Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
11
Fréttir
Losun á hundruðum tonna af svlnaskít 1 sjóinn:
Enginn stórskaði
- segir framkvæmdastjóri svínabúsins í Brautarholti
„Við munum leggja mikla
áherslu á að hafa umhverfismálm í
lagi hjá okkur. Við dældum þess-
um skít í sjóirm því við vildum
ekki setja hann á frosna jörð í des-
ember. Ég er að vona að til þessa
þurfi ekki að koma oftar í vetur.“
Þetta sagði Kristinn Gylfi Jóns-
son, framkvæmdastjóri svínabús-
ins í Brautarholti á Kjalarnesi.
Eins og DV greindi frá fyrir helgi
áminnti Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur forsvarsmenn búsins fyrir
að dæla 2-300 tonnum af svínaskít
í sjóinn.
„Búið er í uppbyggingu og við
erum ekki komin í fulla fram-
leiðslu,“ sagði Kristinn. „Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur veit að
við munum leysa frárennslismál-
in. Búin hafa'frest út þetta ár til að
koma sínum málum í lag. Því mið-
ur eru til svínabú sem hafa enn
ekkert þróarrými. Svínabændur á
höfuðborgarsvæðinu verða ekki
eins lengi að leysa frárennslismál
sín og sveitarfélögin verða að leysa
sín skolpmál frá mannfólkinu.
Það hefur enginn stórskaði átt
sér stað þótt þama fari svínaskítur
í sjóinn. Það sér þess enginn merki
og hefur ekki í for með sér neina
röskun á lífríki. Við höfum fullan
hug á að nýta allan áburð frá búi
okkar í framtíðinni. Það gerum við
á tvennan hátt. Við ætlum að bera
svinaskít á túnin og spara þannig
tilbúinn áburð. Síðan ætlum við að
koma okkur upp búnaði til að
skilja á milli fljótandi efna og þurr-
efnis. Þurrefnið munum við nota
til jarðgerðar í samstarfl við ýmsa
aðila sem hafa óskað eftir svína-
skit til slíks. Við erum með þróar-
rými fyrir 2600 tonn og munum
tvöfalda það í vor. „
Kristinn kvaðst ekki gefa út
hversu stór túnin væru í hektur-
um. Forráðamenn búsins væru
ekki sammála þeim kröfum sem
heilbrigðiseftirlitið legði upp með
um magn búfjáráburðar á hektara.
Aðilar væru að vinna að því að fá
niðurstöðu í það mál. Kristinn
sagði möguleika á að brjóta upp
meira land til nýtingar.
„Við erum á skilgreindu land-
búnaðarsvæði og höfum öll fullgild
leyfi til að starfrækja þetta svína-
bú.
Reykjavíkurborg tók það sér-
staklega fram þegar hún sameinað-
ist Kjalameshreppi fyrir tveimur
árum að það ætti að efla og við-
Sauðkrækingar reisa skíðalyftu um hávetur
Sérkennileg steypuvinna
í brattri fjallshlíðinni
halda þeim blómlega landbúnaði
sem er á Kjalamesisagði hann
og gagnrýndi jafnframt að nú þeg-
ar hefði Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur unnið að starfsleyfl fyrir
búið í eitt ár en málið væri þó enn
ekki í höfn. -JSS
Bílaleiga
r
Það gerist ekki ódýrara
0
Kr. á dag
(ekkert daggjald)
AVIS mælir með Opel
S:568-8888
Dugguvogur 10 - 104Reykjavik
„Þetta er frábær áfangi hjá okk-
ur og mér sýnist að öllu óbreyttu
að það muni takast að opna svæð-
ið og vígja nýju skíðalyftuna öðru
hvoru megin við næstu mánaða-
mót,“ segir Viggó Jónsson, formað-
ur framkvæmdanefndar vegna
byggingar nýrrar skíðalyftu skíða-
deildar Tindastóls, en hann hefur
staðið í ströngu að undanfomu við
að smala saman mannskap. Síð-
ustu undirstöðurnar fyrir lyftuna
vom steyptar fyrir skömmu og þar
með má segja að skíðamenn séu
komnir fyrir hom og það takist
sem margir voru orðnir svartsýnir
á - að nýja skíðasvæðið komist í
gagnið í vetur.
Síldarstúlkurnar fornu, sem gerðu Siglufjörð að sælureit, er vart hægt að finna í vélvæðingu nútímans. Allt er orðiö
vélvætt og sárafáir handfjatla silfur hafsins, hvort heldur síldin er söltuö eöa fryst. Það er helst kryddlyktin, þessi
góði ilmur, sem læðist um vinnslusalinn og minnir á gamla, góöa tíma þegar síldarsöltun var og hét.
DV-mynd Júlía Imsland
Óþrifin viö Hverfisgötu:
Konan með frest til að þrífa
„Konan fær frest til úrbóta.
Við fórum lögformlegar leiðir og
málið er í eðlilegum farvegi,"
sagði Rósa Magnúsdóttir hjá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
um málefni konunnar á Hverfis-
götu sem býr þar í kjallara við
slík óþrif að öðrum er ekki vært
í húsinu. Á dögunum fékk hún
heimsókn viðgerðarmanna í eit-
urefnabúningum þegar gera
þurfti við rafmagn í húsinu.
„Það er útilokað að segja nokk-
uð til um það hversu langan
tíma það tekur að koma þesu
máli í höfn en konan hefur sinn
rétt sem eigandi íbúðarinnar og
Konan við hús sitt á Hverfisgötunni.
sá réttur er mikill sem bet-
ur fer,“ sagði Rósa Magn-
úsdóttir og tók fram að
þetta mál væri ekkert
einsdæmi í höfuðborginni.
Gunnar Hjaltason, sem
keypti íbúð fyrir ofan kon-
una, hefur ekkert getað
unnið að endurbótum á
eign sinni eins og hann
hugðist gera vegna ódauns
sem leggur úr kjaUara
konunnar. Hann segist
bíða átekta og vonar það
eitt að konan fari að þrífa
hjá sér.
-EIR
Eins og fram hefur komið var
gamla skiðalyftan á Laxárdals-
heiði ónýt eftir að hafa verið á
undanþágu til fjölda ára. Því
lögðu skíðamenn allt kapp á að
koma nýrri lyftu upp fyrir vetur-
inn, en í haust var gengið frá
samkomulagi við Sveitarfélagið
Skagafjörð um uppbyggingu nýja
skíðasvæðisins í Tindastóli.
Uppsetning skíðalyftunnar er í
raun talsvert mannvirki. í hvort
endamastranna um sig þurfti um
20 rúmmetra af steypu, og 10
millimöstur eru í lyftunni, og alls
fóru i undirstöðurnar 87 rúmmet-
ar af steypu. Það sem menn höfðu
mestar áhyggjur af var hvemig
tækist að koma steypunni í mót-
in, rúmlega kílómetra leið upp
bratta hlíðina. Það var gert með
því að mixa steypusíló framan á
tönn snjótroðara, sem hvert um
sig tók um hálfan rúmmetra af
steypu. Þetta tókst með ágætum,
en hver ferð tók troðarana um 20
mínútur með steypuna undir
efsta mastrið, en styttri tima eftir
því sem neðar dró. Þrír troðarar
vom notaðir við verkið, frá
Tindastóli, Skíðafélagi Fljóta-
manna og Höfðahreppi á Skaga-
strönd. Framkvæmdir við skíða-
lyftuna hafa að miklu leyti verið
unnar i sjálfboðavinnu.
-ÞÁ
É
náttúrulega!
heilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
FRAMBOÐSFRESTUR
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu um kjör stjórnar, trúnaóarmanns og endur-
skoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir
árið 2000.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu
félagsins, Húsi verslunarinnar 1. hæð Kringlunni 7, eigi
síöar én kl. 17:00, miðvikudaginn 26. janúar 2000.
Kjörstjórnin
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur