Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 Viðskipti Þetta helst:... viðskipti á VÞÍ, 550 m.kr. Mest með hlutabréf, 237 m.kr ... Mest viðskipti með Baug, 44 m.kr ... Stálsmiðjan hækkaði um 12% Opin kerfi um 5% ... Hlutabréfasjóður Búnaðar- bankans lækkaði um 4,52% Samherji um 3,3% Marel og SÍF lækkuðu um 2,5% ... Greining FBA á afkomu stærstu hlutafélaga: Aætlaður heildarhagn- aður 15,3 milljarðar FBA hefur gefið út greiningu á af- komu og afkomuhorfum skráðra fé- laga á hlutabréfamarkaði. í Morg- unkorni FBA í gær var stutt yfirlit yfir helstu niðurstöður þessarar greiningar. Þar er að finna spár um hagnað 37 veltumestu fyrirtækjanna á árinu sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands og er áætlaður heild- arhagnaður þeirra fyrirtækja 15,3 milljarðar króna sem er 52% aukn- ing frá 1998. Á sama tíma hefur markaðsvirði fyrirtækjanna aukist úr 193 milljörðum í 280 milljarða, eða um 45%. Vegið V/H-gildi fyrirtækjanna var því 19,3 miðað við markaðsvirði í lok árs 1998 og hagnað fyrir sama ár. Sambærilegt V/H-hlutfall fyrir árið 1999, miðað við hagnaðarspá FBA ,er 18,3. Það er athyglisvert að hlutfallið lækkar þrátt fyrir mikla hækkun á markaðsverði á tímabil- inu. Það má því segja að gangi hagn- aðarspá FBA eftir hafi væntingar fjárfesta verið á rökum reistar. Rétt er að hafa í huga að í núverandi verði felast væntingar um framtið- arvöxt hagnaðar sem ekki er sjálf- Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. gefið að verði jafnmikill og á árinu 1999. I skýrslu FBA er umfjöllun um afkomu eftir atvinnugreinum og innan hverrar atvinnugreinar er fjallað um einstök fyrirtæki. Farið er yfir þróun síðustu ára og spáð fyrir um hagnað ársins 1999. Einnig eru horfur metnar og mat lagt á á hlutafélögin sem fjárfestingarkosti. Þegar litið er yfir atvinnugreinarn- ar vekur athygli sú mikla aukning sem verið hefur bæði á mark- aðsvirði og væntum hagnaði í upp- lýsingatækni og fjármálarekstri. Markaðsvirði fyrirtækja í upplýs- ingatæknigeiranum hefur aukist um 76% á meðan væntur hagnaður eykst um 130%. Vænt hagnaðar- aukning er hlutfallslega minni í til- viki fjármálafyrirtækja og ávöxtun einnig. Markaðsvirði fiármálafyrirtækja hækkaði um rúm 70% en væntur hagnaður jókst um 63% á sama tímabili. FBA telur að góðir fiárfest- ingarkostir séu á innlendum mark- aði og nefnir fióra sérstaklega. Það eru Opin kerfi, Flugleiðir, Marel og Nýherji. Motorola margfaldar hagnaðinn Hagnaður Motorola á fiórða ársfiórðungi 1999 meira en þre- faldaðist frá fyrra ári. Hagnað- ur af reglulegri starfsemi var 514 milljónir dollara, eða 82 sent á hvem hlut, samanborið við 159 milljónir dollara, eða 26 sent á hvem hlut, á sama tíma árið á undan. Afkoman er tölu- vert betri en sérfræðingar á Qármálamarkaði höfðu búist við. Skjalaskápar i miklu úrvali Bresk hágæðavara Verð frá kr. 16.808 H. Ólafsson og Bernhöft ehf. Kaplahrauni 1,220 HafnarfirSi Sími 555 6600, fax 555 6606, netfang hob@hob.is Herferð vegna Fujitsu Siemens Computers - Tæknival og Smith & Norland taka höndum saman Það sætti miklum tíðindum í tölvu- heiminum síðla sumars á liðnu ári þegar spurðist að japanski tölvuris- inn, Fujitsu, og tölvusvið þýska stór- fyrirtækisins Siemens myndu samein- ast 1. október í Evrópu undir nafninu Fujitsu Siemens Computers. Vísir.is greindi frá þessu í gær. Nýja stórfyr- irtækið Fujitsu Siemens Computers setti sér það markmið í upphafi að ná forystu á Evrópumarkaðnum og vera leiðandi fyrirtæki álfunnar i upplýs- ingatækni í þágu fyrirtækja og ein- staklinga. Fyrirtækið var á stofndegi, 1. októ- ber, eitt stærsta tölvufyrirtæki í Evr- ópu. Áætlanir gera ráð fyrir 25% veltuaukningu á fyrsta starfsári eða heildarveltu upp á 7,5 milljarða evra og samtímis að draga úr kostnaði sem hlutfalli af tekjum um þrjú til fimm prósent. „Endanlegur árangur fyrirtækisins verður hins vegar metinn í ánægju viðskiptavinanna - aðeins með full- komlega ánægðum viðskiptavinum getum viö náð arðbærum vexti fyrir- tækisins og orðið númer eitt í Evr- ópu,“ sagði Winfried Hoffmann, annar aðalframkvæmdastjóri Fujitsu Siem- ens, þegar sameiningin var kynnt. Hoffmann var áður yfirmaður tölvu- sviðs Siemens. Auk hans situr við stjórnvölinn Robert Hoog frá Fujitsu. Nýi tölvurisinn rekur 25 fyrirtæki í Evrópu og starfsmenn eru riflega níu þúsund. Höfuðstöðvar Fujitsu Siem- ens eru í Amsterdam. Kynningarherferð á íslandi Fujitsu Siemens, Tæknival og Smith & Norland blésu til sóknar á is- lenska markaðnum á fóstudaginn var þegar kynningarherferð á vörumerk- inu Fujitsu Siemens Computers hófst formlega með því að fulltrúum helstu viðskiptavina beggja íslensku fyrir- tækjanna var boðið til sérstakrar kynningar á Grand Hótel í Reykjavík. Þar var sjónvarpsauglýsing herferðar- innar frumsýnd en hún er unnin af auglýsingastofunni Nonna og Manna og framleidd af Zoom. Nýi risinn á tölvumarkaðnum var einng kynntur á veggspjöldum og hann er víða sjáanlegur í höfuöborg- inni þessa dagana því að myndir af „risanum" er bæði að finna á strætis- vagnaskýlum og veltiskiltum. Þá fluttu fuiltrúar fyrirtækjanna þriggja ávörp, Claus Östergaard, markaðsstjóri Fujitsu Siemens í Dan- mörku, Jón Norland, framkvæmda- stjóri Smith & Norland, og Árni Sig- fússon, framkvæmdastjóri Tæknivals. Auk danska markaðsstjórans komu hingað til lands sérstaklega í tilefni herferðarinnar samstarfsmenn hans, Christian Borg Möhi og Jörgen Svart. Á kynningunni hljóp heldur betur á snærið hjá einum gestanna, Amlaugi Guðmundssyni frá Orkuveitu Reykja- víkur, en hann hreppti ferðatölvu frá Fujitsu Siemens. Samstarf á íslandi Tæknival sem umboðsaðili Fujitsu og Smith & Norland sem umboðsaðili Siemens verða endursöluaðiiar Fu- jitsu Siemens tölvubúnaðar á íslandi og fyrirtækin tvö hafa tekið höndum saman um náið samstarf til að gera veg Fujitsu Siemens Computers sem mestan hér á landi. Bæði fyrirtækin munu bjóða hágæðatölvubúnað frá Fujitsu Siemens en fiölmargir íslend- ingar hafa kynnst gæðum Fujitsu- tölva frá þvi Tæknival hóf innflutning og sölu á þeim tölvum í fyrra. Um gæði Siemens-tölva þarf ekki heldur að fiölyrða en Smith & Norland hefur bæði notað og selt slíkar tölvur und- anfarin ár með góðum árangri. Islandssími kaupir Gagnaveituna Íslandssími hefur keypt Gagna- veituna sem starfar að gagnaflutn- ingum um örbylgjukerfi á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Þetta kemur fram í frétt sem Íslandssími sendi frá sér í gær. Meðal viðskipta- vina fyrirtækisins eru Skeljungur, Kögun, KEA og Dominos. Þrjú fyrirtæki buðu í Gagnaveit- una og var Íslandssími eitt af þeim. Stjórn Gagnaveitunnar ákvað, að loknum viðræðum við þessa þrjá aðila, að semja við Islandssíma um sölu fyrirtækisins. Samkvæmt fréttinni frá íslands- síma hefur fyrirtækið til þessa að- eins boðið upp á 2MB-tengingar og upp úr. Hins vegar hefur Gagnaveit- an boðið upp á smátengingar og sé Íslandssíma því með kaupunum unnt að bjóða upp á heildarlausn til fyrirtækja með mörg útibú. Það sé mat stjómenda Íslandssíma að fyr- irtækið sé nú betur í stakk búið að bjóða upp á gagna- og talflutninga um örbylgjukerfi sitt en það nái eft- ir kaupin til 80 prósent fyrirtækja á landinu. Íslandssími muni einnig þjónusta fyrirtæki um land allt á koparlínum og með ljósleiðara. Kögun kaupir VKS Samkomulag hefur náðst um kaup Kögunar hf. á Verk- og kerf- isfræðistofunni hf. (VKS) og munu hluthafar í VKS fá greitt fyrir með hlutabréfum í Kögun. Viðskiptavefurinn á Vísi.is greindi frá. Undirritaður hefur verið samningur við eigendur 90% hlutafiár í VKS og verður öðrum hluthöfum fyrirtækisins boðin hlutabréf í Kögun fyrir sinn hlut á sama skiptagengi. Bæði fyr- irtækin eru í hópi öflugustu hug- búnaðarfyrirtækja hér á landi. Nýtt málmiðnaðarfyrir- tæki hlýtur nafn Sameiningarferli Slippstöðvar- innar hf. á Akureyri og Stálsmiðj- unnar hf. í Reykjavík er nú lokið. Stjóm Stáltaks hefur ráðið Val- geir Hallvarðsson framkvæmda- stjóra fyrirtækisins og Inga Bjömsson aðstoðarframkvæmda- stjóra níeð aðsetri á Akureyri en þar verður m.a. Qármáladeild Stáltaks starfrækt. Viðræðum um sölu Skutuls ÍS-180 hætt Viðræðum Básafells hf. og ísa- fiarðarbæjar um sölu á Skutli ÍS- 180 hefur verið slitið en hinn 10. desember sl. sendi Básafell hf. frá sér tilkynningu um að félagið ætti í viðræðum við hluthafa í félag- inu undir forustu ísafiarðarbæjar um kaup hinna síðarnefndu á frystitogaranum Skutli ÍS-180 með töluverðum aflaheimildum. Blair útilokar EMU-aðild að sinni Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir útilokað fyrir Bretland að gerast aðili að EMU að svo komnu og að innganga í framtíðinni verði að ráðast af stöðu efnahagsmála. Blair sagði þátt- töku nú jafngilda efnahagserfiðleik- um fyrir Breta og að ekki yrði æskilegt að taka þátt í EMU fyrr en breskt efnahagslíf væri statt á svipuðum stað í hagsveiflunni og Þýskaland og Frakkland. Lítil verðbólga í Bandaríkjunum Hækkun neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum í desember reyndist hófleg eða 0,2%. Undir- liggjandi verðbólga mældist 0,1%, sem er lægsta mæling á henni í fióra mánuði. Verðbólga árið 1999 var 2,7% en eftir að verð matvöru og ýmsum orkugjöfum hefur ver- ið tekið frá reyndist verðbólga ársins 1999 vera sú minnsta svo árum skiptir. IBM stofnar Internetsjóð IBM hefur stofnað sérstakan sjóð og lagt honum til 500 milljón- ir dollara. Sjóðurinn mun aðstoða Intemetfyrirtæki, sem einbeita sér að viðskiptum milli fyrir- tækja, við fiármögnun tækja- kaupa og starfa í nánu samstarfi við áhættufiárfesta. Lyfjasamruni frágenginn Stjómir tveggja stærstu lyfiafyr- irtækja heims, Glaxo Wellcome og SmithKline Beecham, em nú að ljúka samrunaáætlun félaganna sem væntanlega verður kynnt á morgun, mánudag. Sameinað fyrir- tæki verður stærsta lyfiafyrirtæki heims. Miðað við núverandi verðmæti félaganna tveggja á markaði verður verðmæti þess 187 milijarðar doll- ara eða sem jafngildir 13.300 millj- örðum íslenskra króna. Talið er að sameinaða fyrirtækið muni bera nafnið Glaxo SmithKline.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.