ánægður, 9 æviskeið, 10 skvett- ur, 15 okkur, 18 varðandi, 19 slá. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 flokk, 6 ók, 8 jöfurs, 9 ögur, 10 óar, 11 rör, 13 fórn, 15 urt- um, 17 ha, 18 gaurar, 19 orga, 20 kóf. Lóðrétt: 1 fjörug, 2 lög, 3 ofur, 4 kurfur, 5 kró, 6 ósar, 7 kárnar, 12^. örar, 14 ómak, 16 tug, 17 hró. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.