Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Side 32
, MILLENNIUMsubaru FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 V axtahækkunarleiðin: Grefur undan samkeppnis- stööu ^ - segir Ari Edwald Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ekk- ert nýtt að frétta af samningamál- um, en um ára- mót hafi verið ýmislegt sem benti til að þau yrðu erfið. „Það sem Sam- tök iðnaðarins voru að segja í gær er bara í samræmi við okkar málflutning. Ég er sammála því mati að vaxtahækk- anir séu illskárri kostur en aukin verðbólga, en báðir kostimir eru j^slæmir. Eini kosturinn sem tæki á viðskiptahalla og vegur ekki að samkeppnisstöðunni er aukið að- hald opinberra fjármála. Það er það sem á vantar og við höfum tekið undir það.“ Ari segir að vaxtahækkunarleið- in sé skárri fyrir fyrirtækin en hærri verðbólga, en hún ýti undir að grafist undan samkeppnistöðu ís- lenskra fyrirtækja með hækkun á gengi krónunnar og lækkun á inn- flutningi. -HKr. Ari Edwald. “Erfitt sjúkra- flug í nótt Béiðni barst til Landhelgisgæsl- unnar um miðnætti um að sækja al- varlega veika konu til ísafjarðar. Veður var slæmt fyrir vestan þegar beiðnin barst, en TF-Líf fór þó í loft- ið klukkustund síðar. Flogið var með ströndinni vestur og tók flugið þangað um 2 klukkustundir. Eftir um klukkustundarstopp á ísaflrði var haldið af stað aftur suð- ur með konuna. Veður hafði þá gengið niður. -gk „ Víkingaskip á uppboði „Þetta var mikil óheppni og hefði aldrei átt að gerast,“ sagði Gunnar Marel Eggertsson, eigandi víkinga- skipsins íslendings sem komið er á uppboð og hefur verið auglýst í Lög- birtingablaðinu sem slíkt. „Það voru engin efni til þessa og reyndar kom ég af fjöllum þegar ég sá að vík- ingaskipið var komið á uppboð. Skipið verður aldrei boðið upp,“ sagði Gunnar Marel sem ætlar að sigla vikingaskipinu vestur um haf 17. júní til að minnast landafund- anna forðum. -EIR Páll Oskar Hjálmtýsson söng sig inn í hjörtu barnanna á Barnaspítala Hringsins í gærdag. Japis afhenti spítalanum leikjatölvur og fleiri gjafir. Snjóflóðahrina á norðanverðum Vestfjörðum í gærkvöld: Maður hætt kom- inn í Kirkjubólshlíð - tvö snjóflóð féllu þar og fjögur í Súðavíkurhlíðinni Eiríkur Ragnarsson frá Súðavík verður að teljast heppinn að hafa sloppið ómeiddur úr snjóflóði sem féll yst í Kirkjubólshlíð í Skutulsflrði rétt fyrir miðnætti í gærkvöld. Hann var einn á ferð, á leið frá Súðavík. Hann komst út úr bifreið sinni og lét vita um flóðið á lögreglustöðinni á ísafirði. Að sögn lög- reglu telur Eirik- ur að farsíminn hafi bjargað því að hann lenti ekki inni í miðju snjó- flóði. Eiríkur, sem var á leið til ísafjarðar, ákvað að snúa við til Súðavíkur og hringdi þangað til að láta vita af sér. Hann hægði á bílnum á meðan á símtalinu stóð og þá féll flóðið að mestu fyrir framan hann. Bifreiðin lenti á kafl en lögregla segir að vart hefði þurft að spyrja að leikslokum ef meginþungi Eiríkur Ragnars- son. Oshyrna V. O' \ ■ ÍP ísafjörður “ snlöflóö Frá vettvangi í morgun eftir aö mokað hafði veriö í gegn. DV-myndir Björn þess hefði lent á bifreiðinni. Flóðið féfl yst í Kirkjubólshlíðinni þar sem heitir Básar. Guðmundur Gunnars- son hjá Vegagerðinni á ísaflrði sagði reyndar í morgun að tvö snjóflóð hefðu fallið í Kirkjubólshlíðinni í gærkvöld. „Við erum ekki búnir að mæla stærð flóðanna, en þau voru stór og menn tala um að þau séu með þeim stærstu sem þar hafa fallið. Flóðið sem bíll- inn lenti í var t.d. um einn og hálfur metri að þykkt, því bíllinn var nánast á kafi í flóðinu," sagði Guðmundur. Vegagerðarmenn hófust handa við að opna veginn um Kirkjubóls- hlíð snemma í morgun og var því verki lokið um klukkan átta. Guðmundur sagði að það hefði tafið fyrir að ekki náðist til mannsins sem hafði lent í flóðinu, og bifreið hans var til trafala þegar verið var að opna veginn. Þá féllu fjögur snjóflóð í Súðavík- urhlíð í gærkvöld og var þar um tals- 'vert stór flóð að ræða. Flutningabif- reið sem var þar á ferð lenti á milli tveggja flóðanna en ekki var um hættuástand að ræða. Veður hafði batnað á Vestfjörðum í morgun og reiknaði Guðmundur Gunnarsson hjá Vegagerðinni ekki með að fleiri flóð myndu falla þar á næstunni. -gk/rt Veðrið á morgun: Bjartviöri fyrir austan Á morgun verður suðvestanátt, 5-10 m/s en 10-15 m/s við norður- ströndina. Dálítil slydda og síðan súld eða rigning með köflum vest- anlands en lengst af bjartviðri austanlands. Hlýnandi veður. Veöriö í dag er á bls. 29.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.